Morgunblaðið - 10.01.2006, Síða 16

Morgunblaðið - 10.01.2006, Síða 16
Tálknafjörður | Börnin á Tálknafirði létu sér vel líka þegar það kyngdi niður snjó á staðnum, eins og víðar um land, um helgina. Þar var kom- inn um 30 sentímetra jafnfallinn snjór á rétt innan við fjórum klukkutímum á föstudags- kvöld. Tré voru farin að svigna undan snjó- þunganum, þannig að fólk var farið að slá snjó- inn af þeim. Á laugardag gekk á með éljum en svo fór að hlýna þannig að snjórinn fór að láta undan síga. Börnin gripu tækifærið og fóru út að leika sér í þessum síðbúna jólasnjó. Á myndinni eru Rakel Guðlaugsdóttir, Elmar Sigurðsson og Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Börnin nýttu tækifærið Snjór Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Daglega lífið er aftur að komast í fastar skorður á Þórshöfn, eins og annars stað- ar, eftir hið ljúfa jólalíf. Grár hversdags- leikinn tekur við og ljósadýrð með jóla- glingri og prjáli er horfin.    Aðalbreytingin verður þó á bæj- arbragnum þegar unglingarnir fara aftur burt í framhaldsskóla sína eftir jólafrí. Þá fækkar töluvert í bænum því eitthvað á þriðja tug ungmenna hverfur um stundarsakir úr þessu litla byggðarlagi og munar nú um minna. Þótt flestir for- eldrarnir sakni þessara stóru barna sinna þá er samt ánægja með að þau drífi sig að heiman til að afla sér mennt- unar og búa sig sem best undir lífsbar- áttuna.    Litlar fregnir eru af sjómennsku og aflabrögðum því illa gefur á sjó vegna vindasamrar veðráttu. Ekkert tjón hefur þó orðið við höfnina að undanförnu vegna hvassviðris. Sex smábátar gera út á línu frá Þórshöfn en stærsti báturinn, Geir, er á netaveiðum og fara einnig litlar sög- ur af fiskiríi þar.    Áramótadansleikur var haldinn á ný- ársnótt í félagsheimilinu á Þórshöfn þar sem breiður aldurshópur skemmti sér saman fram á morgun. Aðgangur var ókeypis því dansleikurinn var í boði flutningafyrirtækisins Flytjanda og Alla Geira á Húsavík. Heimafólk tók vel þessu rausnarboði og fjölmennti á dans- leikinn, tæplega tvö hundruð manns, og á miðjum dansleik fékk Alli Geira verð- skulduð húrrahróp.    Margir foreldrar drifu sig á ball um leið og unglingarnir en aldurstakmark var 16 ár. Skoðun flestra var sú, að betra væri að unglingarnir ættu kost á því að skemmta sér í heimabyggðinni þar sem foreldrarnir gætu haft að minnsta kosti annað augað á þeim, frekar en að missa þá burt úr bænum í leit að skemmtun. Dansleikurinn fór vel fram og þar þurfti engin afskipti lögreglu. Úr bæjarlífinu ÞÓRSHÖFN EFTIR LÍNEYJU SIGURÐARDÓTTUR FRÉTTARITARA Undirbúningur fyriropnun Töfragarðs-ins á Stokkseyri næsta vor er í fullum gangi og er nú unnið hörð- um höndum að stækkun garðsins. Fram kemur á vef garðsins að búið er að festa kaup á báti sem komið verður fyrir í garð- inum. Vakin er athygli á því að Stokkseyri er gamalt útgerðarþorp og fram kemur að það er stefna eigenda Töfragarðsins að koma upp sýningarsvæði í garðinum sem minnir á tengslin við hafið en það var ekki síst það sem hafið gaf sem hélt lífinu í þessu samfélagi hér á árum áð- ur. Þá kemur fram á vefn- um að sótt hefur verið um leyfi til að halda hreindýr í Töfragarðinum. Það mál mun skýrast fljótlega. Töfragarður Þessir prýðispiltar,þeir Ívar SnorriHalldórsson og Jóhannes Þórðarson, voru aldeilis með athygl- ina í lagi er þeir ræddu málefni dagsins af mikilli alvöru í Draugagili við Blönduós. Hvað þeir voru að hugleiða er ekki vitað en kunnugir telja líklegt að staða smábáta- útgerðar á Blönduósi hafi eitthvað borist í tal. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Samræður í Draugagili Rúnar Kristjánssonskáld á Skaga-strönd hverfur til verka sinna: Geng ég inn til kvæðakynna, kostinn minn þar lít um svið. Þar má finna fró og vinna flest er sinnið unir við. Blika greinar gæskuhreinar, græða meinum stráða slóð. Hverfa steinar, brautir beinar birtast einar kringum ljóð. Á Húsavík er gamalt hús sem kallað var Skuld. Það átti bærinn en hefur nú selt og var húsið flutt á lóð kaupandans. Friðrik Steingrímsson orti: Um fjármálin þvarga og þvaðra og þusa og rausa og blaðra, uns allt fer í steik í starfi og leik þá skella þeir skuldinni á aðra. Davíð Hjálmar Haralds- son orti vegna risagull- fisks sem fannst á Húsa- vík: Verður steik á vorum diski, vinnu hættir þjóðin rík úr því gullið finnst í fiski í ferskvatni á Húsavík. Skuldaskil pebl@mbl.is Árborg | Eyþór Arnalds, athafnamaður sem nú er búsettur í Hreiðurborg í fyrrum Sandvíkurhreppi, hefur gefið það út að hann sé tilbúinn að leiða lista Sjálfstæðisflokks- ins í Sveitarfélaginu Ár- borg við komandi sveit- arstjórnarkosningar. Nýlega skoruðu á ann- að hundrað Sunnlend- ingar á Eyþór að gefa kost á sér í framboð og svaraði hann áskorun- inni játandi á fjölmenn- um fundi með stuðningsmönnum í Tryggvaskála á Selfossi sl. laugardag. Fram kemur á fréttavefnum sudurland- .is að hann er tilbúinn að leiða lista sjálf- stæðismanna, hvort sem ákveðið verður að viðhafa uppstillingu eða prófkjör. Fyrir liggur tillaga um að efna til prófkjörs. Eyþór sagðist á fundinum finna það að sóknarfærin í Árborg væru mikil og það ætti að vera eftirsóknarvert fyrir fólk að búa í Árborg. Reyndar væri mikil vinna fram undan við að ná tökum á stjórn sveit- arfélagsins, takist nýjum meirihluta að komast til valda. Hann sagði að sveitar- félögin á Suðurlandi hefðu ekki talað einni skýrri röddu eða borið gæfu til þess að standa saman um stór framfaramál sem snertu allt Suðurland. „Stærstu málin eru auðvitað samgöngumálin og vegurinn yfir Hellisheiði, sem varðar ekki bara Sunn- lendinga heldur einnig Reykvíkinga og alla aðra. Þetta er aðal atvinnumálið hér,“ sagði Eyþór, að því er fram kemur á sud- urland.is. Jafnframt vakti hann athygli á mikilli skuldasöfnun sveitarfélagsins Árborgar undir stjórn núverandi meirihluta. Eyþór Arnalds gefur kost á sér á lista Hornafjörður | Þjóðgarðar og ferðaþjón- usta – byggðaþróun í nýju ljósi er yfirskrift málþings sem efnt verður til í fyrirlestrasal Nýheima á Höfn fimmtudaginn 12. janúar. Málþingið er hluti af alþjóðlegu verk- efni, NEST, sem Austur-Skaftfellingar taka þátt í ásamt Skaftárhreppi og aðilum í Skotlandi, Finnlandi og Svíþjóð og fjallar um uppbyggingu ferðaþjónustu í grennd við þjóðgarða. Að lokinni dagskrá mál- þingsins verður opnuð sérsýning á hand- verki í húsnæði Jöklasýningar á Höfn. Ráðstefna um þjóðgarða og ferðaþjónustu ♦♦♦ Grænamýri – Glæsileg Glæsilegt sérbýli/parhús sem er 2 hæðir og kjallari. Á 1. hæð er anddyri, gestasnyrting, hol, eldhús, borðstofa, stofa m. kamínu, sólstofa. Á 2. hæð eru 3 herbergi, stórt sjónvarpshol/vinnuherb., þvottaherbergi og baðherbergi. Í kjallara eru tvö stór herbergi, geymslur, hvíldarherbergi, ófullgert gufubað og snyrting. Húsið er allt hið vandaðasta. Á öllum gólfum 1. og 2. hæðar er gegnheilt parket nema á forstofu, gestasn., baðh. og þvh. en þar eru flísar. Kjallari er allur flísalagður. Lóðin er mjög falleg, með lokaðri timbur- verönd sem gengið er í úr stofum, grasflöt með kryddgarði og fallegum trjám (gullregni o.fl.) 5558 Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.