Fréttablaðið - 01.04.2009, Side 25

Fréttablaðið - 01.04.2009, Side 25
Alþjóðlega fjármálakreppan mun fylgja okkur heila kynslóð – ekki bara eitt eða tvö ár – því hún felur í sér umskipti í átt að sjálfbærni. Skortur á nauðsynjavörum og áföll af völdum loftslagsbreytinga á undan- förnum árum áttu þátt í að veikja stoðirnar undir hagkerfi heimsins, sem leiddi til núver- andi erfiðleika. Snarhækkandi matvæla- og eldsneytisverð, ásamt risavöxnum náttúruhamförum, grófu undan fjármálamörkuðum, kaupgetu á hús- næði og jafnvel pólitískum stöðugleika. Með þetta í huga er nauðsynlegt fyrir bæði þróuð og þróunarlönd að marka stefnu sem miðar að því að byggja samfélagsinnviði sem hæfa 21. öldinni. Það felur meðal annars í sér skilvirkar rafveitur sem ganga fyrir end- urnýjanlegri orku; þráðlaus fjarskiptakerfi; vatnsáveitur, sorphreinsun og skolpræsi sem nota og endurnýta ferskvatn á skilvirk- an hátt; almenningssamgöngukerfi í og milli borga; öruggari þjóðvegi; og fjölda þjóðgarða til að tryggja líffræðilega fjölbreytni og vernda dýr í útrýmingarhættu. Fjárfestingar af þessum toga eru nauð- synlegar til skemmri tíma til að bregðast við þeirri alþjóðlegu neyslurýrnun sem ligg- ur að baki kreppunni. Þær eru enn fremur nauðsynlegar til lengri tíma litið, því heim- ur sem hýsir 6,8 milljarða manns (sem fer fjölgandi) getur ekki haldið uppi hagvexti án þess að tileinka sér sjálfbæra tækni sem nýtir takmarkaðar náttúruauðlindir á sem hagkvæmastan hátt. Öfugþróun Kreppan hefur hins vegar haft þau áhrif að minna fé er sett í sjálfbærar fjárfestingar í þróunarlöndum. Þar sem aðgengi að alþjóð- legu lánsfé og fjárfestingum að utan hefur glatast eru æ fleiri verkefni sem lúta að upp- byggingu innviða sett á hakann, sem ógnar pólitískum og efnahagslegum stöðugleika í tugum þróunarlanda. Reyndar er mikið verk óunnið í þessum efnum um allan heim. Það er kominn tími til að ráðast í samstillt, alþjóðlegt átak til að blása lífi í slík verkefni. Það er hægara sagt en gert. Flest fjárfestingaverkefni sem lúta að innviðum þarfnast milligöngu stjórnvalda til að komast að samkomulagi við einkageir- ann. Alla jafna þarf hið opinbera að kom- ast að samkomulagi við einkafyrirtæki, ekki aðeins til að sjá um uppbygginguna held- ur einnig til að annast reksturinn, annað- hvort sem stýrðu einokunarfyrirtæki eða með útdeilingu sérleyfa. Ríkisstjórnir skortir yfirleitt tæknilegar bjargir til að skipuleggja slík verkefni, sem opnar fyrir möguleikann á fyrirgreiðslum og spillingu, þegar stórum verktakafyrirtækjum er hyglt. Stjórnvöld þurfa líklega að sitja undir slíkum ásökunum jafnvel þótt þær séu ekki sannar, en alltof oft eru þær það. Efling ráðuneyta sem snúa að innviðum En þar sem alltof fáum verkefnum af þessum toga hefur verið komið á koppinn er allt á tjá og tundri í alþjóðlega hagkerfinu. Stórborgir heims eru stíflaðar af bílaumferð og meng- un. Andrúmsloftið fyllist af gróðurhúsaloft- tegundum vegna mikillar notkunar á jarð- efnaeldsneyti. Vatnsskortur ógnar stærstu hagkerfum heims, frá Norður-Ameríku til Evrópu, Afríku, Indlands og Kína. Ríkisstjórnir heimsins ættu því að efla þau ráðuneyti sem lúta að innviðum (þar á meðal orku, samgöngum, vatni og sorphreinsun og upplýsinga- og fjarskiptatækni) sem og þró- unarbanka sína, svo hægt sé að setja á lagg- irnar almennileg langtímaverkefni sem snúa að uppbyggingu samfélagsinnviða. Hvernig til tekst að sporna við kreppunni með aukinni samvinnu hins opinbera og einkageirans, mun ráða miklu um afdrif viðkomandi landa eða landssvæða. Svo merkilega vill til að Bandaríkin eru í þann mund að stofna sinn fyrsta þróunarbanka. Engu að síður eru bandarískir og evrópsk- ir fjármálaráðgjafar almennt á þeirri skoð- un að stutt og afmörkuð efnahagsaðgerða- áætlun nægi til að koma fjármálkerfinu aftur á fæturna. Þetta er rangt. Það dugar ekki minna til en allsherjar yfirhalning á hagkerfi heimsins í átt til sjálfbærni. Þróunarlönd mega ekki sitja á hakanum Verra er að ráðamenn í ríkum löndum telja að þeir getið haldið áfram að vanrækja þróunarlönd eða skilja þau eftir upp á náð og miskunn alþjóðamarkaðarins komin. Þetta er uppskrift að glundroða og jafnvel djúp- stæðum átökum. Þróuð ríki verða að gera mun meira til að hjálpa þróunarríkjum í átt til sjálfbærni. Flestar efnahagslegar björg- unaraðgerðir hafa verið til skemmri tíma og bundnar við landsteinana. Aukin fjárframlög í þágu sjálfbærra innviða í fátækum löndum myndu skila sér aftur í hagkerfi ríkari landa. Ríkari lönd ættu að taka höndum saman og láta talsverða fjármuni renna til þróunar- landa til að fjármagna uppbyggingu á sjálf- bærum innviðum. Þetta er hægt að gera beint á tvíhliða grunni, til dæmis með lang- tímalánum, eða fjölhliða, með því að auka fjárfestingar í innviðum frá Alþjóðabank- anum og þróunarbanka viðkomandi svæðis. Helst ætti að fara báðar þessar leiðir. Vonarglæta í Lundúnum Ríkari löndin virðast heldur ekki skilja að nema til komi auknar fjárfestingar í sjálf- bærum innviðum í þróunarlöndum – sérstak- lega á sviði orkubúskapar – er útilokað að alþjóðasamfélagið geti komist að samkomu- lagi um aðgerðir vegna loftslagsbreytinga í náinni framtíð. Hinir vel stæðu ætlast til að fátæku ríkin takmarki notkun á jarðefna- eldsneyti en láta sitt eftir liggja við fjár- mögnun á nýjum og umhverfisvænum orku- lindum. Í langfæstum tillögum ríku landanna um markmið, takmarkanir, skuldbindingar og leyfi til notkunar gróðurhúsaloftegunda er vikið að því hvernig megi aðstoða fátækari ríki við að skipta yfir í vistvænni tækni. Fundur stærstu iðnríkja heims í Lundún- um 2. apríl gefur eilitla von um viðleitni til að bregðast við alþjóðlegu hagkerfi á fall- anda fæti. Þetta er staðurinn og stundin til að blása til alþjóðlegrar sóknar á sviði sjálf- bærni. Ef við tökumst ekki á við þá áskorun verður heimskreppan okkur fjötur um fót í mörg ár til viðbótar. Umskipti í átt að sjálfbærni Efnahagsmál MIÐVIKUDAGUR 1. apríl 2009 Ons dolorem quat Equat prat, cor sequisl Te cor sim velismod er ing el iure ent autet, consed tat. Ut nulluptat am nostion sequat loreros num zzrit praessim amconse feum quis- molute do ectetum velit alit utat. Suscilis nim zzriure magna atuerilit velendipsum aliquamet iril ulla feugiam veraestrud eugiam, vullaor suscidunt nos nulluptat. Ons dolorem quat Equat prat, cor sequisl Te cor sim velismod er ing el iure ent autet, consed tat. Ut nulluptat am nostion sequat loreros num zzrit praessim amconse feum quis- molute do ectetum velit alit utat. Suscilis nim zzriure magna atuerilit velendipsum aliquamet iril ulla feugiam veraestrud eugiam, vullaor suscidunt nos nulluptat. Ons dolorem quat Equat prat, cor sequisl Te cor sim velismod er ing el iure ent autet, consed tat. Ut nulluptat am nostion sequat loreros num zzrit praessim amconse feum quis- molute do ectetum velit alit utat. Suscilis nim zzriure magna atuerilit velendipsum aliquamet iril ulla feugiam veraestrud eugiam, vullaor suscidunt nos nulluptat. Ons dolorem quat Equat prat, cor sequisl Te cor sim velismod er ing el iure ent autet, consed tat. Ut nulluptat am nostion sequat loreros num zzrit praessim amconse feum quis- molute do ectetum velit alit utat. Suscilis nim zzriure magna atuerilit velendipsum aliquamet iril ulla feugiam veraestrud eugiam, vullaor suscidunt nos nulluptat. JEFFREY SACHS Nóvelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla. EFNI BLAÐSINS FRÁ HELLISHEIÐI Greinarhöfundur segir það orðið tímabært fyrir ríki heims að ráðast í samstillt, alþjóð- legt átak til að blása lífi í verkefni sem stuðla að sjálfbærum orkugjöfum. FERMINGAPAKKI 129.950 Sóun á þjóðarsameign Þórður Már Jónsson Íslendingar nýta auðæfi sjávar ekki skynsamlega undir núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, að mati Þórðar Más Jónssonar. Kostnaður við togaraveiðar sé of mikill auk þeirra gífurlegrar sóunar sem hlýst af brottkasti. Endurskoða þurfi kvótakerfið frá grunni og setja þjóðhagslega hagsmuni ofar hags- munum kvótakónga. Bernanke og kosningatrix Eygló Harðardóttir Fulltrúar aðgerðarleysis í samfé- laginu fara mikinn við að berja niður hugmyndir um aðgerðir til aðstoðar skuldsettum heimilum og fyrirtækjum í landinu, segir Eygló Harðardóttir. En á móti megi spyrja hvað það muni kosta ef algjört kerfishrun verður hér á landi? Öflugt velferðarkerfi skiptir sköpum Halla Gunnar dóttir Vara verður við því að niðurskurð- ur leiði til stórfelldra uppsagna innan heilbrigðisþjónstunnar og velferðarkerfisins almennt, skrifar Halla Gunnarsdóttir. Ekki nóg um að þær myndu leiða til þess lakari þjónustu heldur gæti það líka orðið mjög kostnaðarsamt fyrir þjóðfé- lagið til lengri tíma litið ef atvinnu- leysi verður viðvarandi vandamál. Alheimsstríð lánardrottna Dr. Michael Hu son Stríð geysar í heiminum, byggt á skuldafjötrum, skrifar Michael Hud- son, sérfræðingur í alþjóða fjármál- um. Fjárhagslegur hernaður er mun minna áberandi en hefðbundinn hernaður, því fórnarlambið gerir sér ekki einu sinni grein fyrir að verið er að ráðast á það. Afleiðingarnar eru hinsvegar þær sömu. Meðal- aldur styttist, fæðingum fækkar, vinnuafl flýr land, sjálfsmorðstíðni hækkar, sjúkdómar, áfengissýki og fíkniefnaneysla aukast. Eldhúsdagur er nýtt vikulegt fylgirit Fréttablaðsins sem leggur áherslu á umræðu og skoðanaskipti um stjórnmál og þjóðmál. Leitast verð- ur við að birta vandaðar og upp- lýsandi greinar um ýmis álitamál. Leitað verður eftir sjónarmiðum valinkunnra einstaklinga auk þess sem senda má gagnorðar greinar á netfangið greinar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.