Fréttablaðið - 01.04.2009, Side 39

Fréttablaðið - 01.04.2009, Side 39
MIÐVIKUDAGUR 1. apríl 2009 7 Nú standa yfir sérstakir tímar í íslensku þjóðfélagi – tímar sem síðar verða skráðir í sögu- bækurnar. Hvert sem litið er leit- ar fólk leiða til að mæta aðkallandi vandamálum í íslensku samfélagi. Á tímum sem þessum verða allir að bregðast við með ábyrgum hætti, leita leiða úr kviksyndinu og hugsa í lausnum. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að reist verði skjaldborg um íslenskar mennta- stofnanir. Menntun er auðlind sem aldrei glatar gildi sínu – fjárfest- ing til framtíðar sem mun stuðla að uppbyggingu þjóðarinnar á átakatímum. Það er því mikil- vægt að Háskóli Íslands, fremsta menntastofnun landsins, taki mið af sérstökum aðstæðum í þjóð- félaginu, grípi til nauðsynlegra aðgerða og sé brautryðjandi í upp- byggjandi aðgerðum í landinu. Stúdentaráð Háskóla Íslands sendi á dögunum skoðanakönnun á stúdenta við alla háskóla lands- ins. Niðurstöður könnunarinnar sýndu að rúmlega 12.000 stúdent- ar eru enn án atvinnu og 10.000 þeirra telja litlar líkur á sumar- vinnu. Tölurnar eru sláandi og ástandið skelfilegt. Stúdentar kalla því á viðbrögð stjórnvalda og við frábiðjum okkur vettlinga- tök. Sérstakar aðstæður kalla á sérstakar aðgerðir. Stúdentaráð Háskóla Íslands krefst þess að sumarpróf verði endurvakin við Háskóla Íslands í ljósi þjóðfélags- aðstæðna og námsmönnum verði gefinn kostur á að stunda fjarnám yfir sumartímann. Með sumar- önnum við Háskóla Íslands væri atvinnulausum stúdentum gefinn kostur á að stunda sumarnám og taka um leið sumarlán hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Stúdentaráð Háskóla Íslands minnir háskólayfirvöld og menntamálaráðuneytið á þá ábyrgð sem hvílir í þeirra hönd- um. Háskóli Íslands, flaggskip íslenskra menntastofnana, á að vera brautryðjandi í þeirri uppbyggingu sem framundan er í íslensku samfélagi - sam- félagi sem nú stendur frammi fyrir efnahagshruni, áföllum og atvinnuleysi. Þegar þúsund- ir stúdenta fyllast örvæntingu og vonleysi ber stjórnvöldum að bregðast við. Þetta er neyðarkall stúdenta og við krefjumst þess að því verði svarað! Menntamál HILDUR BJÖRNSDÓTTIR, formaður Stúdenta- ráðs Háskóla Íslands Neyðarkall stúdenta Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040 w w w . h i r z l a n . i s Fermingartilboð Gott verð í 16 ár ! kr. 56.900 Ti lb oð Ti lb oð kr. 39.900 kr. 23.500 Ti lb oð Ti lb oð Ti lb oð kr. 39.900 kr. 19.900 kr. 21.900 kr. 29.900 kr. 14.500 Sjávarútvegsmál Það er auðvelt fyrir borgar-barn að skilja óréttlæti kvótakerfisins ef maður gefur sér bara smá tíma. Núna er það lífsspursmál fyrir okkur á möl- inni því bankarnir sem áttu að framleiða ómælt úr engu eru farnir. Því verðum við að fara aftur í slorið. Áður fyrr gaf sjávarútvegurinn vel af sér, gull hafsins, menn mokuðu inn gjald- eyri fyrir íslenska þjóð. Núna er öldin önnur. Menn fiska reynd- ar enn vel. Fyrirtækin eru bara á hausnum, sjávarútvegurinn á Íslandi skuldar morð fjár. Sér- kennileg staða hjá iðnaði sem aflar vel og selur sínar afurðir, dæmið ætti að ganga upp, ekki satt? Inn í þessa aldagömlu jöfnu viðskipta, framleiða og selja, var sett smá hjáleið. Kvóta- kerfið og framsal þess. Svipað og að ég væri kvótagreifi og ætti alla væntanlega viðskiptavini í Bónus. Jóhannes í Bónus yrði að borga mér 5.000 kall fyrir hvern viðskiptavin sem verslaði hjá honum. Því yrði Jóhannes að kaupa af mér kvóta af viðskipta- vinum. Ef 25 þúsund manns versluðu í Bónus á dag þá þyrfti Jóhannes að borga mér 125 millj- ónir á dag fyrir kvótann. Við þessar aðstæður geng- ur ekki að reka fyrirtæki. Þau safna bara skuldum vegna kvótakaupa. Útgerðarmaður- inn þarf ekki eingöngu að kaupa bát, net, olíu og slíka hluti held- ur þarf hann að greiða kvóta- greifanum fyrir að fá að veiða fiskinn sem við öll eigum. Dæmi eru um að menn hafi greitt allt að fimmtán ára ársveltu, þ.e. að fyrstu fimmtán ár útgerðarinn- ar fóru í að greiða fyrir kvótann. Eftir situr sjávarútvegurinn með skuldirnar en kvótagreifinn hefur allt sitt á þurru, ástæðan er sú að hann hefur engan kostn- að af því að eiga óveiddan fisk. Í kreppunni kristal last heimska kvótakerfisins. Núna þarf íslensk þjóð tekjur. Aðal mjólkurkýrin okkar, sjávar- útvegurinn sem hefði getað bjargað okkur, er stórskuldugur. Hvernig á atvinnugrein í slíkri stöðu að skila hagnaði til þjóð- arbúsins? Frjálslyndi flokkur- inn hefur ætíð varað við þess- ari vitleysu og vill breyta þessu kerfi. Kvótinn á að færast aftur til þjóðarinnar sem getur síðan leigt hann á hógværu verði án möguleika á braski. Það gerir nýliðun mögulega sem er ekki í dag. Ein mesta breytingin er að hjáleiðin, kvótagreifar, myndu ekki fá ómælda fjármuni í eigin vasa bara fyrir að hafa umráða- rétt yfir óveiddum fiski. Þá er von til þess að sjávarútvegurinn verði aftur sá bjargvættur sem hann áður var. Bónus og kvótagreifar HELGA ÞÓRÐARDÓTTIR kennari og fram- bjóðandi Frjálslynda flokksins Aðal mjólkurkýrin okkar, sjáv- arútvegurinn, sem hefði getað bjargað okkur er stórskuldug. Hvernig á atvinnugrein í slíkri stöðu að skila hagnaði til þjóð- arbúsins?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.