Fréttablaðið - 23.03.2009, Page 16

Fréttablaðið - 23.03.2009, Page 16
Auglýsingasími – Mest lesið Í amstri dagsins er mikilvægt að dekra svolítið við sjálfan sig og auðvelt er að koma sér upp notalegri heilsulind á heimilinu. Baðherbergið ætti alltaf að vera staður þar sem hægt er að láta sér líða vel og slaka á. Við búum svo vel að hafa góðan aðgang að heitu vatni og eigum að notfæra okkur það til hins ýtrasta. Með örfáum og ekki svo dýrum aukahlutum eins og kertum, kremum, blómum, ilmolíum og góðum handklæðum er hægt að láta sér líða á baðherberginu heima hjá sér eins og á virkilega flottri baðstofu. emilia@frettabladid.is Heilsulind heimilisins Eftir langa daga er fátt jafn gott og að koma heim og láta líða úr sér í heitu baði. Margt er hægt að gera til að auka enn á vellíðanina og slökunina. Blóm gera baðið enn þá meira aðlað- andi. Stór og góður sturtuhaus er munaður. Gott er að hafa góðan félagsskap í baðinu. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES/ Sápur, sjampó, olíur og og alls konar krem fullkomna baðferðina. Gott getur verið að bursta húðina vel og vandlega fyrir baðið til að örva sogæðakerfið. Mjúkur sloppur og rjúkandi heitt kaffi á vel við eftir bað á köldum vetrarmorgni. Stór og þykk handklæði er gott að hafa við hendina. Steinar við baðkarið auka á spa-stemninguna. Það er alltaf kósí að baða sig við kertaljós. RUGGUSTÓLL er eitthvað sem ætti að vera á hverju heimili og róandi að rugga sér taktfast í honum. Ruggustólar eru eins misjafnir og þeir eru margir og geta bæði verið gamaldags og ömmu- legir og framúrstefnulegir og flottir. HEIMILI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.