Morgunblaðið - 10.01.2006, Side 11

Morgunblaðið - 10.01.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 11 FRÉTTIR ÚR VERINU AFLAVERÐMÆTI Brims hf. á árinu 2005 var 2.779 milljarðar króna sem er mjög svipað og á fyrra ári þegar það var 2.736 milljarðar. Skip Brims veiddu 21.369 tonn á síð- asta ári, sem er um tvö þúsund tonna aukning frá árinu 2004. Á síðasta ári gerðu Brim og Út- gerðarfélagið Sólbakur út frysti- skipin Guðmund í Nesi og Tjald, ís- fiskskipin Kaldbak, Árbak, Harðbak og Sólbak og dragnótabátinn Sól- borgu. Guðmundur í Nesi veiddi 3.112 tonn á síðasta ári, sem var veruleg aukning frá fyrra ári þegar skipið veiddi 2.148 tonn. Aflaverðmætið jókst að sama skapi – fór úr 608 milljónum í 866 milljónir króna (FOB) á síðasta ári. Tjaldur veiddi 1.057 tonn á síðasta almanaksári en 1.258 tonn árið 2004. Aflaverðmætið í fyrra var 358 milljónir (FOB), en 388 milljónir árið áður. Kaldbakur veiddi 4.284 tonn á síðasta ári sam- anborið við 4.616 tonn árið 2004. Aflaverðmætið var 363 milljónir en var 453 milljónir króna árið 2004. Árbakur veiddi 3.854 tonn árið 2005 en 3.740 tonn árið 2004. Aflaverð- mætið í fyrra var 351 milljón, en var 377 milljónir króna árið 2004. Harð- bakur veiddi 4.178 tonn árið 2005 samanborið við 4.294 tonn árið 2004. Aflaverðmætið var 348 milljónir króna en var 415 milljónir árið 2004. Sólbakur veiddi 3.956 tonn árið 2005 en 815 tonn árið 2004, en þá hófst útgerð hans á bolfisk á haustmán- uðum. Aflaverðmætið í fyrra var 363 milljónir króna, en var 82 millj- ónir króna árið 2004. Sólborg veiddi 928 tonn á síðasta ári en 1.054 tonn árið 2004. Aflaverðmætið var 130 milljónir í fyrra en 138 milljónir árið 2004. Aflaverðmæti Brims svipað og í fyrra Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Komið að landi Harðbakur er eitt skipa Brims og gert út frá Akureyri. LOKIÐ er endurbyggingu hús- næðis sem ætlað er að hýsa starf- semi gæðavottunar og gæðaeftirlits á fiskafurðum í Mósambik. Stofn- unin, sem hingað til hefur starfað undir sjávarútvegsráðuneytinu þar í landi, mun frá og með áramótum starfa sem sjálfstæð stofnun. ÞSSÍ hefur stutt við verkefnið með því að greiða kostnaðinn við endurbyggingu húsnæðisins og búa það nauðsynlegum tækjum og hús- gögnum. Einnig hafa íslenskir sér- fræðingar verið ráðnir til að að- stoða hina nýju stofnun við skipulagningu á fjárhagslegum þáttum rekstrarins og íslenskir ráðgjafar á vegum ÞSSÍ unnið handbók fyrir stofnunina um gæða- eftirlit í samræmi við alþjóðlega viðurkennda staðla. Mun það greiða leið fyrir útflutning á fisk- afurðum frá Mósambik, aðallega rækju, inn á Evrópumarkað. Frá því samningur um samvinnu Íslands og Mósambik var undirrit- aður 1995, hefur ÞSSÍ unnið að uppbyggingu gæðaeftirlits með fiskafurðum í landinu og byggt í samvinnu við Breta og Dani þrjár rannsóknarstofur til gæðarann- sókna. Íslendingar með sérþekk- ingu sviðinu hafa svo aðallega séð um þjálfun starfsfólks. Gæðaeftirlit með fiskaf- urðum í Mósambik styrkt ÞAÐ ER vissara að halda úlpunni þétt upp að sér þessa dagana þegar vindurinn blæs ótæpilega. Hund- um leiðist yfirleitt ekki rigningin og fagna yfirleitt gönguferð í hvernig veðri sem er. Þessi seppi var þó heldur hægfara í rigningunni í Reykjavík í gær og leyfði eiganda sínum fús að vísa leiðina. Morgunblaðið/Þorkell Rakki á göngu í rigningu „ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinnar telur að hætta eigi við öll áform um orkuframkvæmdir á Þjórsárverasvæðinu og ítrekar ályktun síðasta landsfundar flokksins um verulega stækkun frið- landsins,“ segir í ályktun þingflokksins frá 9. jan- úar, um friðun Þjórsárvera. Telur þingflokkurinn að áætlanir um framkvæmdir við Norðlingaöldu og víðar í nágrenni Þjórsárvera séu nú í öngstræti þar sem ekki hafi náðst sú sátt um málið milli sveitarstjórna á svæðinu og Landsvirkjunar sem áskilin var í úrskurði setts umhverfisráðherra í janúar 2003. „Úrskurður umhverfisráðherra nú fyrir ára- mótin um skipulagstillögu samvinnunefndar miðhálendisins hefur sett öll framkvæmdaráform á svæðinu aftur á byrjunarreit,“ segir í ályktun- inni. Þingflokkurinn telur að undanfarin misseri hafi komið fram gögn og upplýsingar sem breyta í grundvallaratriðum þeim forsendum sem fyrst og fremst var litið til þegar Alþingi samþykkti vorið 2003 að veita iðnaðarráðherra heimild til að leyfa Norðlingaölduveitu samkvæmt úrskurði Jóns Kristjánssonar. Fær hæstu einkunn athugunarsvæða „Í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarð- varma frá 2004 fær Þjórsárverasvæðið hæstu ein- kunn allra athugunarsvæða hvað náttúru og um- hverfi varðar,“ segir í ályktuninni. „Allir helstu fræðimenn og áhrifamenn um náttúrufar og um- hverfisvernd telja Þjórsárver einhverja dýrmæt- ustu náttúruperlu Íslendinga. Sú þörf sem stuðningsmenn veitunnar töldu á henni í umræðum á alþingi vorið 2003 vegna stækkunar álversins á Grundartanga er ekki leng- ur fyrir hendi. Forsendur veitunnar eru úr gildi fallnar.“ Telur þingflokkurinn að hætta eigi við öll áform um orkuframkvæmdir á Þjórsárverasvæðinu og ítrekar ályktun síðasta landsfundar flokksins um verulega stækkun friðlandsins. Hyggst þingflokk- urinn taka þessi mál til umræðu á Alþingi jafn- skjótt og það kemur saman. „Þingflokkurinn áréttar af þessu tilefni þá af- stöðu að stjórnvöld taki þegar að vinna eftir rammaáætlun um vatnsafl og jarðvarma þannig að tryggð sé upplýst ákvörðunartaka um náttúru- vernd á svæðum sem athuguð hafa verið með virkjunarframkvæmdir í huga,“ segir í ályktun- inni. Forsendur Norðlingaöldu- veitu eru úr gildi fallnar NOKKUÐ ljóst er að menn verða að fara að taka mark á því sem haldið hefur verið fram um að kostnaður við jarðganga- gerð á milli lands og Eyja sé töluvert lægri en kastað var fram í byrjun, segir Ingi Sig- urðsson, formaður Ægisdyra, áhugafélags um vegtengingu milli lands og Eyja, og bætir við að eðlilegt framhald sé að málið verði skoðað af meiri alvöru en menn hafa viljað gera hingað til. Í niðurstöðum sérfræðinga frá skandinavíska verktakafyr- irtækinu NCC og norska fyr- irtækinu Multiconsult avd., eft- ir yfirferð skýrslu sem Íslenskar orkurannsóknir (ISOR) skiluðu í haust vegna rannsókna á jarðgangagerð milli lands og Eyja, segir að ekkert nýtt hafi þar komið fram sem skipti sköpum varðandi möguleika á jarðgangagerð. Beðið eftir álitsgerðum Ingi segir að félagið muni herja enn frekar á málið en óvíst er með hvenær kjarna- boranir geta hafist. „Við viljum bíða eftir niðurstöðum frá þeim tveimur aðilum sem Vegagerð- in fól að fara yfir skýrsluna og bíðum eftir að mat þeirra liggi fyrir til að sjá hvar samræmi er á milli og hvar ekki,“ segir Ingi sem einnig situr í nefnd um framtíðarsamgöngur til Vest- mannaeyja. Hann segir óvissu ríkja um það hvenær ákvörðun geti legið fyrir um hvort eða hvenær ráðist verði í jarð- gangagerð. Fleiri möguleikar séu enn til skoðunar. s.s. end- urnýjun Herjólfs og ferjuhöfn í Bakkafjöru og beðið er eftir álitsgerðum fagaðila. Eftir að allar álitsgerðir hafa skilað sér ætti vinna við ákvarðanatöku að geta hafist fyrir alvöru. Munu herja frekar á málið Formaður Ægisdyra um göng til Eyja REYKSÍMINN – Ráðgjöf í reykbindindi er þjón- usta sem stendur þeim til boða sem vilja hætta að reykja eða nota tóbak. Reyksíminn hefur lengur opið fyrstu tvær vikurnar í janúar til að aðstoða þá sem ákváðu að hætta að reykja um áramótin við að halda bindindið. Guðrún Árný Guðmunds- dóttir, hjúkrunarfræðingur og sérhæfður ráðgjafi reyksímans, segir að alltaf sé hægt að merkja aukningu símtala í reyksímann um áramót en þessi þjónusta tók til starfa árið 2000. Hún segir best ganga að hætta þegar fólk ákveður að ára- mótaheitið sé að hætta að reykja og noti svo fyrstu vikurnar til að undirbúa sig. „Innhringingum hefur fjölgað smátt og smátt undanfarin ár og eru samtölin yfirleitt löng, um 15–20 mínútur. Fólk er að leita eftir stuðningi, við getum gefið góð ráð en stærst parturinn er and- legur stuðningur, hvatningin og eftirfylgni en þá er hringt til baka í viðkomandi eftir einhvern tíma. Eftirfylgnin er mikið notuð og hún virkar best,“ segir Guðrún og bætir við að yfirleitt vari eft- irfylgnin í um eitt ár. Það er Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sem rek- ur þjónustuna í samstarfi við Tóbaksvarnarnefnd, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Land- læknisembættið og starfa þar sjö hjúkrunarfræð- ingar með sérþekkingu í tóbaksmeðferð. Svarað er í símann alla virka daga frá kl. 17.00 til 19.00 en fram til 16. janúar er svarað til kl. 21. Síminn er 800 6030. Reyksíminn hefur lengur opið eftir áramótin Eftirfylgni virkar best

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.