Fréttablaðið - 01.04.2009, Page 30

Fréttablaðið - 01.04.2009, Page 30
 1. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR2 KROSS er skartgripur sem margir bera á fermingar- daginn. Gaman getur verið að láta sama krossinn ganga á milli kynslóða svo fermingarbarnið sé með kross mömmu eða pabba og jafnvel afa eða ömmu. Þegar skreytt er fyrir fermingar- veisluna er um að gera að hafa skreytingarnar svolítið líflegar. Þar sem manneskjan sem allt snýst um er enn ung að árum er viðeigandi að bjartir og glaðlegir litir séu ráðandi og því fleiri, því betra. Lifandi blóm má nota á marga vegu til að lífga upp á veisluborðið en þau minna okkur líka á að vorið er á næsta leiti. Blómin má setja í skálar og vasa eða bara beint á borðið ef því er að skipta. Þar sem margar fermingar fara fram nú um páskana er líka til valið að tengja skreytingarnar þeim. Litrík egg og litlar kanínur lífga svo sannarlega upp á umhverfið og gleðja sérstaklega augu yngstu gestanna. emilia@frettabladid.is Lifandi blóm og litagleði Skreytingar á fermingarborðið mega alveg vera svolítið líflegar og um að gera að leyfa litagleðinni að njóta sín. Þegar vor er í lofti eiga lifandi blóm sérstaklega vel við. Lifandi blómum er fallegt að koma fyrir í marglitum skálum með vatni á veisluborðinu. Sniðugt er að leggja eitt blóm á hvern disk ef lagt er á borð og um að gera að hafa þau í mismunandi litum. Villtum blómum í litlum glösum má koma fyrir hingað og þangað á veislu- borðunum. Ef fermingin fer fram um páskana er til- valið að lífga upp á borðið með litríkum eggjum. Fallegt getur verið að strá rósablöðum á borðið. efni á e-mail 25% afs látt ur Sérlega mjúkir og þægilegir herrasandalar úr leðri með hælbandi. Litur: svart Stærðir: 40 - 47 Verð: 8.985.-

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.