Morgunblaðið - 12.01.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 12.01.2006, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viltu hætta að reykja? Ókeypis aðstoð ÆTTUM SAMAN 800 6030 Reyksíminn UNDIR miðnætti í gær höfðu nærri 20.000 einstaklingar tekið þátt í undirskriftasöfnun ungliðasamtaka stjórnmálaflokkanna, Stúdentaráðs Háskóla Íslands, námsmannasam- taka og fleiri samtaka ungs fólks, þar sem skorað er á blaðamenn og ritstjóra DV að endurskoða rit- stjórnarsefnu sína og sýna ábyrgð og virðingu í umfjöllun um menn og viðkvæm málefni. Jafnframt eru eigendur og útgefendur blaðsins minntir á þá samfélagslegu ábyrgð sem fylgi því að gefa út fjölmiðil. Í gær sammæltust fyrrgreindir aðilar um að hafa heimasíður sínar lokaðar milli klukkan 11 og 14 í mótmælaskyni við það sem sögð er vera óábyrg ritstjórnarstefna DV og ítrekað skeytingarleysi sem ein- kenni umfjöllun blaðsins um menn og viðkvæm málefni. Þau samtök sem að þessum að- gerðum standa eru Deiglan.com, Samband ungra sjálfstæðismanna, Ungir jafnaðarmenn, Stúdentaráð HÍ, , Múrinn.is , Samband ungra framsóknarmanna, Tíkin.is, Ung frjálslynd, Heimdallur, Ung vinstri- græn, Vaka, Röskva og H-listinn. Formenn þingflokka á Alþingi taka undir ályktun ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna. Þetta kemur fram í áskorun sem þeir sendu fjöl- miðlum í gær. Í áskoruninni kemur fram að formennirnir vilja minna eigendur og ritstjórnir fjölmiðla á að tjáningarfrelsinu fylgir mikil ábyrgð og ber að forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu, eins og segi í siðareglum Blaðamannafélags Ís- lands. Undir áskorunina skrifa Arn- björg Sveinsdóttir, Sjálfstæðis- flokki, Hjálmar Árnason, Fram- sóknarflokki, Magnús Þór Haf- steinsson, Frjálslynda flokknum, Margrét Frímannsdóttir, Samfylk- ingunni og Ögmundur Jónasson, Vinstri hreyfingunni – Grænu fram- boði. Stjórn Hvatar, félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík fordæmir í ályktun harðlega vinnubrögð DV. „Það er ekki spurning að tjáning- arfrelsið er ekki ofar friðhelgi einkalífsins í máli sem þessu þar sem sekt hefur ekki verið sönnuð. Það er í valdi dómstóla okkar ann- ars ágæta lands að kveða upp úr- skurð sem slíkan,“ segir m.a. í ályktuninni. Formenn þingflokka og fjölmörg samtök ungs fólks álykta um umfjöllun DV Blaðamenn og ritstjóri DV endurskoði ritstjórnarstefnu STJÓRN Dagsbrúnar hf., móður- félags 365 prentmiðla, sem gefur m.a. út DV, mun ræða málefni DV á fundi á morgun, föstudag. Í tilkynningu sem borist hefur Morgunblaðinu frá Þórdísi Sig- urðardóttur, stjórnarformanni Dagsbrúnar hf., segir: „Af gefnu tilefni vill stjórn Dagsbrúnar hf. koma því á framfæri að á áður boðuðum stjórnarfundi félagsins, sem haldinn verður föstudaginn 13. janúar nk., mun stjórn félags- ins ræða þá umfjöllun sem átt hef- ur sér stað undanfarna daga um DV.“ Dagsbrún ræðir umfjöllun um DV Í BLAÐINU í gær er haft eftir Jón- asi Kristjánssyni, ristjóra DV, að hann hafi ekki skoðun á því hvort fréttaflutningur DV og myndbirt- ingar hafi valdi því að maður á Ísa- firði svipti sig lífi í fyrradag. Orðrétt er haft eftir Jónasi: „Við erum ekki í dómarahlutverki. Við segjum fréttir og þær eru réttar. Það stendur í fréttinni að það sé lögreglurannsókn og að það hafi verið gerð húsrann- sókn. Allt þetta er hægt að lesa.“ Í frétt Blaðsins er ennfremur haft eftir Jónasi að hann telji ekki að siðareglur hafi verið brotnar og að DV muni ekki endurskoða frétta- stefnu sína í framhaldi af þessu til- tekna máli. „Það er ekkert lagað með því að segja að rétt sé rangt. Ef þið segið frá einhverjum og hann deyr daginn eftir er þá eitthvað siðalögmál brotið? Það er ekkert hægt að gefa sér það að þetta sem gerðist sé bein afleiðing þess sem stendur í blaðinu,“ er haft beint eftir Jónasi. Þá er einnig haft eftir hon- um að DV fjalli mikið um barnaníð- inga og „ef að við hefðum ekki verið með þær fréttir hefði t.d. Thelma Ásdísardóttir ekki getað skrifað sína bók. Þannig að það vorum við sem breyttum því að það var farið að tala um fólk undir nafni. Ef það hefði ekki gerst hefði hún skrifað bókina undir dulnefni og ætli menn sem komu fyrir í bókinni hefðu ekki líka verið undir dulnefni. Það eru ekki aðrir fjölmiðlar í því en við og í því er meiri áhætta fólgin. Ég skil það vel að aðrir fjölmiðlar telji sig hafa fundið blóðlyktina þegar þetta kemur upp á og það er ekki heið- arlegt,“ er haft eftir Jónasi í Blaðinu í gær. Jónas sat einnig fyrir svörum hjá Sigmari Guðmundssyni og Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í Kastljósi RUV í gærkvöldi. Alltaf litið á sannleika og tillitssemi sem andstæður Þar sagði Jónas að ástæða væri til samúðar í garð „þeirra mörgu sem kærðu manninn, voru að kæra hann og töluðu við lögregluna og eru með vitnisburð, sem væntanlega verður núna fleygt og ekkert gert með. Hvað verður gert við þennan vitn- isburð? Hvað verður gert við þetta unga fólk sem telur sig hafa um sárt að binda út af þessum manni?“ sagði Jónas. „Við skulum sjá þetta mál þegar upp er staðið. Þetta er æsingur á líðandi stund, sem stafar af því að sjónarmið þolenda í málinu hafa ekki náð fram að ganga. Fjölmiðlar hafa ekki talað við þolendur málsins og þeir eru skildir eftir út í kuld- anum. Það vantar inn í myndina og ég held að þessir aðilar, sem hafa haft mjög hátt í gærkvöldi og í dag myndu ekki hafa haft svona hátt, ef þeir hefðu vitað um þennan vitn- isburð,“ sagði hann. Jónas var í þættinum spurður af hverju hann stillti sannleika og til- litssemi upp sem andstæðum. „Af því að það er bara venjulega gert þegar menn eru að fjalla um siði í fjölmiðlum. Það er þarna sem rek- ast á sjónarmið eins og í lögum og í stjórnarskrá um annars vegar einkalíf fólks og hins vegar um upp- lýsingafrelsi. [...] Það er alltaf litið á þetta sem andstæður, og það er ekki hægt að búa til reglur, sem fara akkúrat að báðu í senn.“ Spurður hvort ekki væri hægt að fjalla af sanngirni og tillitssemi með réttum og sönnum hætti um fólk og láta síðan lögreglu og dómsyfirvöld sjá um að leiða mál til lykta, svaraði hann: „Við fjölluðum af sanngirni um þetta mál og munum gera það áfram.“ „Við fjölluðum af sann- girni um þetta mál“ Morgunblaðið/Kristinn ÞINGMENN og dómsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tjáðu sig á heimasíðum sínum í gær um forsíðu- frétt DV sem talið er að hafi leitt til þess að maður hafi svipt sig lífi. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra beindi spjótum sínum að eig- endum DV í gær. „Áliti mínu á Baugsmiðlinum DV hef ég lýst oft hér á síðunni og í dag voru sagðar sorgarfréttir af afleiðingum forsíðu- fréttar blaðsins. Hve lengi ætla eigendur DV að láta blaðið veitast að varnarlausu fólki á sinn kostnað?“ spyr ráð- herrann. Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, skrifar á sína síðu í gær: „Um hvað skyldi Mikael Torfason, ritstjóri DV, vera að hugsa í kvöld? Skrifar Jónas Kristjánsson leiðara á morgun um hvernig er að leika Guð og vega menn á skálum sannleikans? Senda 365-miðlar blóm og kransa þegar Gísli Hjartarson verður borinn til grafar á Ísafirði í næstu viku? Eða verður allt óbreytt á vígstöðvunum?“ Hjálmar Árnason, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins ritar harðorðan pistil vegna málsins á sína heimasíðu. Hann segir að myndbirt- ing DV af grunuðum manni hafi reynst vera dauðadómur án réttar- meðferðar eða laga. Spyr Hjálmar hvernig ritstjóri, eigendur, auglýs- endur og kaupendur blaðsins hygg- ist axla sína ábyrgð á málinu, hvern- ig íslenskir neytendur bregðist við og hvernig blaðamannastéttin hygg- ist bregðast við. Hjálmar spyr hvort verið geti að DV hafi teygt velsæmismörk ís- lenskrar blaðamennsku lengra en góðu hófi gegni og þannig haft áhrif á þau mörk í öðrum fjölmiðlum. „Er ástæða til að leggja fram formlega kæru gagnvart gjörningsmönnum og láta dómstóla meta sekt þeirra? Svör við þessum spurningum hljóta að birtast á næstu dögum og vikum. Sjálfur mun ég gefa mér góð- an tíma til að leita þeirra – þegar og ef mér rennur reiðin.“ Ráðherra og þingmenn tjá sig um forsíðufrétt DV Spurt um ábyrgð eigenda blaðsins STJÓRN Blaðamannafélags Íslands telur ótækt að DV fari eftir eigin siðareglum, þar sem þær stangist á við siðareglur Blaðamannafélagsins. Álítur stjórnin að hverjum blaða- manni sé skylt að starfa í samræmi við siðareglur félagsins og leggur áherslu á að þar komi fram að blaða- menn skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömum málum, forðast allt, sem valdið geti saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi félags- ins í gærdag. Í ályktuninni er sá at- burður, sem leitt hefur til umræðu um vinnubrögð og ritstjórnarstefnu DV, harmaður. Arna Schram, formaður BÍ, segir að fyrir jól hafi stjórn BÍ ákveðið að hefja endurskoðun á siðareglum fé- lagsins, m.a. í ljósi breytts fjölmiðla- umhverfis og áherslna. Segist Arna vilja reyna til þrautar að ná víðtækri sátt um siðareglurnar. Komi hins vegar í ljós, að það takist ekki, gæti það vissulega gerst að einhver angi af stéttinni teldi sig ekki geta starfað í samræmi við endurskoðaðar siða- reglur. „Við munum halda áfram að hvetja til umræðu um siðareglurnar og hvert íslensk fjölmiðlun sé að stefna og hvort blaðamenn séu sáttir við þá stefnu,“ segir Arna. „Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem stefna blaðsins vekur umræður en engu að síður fannst stjórninni fullt tilefni til að nota þetta tækifæri og minna meðal annars á, að blaðamenn hafa komið sér saman um siðareglur og að stjórnin telji að blaðamönnum sé skylt að starfa í samræmi við þær. Enn fremur töldum við tímabært að benda á að rit- stjóri DV, Jónas Kristjánsson, hefur áður lýst því yfir að rit- stjórnin fari eftir eigin siðareglum þótt þær stangist á við siðareglur BÍ og það telji stjórnin ótækt. Við álítum að siðareglur BÍ séu þær reglur sem blaðamenn eiga að fara eftir og sá rammi, sem miða á við ef fjölmiðlar vilja setja sér frekari verklagsreglur,“ segir Arna. Aðspurð segir hún að ekki sé heimild í lögum BÍ til að víkja fé- lagsmanni úr félaginu. Hún bendir hins vegar á að í 6. gr. siðareglna fé- lagsins segi að telji stjórn BÍ að gengnum úrskurði siðanefndar að brot sé svo alvarlegt að frekari ráð- stafana sé þörf geti hún borið undir félagsfund tillögu um vítur á viðkom- andi blaðamann. Ályktun stjórnar BÍ er eftirfarandi: „Stjórn Blaðamannafélags Íslands harmar þann atburð sem leitt hefur til umræðu um vinnubrögð og rit- stjórnarstefnu DV. Stjórnin leggur áherslu á að í siða- reglum BÍ stendur að blaðamenn skuli sýna fyllstu tillitssemi í vanda- sömum málum, forðast allt, sem valdið geti saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sárs- auka eða vanvirðu. Ritstjóri DV hefur áður lýst því að blaðið fari eftir eigin siðareglum þótt þær stangist á við siðareglur BÍ. Þetta telur stjórn Blaðamanna- félagsins ótækt, og álítur að hverjum blaðamanni sé skylt að starfa í sam- ræmi við siðareglur félagsins.“ Ótækt að DV fari ekki að siðareglum BÍ Arna Schram

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.