Fréttablaðið - 23.03.2009, Síða 25

Fréttablaðið - 23.03.2009, Síða 25
MÁNUDAGUR 23. MARS 2009 Vísindamenn við Háskólann í Iowoa gera því nú skóna að fólk sæki í saltan mat til að létta lund sína. Þeir halda því fram að salt virki eins og náttúrulegt þung- lyndislyf, að því er fram kemur á vef fréttastofunnar BBC. Tilraun þeirra á rottum sem fengu ekk- ert salt leiddi í ljós að þær hættu að gera hluti sem þær höfðu áður ánægju af, sem er merki um þung- lyndi. Vísindamennirnir vara þó við mikilli saltneyslu enda tengist of- neysla salts háum blóðþrýstingi, hjarta- og æðasjúkdómum. Menn ættu ekki að innbyrða meira en sex grömm af salti á dag en að jafnaði er neysla þess mun meiri og innbyrða Bretar að meðaltali 8,6 grömm af salti á dag. Talsmaður Consensus Action on Salt and Health (CASH)-samtak- anna sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um skaðsemi of mik- illar saltneyslu segir: „Fólk þarf ekki nema lítið brot af því salti sem það innbyrðir á dag. Þessi rannsókn hjálpar okkur að skilja hvers vegna fólk sækir í salt þrátt fyrir að það viti vel að það geti haft alvarlegar heilsufarslegar af- leiðingar.“ - ve Salt getur virkað eins og náttúrulegt þunglyndislyf en hefur þó í miklu magni slæm áhrif á hjarta- og æðakerfi. NORDICPHOTOS/GETTY Saltneysla óholl en talin létta lundina „Það geta allir lært salsa. Ég hef ekki enn kynnst neinum sem hefur ekki getað lært þetta og fólk allt upp í sjötugt mætir á námskeiðin,“ segir Hanna Harpa Agnarsdótt- ir, viðskiptafræðingur og sérfræð- ingur hjá starfsmannadeild LRH. Hanna dansar salsa hjá Salsa Ice- land, félagi áhugafólks um salsa á Íslandi, allt að fimm sinnum í viku og segir það afar góða hreyfingu og æfingu. „Það tekur á að dansa allt upp í fjóra tíma í senn. Maður svitn- ar stundum heil ósköp og strákarn- ir eru oft að skipta um boli tvisvar eða þrisvar á kvöldi,“ segir hún og skellir upp úr. Hanna Harpa kynntist salsa fyrst þegar hún var við nám í Kaup- mannahöfn. „Þar var alls staðar verið að auglýsa salsa-námskeið þannig að ég ákvað að skella mér. Ég varð bókstaflega ástfangin af öllu í kringum þetta, tón- listinni, menning- unni og stemning- unni, þannig að ég ákvað að leita uppi salsa þegar ég flutti aftur til Íslands. Ég sé ekki eftir því.“ Salsa Iceland var stofnað árið 2003 af Eddu Blöndal, sem kynntist salsa- dansinum þegar hún var búsett í Svíþjóð. Frá 2006 hefur félagið átt í samstarfi við stærsta salsaskóla Norðurlandanna, SalsaAkademien í Stokkhólmi, og heimsækja kenn- arar þaðan Salsa Iceland reglulega og halda námskeið. Hanna Harpa segir Eddu vera eins konar guðmóð- ur salsa á Íslandi. „Þetta er mjög skemmtilegur félagsskapur. Það eru haldin námskeið á nokkrum erfiðleikastigum og líka skemmti- leg salsakvöld þar sem gólfið iðar. Eitt af því sem gerir námskeiðin svona vinsæl er að fólk þarf ekki að skrá sig í pörum. Það er alltaf rót- erað á námskeiðunum svo einstakl- ingar geta skráð sig alveg eins og pör. Svo bjóða dömur upp í dans jafnt á við herr- ana, þannig að það ríkir jafnrétti í salsa,“ segir Hanna Harpa. Hún stefnir ekki á keppni í salsa, þar sem dans- inn sé skemmt- un. „Í keppnis- dansi er allt- af fyrirfram ákveðin rútína, en „social salsa“ er hundrað prósent af fingrum fram – engar reglur, nema helst takturinn.“ - kg Jafnrétti ríkir í salsa Hanna Harpa féll fyrst fyrir salsa í Kaupmannahöfn og leitaði það svo uppi á Íslandi. NORDICPHOTOS/GETTY Hanna Harpa í suðrænni sveiflu á salsakvöldi í Óliver. MYND/ÚR EINKASAFNI Hvannadalshnjúkur 2110 m Bárðarbunga 2000 m Kverkfjöll 1920 m Snæfell 1833 m Herðubreið 1682 m Hekla 1488 m Snæfellsjökull 1446 m Esja 914 m Loðmundur 1477 m Hraundrangi 1075 m Bláfell 1204 m Hengill 803 m Ármannsfell 768 m Valahnjúkur 458 m Esja 914 m Helgafell 338 m Vífilsfell 677 m Stóra-Dímon 178 m Drangaskörð 250m Kerling 1538 m Mælifellshnjúkur 1138 m Bláhnjúkur 940 m Hornbjarg 534 m Keilir 379 m Öskjuhlíð 61 m SKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT! SAFNAÐU FJÖLLUM MEÐ FERÐAFÉLAGI ÍSLANDS VAXTALAUSIR LAGERHREINSUNARDAGAR!! 30% afsláttur af fjölþjálfum og hlaupabrautumAllt að 50% afsláttur af handlóðum og lóðaplötum 50% afsláttu r WWW.GAP.IS 30% afsláttu r Allt að 6 mánaða vaxtalausar raðgreiðslur í boði á þrektækjum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.