Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.03.2009, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 11. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR4 Ú T T E K T Lönd í kreppu (neikvæður hag- vöxtur tvo ársfjórðunga í röð) Lönd í kreppu (neikvæður hag- vöxtur á síðasta ársfjórðungi) Vísbendingar eru um viðvarandi samdrátt hjá sjö stærstu aðild- arríkjum Efnahags- og fram- farastofnunarinnar (OECD), samkvæmt mati sem birt var á föstudag. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir hagvís- ana ekki hafa verið neikvæðari síðan í olíukreppunni um miðj- an áttunda áratug síðustu aldar. OECD tekur fram að ekki sé útlit fyrir að viðsnúnings gæti í allra nánustu framtíð. Þá er tekið fram að sérstak- lega hafi tekið að halla undan fæti hjá stærstu þjóðum heims sem standi utan við stofnun- ina, svo sem í Brasilíu, Kína, Indlandi og í Rússlandi. Hafi þau dregist niður í svelg vegna alvarlegs samdráttar og minnk- andi eftirspurnar hjá ríkustu og umsvifamestu þjóðum heims. Innflutningur hér dróst saman um 33 prósent eftir efnahags- hrunið á milli fjórðunga á fjórða ársfjórðungi í fyrra en útflutn- ingur jókst um 1,5 prósent. Mælingu OECD á helstu hag- vísum er ætlað að gefa upplýs- ingar um stefnubreytingar í hagsveiflum til skemmri tíma og gefa vísbendingar um það hvort hagkerfi séu að vaxa eða drag- ast saman. Stofnunin tók tölurn- ar fyrst saman árið 1965. Neikvæðir hagvísar 105 100 95 90 85 0 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 OECD-ríkin Evrusvæðið Bandaríkin Kína Japan V ið erum í svolítið skrít- inni stöðu. Við héldum í byrjun árs að búið væri að grípa til aðgerða sem dygðu til að koma fjár- málageiranum fyrir horn. Nú er ljóst að svo var ekki,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, um horfur í efnahagsmálum á heimsvísu. Edda Rós segir horfur enn slæmar og ekki sjái fyrir end- ann á fjármálakreppunni í allra nánustu framtíð. Hún bendir á að eignaverð sé enn að lækka víða um heim og hafi það áhrif á fjár- málastofnanir og raunhagkerfið. Það hafi skilað sér í viðvar- andi skorti á trausti, erfiðleik- um tengdum eignamati og háum áhættuálögum um heim allan. Edda Rós segir óvissuna helsta orsakavaldinn og séu þau tól sem áður hafi verið grip- ið til ekki virk. „Ríkjandi hug- myndafræði hefur víða verið sú að lækka skatta til að auka hag- vöxt. Í raun má færa hagfræðileg rök fyrir því að nú eigi ríkið að eyða annaðhvort skattpeningum eða skila með hallarekstri, því einkaaðilar treysta sér ekki til þess á meðan eignaverð er enn að lækka,“ segir hún. „Þetta er and- stætt við þá hagfræði sem hefur verið í gildi upp á síðkastið. Því getur verið erfitt að kyngja og menn ekki undirbúnir til að fara í slíkt,“ segir hún og bætir við að nú sé svo komið að ríkisstjórn- ir stærstu landa heims verði að setjast niður og móta samræmdar aðgerðir gegn kreppunni. BEÐIÐ EFTIR LEIÐTOGUM Edda Rós segir menn bera mikl- ar væntingar til leiðtogafundar tuttugu stærstu iðnríkja heims – G20-fundarins – þar sem forsætis- ráðherrar og aðrir stjórnmálaleið- togar hittast ásamt seðlabanka- stjórum í Lundúnum í Bretlandi 2. apríl næstkomandi. Þegar var byrjað að leggja lín- urnar og hita upp fyrir fundinn á ársfundi Alþjóðaefnahagsráðs- ins í Davos í Sviss í enda janúar og hafa menn lagt grunninn að því sem rætt verður um á leið- togafundinum. „Þarna munu menn væntan- lega ræða um regluverk og um- gjörð sem hjálpar til við að verð- meta eignir,“ segir Edda Rós. Hún telur sömuleiðis líklegt að rætt verði um samræmdar aðgerðir til bjargar bönkum og fjármála- fyrirtækjum. Dökkar horfur í efnahagsmálum Vísbendingar eru um að lengri tíma taki fyrir alþjóðlega markaði að rétta úr kútnum en spáð var í upphafi. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson rýndi í nýjustu alþjóð- legu hagspárnar og spjallaði við Eddu Rós Karlsdóttur, hagfræðing hjá Landsbankanum, um horfurnar. „ M a rgir telja að ba nka r séu meira eða minna með nei- kvætt eigið fé um allan heim. Þá er spurningin hvort tækt sé að setja aukið eigið fé í fyrir- tækin eða skera niður skuldir í anda þess sem hafi verið gert hér heima,“ segir Edda Rós og bætir við að menn deili um ágæti aðgerðanna. KRÖFUHAFAR TAKA SKELLINN Fjármálasérfræðingar vestan- hafs hafa upp á síðkastið rætt um að fara sænsku eða jafn- vel finnsku leiðina til að bjarga fjármálafyrirtækjunum. Edda Rós vill ekki útiloka að menn velji aðrar leiðir. Þegar Svíar og Finnar hafi gert upp banka sína í norrænu fjármálakreppunum á fyrri hluta tíunda áratugar síð- ustu aldar hafi aðstæður verið aðrar en nú og lánardrottn- ar fengið allar kröfur greiddar. Því sé ekki að skipta nú. „Nú eru menn að gíra öll kerfi niður og þá gerist það sjálfkrafa að eign- ir gufa upp á meðan skuldir sitja eftir líkt og hér. Þá má íhuga það alvarlega hvort kröfuhafar – skuldabréfaeigendur – eigi ekki að taka hluta skell síns og taka þátt í að borga brúsann,“ segir Edda Rós. Hún telur slíkt mögu- lega geta gengið eftir án alvar- legra eftirkasta fyrir alþjóðlegt efnahagslíf, enda séu allir kost- ir slæmir. Hins vegar verði að ná alþjóðlegri sátt um aðgerðirnar. Hún segir sömuleiðis ljóst, að þótt aðgerðir sem þessar verði sársaukafullar fyrir skuldabréfa- eigendur þá geti þær bundið enda á fjármálakreppuna fyrr en ella. „Þetta er spurning hvort menn vilja hryllilegan endi á kreppunni eða endalausan hrylling,“ segir hún. ALLT TEKUR ENDA Edda Rós tekur undir með Ken- neth Rogoff, prófessor í Harvard og fyrrum aðalhagfræðing Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, að allar efnahagskreppur taki enda. Fjár- málakreppur vari að meðaltali tæplega 2 ár þar til taki að sjá til sólar á ný. Atvinnuleysi vari oft lengur og tekur að meðaltal um 4,8 ár að draga úr því. „Þetta fer allt eftir skilgrein- ingum á kreppu. Ég hef tilhneig- ingu til að skoða það út frá augum einstaklingsins og hef áhuga á því hvenær störfum tekur að fjölga á ný eftir samdráttarskeið. Sem hagfræðingur horfi ég hins vegar á hagvöxtinn,“ segir Edda Rós og bendir á að hér gegni nokk- uð öðru máli en í öðrum löndum. Hagkerfið hér sé mjög sveigjan- legt sem geti hagað seglum eftir vindi. Hún nefnir sem dæmi að einkaneysla hafi dregist mjög hratt saman á fjórða ársfjórð- ungi í fyrra, eða um tæp 25 pró- sent. „Það sést ekki í stórum hag- kerfum,“ segir hún. „Við getum ekki leyst kreppuna hér fyrr en botn er kominn í al- þjóðlegu kreppuna. Við getum þó allt eins búist við að vera fyrst upp úr henni. En það gerist ekki fyrr en heimurinn hefur náð viðspyrnu,“ segir Edda Rós. EDDA RÓS KARLSDÓTTIR Hagfræðingur hjá Landsbankanum telur að kreppunni ljúki ekki hér fyrr en það sjái til sólar í alþjóð- legu efnahagslífi. Eitt mikilvægasta verkefnið sem býður okkar nú er öflug uppbygging atvinnulífsins og atvinnutækifæra m.a. með aukinni nýtingu náttúruauðlinda til lands og sjávar. Grunn- urinn að velferðarsamfélagi okkar er öryggi heimilanna og traust þeirra gagnvart framtíðinni. Atvinnuleysi skapar upplausn og óöryggi sem dregur allan mátt úr aukinni verðmætasköpun samfélagsins. Grunnstoðir íslensks atvinnu- lífs eru sjávarútvegur, iðnaður og ferðaþjónusta. Á þeim greinum byggjum við önnur og fjölbreyttari atvinnutækifæri. Gestir fundarins eru: Árni Bjarnason, form. Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Halldór Halldórsson, yfirmaður hjá Alcan. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti, allir velkomnir. Opinn fundur um atvinnumál miðvikudaginn 11. mars kl. 20 á kosningaskrifstofu Jóns í húsi Kraftvéla að Dalvegi 6 í Kópavogi. Tryggjum Jóni Gunnarssyni 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi 14. mars nk. Jón Gunnarsson Alþingismaður www.jongunnarsson.is M A R K A Ð U R IN N /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.