Morgunblaðið - 10.01.2006, Síða 40

Morgunblaðið - 10.01.2006, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ SAMBÍÓ ÁLFABAKKA Byggð á sönnum atburðum...svona nokkurn vegin. Jennifer Anistion fer á kostum í þessari frábæru rómantísku gamanmynd. Með Óskarsverðlauna hafanum Shirley MacLaine og Kevin Costner. Eldfim og töff ný ræma frá meistaraleikstjóranum,Tony Scott (“Man on Fire”). Með hinni flottu Keira Knightley úr “Pirates of the Caribbean” og með hinum ofursvala megatöffara, Mickey Rourke (“Sin City”). HÁSKÓLABÍÓ Domino kl. 5.30 - 8 og 10.40 b.i. 16 ára Rumor Has It kl. 6 - 8 og 10.05 The Chronicles of Narnia kl. 5.15 - 8 og 10.45 KING KONG kl. 5.30 og 9 b.i. 12 ára Harry Potter and the Goblet of Fire kl. 6 og 9 b.i. 10 ára RUMOR HAS IT kl. 3.50 - 6 - 8.10 - 10.20 DOMINO kl. 5.30 - 8.10 - 10.45 B.i. 16 ára. CHRONICLES OF NARNIA kl. 5 - 8 - 11 CHRONICLES OF NARNIA VIP kl. 5 - 8 - 11 KING KONG kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára. Litli Kjúllin M/- Ísl tal. kl. 4 HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 5 B.i. 10 Byggð á sönnum orðrómi. S.K. DV *** MYNDIN Töfralandið Narnía: Ljónið, nornin og skápurinn heldur toppsætinu yfir aðsóknarmestu myndir helgarinnar í íslenskum kvikmyndahúsum. Um helgina lögðu um 5.500 manns leið sína á þessa æv- intýramynd, sem er um þúsund hausum færra en áhorfendur hryll- ingsmyndarinnar Hostel. Þetta er öfug röð miðað við í Bandaríkjunum þar sem hryllingurinn hafði betur og töfralandið tók annað sætið. Christof Wehmeier hjá Sambíó- unum er að vonum ánægður með að- sóknina á Narníu og segir að myndin stefni í að verða stærsti Disney- smellur allra tíma. Hann á von á því að hún fari yfir 50.000 manns í að- sókn hérlendis en um 36.500 manns hafa séð hana nú þegar. Jón Gunnar Geirdal hjá Senu seg- ir Íslandsvinina Eli Roth og Quentin Tarantino „hafa puttann á púlsinum þegar kemur að kvikmyndum“ og annað sæti Hostel vera frábæran ár- angur. Hann bendir á að þetta sé nokkuð stærri frumsýning en á Saw II og The Exorcism of Emily Rose en hryllingsmyndir njóta velgengni um þessar mundir. Ein íslensk mynd er á listanum því kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, er í fjórða sæti listans. Guðmundur Breiðfjörð hjá Senu segir að 11% aukning hafi orðið frá opnunarhelginni. Það sanni að aðsóknin á íslenskar myndir fari hægar af stað en á Hollywood- myndir. Um 11.200 manns hafa séð þessa spennumynd eftir þrettán daga í sýningu. Narnía heldur toppnum Töfralandið hélt hryllingnum í skefjum um helgina.                             !  "  # $    %    &' (' )' *' +' ,' -' .' /' &0'   54%85'$$ !$$E!! ' 0B,' ,?$+/!            Kvikmyndir | Hostel efst nýrra mynda                                                                                                   ! " # " #$% "  !  $&   ) *  *  + ,%  -  %. - + " , &/  /   %   ' & ) 0* (  &  '*)  HLJÓMSVEITIN Steintryggur leikur á Eurosonic-hátíðinni fimmtu- daginn 12. janúar næstkomandi. Há- tíðin sem haldin er í Groningen í Hollandi, er árlegur viðburður með yfir 180 uppákomum á 25 tónleika- stöðum. Eins og nafnið gefur til kynna er sveitin skipuð þeim Sigtryggi Bald- urssyni og Steingrími Guðmunds- syni en þeir félagar fóru í tæpa mán- aðarlanga tónleikaferð um fimm Evrópulönd nú í haust sem leið til að kynna Dialog, sem er fyrsti geisla- diskur þeirra félaga. Með Steintryggi í för verða Sören Venema sem leikur á mandolín, sít- ar-gítar og Oud og Roland Hartwell sem leikur á fiðlu og bassa. „Á hátíð þessa koma margir aðilar sem sjá um bókanir fyrir tónlist- arhátíðir í Evrópu og víðar. Hyggja nokkrir íslenskir tónleikahaldarar einnig á þátttöku í hátíðinni til þess að meðtaka ferska vinda og víst er að margt verður skrafað og skegg- rætt,“ segir í tilkynningu. Von er á tveimur geisladiskum frá Steintryggi á þessu ári og er annar þeirra órafmagnaður. Ljósmynd/Birna Rafnsdóttir Sigtryggur og Steingrímur halda á tónlistarhátíð í Hollandi síðar í janúar og ætla að senda frá sér tvo geisladiska á þessu ári. Steintryggur á Eurosonic Ensku stjörnukokkarnir Gord-on Ramsey, sem m.a. stýrði sjónvarpsþættinum Hell’s Kitchen, og Jamie Oliver, sem er hvað þekktastur fyrir sjónvarpsþátt sinn Kokkur án klæða, hafa ver- ið sýknaðir af kæru um illa meðferð á dýr- um. Oliver slátr- aði lambi í nýjustu þáttaröð sinni, Jamie’s Great Escape, en Ramsey slátraði sex kalkúnum í þættinum F Word. Það voru sjónvarpsáhorfendur sem lögðu inn 57 kvartanir til Of- com, sem sér um eftirlit með efni í ljósvakamiðlum, um slátrun dýr- anna í þáttunum sem báðir eru sýndir á Channel 4. Í þætti Jamies ferðaðist stjörnukokkurinn til Ítalíu en á sveitabæ einum þar í landi var hann beðinn um að velja lamb til slátrunar, sem yrði eldað í kvöld- matinn. Í niðurstöðu Ofcom segir að ljóst hafi verið að Jamie Oliver hafi fundist erfitt að framkvæma verk sitt. Þá segir jafnframt að lambið hafi hvorki streist á móti né látið frá sér óþægileg og trufl- andi hljóð. Hvað þátt Ramseys varðandi gátu engin myndskeið af slátrun kalkúnanna valdið ugg, að sögn Ofcom.    Kvikmyndahús nokkurt í SaltLake City í Bandaríkjunum hætti við að sýna kvikmyndina Brokeback Mountain á seinustu stundu. Kvikmyndin segir sögu tveggja samkynhneigðra kúreka sem Jake Gyllenhaal og Heath Ledger leika. Eigandi kvikmynda- hússins, Larry Miller, er mikils- metinn innan mormónakirkjunnar í borginni en áhangendur hennar viðurkenna ekki samkynhneigð. Dreifingaraðili Brokeback Mountain, Focus Features, segir kvikmyndahúsið hafa hætt við að sýna myndina nokkrum tímum fyrir frumsýningu hennar. Mike Thompson, talsmaður réttinda- samtaka samkynhneigðra í Utah- fylki, segir það vonbrigði að fólk fái ekki að sjá myndina. „Það er synd að sumir í Utah fái ekki að sjá svo fallega verðlaunakvik- mynd, sem mikið hefur verið rætt um, vegna slíkra fordóma,“ sagði Thompson í viðtali við dagblaðið Salt Lake Tribune. Forstöðumað- ur kvikmyndahússins neitaði að tjá sig um málið. Brokeback Mountain hefur þegar hlotið fjölda tilnefninga til kvikmyndaverð- launa og þykir líkleg til að hljóta fjölda Óskarsverðlauna í ár. Gayle Ruzicka, formaður mormóna- félagsins Utah Eagle Forum, seg- ist fylgjandi því að hætta við sýn- ingar. Það sýni ungu fólki að eitthvað sé að myndinni. Frétta- vefur BBC greindi frá þessu. Brokeback Mountain verður frumsýnd hérlendis næstkomandi föstudag. Fólk folk@mbl.is Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.