Morgunblaðið - 12.01.2006, Side 1

Morgunblaðið - 12.01.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 11. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Minningar kallaðar fram Gamli tíminn allsráðandi í minninga- herbergjum elliheimila | Daglegt líf Viðskipti | Hver býður bestu vextina?  Að sameina hagsmuni forstjóra og hluthafa Málið | Capone-bræður eins árs  Borgarstjórinn hlakkar til kosninga Íþróttir | Jóhannes Karl á leið til Alkmaar MAÐURINN, sem svipti sig lífi á Ísafirði í fyrradag, skildi eftir bréf til ættingja sinna, þar sem hann ber af sér sakir um kynferðisofbeldi en segist ekki geta staðið undir atlögu fjölmiðla. Sigurður Hjartarson, bróðir hins látna, greindi Morg- unblaðinu frá þessu í gær. Í forsíðu- frétt DV á þriðjudag var birt mynd af manninum og hann nafngreindur undir fyrirsögninni „Einhentur kennari sagður nauðga piltum“. „Í bréfinu sem hann skildi eftir ber hann þessar sakir af sér en seg- ist ekki geta staðið undir þessari fjölmiðlaatlögu. Öðru get ég ekki greint frá enda persónulegt,“ segir Sigurður um innihald bréfsins. „Hér blakta víða fánar í hálfa stöng og hér eru menn slegnir sem víðar,“ segir Skúli Sigurður Ólafs- son, sóknarprestur á Ísafirði, spurð- ur um áhrif fréttar DV um manninn og fráfalls hans á bæjarlífið. Lögreglan á Ísafirði mun að svo stöddu engar upplýsingar gefa um málið og rannsókn þess. Fara ekki eftir siðareglum BÍ Miklar umræður um mál þetta hafa farið fram í fjölmiðlum og á vef- síðum og hafa margir stjórn- málamenn lagt orð í belg. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins, skrifaði á heima- síðu sína: „DV fór yfir strikið og ekki einasta greip til mannorðsmorðs heldur morðs í eiginlegri merkingu. Og það er stórt orð en ekki verður séð annað en full innistæða sé þar að baki.“ Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra segir m.a. á heimasíðu sinni: „Hve lengi ætla eigendur DV að láta blaðið veitast að varnarlausu fólki á sinn kostnað?“ Björn segir sömu- leiðis: „Ég vorkenni forystumönnum Blaðamannafélags Íslands að þurfa að tjá sig út og suður um þetta mál af tillitssemi við félagsmenn, sem hafa meginreglur félagsins að engu en nota það sem skálkaskjól. Trú- verðugleiki blaðamanna styrkist ekki við slíkan blindingsleik.“ Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) telur ótækt að DV fari eftir eig- in siðareglum, þar sem þær stangist á við siðareglur Blaðamannafélags- ins. Kemur þetta fram í ályktun sem stjórnin samþykkti á fundi í gær. Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, sagði m.a. í Kastljósi Ríkissjón- varpsins í gærkvöldi að DV hefði fjallað af sanngirni um mál manns- ins og myndi gera það áfram. Hann sagði að sjónarmið þolenda í málinu, sem ættu um sárt að binda, hefðu ekki náð fram að ganga. Dagsbrún hf. fjallar um DV Stjórn Dagsbrúnar hf., móður- félags 365 prentmiðla, sem gefur m.a. út DV, mun ræða málefni DV á fundi á morgun, föstudag, að því er segir í tilkynningu frá Þórdísi Sig- urðardóttur stjórnarformanni. Sagðist ekki geta staðið undir þessari fjölmiðlaatlögu Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Bréf mannsins sem svipti sig lífi eftir ásakanir í DV um kynferðisofbeldi  Blaðamenn | 4 BÖRN frá Kasmír-héraði halda hér á lofti gjöfum, Barbie-dúkkum og ýmsu öðru, sem óháð hjálparsamtök dreifðu á fyrsta degi Eid al-Adha- hátíðar múslíma í flóttamannabúð- um í Islamabad í Pakistan. Börnin hafast nú við í búðunum í kjölfar jarðskjálftans í Kasmír 8. október sl. sem kostaði yfir 73.000 manns lífið og olli því að þrjár milljónir manna misstu heimili sín. Múslímar halda Eid al-Adha til að minnast fórnar Múhameðs spá- manns en hann gaf son sinn, Ismail, er guð krafðist þess. Deginum er gjarnan fagnað með slátrun búfén- aðar en hátíðahöld voru í rólegri kantinum í Pakistan að þessu sinni, enda eru menn enn að takast á við hörmulegar afleiðingar skjálftans í október. Jarðskjálfti upp á 5,1 á Richters-kvarðanum skók Islama- bad snemma í gær en engar fregnir höfðu þó borist af meiðslum á fólki. Reuters Gleðjast hverri gjöf Kíev. AP, AFP. | Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, fordæmdi í gær samþykkt úkraínska þingsins frá því í fyrradag þess eðlis að víkja skyldi stjórn landsins frá. Hann sagði ákvörðun þingsins af pólitískum rót- um runna, ætlun aðstandenda hennar væri að valda umróti og upplausn í aðdrag- anda þingkosning- anna sem fara fram í Úkraínu í mars. Jústsjenkó sagði að samþykkt þingsins ætti sér ekki stoð í stjórn- arskrá Úkraínu, hún væri „óljós, órökrétt og röng“. Er það afstaða forsetans að þing landsins hafi ekki vald til að reka ríkisstjórn þess frá völdum. Þá sagði forsætisráðherra Úkraínu, Júrí Jekhanúrov, að stjórn hans héldi áfram störfum sínum eins og ekkert hefði í skorist. Embættismenn og fréttaskýrend- ur segja ákvörðun meirihluta þings- ins runna undan rifjum andstæðinga Jústsjenkós sem vilji lama stjórn hans í aðdraganda kosninga í mars, en þar kann að ráðast hvort haldið verður áfram á þeirri braut aukins samstarfs við Vesturlönd, sem Jústsjenkó hefur markað. Breytingar á stjórnarskrá Úkr- aínu áttu að taka gildi 1. janúar en skv. þeim hefur þingið valdið til að reka og skipa ríkisstjórn, í stað for- setans. En þessar breytingar hafa aðeins að hluta tekið gildi og skýrir það að hluta þá óvissu sem nú ríkir. Fordæmdi sam- þykkt þingsins Viktor Jústsjenkó Stokkhólmur. AP. | Það kann ekki að hljóma ýkja rómantískt að ganga í heilagt hjónaband í flug- stöðvarbyggingu, en þó er það raunin að í Svíþjóð gerist það nú æ vinsælla. Talsmaður Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi sagði að í fyrra hefðu 488 pör kosið að halda sitt brúð- kaup þar. Þetta er umtalsverð aukning því að árið áður höfðu 348 pör verið gefin saman á flug- vellinum; var það þó einnig aukn- ing frá fyrra ári. Brúðkaupin hafa ýmist verið haldin í kapellu flugstöðvarhúss- ins eða í sérstökum viðhafnarsal, svonefndum VIP-sal, þar sem brúðhjón geta skráð farangur sinn, drukkið kampavín og snittur og svo, þegar veislunni er lokið, verið ekið beint út í flugvél, áleið- is í brúðkaupsferðina. „Fyrir þá sem leggja mest upp úr brúðkaupsferðinni þá getur það verið góður kostur að giftast hér á Arlanda,“ sagði talsmaður flugvallarins, Helena Miller. Munu flestar athafnir fara fram að sumarlagi eða í desember í tengslum við ferðir til landa í Asíu. Flugstöðvar- brúðkaupin æ vinsælli UNDIR miðnætti í gær höfðu hátt í 20.000 einstaklingar tekið þátt í undirskriftasöfnun ungliðasamtaka stjórnmálaflokkanna, Stúdentaráðs Háskóla Íslands, námsmanna- samtaka og fleiri samtaka ungs fólks, þar sem skorað er á blaða- menn og ritstjóra DV að endur- skoða ritstjórnarstefnu sína og sýna ábyrgð og virðingu í umfjöllun um menn og viðkvæm málefni. Undir þetta tóku formenn allra þingflokka í áskorun sem send var fjölmiðlum. Undirskriftasöfnunin hófst kl. 11 í gærmorgun og fyrstu tólf klukku- stundirnar, sem hún stóð, skrifuðu nærri 25 manns á vefinn á mínútu hverri. Um skeið annaði vefþjónn- inn ekki álaginu, en þá voru skrán- ingar um 60 á mínútu. 20.000 skora á DV Stokkhólmur. AFP. | Kóngulær eiga það til að gera sér híbýli í mannanna bústöðum. Það bar hins vegar svo við nýverið í Svíþjóð að kónguló ein tók sér bólfestu í eyra konu nokkurrar – og hafðist þar við í 27 daga! Frá því var sagt í Expressen í gær að kóngulóin hefði komið sér mak- indalega fyrir í eyra konunnar á meðan hún svaf; en konuna rak minni til þess að hún hefði séð kónguló í rúmi sínum í nóvember, heilum 27 dögum áður en skordýrinu var skolað út úr eyra hennar. Konan mun fyrst hafa orðið var við óþægindi af völdum kóngulóar- innar þegar hún fékk það sem hún taldi vera hellu fyrir eyranu. Gaf hún sér þá að umtalsverður eyrnamergur hefði myndast. En þegar konan heyrði hljóð er minnti hana á „klór“ eða „krafs“ skundaði hún í apótek og fjárfesti þar í hreinsivökva. Og þegar hún síðan notaði vökvann skol- aðist kóngulóin út úr eyranu, sem fyrr segir. Með kónguló í eyranu Viðskipti, Íþróttir og Málið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.