Morgunblaðið - 12.01.2006, Side 2

Morgunblaðið - 12.01.2006, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MIÐLÆG GATNASTÝRING Í bígerð er umfangsmikil end- urbót á stjórn umferðarflæðis á höf- uðborgarsvæðinu með því að koma á miðlægri tölvustýringu fyrir um- ferðarljós. Talið er að nýja kerfið muni greiða fyrir umferð og minnka mengun. Gert er ráð fyrir að kostn- aður verði á milli 100 og 150 millj- ónir. Íbúar eru slegnir Maðurinn, sem svipti sig lífi á Ísa- firði í fyrradag, skildi eftir bréf til ættingja sinna, þar sem hann ber af sér sakir um kynferðisofbeldi en segist ekki geta staðið undir atlögu fjölmiðla. Sóknarprestur á Ísafirði segir fána víða blakta í hálfa stöng og íbúar séu slegnir sem víðar. Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti ályktun í gær þar sem segir ótækt að DV fari eftir eigin siðareglum, þar sem þær stangist á við siðareglur Blaðamannafélagsins. Stjórn Dagsbrúnar hf., móðurfélags 365 prentmiðla, sem gefur m.a. út DV, mun ræða málefni DV á fundi á morgun. Valdabarátta í Úkraínu Viktor Jústsjenkó, forseti Úkr- aínu, sagði í gær að brottrekstur rík- isstjórnar landsins, sem samþykktur var af meirihluta úkraínska þingsins í fyrradag, stæðist ekki stjórnarskrá landsins. Hann segir andstæðinga hans vera að reyna að valda upp- lausn í aðdraganda þingkosninga. 1,4 milljarða kröfur Lýstar kröfur í þrotabú Slipp- félagsins á Akureyri nema um 1,4 milljarða króna. Á skiptafundinum komu fram nokkur mótmæli um af- stöðu skiptastjóra til nokkurra krafna auk þess sem mikið var rætt um aðdraganda gjaldþrotsins og hvort eignir hefðu verið rýrðar. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 32/38 Úr verinu 12 Bréf 38 Erlent 14/16 Minningar 38/43 Minn staður 18 Hestar 47 Höfuðborgin 20 Myndasögur 48 Akureyri 20/21 Dagbók 48/51 Suðurnes 21 Velvakandi 49 Austurland 22/23 Staður og stund 50 Landið 22/23 Leikhús 52 Daglegt líf 24 Bíó 54/57 Neytendur 25/27 Ljósvakamiðlar 58 Menning 28, 52/57 Veður 59 Forystugrein 30 Staksteinar 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %           &         '() * +,,,                   LANDSSAMBAND lögreglumanna mótmælir harðlega fyrirliggjandi frumvarpi til breytinga á umferðar- lögum og telur það geta haft slæm áhrif á löggæslumál á Íslandi. Sam- kvæmt frumvarpinu er starfsmönn- um Vegagerðarinnar m.a. veitt heimild til að stöðva ökutæki og sinna margþættu eftirliti með öku- tækjum og ökumönnum. Þá er jafnframt gert ráð fyrir að gruni starfsmenn Vegagerðar við umrætt eftirlit að ótilgreind alvarleg brot hafi átt sér stað sé þeim heimilt að banna frekari för ökutækis til að hindra áframhaldandi brot þar til lögregla kemur á vettvang. „Ekki þarf að velkjast í vafa um það að með þessari breytingu á um- ferðarlögum mun starfsmönnum Vegagerðar verða veitt víðtækt lög- regluvald og illskiljanlegt hvernig tillögur að svo vanhugsuðum laga- breytingum komi til,“ segir m.a. í yf- irlýsingu Landssambands lögreglu- manna. Að sögn Páls E. Winkel, fram- kvæmdastjóra Landssambands lög- reglumanna, hefur félagið ekki sent samgönguráðuneytinu athugasemd- ir vegna frumvarpsins, þar sem fé- lagið fékk ekki frumvarpið til um- sagnar. Segir Páll það mjög undarlegt í ljósi þess að félagið fær öll frumvörp til umsagnar er varða lögreglumál í landinu. Þá bendir LL á að forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja sem frumvarpið varðar, hafi haft samband við LL og lýst eindreginni andstöðu við fyrir- hugaða skipan mála. Telja þeir sig eiga rétt á að faglegu eftirliti sé sinnt af lögreglu en ekki ófaglærðum starfsmönnum Vegagerðar. LL er kunnugt um að forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja á Norðurlandi hafi safnað tæplega 200 undirskriftum þar sem ætluðum breytingum er mótmælt. Landssamband lögreglumanna mótmælir breytingum á umferðarlögum Telja frumvarpið færa vega- gerðarmönnum lögregluvald „ÞETTA var fallegur steinbogi og einn af þeim stöðum sem ferðamenn fóru að skoða í Vest- mannaeyjum. Nú er hann horfinn, hvað sem tekur við,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum, í samtali við Morgunblaðið. Hann var á ferð á austurströnd Heimaeyjar ásamt yfirlögregluþjóninum í Eyjum fyrr í vik- unni er þeir uppgötvuðu að steinbogi sem prýtt hefur austasta hluta Nýjahraunsins í Heimaey, sem rann í gosinu 1973, var horfinn. Það hefur gerst um helgina eða einhvern tíma í síðustu viku, því meðfylgjandi mynd var tekin af steinboganum 29. desember síðastliðinn. Þá stóð boginn eins og sést. Hin myndin sýnir staðinn um tíu dögum síðar eða í byrjun vikunnar, en þá er steinboginn með öllu horfinn og hafði látið undan ágangi sjávarins. Karl Gauti sagði að það hefði mikið brotnað úr nýja hrauninu á Heimaey undanfarnar vikur. Hann hefði ekki séð svona miklar breytingar áð- ur, enda hefðu verið svakaleg veður í vetur með miklum sjógangi og roki. Morgunblaðið/Sigurgeir Steinboginn í Eyjum fallinn Steinboginn var myndarlegur og er staðurinn óneitanlega sviplausari nú þegar hann er horfinn í brimið. FRÍÐA Björk Ingvarsdóttir blaða- maður hefur verið ráðin ritstjórnar- fulltrúi menningar á ritstjórn Morg- unblaðsins. Orri Páll Ormarsson, sem gegnt hefur starfi ritstjórnar- fulltrúa undan- farin fimm ár, fer að eigin ósk til annarra starfa á ritstjórninni. Fríða Björk er 45 ára. Hún er stúdent úr Verzl- unarskóla Ís- lands, lauk BA-prófi í almennri bók- menntafræði og ensku frá Háskóla Íslands og MA í bókmenntum frá University of East Anglia. Hún stundaði auk þess nám í brezkum bókmenntum við Centre Univers- itaire de Luxembourg í eitt ár. Hún hefur unnið við leikhús, kvikmynda- Ráðin ritstjórnar- fulltrúi menningar Fríða Björk Ingvarsdóttir gerð, þáttagerð fyrir útvarp hjá BBC og RÚV, sem þýðandi hjá utanrík- isráðuneytinu og sem stundakenn- ari/aðjúnkt við Kennaraháskólann og Háskóla Íslands. Hún hefur starf- að á Morgunblaðinu frá árinu 2000. Fríða Björk hefur m.a. þýtt skáld- sögurnar Hestaskálina eftir Graham Swift, sem kom út hjá Máli og menn- ingu árið 1998, Glerhjálminn eftir Sylviu Plath sem kom út hjá Sölku árið 2003 og lauk nýverið við þýðingu á þriðju skáldsögunni, sem koma mun út hjá Sölku á þessu ári. Fríða er gift Hans Jóhannssyni fiðlusmíðameistara og eiga þau tvö börn. Ritstjórnarfulltrúi Lesbókar Þröstur Helgason, sem undanfar- in fimm ár hefur gegnt starfi um- sjónarmanns Lesbókar á menning- arritstjórn Morgunblaðsins, verður nú ritstjórnarfulltrúi Lesbókar. RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært tvo menn fyrir barnaklám í að- skildum málum en þeim er gefin að sök varsla og dreifing á barnaklámi. Í öðru tilvikinu lýtur sakarefnið að 66 klámljósmyndum og 6 stuttum myndbandsskeiðum sem lagt var hald á við rannsókn málsins. Kemur hinn ákærði fyrir dóm 20. janúar þar sem þingfesting málsins frá 10. janúar frestaðist vegna forfalla hans. Um er að ræða karlmann um sextugt. Í hinu tilvikinu er um að ræða karlmann á þrítugsaldri sem gefin er að sök varsla og dreifing á barnaklámi. Hjá honum fundust 798 ljósmyndir og 61 myndbandsskeið. Ákæruvaldið krefst refsingar yfir ákærðu fyrir brot á hegning- arlögum en allt að tveggja ára fang- elsi liggur við brotum sem varða barnaklám. Ákærðir fyrir barnaklám GERA má ráð fyrir að ríkið greiði niður um helming lánsfjárhæðar meðalnámsláns á lánstíma þess, en ríkið greiðir niður vexti námslána. Þá er kostnaður við hvern og einn há- skólanema um 600 þúsund kr. á ári eða um 1,8 milljónir kr. á þriggja ára námstíma. Kostnaður vegna fram- haldsskólanema er einnig um 600 þúsund kr. á ári eða um 2,4 milljónir kr. samanlagt á fjögurra ára náms- tíma. Þetta kemur meðal annars fram á rikiskassinn.is, sem er vefur sem haldið er úti af fjármálaráðuneytinu með ýmsum upplýsingum um meg- inatriði í ríkisrekstri og efnahagsmál- um. Vefurinn hefur nú verið uppfærð- ur miðað við ríkisreikning 2004 og eru þar meðal annars sýnd dæmi um kostnað við ýmsa starfsemi ríkisins og framlög til ýmissa málaflokka, svo sem vegna menntamála og menning- ar, landbúnaðar, samgangna og heil- brigðismála. Tekið er fram að neðan- greindur útreikningur sé meira gerður til gamans og sé fyrst og fremst ætlaður til þess að veita inn- sýn í kostnað við þjónustu ríkisins. Fram kemur meðal annars að kostnaður vegna allra framhalds- skóla landsins er um 9,5 milljarðar á ári eða um 33 þúsund kr. á hvern landsmann. Heildarframlög ríkisins vegna landbúnaðarmála á árinu 2006 nema 8,5 milljörðum króna að því er segir á vefnum eða 28 þúsund kr. á hvern landsmann. Þá kemur fram að ríkið greiðir um 2.400 kr. með hverjum sýningargesti á ballettsýningu, hver aðgöngumiði á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands kosti tæpar 11 þúsund kr. og að þar af greiði gestir um 1.600 kr. vegna miðans, að kostnaður á hvern sýningargest í Þjóðleikhúsinu hafi verið um 9 þúsund kr. og að til jafn- aðar hafi hver þeirra greitt um 2.400 kr. fyrir þjónustu leikhússins og að kostnaður á hvern gest á óperusýn- ingu hjá Íslensku óperunni hafi num- ið um 28.800 kr. á hvern gest. Þá kemur fram að kostnaður vegna hjartaþræðingar er að meðaltali um 200 þúsund kr. á hvern sjúkling, að meðalkostnaður við hverja fæðingu er um 108 þúsund kr. og að meðal- kostnaður við mjaðmakúluaðgerð var um 700 þúsund kr. á hvern sjúkling. Ýmsum upplýsingum um ríkisútgjöld er haldið saman á rikiskassinn.is Ríkið greiðir niður um helming meðalnámsláns

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.