Fréttablaðið - 01.04.2009, Síða 31

Fréttablaðið - 01.04.2009, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 1. apríl 2009 3 Fermingardaginn er gaman að muna enda stór dagur í lífi unglingsins. Fermingarmyndatakan hefur til- heyrt þessum viðburði þótt ferm- ingarmyndirnar séu misvinsæl- ar hjá fermingarbörnunum þegar fram líða stundir. Sniðugt gæti því verið að mynda- takan færi fram áður en stóri dag- urinn rennur upp svo hún einkenn- ist ekki af stressi bæði foreldra og fermingarbarns. Einnig gæti verið gott fyrir fermingarbarnið að hafa með sér í myndatökuna einhvern uppáhaldshlut til dæmis tengdan áhugamálinu svo sem hjólabretti, körfubolta eða bók. Eins ef ferm- ingarbarnið er mikið fyrir úti- vist er tilvalið að myndatakan fari fram utandyra, og láta ekki veðrið aftra sér. - rat Fermingarmyndin Regluleg kirkjusókn og ýmiss konar safnaðarstarf verður hluti af lífi sumra unglinga eftir fermingu. Fjölbreytt kirkjustarf stendur ung- mennum til boða að lokinni ferm- ingu. Þau geta sótt um að verða starfsmenn í barnastarfi, tekið þátt í hjálparstarfshóp kirkjunn- ar, gengið í einhvern af kirkjukór- unum eða starfað með messuhóp, sem tekur á móti fólki og útdeil- ir sálmabókum á sunnudögum svo dæmi séu tekin. Margir unglingar eru virk- ir þátttakendur í kirkjustarfi og hefur það reynst vel á mótunar- árum. Í kirkjuna sækja þeir góðan félagsskap og andlega næringu undir kærleiksríkri leiðsögn. - ve Kirkjustarf eftir fermingu Ferming í Grafarvogskirkju. Séra Vigfús Þór Árnason og fermingarbörn. Skemmtilegar fermingarmyndir sem eru lýsandi fyrir fermingarbarnið eldast vel. MYND/GETTY IMAGES Ef skíðaíþróttin á hug fermingarbarnsins er tilvalið að mynda það úti í snjónum. MYND/GETTY IMAGES Ferming þýðir staðfesting. Í fermingunni staðfestir barnið skuldbindingu foreldra og guðfeðgina í skírnarathöfninni. Það fer með trúarjátninguna, vinnur fermingarheit og þiggur fyrirbæn og blessun. kirkjan.is MasterCard Mundu ferðaávísunina!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.