Fréttablaðið - 01.04.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 01.04.2009, Qupperneq 24
MARKAÐURINN 1. APRÍL 2009 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T A S K Ý R I N G L a ndsba n k i n n l á n að i bankaráðsmönnum og félögum þeirra tæpa 40 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Við bættist skuldbinding upp á 33 milljarða króna að núvirði þremur mánuðum síðar vegna yfirtöku á kröfu í tengslum við gjaldþrot bresku ferðaskrifstof- unnar XL Leisure Group. Heildar- lánveitingar til bankaráðsins og félaga tengdum því námu því 83 milljörðum króna þegar ríkið tók bankann yfir í október í fyrra. Eigið fé bankans í lok júní nam 198 milljörðum króna og jafn- gilda lánveitingarnar því að 36 prósent af eigin fé Landsbankans hafi runnið í vasa bankaráðsins og stærsta hluthafa. Fyrir skuld- aði bankaráðið 9,9 milljarða króna frá fyrra ári. Skýringar liggja ekki fyrir því í uppgjörunum til hvaða banka- ráðsmanna lánin voru veitt eða hvaða félaga sem þeim tengdust. Þó er skýrt tekið fram í uppgjör- um Landsbankans að kjölfestu- fjárfestinum, Samson eignar- haldsfélagi, hafi ekki verið veitt lánafyrirgreiðsla. Sömuleiðis er tekið fram í upp- gjörum bankanna allra að lánin séu á sömu eða svipuðum kjörum og lán til almennra viðskiptavina bankanna. Útlán til bankaráðsmanna hinna viðskiptabankanna námu samtals 70 milljörðum króna á sama tíma. Nánast jöfn skipting er á milli síðastnefndu bankanna. Kaupþing lánaði bankaráðsmönn- um 2,4 milljarða króna á sama tíma og Landsbankamenn fengu 40 milljarða en heildarútlán til æðstu stjórnenda Kaupþings námu 36,8 milljörðum króna í júnílok. Það jafngildir átta pró- sentum af eiginfé bankans. Heildarlánveitingar Glitnis til bankaráðs og æðstu stjórnenda bankans námu 33,7 milljörðum króna í á sama tíma og höfðu lækkað um 5,2 milljarða króna frá áramótum. Heildarfjárhæðin jafngilti sautján prósentum af eigin fé bankans í lok júní. Viðbótin við lán til bankaráðs Landsbankans upp á 33 millj- arða króna er 207 milljóna evra ábyrgð Samsonar eignarhaldsfé- lags, félags Björgólfs Guðmunds- sonar, stjórnarformanns Lands- bankans, og Björgólfs Thors Björgólfssonar, keypti vegna gjaldþrots bresku ferðaskrifstof- unnar XL Leisure Group í sept- ember í fyrra. Lánið lá í þrotabúi Samsonar, sem átti 40 prósenta hlut í Landsbankanum fram að ríkisvæðingu. Kröfunni hefur nú verið rift og fellur hún á þrotabú gamla Landsbankans. KRAFAN LIFANDI Bæði nýju og gömlu bankarn- ir eiga kröfu á bankaráð gömlu bankanna og félög þeim tengd og er unnið að því að lán bankaráðs- manna verði greidd til baka með einum eða öðrum hætti. Skipting á milli gömlu og nýju bankanna er sú sama og farið var eftir í kjölfar ríkisvæðing- ar bankanna í fyrrahaust en þá var bönkunum skipt upp eftir því hvort þeir voru með innlenda eða erlenda starfsemi. Þannig munu kröfur á þau eignarhaldsfélög tengd bankaráðsmönnum sem STJÓRNARFORMAÐUR GLITNIS Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarfor- maður Glitnis, hafði setið í skamma hríð í stjórnarformannsstólnum þegar ríkið tók bankann yfir. MARKAÐURINN/PJETUR STJÓRNARFORMAÐUR KAUPÞINGS Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, átti eins prósents hlut í eigin nafni í bankanum þegar ríkið tók hann yfir í fyrrahaust. MARKAÐURINN/VALLI FYRRVERANDI FORMAÐUR BANKARÁÐS LANDSBANKANS Björgólfur Guðmundsson er skráður fyrir fjölda félaga. Samson eignarhaldsfélag Milljarðatugir féllu bankaráðsmanna Lands Bankaráðsmenn Kaupþings og Landsbankans og félög þeim tengd fengu 42 milljarða lán í bönkunum á fyrri helmingi síðasta árs. Bankaráðsmenn Glitnis voru að greiða sitt til baka þegar ríkið tók bankann yfir. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson rýndi í uppgjör gömlu bankanna og gerði tilraun til að rekja peningaslóðina. F A B R I K A N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.