Fréttablaðið - 11.03.2009, Side 42
22 11. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
LAGERSALA
Á HÚSGÖGNUM OG SMÁVÖRU
í lagerhúsnæði okkar að Norðurhellu 10, Hafnarfirði
ALLAR VÖRUR MEÐ 50-90% AFSLÆTTI
Opið:
Laugardaga 10–16 – Sunnudaga 12–16 – Virka daga 12–18
Meistaradeild Evrópu:
Liverpool-Real Madrid 4-0
1-0 Fernando Torres (16.), 2-0 Steven Gerrard,
víti (28.), 3-0 Steven Gerrard (47.), 4-0 Andrea
Dossena (88.)
Liverpool komst áfram, 5-0, samanlagt.
Juventus-Chelsea 2-2
1-0 Vincenzo Iaquinta (19.), 1-1 Michael Essien
(45.), 2-1 Alessandro Del Piero, víti (74.), 2-2
Didier Drogba (83.)
Chelsea komst áfram, 2-3, samanlagt.
FC Bayern-Sporting Lissabon 7-1
1-0 Lukas Podolski (7.), 2-0 Lukas Podolski (34.),
3-0 Anderson Polga, sjálfsmark (39.), 3-1 Joao
Mutinho (42.), 4-1 Bastian Schweinsteiger (43.),
5-1 Mark Van Bommel (74.), 6-1 Miroslav Klose,
víti (82.), 7-1 Thomas Muller (90.)
Bayern komst áfram, 12-1, samanlagt.
Panathinaikos-Villarreal 1-2
0-1 Ariel Ibagaza (49.), 1-1 Mantzios (55.), 1-2
Joseba Llorente (70.).
Villarreal komst áfram, 2-3, samanlagt.
Enska 1. deildin:
Bristol-Coventry 2-0
Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry
Enska 2. deildin:
Walsall-Crewe 1-1
Gylfi Sigurðsson var í byrjunarliði Crewe.
Þýski handboltinn:
Göppingen-Lemgo 29-23
Jaliesky Garcia Padron skoraði 4 mörk fyrir Göpp-
ingen. Vignir Svavarsson skoraði 3 fyrir Lemgo og
Logi Geirsson 2.
Iceland Express-deild kvk:
Haukar-Hamar 66-61
Stig Hauka: Monika Knight 19, Slavica Dimovska
13, Kristrún Sigurjónsdóttir 12, Telma Fjalarsdóttir
8, María Sigurðardóttir 4, Sara Pálmadóttir 3,
Bryndís Hreinsdóttir 3.
Stig Hamars: LaKiste Barkus 28, Julia Demirer 11,
Íris Ásgeirsdóttir 11, Fanney Guðmundsdóttir 5,
Dúfa Ásbjörnsdóttir 4, Hafrún Hálfdánardóttir 2.
FÓTBOLTI Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar
klárast í kvöld með fjórum leikjum og er Arsenal eina
liðið sem kemur með sigur úr fyrri leiknum. Flestra
augu verða á Old Trafford þar sem menn bíða spennt-
ir eftir því hvort lærisveinum Jose Mourinho takist
að stöðva sigurgöngu Manchester United.
Eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Mílanó
er ljóst að annað liðið verður að skora í kvöld ætli það
sér áfram. Báðir þjálfarar liðanna hafa átt í vand-
ræðum með miðverði sína en í gær var þó ljóst að Rio
Ferdinand verður með United.
Það eru ekki eins góðar fréttir fyrir Mourinho sem
staðfesti að hann yrði án fjögurra miðvarða í leiknum,
þeirra Christian Chivu, Walter Samuel, Marco Mater-
azzi og Nicolas Burdisso. Hann þarf því að færa menn
úr stöðum og í miðvörðinn en kvartar þó ekki.
Mourinho hefur aðeins tapað 1 af 13 leikjum sínum
á móti Alex Ferguson sem er frábær tölfræði en hann
gat talist heppinn að hafa sloppið með jafntefli úr
fyrri leiknum.
„José dregur að sér fjölmiðlaathyglina og hann
getur verið opinskár og mikill skemmtikraftur. Ég
hef gaman af því að horfa á hann í sjónvarpinu en
það er ekkert sem hann getur gert þegar leikmenn-
irnir eru komnir inn á völlinn. Þá snýst þetta um ein-
beitingu leikmanna og ég treysti mínum mönnum til
að gera sitt inni á vellinum,” sagði Ferguson á blaða-
mannafundi fyrir leikinn.
Eiður Smári Guðjohnsen og félagar taka á móti
Lyon í kvöld en liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leikn-
um í Frakklandi. Barcelona-liðið treystir á Nývang en
liðið hefur farið áfram í fimm síðustu skipti í Meist-
aradeildinni þar sem liðið hefur átt seinni leikinn á
heimavelli.
Arsenal hefur 1-0 forustu úr
fyrri leiknum á móti Roma og
lærisveinum Arsene Wenger
hefur gengið vel á Ítalíu enda
búnir að vinna þrjá af síðustu
fjórum leikjum sínum þar. Weng-
er ætlar ekki að pakka í vörn.
- óój
LEIKIR KVÖLDSINS:
Man. United-Inter (Fyrri leikur: 0-0)
Barcelona-Lyon (1-1)
Roma-Arsenal (0-1)
Porto-Atlético Madrid (2-2)
Inter heimsækir Manchester United í Meistaradeildinni á Old Trafford í kvöld:
Mourinho skemmtir Ferguson
> Logi vonast til að ná landsleikjunum
Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson á við meiðsli að stríða
í öxl þessa dagana en öxlin hefur reyndar verið að plaga
hann í nokkurn tíma. Logi er með bólgur í annarri öxlinni
og hefur þurft á sprautumeðferð að halda vegna meiðsl-
anna. Þrátt fyrir meiðslin er Logi vongóður um að vera
orðinn nógu góður til þess að geta hjálpað
íslenska landsliðinu í tveim mikilvægum
landsleikjum í undankeppni EM sem eru
framundan um miðjan mánuðinn. Sá fyrri
er ytra gegn Makedóniu en sá síðari hér
heima gegn Eistlandi.
FÓTBOLTI AC Milan staðfesti í gær
að David Beckham hefði meiðst
á æfingu félagsins. Ekki er ljóst
hversu alvarleg meiðslin eru en
Beckham á eftir að gangast undir
rannsóknir.
Þetta er nokkurt áfall fyrir
Milan enda hefur Beckham verið
að leika einstaklega vel fyrir
félagið.
Meiðslin eiga sér þess utan stað
aðeins tveim dögum eftir að hann
fékk lánssamning sinn fram-
lengdan. - hbg
Áfall fyrir AC Milan:
Beckham
meiddist
DAVID BECKHAM Kominn á sjúkralist-
ann. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Fjórir aðilar sækjast
eftir því að halda Evrópumótið í
fótbolta eftir sjö ár en fresturinn
til að sækja um að halda keppn-
ina rann út í gær.
UEFA gaf það út í dag að
Frakkland, Ítalía og Tyrkland
hefðu öll sótt um að halda EM. Þá
kom inn sameiginleg umsókn frá
Svíþjóð og Noregi.
Í apríl mun UEFA gefa út þær
kröfur sem verða settar á gest-
gjafa keppninnar og í framhald-
inu þurfa að þessir fjórir aðilar
að skila inn ítarlegu yfirliti yfir
skipulag og framkvæmd Evrópu-
keppninnar fái þeir að halda
hana.
Lokaákvörðun um leikstað
verður tekin í kringum 27. maí á
næsta ári. - óój
EM í knattspyrnu 2016:
Fjórir vilja
halda mótið
HK-ingurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson er væntanlega að spila
sitt síðasta tímabil með HK en hann hefur skrifað undir tveggja
ára samning við þýska B-deildarliðið Ahlener SG. Það félag er í
fimmta sæti norðurriðils B-deildarinnar og ætlar sér
upp í úrvalsdeild næsta vetur.
Reyndar hefur félagið ekki enn keypt Ólaf Bjarka
frá HK þó svo það sé búið að semja við leikmanninn.
HK hefur meira að segja ekki einu sinni heyrt frá
félaginu sem verða að teljast ótrúleg vinnubrögð.
Alexander Arnarsson, formaður handknattleiks-
deildar HK, sagði að þrátt fyrir þessa staðreynd
ætlaði félagið ekki að standa í vegi fyrir því að
Ólafur kæmist út. Alexander sagði HK styðja sitt
fólk í að komast lengra í íþróttinni.
„Ég er búinn að ganga frá mínum málum og
vonandi klárast þetta hjá Ahlener og HK þar
sem ég á eitt ár eftir af samningi. Ég kíkti á
þetta félag í janúar og leist vel á þetta allt
saman. Ég fór líka með Kára til Zürich en
leist ekki eins vel á það þó svo það séu meiri peningar þar og
liðið sé í Meistaradeildinni. Ahlener heillaði mig meira,“ sagði
Ólafur Bjarki sem gat ekkert æft með Amiticia Zürich þar
sem þeir félagar fengu ekki töskurnar sínar fyrr en rétt áður
en þeir fóru heim. Sökum meiðslanna getur Ólafur ekki æft í
hvaða skóm sem er. Því varð sú ferð endaslepp hjá honum.
Miðjumaðurinn efnilegi hefur verið einstaklega óheppinn
með meiðsli síðasta árið. Hann fór í hnéaðgerð síðasta sumar
og var tiltölulega nýkominn af stað aftur þegar hann fékk
beinhimnubólgu. Því varð að skera hann upp á báðum
fótum í október.
„Ég er ágætur til heilsunnar fyrir utan að það er ekkert
sérstakt að æfa í Digranesinu þar sem það er svo hart
gólfið. Það aftrar aðeins batanum hjá mér. Mér leið
ágætlega í leiknum gegn Víkingi og gat spilað í um 50
mínútur. Það er líka mjög gott gólfið í Víkinni. Ég væri
helst til í að spila bara alla leiki á útivelli,“ sagði Ólafur
Bjarki léttur.
ÓLAFUR BJARKI RAGNARSSON: Á LEIÐ TIL ÞÝSKALANDS Í ATVINNUMENNSKU EN LAPPIRNAR ENN AÐ TRUFLA HANN
Væri helst til í að spila alla leiki á útivelli
1-0 FYRIR HAUKA Haukar eru með
yfirhöndina í einvíginu gegn Hamari í
undanúrslitum Iceland Express-deildar
kvenna. Vinna þarf þrjá leiki til að kom-
ast í úrslit. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Liverpool lék á als oddi í
Meistaradeildinni í gær. Yfirspil-
aði Real Madrid frá upphafi og
vann sanngjarnan stórsigur, 4-0.
Chelsea sýndi styrk í Tórínó og
kom tvisvar til baka.
Fernando Torres var nokkuð
óvænt í byrjunarliði Liverpool og
hann byrjaði leikinn af miklum
krafti. Eftir aðeins þriggja mínútna
leik sólaði Torres Ítalann Canna-
varo upp úr skónum, komst einn
gegn Casillas en spænski lands-
liðsmarkvörðurinn varði vel.
Upp hófst mikil stórskotahríð að
marki Real. Mascherano átti frá-
bært skot utan teigs sem Casillas
varði stórkostlega í horn og Gerr-
ard var með fínt skot úr auka-
spyrnu. Leikmenn Real Madr-
id voru sem meðvitundarlausir á
meðan heimamenn spiluðu firna-
vel.
Á 16. mínútu setti Liverpool
mikla pressu á varnarmenn Real
sem voru langt frá því að vera
vandanum vaxnir. Dirk Kuyt og
Torres komust einir í gegn, Kuyt
lagði boltann á Torres sem renndi
boltanum í autt markið. Fullkom-
lega sanngjörn niðurstaða enda
yfirburðir Liverpool algjörir í
leiknum.
Á 27. mínútu var dæmd víta-
spyrna á Gabriel Heinze sem
var glórulaus dómur enda sýndu
endursýningar að boltinn fór í öxl
Heinze. Aðstoðardómarinn flagg-
aði engu að síður. Steven Gerrard
tók vítið og skoraði örugglega. 2-0
í leikhléi og þó svo að vítaspyrnu-
dómurinn hafi verið rangur mátti
Real þakka fyrir að vera bara 2-
0 undir.
Leikurinn var þó endanlega
afgreiddur í upphafi síðari hálf-
leiks. Ryan Babel átti þó fínan
sprett upp vænginn, gaf fyrir
þar sem Gerrard var óvaldaður
og hann skaut boltanum laglega í
markið. 3-0 og ballið búið en Doss-
ena vildi aukadans og bætti því við
fjórða markinu.
Chelsea fór með eins marks for-
skot til Tórínó þar sem liðð mætti
Juventus. Það byrjaði ekki gæfu-
lega hjá heimamönnum því Nedved
fór snemma meiddur af velli. Það
hafði þó ekki áhrif á heimamenn
því Iaquinta kom þeim yfir með
laglegu marki á 19. mínútu. Fékk
þá stungusendingu og kláraði
skotið laglega í fjærhornið.
Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks átti
Frank Lampard hörkuskot í slá,
Michael Essien var fljótastur í frá-
kastið og skoraði dýrmætt mark.
Alessandro Del Piero gaf Juve
von með marki úr víti í síðari
hálfleik en Didier Drogba kláraði
dæmið átta mínútum fyrir leikslok
með marki af stuttu færi.
henry@frettabladid.is
Eins og að drekka vatn
Liverpool niðurlægði Real Madrid á Anfield í gær og komst auðveldlega í átta
liða úrslit Meistaradeildarinnar. Chelsea, Bayern og Villarreal fóru líka áfram.
MARK Michael Essien skorar hér dýr-
mætt mark gegn Juventus.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
MAGNAÐIR Steven Gerrard og Fernando Torres voru enn og aftur í aðalhlutverki hjá
Liverpool. Þeir afgreiddu Real Madrid í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES