Fréttablaðið - 11.03.2009, Síða 36
16 11. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR
Síðustu vikur hef ég farið óvenju oft í bíó og í byrjun þessarar viku fór ég tvö kvöld í röð. Á sunnudagskvöldið
fór ég á He‘s just not that into you, eftir að
hafa staðið í hálftíma röð í miðasölunni,
og á mánudagskvöldið sá ég Marley and
Me. Ég hafði gaman af báðum myndunum,
bæði hló og grét (sem hefur varla gerst
síðan ég sá Titanic), en það
sem skipti mig samt mestu
máli var að ég gleymdi
mér gjörsamlega. Í
rúmlega tvo tíma
gleymdi ég öllu sem
svo mikið sem minnti
á kreppuna og slæmt
efnahagsástand.
Afþreying hefur öðlast
nýja merkingu fyrir mér
á undanförnum mánuðum.
Mér finnst hún ekki lengur vera
eitthvað til að grípa í þegar tími gefst til,
heldur hreinlega vera orðin ómissandi. Það
er því engin furða að það sé röð út á götu
úr bíóhúsum borgarinnar mörg kvöld í
viku. Það hefur sýnt sig að afþreyingariðn-
aðurinn vex þegar kreppir að, fólk sækir í
góða afþreyingu og ég er eflaust bara ein
af mörgum sem hafa farið í bíó tvo daga í
röð upp á síðkastið eða sótt annars konar
viðburði og uppákomur.
Það er engin leið að flýja ástandið sem
við búum við núna, ástand sem er að fara
bæði fjárhagslega, andlega og líkamlega
illa með fólk, en allt sem nærir andann,
lyftir manni upp, kætir og hressir er
gulls ígildi á tímum sem þessum. Þegar
neikvæðni er að éta mann upp er ómetan-
legt að geta gleymt sér yfir góðri bók, bíó-
mynd, leikverki, tónlist eða öðru sem veitir
manni innblástur og hleður batteríin fyrir
átök hversdagsins.
■ Pondus Eftir Frode Overli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
Það kostar auðvitað sitt
að fóðra hann, en það er
hverrar krónu virði...
Brjóstsykur? Ja...
já!
Vöfflur? Hey!
Pönnu-
kökur
með
rjóma?
Jeminn
eini!
Sokka í stíl? Nei hættu
nú alveg!
Halló.
Ha?
Í alvöru??
Frábært!
Hvað er að
gerast?
Rottan mín lifir þetta
af! Hún er laus af
spítalanum!
Til hamingju
með það!
Ég hef ekki
verið svona
glaður síðan
hún fór síðast
í magaspegl-
un!
Hver borgar
eiginlega
dýralækna-
reikningana
þína?
Mjási! Lalli!
Hvar er ég!?!
Á ströndinni.
Úps! Þá hef ég
farið á vitlausa
öldu!
Ég veit leynd-
armál en ég
get ekki sagt
ykkur það.
Ókei ég skal segja ykkur.
Hannes hellti ávaxtasafa
niður á teppið.
Oooojjjj! Ég er svo mikil
kjaftaskjóða! Af hverju
gerði ég þetta??
Jæja, ég
segi honum
þetta ekki
ef þið gerið
það ekki.
Þetta verður
leyndarmál-
ið okkar.
Velkomin í
hringleika-
húsið.
Góð afþreying er gulls ígildi
NOKKUR ORÐ
Alma Guð-
mundsdóttir
LENDIR Í ELKO5. FEBRÚAR
SENDU SMS ESL DTR
Á NÚMERIÐ 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
VINNINGAR ERU ROCKER Á DVD,
TÖLVULEIKIR, AÐRAR DVD MYNDIR,
PEPSI OG MARGT FLEIRA.
Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum – Skógarlind 2.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið.
...EINA VON HLJÓMSVEITARINNAR ER VONLAUS!
Geggjuð gamanmynd frá leikstjóra Full Monty
KOMI
N Í
ELKO!
9. HVERVINNUR!