Fréttablaðið - 11.03.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 11.03.2009, Síða 16
MARKAÐURINN 11. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N „Við höfum lengi vitað af því að ábyrgðin gæti fallið á okkur. Hún kemur ekki á óvart,“ segir Þór- dís Sigurðardóttir, stjórnarfor- maður Teymis, um skuldabréfa- flokk upp á 2,7 milljarða króna sem féll á félagið í kjölfar sölu Íslenskrar afþreyingar á Senu í síðustu viku. Engar skuldir fylgdu Senu til nýrra kaupenda og falla skuld- bindingar á herðar Íslenskrar af- þreyingar að skuldabréfaflokkn- um undanskildum. Þórdís segir ljóst að skuldir Teymis hafi hækkað upp á síð- kastið og eiginfjárhlutfallið sé mjög lágt. Þörf sé á fjárhagslegri endurskipulagningu. Teymi, sem var afskráð í fyrra, tapaði 5,5 milljörðum króna á fyrri hluta síðasta árs. Skuldir námu 35 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall átján prósent. Teymi fundaði með kröfuhöfum í desember og þá lá fyrir að fé- lagið gæti ekki staðið við allar skuldbindingar. Landsbankinn er stærsti kröfuhafi Teymis. „Ég hef reynt að halda Teymi saman og búa til áætlun sem geri kröfuhöfum kleift að fá allar sínar kröfur til baka. Ég er mjög bjart- sýn á það,“ segir Þórdís. - jab Bjartsýn á horfur Teymis ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar Færeyska tryggingafélagið Føroyar, TF, ætlar að hefja starfsemi á íslenskum tryggingamarkaði fyrir lok þessa árs. Félagið hefur einkum áhuga á því að kaupa íslenskt tryggingafélag og hefur átt viðræður við VÍS, TM og Sjóvá í því skyni. Einnig kemur til greina að opna hér útibú, stofna nýtt tryggingafélag eða hefja beina sölu á tryggingum. Félagið kynnti þessi áform sín í gær. Edvard Heen, framkvæmdastjóri Føroyar, segir að almenningur á Íslandi leiti nú eftir viðskiptum við fyrirtæki sem þeir geti treyst. TF vilji koma opið og heiðarlega fram og upplýsa Íslendinga um áhuga sinn og fyrirætlanir. Þetta sé félag sem hægt sé að treysta auk þess sem það geti boðið samkeppnishæft verð. Tryggingaverð sé heldur lægra í Færeyjum en á Íslandi. Heen segir að til greina komi að kaupa sig inn í tryggingafélag hér og það geti gengið hratt fyrir sig, eða hægt. Hugsanlega skýrist þetta eftir mánuð. Markmiðið sé hins vegar að hefja starfsemi innan árs. TF hafi lengi haft áhuga á því að færa út kvíarn- ar erlendis og unnið að því nú í tvö ár að koma inn á íslenskan markað. Það hafi því ekki verið spurn- ing um hvort heldur hvenær félagið myndi koma hingað. „Við erum ekki hér vegna kreppunnar eða til að koma á brunaútsölu heldur vegna langtímamark- miða. Við teljum að rekstrarumhverfið hér sé svipað því sem við höfum í Færeyjum,“ segir hann. Að baki TF stendur sterkt félag, að sögn Heen, þar sem hinn almenni tryggingataki í Færeyjum á um leið í félaginu, svipað og í Samvinnutryggingum hér áður fyrr. Heen segir að félagið standi fjárhagslega sterkt og vilji setja verulegt fjármagn í að kaupa sig inn á íslenska markaðinn. Hann segir að auðvitað séu einhver takmörk á því hvað félagið setji mikla pen- inga í þetta en horfa verði á það í samhengi. „Við getum verið að tala um verulega margar millj- ónir í dönskum krónum,“ segir hann og telur eðli- legt að TF kanni samstarf við íslenska banka um að koma inn í íslenskt tryggingafélag. Félagið hafi þegar hitt Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra og hann hafi boðið Færeyinga velkomna. Þá hafi félagið átt í viðræðum við íslenska banka. „Við erum ekki hér til að vera gráðug. Við erum með fé og erum tilbúin til að fjárfesta því að við teljum að Íslendingar verði fljótir að rífa sig upp úr kreppunni. Húsin verða hér áfram, bílarnir og skipin. Okkar markmið er að verða hluti af íslensku samfélagi,“ segir Heen. VILJA OPIN SAMSKIPTI Edvard Heen, framkvæmdastjóri fær- eyska tryggingafélagsins Føroyar, segir að félagið stefni að því að hefja starfsemi á íslenskum markaði fyrir árslok. Félagið vilji hafa opin og heiðarleg samskipti á íslenskum markaði og tilkynni því fyrirætlanir sínar nú. MARKAÐURINN/ANTON BRINK Traustir Færeyingar bjóða tryggingar Færeyskt félag vill hefja hér starfsemi fyrir árslok. Markmiðið er að bjóða samkeppnishæft verð. STEFNA STJÓRNVALDA TIL FRAMTÍÐAR? Áherslur stjórnmálaflokkanna FIMMTUDAGINN 12. MARS Nánar á Viðskiptaþingi 2009 - Endurreisn hagkerfisins Skráning og nánari upplýsingar á www.vi.is og í síma 510-7100 Alfesca -13,5% -23,8% Bakkavör -7,0% -30,5% Eimskipafélagið 0,0% -40,0% Icelandair -6,6% -14,3% Marel 4,7% -31,2% SPRON 0,0% 0,0% Straumur -99,4% -99,5% Össur -17,0% -26,8% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Úrvalsvísitalan OMXI15 224 Úrvalsvísitalan OMXI6 584 Vika Frá ára mót um Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu sex milljörð- um króna í febrúar. Veltan var 303 milljónir króna á dag, sem er rúm- lega tvöfalt meira en í janúar. Markaðsvísitala skráðra félaga var 192 milljarðar í lok febrúar. Úrvalsvísitalan stóð í 839,76 stig- um og heildarvísitala aðalmark- aðar í 468,02 stigum. Heildarviðskipti með skulda- bréf námu alls 193 milljörðum í febrúar. Það jafngildir 9,7 millj- örðum á dag, sem eru mestu við- skiptin frá október 2008. - bj Tvöfaldaðist milli mánaða Skuldir ríkis og sveitarfélaga voru um 301 milljarður króna í árslok 2008, samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofunnar um fjármál hins opinbera. Skuldirn- ar námu sem svaraði 20,5 pró- sentum af landsframleiðslu. Í árslok 2007 var hrein peninga- leg eign ríkis og sveitarfélaga um 11 milljarðar, og munurinn því 312 milljarðar króna, eða um 21,4 prósent af landsfram- leiðslu. Peningalegar eignir ríkis og sveitarfélaga námu 1.065 millj- örðum króna í árslok 2008, en heildarskuldirnar voru 1.366 milljarðar króna. Tekjur hins opinbera voru 637 milljarðar króna árið 2008, sem er aukning um tæplega 13 millj- arða milli ára. Tekjurnar voru um 43,5 prósent af landsframleiðslu, samanborið við 44,6 prósent árið áður. - bj Skuldir hins opinbera 301 milljarður króna SKATTAR Tekjur ríkis og sveitarfélaga jukust um tæplega 13 milljarða króna milli ára. MARKAÐURINN/STEFÁN „Það vantar betri upplýsingar um íbúðaleigumarkaðinn,“ segir Svanur Guðmundsson, formað- ur Félags löggildra leigumiðl- ara. Samtökin eru rétt farin af stað en þau voru stofnuð fyrir um hálfum mánuði. Svanur segir aðstæður slíkar í dag að leigusamningum hafi fjölgað mjög mikið og séu þeir orðnir fleiri en kaupsamningar. Erfitt sé hins vegar að segja til um umfang íbúðaleigumarkaðar- ins þar sem yfirsýn skorti nú um stundir þvert á þarfir. Hann segir upplýsingarn- ar liggja á borðum yfirvalda, svo sem hjá sýslumanninum í Reykjavík, en erfitt að nálgast þær þegar þörf krefji. Samtökin horfa til þess að bæta úr upplýsingaskortinum, að sögn Svans. „Við viljum að þeir opin- beru aðilar sem eiga að gera þetta vinni vinnuna sína,“ segir hann. Að sama skapi ætla samtökin að safna saman upplýsingum og koma þeim áleiðis til opinberra aðila til að bæta þar úr. - jab Litlar upplýsingar um leigumarkað SVANUR GUÐMUNDSSON Félag löggildra leigumiðlara vill bæta upplýsingar um íbúðaleigumarkaðinn. M A R K A Ð U R IN N /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.