Fréttablaðið - 11.03.2009, Page 46
26 11. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
BESTI BITINN Í BÆNUM
LÁRÉTT
2. pest, 6. umhverfis, 8. sauðagarnir,
9. tangi, 11. eldsneyti, 12. morðs, 14.
augnsjúkdómur, 16. ekki, 17. stígandi,
18. angan, 20. grískur bókstafur, 21.
útungun eggja.
LÓÐRÉTT
1. geð, 3. tveir eins, 4. skipafélag, 5.
skordýr, 7. smiðjumór, 10. andi, 13.
krass, 15. heimsálfu, 16. trjátegund,
19. skóli.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. kvef, 6. um, 8. vil, 9. nes,
11. mó, 12. dráps, 14. gláka, 16. ei,
17. ris, 18. ilm, 20. pí, 21. klak.
LÓÐRÉTT: 1. lund, 3. vv, 4. eimskip,
5. fló, 7. mergill, 10. sál, 13. pár, 15.
asíu, 16. eik, 19. ma.
„Af hverju stjórnmálamenn koma
hingað? Tja, hér koma tugir manna
og láta klippa sig og það getur því
oft verið mikil og heit umræða
um pólitíkina,“ segir hárskerinn
Kjartan Björnsson. Þingmenn
og frambjóðendur í prófkjör-
um stjórnmálaflokkanna, sem
vilja ná góðum úrslitum, ættu að
leggja nafn Kjartans og rakara-
stofu Björns og Kjartans á Sel-
fossi á minnið. Dæmin sýna að
þeir sem setjast í stólinn þar ná
góðum árangri.
Meðal þeirra sem hafa sest í stól-
inn fyrir kosningar og prófkjör
með góðum árangri eru framsókn-
armennirnir Bjarni Harðarson
og Guðni Ágústsson, ráðherrarn-
ir Árni M. Mathiesen og Geir H.
Haarde og svo Björgvin G. Sig-
urðsson. Þegar Kjartani er bent
á að þessir menn hafi
þurft að segja af sér
þingmennsku og
misst ráðherra-
stóla að undan-
förnu er hann
fljótur til svara.
„Þetta er auðvitað
að einhverju leyti
rétt en þessir
menn komu líka hingað þegar þeir
unnu sína stærstu sigra,“ útskýrir
Kjartan og upplýsir meðal annars
að Sigurður Ingi Jóhannsson, dýra-
læknirinn sem sigraði í prófkjöri
framsóknarmanna í suðurkjör-
dæmi, hafi látið klippa sig skömmu
fyrir kosningar. „Þá kom Geir líka
hingað fyrir síðustu kosningar
þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann
sinn stærsta sigur.“ Kjartan upplýs-
ir síðan að Bjarni Benediksson, sem
býður sig fram í embætti formanns
Sjálfstæðisflokksins, hafi þegar
boðað komu sína. „Hann hefur
reyndar verið ansi lengi á leiðinni,
hann verður að koma vilji hann ná
góðu kjöri á lands fundinum,“ segir
Kjartan og hlær.
Hárskerinn viðurkennir að þing-
manna-klippingarnar séu svipað-
ar, þó að hver og einn hafi auðvitað
sinn stíl. Kosningaklippingin verði
þó að laða fram kynþokkann sem
sé nauðsynlegur hverjum stjórn-
málamanni. „Þarna er hárfín lína
á milli,“ útskýrir hann.
Rakarastofa Kjartans og Björns
er hreinræktað fjölskyldufyrir-
tæki. Afi Kjartans stofnaði fyrir-
tækið 1948 og pabbi hans, Björn,
hefur klippt Sunnlendinga í fjöru-
tíu ár. „Sjálfur hef ég verið að
vinna hérna í 27 ár og er ekki nema
rétt rúmlega þrítugur,“ segir Kjart-
an en auk þess er yngsti bróðirinn
einnig með skærin á lofti.
freyrgigja@frettabladid.is
KJARTAN BJÖRNSSON: HEFUR HENDUR Í HÁRI ÞINGMANNA
Kosningaklippingin kallar
fram kynþokka þingmanna
BJARNI Í STÓLNUM Bjarni Harðarson er einn þeirra sem hafa sest í stól Kjartans og
látið lappa upp á hárið. Aðrir þingmenn sem hafa látið skera þar hár sitt eru Guðni
Ágústsson, Geir H. Haarde og Árni Mathiesen. MYND/SUNNLENDINGUR.IS
„Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvort
þetta verði leikin mynd eða teiknimynd.
Ég hallast frekar að því að þetta verði
teiknimynd,” segir Þórarinn Leifsson en
hann, ásamt konu hans Auði Jónsdóttur,
ætlar að skrifa kvikmyndahandrit upp úr
bók Þórarins, Leyndarmálið hans pabba.
Bókin vakti töluverða athygli þegar hún
kom út 2007 en hún segir frá systkinum
sem glíma við töluverðan vanda; pabbi
þeirra sporðrennir nefnilega manneskj-
um í tíma og ótíma. Þórarinn er auk þess
að skrifa handrit að næstu bók sinni sem
ráðgert er að komi út í haust. Hann vildi
ekkert gefa upp um innihald hennar að
svo stöddu.
Þórarinn var staddur í Berlín þegar
Fréttablaðið hafði upp á honum en hann
verður viðstaddur næststærstu bókahátíð
Þýskalands í Leipzig enda er Leyndar-
málið hans pabba að koma út á þýsku
undir nafninu Papas Geheimnis. „Ég er
mjög spenntur fyrir þessu, það er þýskt
barnaleikhús í Leipzig sem er að leiklesa
bókina og hún hefur fengið fína dóma,“
útskýrir Þórarinn en einn gagnrýnand-
inn sagði að svona bók hefði aldrei verið
skrifuð.
Varla er hægt að sleppa Þórarni án
þess að spyrja hvernig honum hafi verið
tekið, skuldugum Íslendingnum, í Þýska-
landi. „Ég fór á barinn í gær og sagði
að við Íslendingar værum mestu tapar-
ar í heimi. Þeim fannst það bara fyndið
og spurðu hvort ég væri ekta Íslending-
ur,“ segir Þórarinn. „Ég held að þetta sé
bara miklu heilbrigðara svona en þegar
við vorum uppasvín, núna erum við bara
Íslendingar á okkar eigin forsendum.“
- fgg
Íslensk mannæta á hvíta tjaldið
„Við verðum bara að krossa fingur og vona að
vespurnar finni sér samastað,” segir Gunnar Hans-
son leikari. Ítölsku Vespurnar hans, sem vöktu
mikla athygli í fyrra, eru nú hálf heimilislausar
en þær voru lengi vel til sölu í Saltfélaginu út á
Granda. Gunnar áréttar að hann hafi flust þaðan
í september, áður en hrunið dundi yfir, en eins og
glöggir vegfarendur hafa tekið eftir er Saltfélag-
ið galtómt eftir að skilanefnd Kaupþings tók yfir
rekstur Pennans sem átti lúxus-verslunina.
Gunnar vill þó ekki taka svo djúpt í árinni að
segja Vespurnar heimilislausar, þær séu meira á
biðstöð, með skiptimiða að bíða eftir næsta strætó.
„Maður er bara lítill fiskur sem kann ekki að synda
í þessum ólgusjó og ég er bara að bíða eftir hjálpar-
kút því ekki getur maður verið einn í þessu. Svo
virðist allt hreyfast ofurhægt um þessar mundir
inni í bönkunum.“
Gunnar þvertekur fyrir að Vespu-ævintýrið sé
úti, þvert á móti finni hann fyrir miklum áhuga frá
fólki nú þegar sól er loks tekin að hækka. Og vísar
því á bug að Vespan sé eitthvert góðærisbruðl eins
og Range Rover og aðrir álíka munir. „Þetta er hag-
kvæmasta leiðin til að ferðast,“ segir Gunnar sem
vill að gefnu tilefni koma því á framfæri að það sé
bara til ein Vespa og að það sé skrásett vörumerki.
„Menn skyldu varast eftirlíkingar,“ segir hann og
vísar þar til nokkurra auglýsinga sem birst hafa
að undanförnu í fjölmiðlum en þar eru auglýstar
vespur til sölu. „Þær eru ekki Vespur heldur
scouters, án þess að ég sé að gera lítið úr því.“ - fgg
Vespur Gunnars á biðstöð
EKKI BÚIÐ Gunnar Hansson segir ítölsku Vespurnar vera á
biðstöð, hann bíði nú eftir hjálparkút enda geti hann ekki synt
einn í þessum ólgusjó. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
ÚTGÁFUSAMNINGI FAGNAÐ Þórarinn Leifsson og Auður Jónsdóttir
fagna útgáfusamningi í Þýskalandi með kampavíni. Þau skrifa nú
kvikmyndahandrit eftir bókinni Leyndarmálið hans pabba. MYND/BJÖRK
ER Á LEIÐINNI Bjarni Bene-
diktsson er víst á leiðinni til
Kjartans. Rakarinn segir það
enda lífsnauðsynlegt vilji
hann ná góðu kjöri á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðaðu
Mín borg
ferðablað
Icelandair á
www.icelandair.is
„Santa Maria á Laugaveginum
er með ekta mexíkóskan mat. Ég
mæli með kjúklingi í maísrúll-
um með mole-súkkulaðisósu.“
Dögg Mósesdóttir leikstjóri.
Sjónvarpskonan Lára Ómarsdóttir
hefur sagt skilið við þáttinn Mér
finnst á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Síð-
asti þáttur hennar var á mánudags-
kvöldið. Lára stoppaði ekki lengi
við á ÍNN, ekki eru nema örfáar
vikur síðan þátturinn var endur-
reistur með nýjum stjórnendum.
Ástæða brotthvarfsins er
að Lára hefur ráðið sig
á fréttastofu RÚV. Lára
mun vera ráðin í afleys-
ingar til að byrja með
en ólíklegt verður
að teljast að Óðinn
Jónsson og félagar
sleppi af henni
hendinni þegar Lára
kemst af stað.
Þar með sitja þær Bergljót Davíðs-
dóttir og Katrín Rut Bessadóttir
einar eftir með Mér finnst. Þær
stöllur eru þegar farnar að svipast
um eftir arftaka Láru
en ekkert hefur verið
afráðið um framhaldið.
Sjónvarpskonurnar eru
þó stórhuga sem fyrr
og hyggjast jafnvel
fylla skarð Láru
með tveimur
eftirmönnum.
Ingvar Þórðar-
son og félagar
í kvikmyndafélaginu Kisa undir-
búa nú lögsókn á hendur NBC-
sjónvarpsrisanum vegna meints
höfundarréttarbrots. Eins og kom
fram í Fréttablaðinu í gær saka þeir
aðstandendur sjónvarpsþáttanna
Heroes um að stela söguþræðinum
úr kvikmyndinni Astrópíu sem þeir
framleiddu árið 2007. Þær sögur
eru nú á kreiki að kvikmynda-
mógúllinn Sigurjón Sighvatsson
hafi keypt réttinn að
Astrópíu í útlöndum
fyrir skemmstu. Sigur-
jón býr sem kunnugt
er að áratugareynslu úr
Hollywood og ætti
að geta reynst þeim
Kisa-mönnum haukur
í horni í erfiðum
málarekstri komi til
þess. - hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
Auglýsingasími
– Mest lesið