Fréttablaðið - 11.03.2009, Side 24

Fréttablaðið - 11.03.2009, Side 24
SAFFRAN er fræni saffrankrókuss sem er lágvaxin planta af sverðliljuætt. Það er upprunnið í Suður-Evrópu og í Litlu-Asíu og hefur verið notað sem krydd og litunarefni en það gefur gulan lit. „Þetta er ítalskur fjölskyldustaður þar sem stílað er inn á fyrsta flokks matseld á góðu verði,“ segir Margrét Rósa Einarsdóttir eigandi veitingastaðarins Písa í Lækjar- götu 6b. Tveir kokkar, þeir Úlfur Ugga- son og Þorkell Garðarsson sjá um að elda kræsingarnar ofan í gesti staðarins sem opinn er frá klukk- an sex á daginn. „Við ákváðum að byrja hægt enda opnuðum við í miðri kreppu í lok nóvember,“ útskýrir Margrét Rósa en þann 1. maí næstkomandi er ætlunin að staðurinn opni á hádegi. „Þá verð- ur þetta kaffihús á daginn,“ segir hún og bætir við að staðurinn fari vel af stað enda hafi maturinn fengið góða dóma. Písa er í húsnæði sem áður hýsti kaffihúsið Ljóta andarung- ann. „Við erum búin að lýsa stað- inn og gera hann mjög notalegan,“ segir Margrét Rósa og telur mjög góðan anda ríkja í húsinu. Á efri hæðinni er gistiheimili þar sem hvert herbergi er með eigin sniði og allt stílað inn á notalegheit. List spilar stóran þátt í að mynda gott andrúmsloft á Písa en í innri sal er hálfgert gallerí þar sem í framtíð- inni verða haldnar listasýningar. En er ekki erfitt að standa í veitingarekstri á þessum tímum? „Það er ekkert erfiðara í dag en hefur verið,“ segir Margrét Rósa sem hefur unnið í þessum bransa í þrjátíu ár og sér einnig um rekstur Iðnó. solveig@frettabladid.is Ítalskur fjölskyldustaður Veitingastaðurinn Písa var opnaður í Lækjargötunni í lok nóvember á síðasta ári. Í notalegri stemningu er boðið upp á klassíska ítalska rétti. Allt frá carpaccio og risotto til canneloni og tiramisu. Notaleg stemning er á ítalska veitingahúsinu Písa. Margrét Rósa undirbýr komu matargestanna með því að leggja á borð á björtum staðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í innri sal Písa hanga listaverk enda ætlunin að salurinn þjóni sem gallerí. HVERFISGÖTU 6 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 562 2862 SÍÐASTA VIKA LAGERSÖLU 70% AFSLÁTTUR AF ÖLLU Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Best geymda leyndarmál Íslands er Fiskbúðin Mos Háholt 13-15 –milli Krónunnar og Mosfellsbakarís –Opið 10-19 alla virka daga Ferskur fi skur og fi skréttir Ragnhildur Sigurðardóttir mælir með Fiskbúðinni Mos Ýsa R/BL 1090 KR/KG Ýsa M/Roði 890 KR/KG Ýmsir réttir 1190 KR/KG ATH þetta er ekki tilboðsverð - þetta er okkar verð alla daga Réttur dagsins alla daga 990 KR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.