Fréttablaðið - 01.04.2009, Qupperneq 24
MARKAÐURINN 1. APRÍL 2009 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T A S K Ý R I N G
L
a ndsba n k i n n l á n að i
bankaráðsmönnum og
félögum þeirra tæpa 40
milljarða króna á fyrstu
sex mánuðum síðasta
árs. Við bættist skuldbinding upp
á 33 milljarða króna að núvirði
þremur mánuðum síðar vegna
yfirtöku á kröfu í tengslum við
gjaldþrot bresku ferðaskrifstof-
unnar XL Leisure Group. Heildar-
lánveitingar til bankaráðsins og
félaga tengdum því námu því 83
milljörðum króna þegar ríkið tók
bankann yfir í október í fyrra.
Eigið fé bankans í lok júní nam
198 milljörðum króna og jafn-
gilda lánveitingarnar því að 36
prósent af eigin fé Landsbankans
hafi runnið í vasa bankaráðsins
og stærsta hluthafa. Fyrir skuld-
aði bankaráðið 9,9 milljarða
króna frá fyrra ári.
Skýringar liggja ekki fyrir því
í uppgjörunum til hvaða banka-
ráðsmanna lánin voru veitt eða
hvaða félaga sem þeim tengdust.
Þó er skýrt tekið fram í uppgjör-
um Landsbankans að kjölfestu-
fjárfestinum, Samson eignar-
haldsfélagi, hafi ekki verið veitt
lánafyrirgreiðsla.
Sömuleiðis er tekið fram í upp-
gjörum bankanna allra að lánin
séu á sömu eða svipuðum kjörum
og lán til almennra viðskiptavina
bankanna.
Útlán til bankaráðsmanna
hinna viðskiptabankanna námu
samtals 70 milljörðum króna á
sama tíma. Nánast jöfn skipting
er á milli síðastnefndu bankanna.
Kaupþing lánaði bankaráðsmönn-
um 2,4 milljarða króna á sama
tíma og Landsbankamenn fengu
40 milljarða en heildarútlán til
æðstu stjórnenda Kaupþings
námu 36,8 milljörðum króna í
júnílok. Það jafngildir átta pró-
sentum af eiginfé bankans.
Heildarlánveitingar Glitnis til
bankaráðs og æðstu stjórnenda
bankans námu 33,7 milljörðum
króna í á sama tíma og höfðu
lækkað um 5,2 milljarða króna
frá áramótum. Heildarfjárhæðin
jafngilti sautján prósentum af
eigin fé bankans í lok júní.
Viðbótin við lán til bankaráðs
Landsbankans upp á 33 millj-
arða króna er 207 milljóna evra
ábyrgð Samsonar eignarhaldsfé-
lags, félags Björgólfs Guðmunds-
sonar, stjórnarformanns Lands-
bankans, og Björgólfs Thors
Björgólfssonar, keypti vegna
gjaldþrots bresku ferðaskrifstof-
unnar XL Leisure Group í sept-
ember í fyrra. Lánið lá í þrotabúi
Samsonar, sem átti 40 prósenta
hlut í Landsbankanum fram að
ríkisvæðingu. Kröfunni hefur nú
verið rift og fellur hún á þrotabú
gamla Landsbankans.
KRAFAN LIFANDI
Bæði nýju og gömlu bankarn-
ir eiga kröfu á bankaráð gömlu
bankanna og félög þeim tengd og
er unnið að því að lán bankaráðs-
manna verði greidd til baka með
einum eða öðrum hætti.
Skipting á milli gömlu og nýju
bankanna er sú sama og farið
var eftir í kjölfar ríkisvæðing-
ar bankanna í fyrrahaust en þá
var bönkunum skipt upp eftir því
hvort þeir voru með innlenda eða
erlenda starfsemi. Þannig munu
kröfur á þau eignarhaldsfélög
tengd bankaráðsmönnum sem
STJÓRNARFORMAÐUR GLITNIS
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarfor-
maður Glitnis, hafði setið í skamma hríð í
stjórnarformannsstólnum þegar ríkið tók
bankann yfir. MARKAÐURINN/PJETUR
STJÓRNARFORMAÐUR KAUPÞINGS Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings,
átti eins prósents hlut í eigin nafni í bankanum þegar ríkið tók hann yfir í fyrrahaust.
MARKAÐURINN/VALLI
FYRRVERANDI FORMAÐUR BANKARÁÐS LANDSBANKANS Björgólfur Guðmundsson er skráður fyrir fjölda félaga. Samson eignarhaldsfélag
Milljarðatugir féllu
bankaráðsmanna Lands
Bankaráðsmenn Kaupþings og Landsbankans og félög þeim tengd fengu
42 milljarða lán í bönkunum á fyrri helmingi síðasta árs. Bankaráðsmenn
Glitnis voru að greiða sitt til baka þegar ríkið tók bankann yfir. Jón
Aðalsteinn Bergsveinsson rýndi í uppgjör gömlu bankanna og gerði tilraun
til að rekja peningaslóðina.
F
A
B
R
I
K
A
N