Morgunblaðið - 12.01.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.01.2006, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eigum enn örfá sæti laus í okkar vinsælu golfferðir til Túnis, þar sem búið og snætt er á fyrsta flokks hótelum og leikið golf á góðum völlum í þægilegum hita. Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang fv@fv.is 2006 Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323 eða með netpósti til fv@fv.is. Brottför 24. febrúar: Verð kr. 149.500 á mann í tvíbýli. 5 sæti laus. Brottför 7. apríl (páskar): Verð kr. 162.700 á mann í tvíbýli. 9 sæti laus. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 9 vallargjöld á góðum golfvöllum. Fararstjóri er Sigurður Pétursson golfkennari. TÖLUR úr árlegri vetrartalningu fuglaáhugamanna eru nú óðum að skila sér en um er að ræða talsvert umfangsmikla rannsóknaraðgerð sem byggist á starfi sjálfboðaliða um land allt. Ævar Petersen, forstöðu- maður Reykjavíkurseturs Náttúru- fræðistofnunar, heldur utan um taln- inguna og segir margt áhugavert nú þegar vera komið fram. Til að mynda hefur mikið sést af svartbaki – alla vega á suðvestur- horninu – sem telst nokkuð óvenju- legt þegar litið er til þess að mikil fækkun hefur verið á þeim á und- anförnum tíu til tuttugu árum og var hann jafnvel settur á válista árið 2001. Ævar sagði hins vegar að óvenju lítið hefði sést af öndum. „Þegar hver talningamaður á fætur öðrum segir að það sé lítið af öndum, stokk- önd og rauðhöfðaönd til dæmis sem eru algengustu andategundir á land- inu, þá spyr maður sig hvað sé að. Hvort það hafi verið lélegt varp í sumar eða hvort það sé vegna þess að fuglarnir eru ekki á sjónum þar sem flest talningasvæðin eru,“ segir Ævar og áréttar að erfitt sé að slá einhverju föstu í þessum efnum. Hann segir að nokkrar vísbendingar séu fyrir því að um lélegt varpár sé að ræða en jafnvel hafi verið lítið af æðarfugli, sem þó er algengasta teg- undin og um 30 þúsund fuglar hafi sést það sem af er talningu. Ævar segir álíka margar tegundir hafa sést í ár og undanfarin ár, á milli 80 til 100 tegundir. Margar þeirra eru sárasjaldgæfar, svokall- aðir flækingsfuglar, og til að mynda sáust svartsvanur og ljóshöfðaönd sem kemur frá Bandaríkjunum. Vetrartalning Náttúrufræðistofn- unnar hefur farið fram á hverjum vetri í rúmlega hálfa öld og eru taln- ingasvæðin nærri eitt hundrað tals- ins. Ævar segir markmiðið með taln- ingunni til að mynda að finna út hvaða fuglategundir hér er að finna að vetrarlagi en einnig að kanna tíðni tegundanna og fjölda fugla. Með því er hægt að fylgjast með fjölgun eða fækkun í einstökum stofnum. Fyrstu tölur úr vetrartalningu Náttúrufræðistofnunar benda til að minna sé af öndum en undanfarin ár Lélegt varp í ár hugs- anlegur sökudólgur Eftir Andra Karl andri@mbl.is Morgunblaðið/Alfons Finnsson Meira ber á svartbaki í vetrartalningu Náttúrufræðistofnunar en á und- anförnum árum en árið 2001 var tegundin sett á válista. GÍSLI Hjartarson, ritstjóri, rithöfundur og leiðsögumaður á Ísafirði, lést á heimili sínu 10. janúar sl., 58 ára að aldri. Gísli var fæddur á Ísafirði 27. október árið 1947. Foreldrar hans voru Hjörtur Bjarnason skipstjóri, látinn 1998, og Svanfríður Gísla- dóttir, látin 2003. Gísli lauk gagn- fræðaprófi frá Brúar- landsskóla í Mosfells- sveit árið 1968 og stundaði næstu árin nám við í und- irbúnings- og raungreinadeild Tækniskóla Íslands og Iðnskóla Ísa- fjarðar. Gísli gegndi ýmsum öðrum störfum á yngri árum, m.a. stundaði hann sjómennsku og var skrifstofu- stjóri Rafveitu Ísafjarðar 1970–73. Hann var skólastjóri Grunnskóla Fellshrepps á árunum 1973–74 og 1976–77 og kennari við Grunnskóla Þingeyrar 1974–75, Grunnskóla Súðavíkur 1975–76, Grunnskóla Bol- ungarvíkur frá 1977–79 og síðar við Grunnskóla Ísafjarðar. Síðastliðin ár starfaði Gísli að farar- stjórn á Vestfjörðum, að- allega á Hornströndum. Gísli var varabæjar- fulltrúi Alþýðubanda- lagsfélags Ísafjarðar 1970–74, formaður Al- þýðubandalagsfélags Ísafjarðar 1969–75 og í stjórn þess til 1977. Þá var hann formaður Æskulýðsfylkingarinnar á Ísafirði 1968–69 og for- maður og stjórnarmaður í Sjálfsbjörg um árabil. Gísli var for- maður heilbrigðisnefndar Ísafjarðar 1971–74 og formaður hússtjórnar Al- þýðuhússins á Ísafirði frá 1974. Gísli var ritstjóri Vestfirðings um tíma og einnig ritstjóri Skutuls, blaðs Alþýðuflokksins í Vestfjarða- kjördæmi, í mörg ár auk þess sem hann skrifaði í ýmis blöð og tímarit. Þá gaf hann út bókina 101 vestfirsk þjóðsaga um árabil. Gísli var ókvæntur og barnlaus. GÍSLI HJARTARSON Andlát Færeysk- ur togari tekinn í landhelgi TIL greina kemur að ákæra skipstjóra eða útgerð færeysks togara vegna ólöglegra veiða sem skipið var staðið að rétt innan við miðlínuna milli land- anna tveggja í lok síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar stóð TF SYN flugvél Gæslunnar skipið að veiðum en var ekki með varðskip í nágrenninu til að færa það til hafnar. Áhöfn gæsluvélarinnar reyndi árang- urslaust að ná sambandi við skipið. Var ekki með leyfi í íslenskri lögsögu Færeyska skipið var ekki með leyfi til veiða í íslenskri lögsögu og vanrækti auk þess tilkynningaskyldu og braut því gegn lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fisk- veiðilandhelgi Íslands. Málið hefur verið sent til Færeyja og er nú til rannsóknar hjá lög- reglunni í Þórshöfn. Sam- kvæmt upplýsingum Gæslunn- ar er óvíst með framhald málsins er til greina kemur að ákæra í málinu og freista þess að rétta yfir skipstjóra eða út- gerð láti þau sjá sig innan ís- lenskrar lögsögu. STÓRU olíufélögin þrjú hækkuðu í gær verð á eldsneyti og er ástæðan sögð vera þróun heimsmarkaðs- verðs, sem hækkað hafi enn frekar á undanförnum dögum sökum spennu í Miðausturlöndum – sem veldur óróa á olíumörkuðum. Olíufélagið hf. reið á vaðið í fyrrakvöld og tilkynnti um hækkun verðs á miðnætti, verðhækkun á bensínlítra nam tveimur krónum og einni krónu af lítra af díselolíu. Ol- íuverslun Íslands, Olís, sigldi í kjöl- farið og hækkaði verð til jafns. Eft- ir verðhækkunina er því algengasta verð í sjálfsafgreiðslu á bensín- stöðvum fyrirtækjanna, með fullri þjónustu, nú 111,7 krónur lítrinn af 95 oktana bensíni og 108,3 krónur á dísel. Ljóst er að verðmunurinn á bensín og dísel hefur því aukist nokkuð. Skeljungur varð síðasta olíufélag- ið til að hækka verðið í gær, bens- ínlítrinn í sjálfsafgreiðslu hækkaði um 1,80 krónur, verð á díselolíu um 0,50 og lítrinn á svartolíu hækkaði um eina krónu. Atlantsolía hafði ekki tilkynnt hækkun á eldsneytisverði á stöðv- um sínum í gærkvöldi. Verð á eldsneyti hækkaði síðast 2. janúar sl. og hefur því hækkað um ríflega þrjár krónur hjá stóru olíufélögunum þremur það sem af er á þessu ári. Bensínverð hækkar aftur TILLÖGUR eru uppi í bæjarstjórn Akraness um að lækka álagningar- stuðla fasteignaskatts á íbúðarhús- næði og holræsagjalds um hátt í 20%, að sögn Guðmundar Páls Jóns- sonar, bæjarstjóra á Akranesi. Til- lögurnar verða til afgreiðslu á fundi bæjarráðs í dag, en lagt er til að álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði lækki úr 0,431% í 0,352% og að álagningarhlutfall hol- ræsagjalds lækki úr 0,20% í 0,175%. álagning fasteignaskatts á atvinnu- húsnæði er óbreytt. Fasteignamat á Akranesi hækkaði um 20% á hús- næði í fjölbýli og um 30% á sérbýli. Um 20% lækkun á Akranesi ÞEGAR síðdegisskammdegið er hið svartasta er göngutúr kannski ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug sem dægrastytting. Útiveran er hins vegar hin besta skemmtun og gönguferðir eru eflaust góð líkams- rækt og hin mesta hollusta. Ekki getur það heldur skemmt fyrir ef tunglið lýsir leið manna í skamm- deginu. Morgunblaðið/Kristinn Tunglið lýsir leiðina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.