Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 1. apríl 2009 11
Kynntu þér Ríkisvíxlasjóð á www.kaupthing.is, hafðu samband við Ráðgjöf Kaupþings í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi.
Nýr og traustur kostur fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra fjárfesta.
Ríkisvíxlasjóður er fyrir þá sem kjósa að fjárfesta í eignum sem
tryggðar eru af ríkinu, vilja ávaxta fé sitt til þriggja mánaða eða
lengur og halda sveiflum í lágmarki.
RÍKISVÍXLASJÓÐUR
Víxlar og stutt skuldabréf útgefin af eða með ábyrgð íslenska ríkisins.
Sjóðnum er heimilt að fjárfesta allt að 10% í innlánum
Hentar þeim sem vilja fjárfesta í þrjá mánuði eða lengur
Litlar sveiflur í ávöxtun
Enginn binditími
ÞÉR BÝÐST EKKI MEIRA ÖRYGGI EN RÍKISÁBYRGÐ
10% innlán
90% ríkisvíxlar
og ríkisskuldabréf
Ríkisvíxlasjóður er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu
í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Fyrri ávöxtun verðbréfasjóða gefur ekki vísbendingu um framtíðarávöxtun þeirra. Nánari upplýsingar um sjóðina, þ.á m. nánari
upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum þeirra, má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðanna sem nálgast má á www.kaupthing.is/sjodir
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta tryggir innlán að lágmarki fjárhæð sem samsvarar EUR 20.887. Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 6. október 2008 eru „innstæður í innlendum viðskiptabönkum og
sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi tryggðar að fullu“. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er ekki kveðið á um gildistíma, en yrði hún felld úr gildi þá tæki við lágmarksvernd samkvæmt lögum nr. 98/1999, sem greinir frá að
ofan. Tryggingarsjóðurinn tryggir ekki tjón sem verður vegna taps á undirliggjandi fjárfestingum verðbréfasjóða s.s. skuldabréfum eða víxlum. Sjá nánar lög nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta,
og heimasíðu sjóðsins, www.tryggingarsjodur.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
K
A
U
4
52
29
0
3/
09
„Veita
persónulega
ráðgjöf.“
Kona, 39 ára.
Í dag, miðvikudag, sitja ráðgjafar
okkar lengur við símann.
Ráðgjafar Eignastýringar, Almenna lífeyrissjóðsins
og Fjármögnunar svara spurningum ásamt
ráðgjöfum Íslandsbanka.
Hringdu í okkur á milli kl. 17 og 21
í síma 440 4000.
Getum við aðstoðað?
Á islandsbanki.is getur þú einnig pantað fjármála-
viðtal þar sem við bjóðum þér að setjast niður með
okkur og fara ítarlega yfir stöðuna.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
9
-0
3
4
0
Frá því í nóvember höfum við kallað eftir skoðunum viðskiptavina í
útibúum og á heimasíðu okkar um það hvernig þeir vilji að nýr banki
starfi. Við notum þessar ábendingar til að móta nýjan banka.
UMHVERFISMÁL Þingsályktunartil-
laga Sivjar Friðleifsdóttur, um
frekari undanþágur fyrir Ísland
frá samningum um útstreymi
gróðurhúsalofttegunda, er
illa unnin og röksemda-
færslan fyrir henni
hæpin. Hún jafngildir í
raun uppsögn á EES-
samningnum. Þetta
segja Náttúru-
verndarsamtök
Íslands. Villandi
sé að bera Ísland
saman við
fátækari ríki álfunnar,
heldur yrði það flokk-
að með þeim ríkari,
enda sé þjóðarfram-
leiðsla mælikvarði
á slíkt í Evrópu.
Einnig er minnt á að
stjórnvöld hafi ekki
lagt fram áætlun um
hvernig skuli draga
úr losun mengandi
efna, líkt og þau séu
skuldbundin til. - kóþ
NSÍ um tillögu Sivjar Friðleifsdóttur:
Sögð jafngilda uppsögn
á EES-samningnum
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR
PAKISTAN, AP Foringi talibana í Pak-
istan lýsti í gær ábyrgð á blóðugri
árás á lögregluskóla sem framin
var í landinu daginn áður og sagði
að sínir menn væru að undirbúa
hryðjuverkaárás á Hvíta húsið
sem myndi gera heimsbyggðina
dolfallna.
Baitullah Mehsud, sem er einn
þeirra manna sem bandarísk yfir-
völd leggja mesta áherslu á að
hafa hendur í hári á í nafni stríðs-
ins gegn hryðjuverkum, sagði að
árásin á lögregluskólann í Lahore
á mánudag hefði verið hefnd fyrir
loftárásir Bandaríkjahers á skæru-
liða við landamæri Afganistans.
„Brátt munum við láta verða af
árás í Washington sem mun gera
heimsbyggðina dolfallna,“ tjáði
Mehsud AP-fréttastofunni í sím-
tali. Hann útskýrði hótunina ekki
frekar.
Hingað til hefur ekki sannast
á Mehsud að hann tengdist árás-
um utan Pakistans. En árásir sem
menn á hans snærum eru grunaðir
um að hafa framið hafa farið vax-
andi að umfangi og alvörustigi.
Fyrrverandi ríkisstjórn Pak-
istans sagði Mehsud efstan á lista
yfir þá sem grunaðir væru um að
hafa staðið á bak við morðið á Ben-
azir Bhutto, þáverandi forsætis-
ráðherra, í desember 2007. - aa
HARMUR Ekkja eins hinna myrtu lög-
reglumanna sýnir harm sinn við útförina
í Lahore í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Gengst við blóðugri árás á lögregluskóla í Pakistan:
Talibani hótar árás
á Hvíta húsið