Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU RÁÐHERRAR sjávarútvegsmála í Færeyjum og á Íslandi, Björn Kalsö og Einar K. Guðfinnsson, hafa komizt að samkomulagi um að framlengja samning þjóðanna um fiskveiðar frá síðasta ári óbreyttan. Það felur í sér að botnfiskkvóti Færeyinga á Íslandsmiðum verður 5.600 tonn, en að hámarki 1.200 tonn af þorski. Hvað varðar veiðar á kolmunna, er um það samkomulag að þjóð- irnar fái áfram að veiða hann innan lögsögu hvorrar annarrar. Ráðherr- arnir fögnuðu samkomulagi um nýt- ingu kolmunnastofnsins, sem und- irritað var í Osló í desember í fyrra. Gera þeir ráð fyrir að samkomulag- ið verði til þess að hægt verði að bera meira úr býtum við veiðarnar en áður. Björn Kalsö benti á að mikill áhugi væri á veiðum á kol- munna innan færeysku lögsögunn- ar, og því yrði komið sérstakri stjórn á þær veiðar. Ráðherrarnir urðu sammála um að gera sérstakan samning um loðnuveiðar fyrir 20. júní í ár og skal hann taka til veiðiheimilda Færeyinga hér við land á tíma- bilinu 20. júní 2006 til apríl 2007. Gert er ráð fyrir að færeysku nóta- skipin geti fiskað allt að 30.000 tonnum af loðnu, en það er þó háð því að áætluð heildarveiði og önnur skilyrði breytist ekki. Í núverandi samningi eru takmarkanir á því hvernig færeysk skip mega nýta sér heimildir sínar og selja þá loðnu, sem þau veiði á Íslandsmið- um. Einar K. Guðfinnsson segist munu taka afstöðu til þess fyrir 20. júní næstkomandi hvort þessar tak- markanir verði felldar niður. Auk þessa ræddu ráðherrarnir ýmis önnur sameiginleg hagsmuna- mál, meðal annars átak Íslendinga gegn ólöglegum fiskveiðum á úthaf- inu, svokölluðum sjóræningjaveið- um. Óbreyttar veiðiheimildir Færeyinga Samningar Starfsbræðurnir Einar K. Guðfinnsson og Björn Kalsö ræddu sjávarútvegsmál í Færeyjum í vikunni. AÐALFUNDUR Vélstjórafélags Íslands skorar á íslensk stjórnvöld að stofna hið fyrsta til íslenskrar al- þjóðlegrar skipaskrár með tilheyr- andi hliðarráðstöfunum. „Ísland er eina landið innan Evrópu sem ekk- ert hefur gert til þess að tryggja að héðan séu gerð út kaupskip með ís- lenskum áhöfnum þrátt fyrir þá staðreynd íslensk þjóð á allt sitt undir öflugum siglingum að og frá landinu. Áframhaldandi aðgerðarleysi stjórnvalda í þessu máli mun hafa þær afleiðingar að innan fárra ára mun áratuga þekking og reynsla farmanna heyra sögunni til,“ segir í ályktun aðalfundar félagsins. Í greinargerð með ályktuninni segir ennfremur: „Vorið 2005 skip- aði samgönguráðherra í samráði við fjármálaráðherra starfshóp til þess að fara yfir stöðu mála hvað varðar skráningu kaupskipa á íslenska skipaskrá. Starfshópurinn skilaði áfangaskýrslu í nóvember sl. þar sem dregnar eru saman upplýsing- ar um hvernig staðið er að þessum málum hjá helstu siglingaþjóðum Evrópu. Þar kemur fram að allar þessar þjóðir hafa gripið til þess að stofna alþjóðlega skipaskrá með til- heyrandi eftirgjöf á sköttum far- manna. Sérstaklega er árangur Íra tíundaður í skýrslunni en á ára- bilinu 1990–2000 hafði írski flotinn minnkað um 50%. Árið 2002 stofn- uðu Írar alþjóðlega skipaskrá með tilheyrandi hliðarráðstöfunum. Frá sama tíma hefur írski flotinn stækkað um 70%. Þannig mætti áfram telja um breytingar á rekstri kaupskipa hjá þeim þjóðum sem stofnað hafa til alþjóðlegrar skipa- skrár með tilheyrandi hliðarráðstöf- unum. Aðalfundur VSFÍ ítrekar að að- gerðarleysi stjórnvalda í þessu máli mun leiða til þess að innan fárra ára mun áratuga þekking og reynsla íslenskra farmanna hverfa úr landi.“ Vilja íslenska alþjóðlega skipaskrá VERÐ á laxi hefur lækkað á er- lendum mörkuðum síðustu vikur. Ástæðan er að hluta til mikið fram- boð. Auk þess hefur verð á afurðum lækkað á síðustu vikum í kjölfar þess að Rússar hættu að flytja inn ferskar laxaafurðir frá Noregi. Loks hafði neikvæð umfjöllun um eldislax í bandarískum vísindatíma- ritum fyrir jólin þau áhrif að eft- irspurn minnkaði. Frá þessu var greint í Morg- unkorni Íslandsbanka og segir þar ennfremur á þessa leið: Meðalverð- ið á útfluttum ferskum laxi frá Nor- egi nú í fyrstu viku ársins var 25,5 norskar krónur á kíló, um 255 krón- ur íslenzkar. Núverandi verð er 11% lægra en verðið í byrjun des- ember.                                      !"  Lægra verð á laxinum UNNIÐ er nú að endurskoðun hand- bókar eða leiðbeininga Alþjóða flug- málastofnunarinnar, ICAO, um rannsóknir á flugslysum, sem kom síðast út árið 1970, en nokkrir kaflar hennar hafa verið endurskoðaðir. Þetta er meðal verkefna sem Þor- móður Þormóðsson annast en hann tók 1. september við starfi tæknilegs ráðgjafa í deild innan flugöryggis- deildar ICAO sem fylgist með flug- slysarannsóknum og sinnir margs- konar fyrirbyggjandi starfi. Aðsetur hans er í aðalstöðvum ICAO í Mont- real í Kanada. „Undir þessa deild heyra málefni sem snerta flugslysarannsóknir, fyr- irbyggjandi aðgerðir í fluginu og síð- an flugslysagagnagrunnur ICAO og starfar einn ráðgjafi á hverju þess- ara þriggja sviða, ég á sviði flug- slysarannsókna,“ segir Þormóður í samtali við Morgunblaðið er hann var staddur hérlendis á dögunum. „Verkefni deildarinnar snúast því um margvísleg málefni sem snerta bæði flugrekstraraðila og rekstur flugvalla og eitt verkefna okkar er til dæmis að fara yfir reglur og verklag sem snerta þessa þætti. Það kom í minn hlut að stýra endurskoðun á handbókinni er varðar rannsóknir á flugslysum.“ Hröð þróun kallar á endurskoðun Þormóður segir hraða þróun í flugheiminum jafnan kalla á að þeir sem rannsaka flugslys fylgist vel með. „Rannsóknarnefndir í hverju landi fylgjast vel með og setja sig inní breytingar sem varða til dæmis tækjabúnað í vélum, ný efni sem not- uð eru í flugvélum og ýmislegt fleira en þessum atriðum er haldið til haga í handbók ICAO. Hún hefur verið endurnýjuð að nokkru leyti en nú var ákveðið að taka hana alla til end- urskoðunar og geri ég ráð fyrir að það taki allt þetta ár og eitthvað fram á það næsta,“ segir Þormóður ennfremur og leggur um leið áherslu á að þótt ný atriði hafi ekki ratað ennþá í handbókina fleygi þekkingu manna á flugslysarannsóknum sífellt fram. Önnur verkefni Þormóðs eru m.a. að stýra tveimur vinnuhópum en í þeim sitja sérfræðingar frá nokkrum aðildarlöndum ICAO. „Annar hópur- inn er að fara yfir reglur um flugrita og athuga m.a. hvort hugsanlegt sé að mynda ákveðin atriði um borð í flugvélum í hverju flugi. Það gætu til dæmis verið upptökuvélar við ákveð- in mælitæki og stjórntæki, en ná- kvæm vitneskja um hver gerði hvað í flugstjórnarklefanum gætu gefið mikilvægar upplýsingar við rann- sókn ef eitthvað bregður útaf. Hér er ekki verið að tala um að mynda flug- stjórnarklefann í heild heldur aðeins ákveðin mæli- og stjórntæki í því skyni að hafa tiltækar sem bestar upplýsingar um það sem kann að hafa gerst. Verkefni hins hópsins er að kort- leggja þær hættur sem hugsanlega geta leynst á vettvangi flugslyss og þá er átt við það sem bæði björg- unarmenn og rannsakendur þurfa að vara sig á við slíkar aðstæður. Þetta geta verið hættur sem leynast í farmi véla, eitur- efni sem verða til þegar sum efni í vélum brenna og svo framvegis.“ Alþjóðlegur vinnustaður Þormóður seg- ir að aðalstöðvar ICAO séu mjög alþjóðlegur vinnu- staður, þar starfi fólk frá öllum heimsálfum, og segir hann Íslend- inga meira og minna hafa átt fulltrúa í störfum þar eða ýmsum nefndum. „Það er mjög skemmtilegt að búa og starfa í Montreal og ekki síst í þessu alþjóðlega umhverfi sem flugmálin eru. Ég er nú ennþá að komast inn í hlutina en það hefur verið nóg að gera bæði í starfinu og fyrir fjöl- skylduna að setja sig inn í líf í nýju landi,“ segir Þormóður. Kona hans er Guðbjörg Rut Pálmadóttir og eiga þau tvo drengi sem eru að verða 5 og 12 ára. Segir Þormóður konuna ætla fyrst um sinn einkum að sinna heim- ilisrekstrinum og karlpeningnum. Hún stefnir síðan í áframhaldandi háskólanám næsta haust. Þormóður segir síðasta ár hafa verið þokkalega gott í fluginu eftir nokkur mjög góð ár. Það sem skyggi á á síðasta ári hafi verið nokkur slys á síðari hluta ársins, ekki síst tvö al- varleg slys í Nígeríu með stuttu millibili. „Tíðni flugslysa í Afríku- löndum er ákveðið áhyggjuefni en ICAO vinnur markvisst að því að að- stoða ríki álfunnar við að auka flug- öryggi með því að hafa milligöngu um margskonar samstarf um ýmis verkefni á sviði öryggismála.“ Eins og fyrr segir tók Þormóður við starfinu hjá ICAO 1. september- en hann seinkaði för sinni um mánuð til að ljúka nokkrum verkefnum hér heima en hann er í leyfi frá starfi sínu sem rannsóknarstjóri Rann- sóknarnefndar flugslysa, RNF. Gagnlegar tillögur „Ég vildi meðal annars sjá skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar undir forustu Sigurðar Líndals vegna flug- slyssins í Skerjafirði í ágúst árið 2000 sem skipuð var til að fara yfir rannsókn málsins. Það voru bornar alvarlegar ásakanir á RNF á meðan rannsókn slyssins stóð yfir og einnig í kjölfar útgáfu rannsóknarskýrslu hennar á slysinu. Þessum ásökunum er vísað á bug í skýrslu hinnar sér- skipuðu rannsóknarnefndar,“ segir Þormóður og minnir á nokkur atriði þar að lútandi. „RNF var sökuð um að hafa dregið lappirnar við rann- sóknina og átti nefndin að hafa látið undan óeðlilegum þrýstingi Flug- málastjórnar og látið hana ritskoða lokaskýrslu RNF fyrir útgáfu. Þá var nefndin sökuð um að hafa ekki rannsakað sem skyldi þátt flugum- ferðarstjórnarinnar á Reykjavíkur- flugvelli og hún var sökuð um að hafa fargað hreyflinum fjórum dögum eftir slysið án þess að hann hefði ver- ið rannsakaður að nokkru gagni. Þessum ásökunum vísaði sérstaka rannsóknarnefndin á bug og að mati hennar var orsök slyssins sú að flug- maðurinn, sem var þreyttur eftir langan vinnudag, missti stjórn á vél- inni eftir að hreyfill hennar missti afl þegar eldsneytið gekk til þurrðar. Sérstaka nefndin hafnaði þeirri kenningu að hreyfillinn hefði brætt úr sér,“ segir Þormóður og minnir jafnframt á að í skýrslu sérstöku rannsóknarnefndarinnar sé að finna gagnlegar tillögur til RNF sem miði að því að efla störf hennar enn frek- ar. Þormóður Þormóðsson er tæknilegur ráðgjafi hjá Alþjóða flugmálastofnuninni Endurskoðar handbók um flugslysarannsóknir Þormóður Þormóðsson réðst í haust til Alþjóða flugmálastofnunarinnar sem tæknilegur ráðgjafi í flugöryggis- og forvarnamálum. Jóhannes Tómasson forvitnaðist um starfið. Þormóður Þormóðsson joto@mbl.is VALGERÐUR Sverrisdóttir iðn- aðar- og viðskiptaráðherra vill, að svo stöddu, ekki tjá sig um málefni Björns Friðfinnssonar ráðuneyt- isstjóra. Hann hefur sinnt ýmsum sérverkefnum fyrir stjórnvöld und- anfarin ár, en til stóð, skv. tveggja ára samningi, að hann tæki við ráðuneytum Valgerðar nú um ára- mótin. Af því varð hins vegar ekki. Jakob R. Möller, lögmaður Björns, segir að ekki hefði verið óskað eftir starfskröftum hans. Að sögn Jakobs er Björn að íhuga til hvaða úrræða hann geti gripið í ljósi þess að ekki hafi verið staðið við samninga. Hann bendir auk þess á að Björn hafi verið skipaður ráðuneytisstjóri árið 1989 eða í tíð starfsmannalaga frá árinu 1954, sem kváðu á um æviráðningar. Kristján Skarphéðinsson var í desember sl. skipaður ráðuneyt- isstjóri í iðnaðarráðuneytinu frá 1. janúar og til næstu fimm ára. Hann mun einnig fara fyrir viðskipta- ráðuneytinu. Kristján hefur verið skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneyt- inu frá árinu 1999 og settur ráðu- neytisstjóri í iðnaðar- og við- skiptaráðuneytum frá 1. janúar 2003. Tjáir sig ekki um mál Björns TEKJUR ríkissjóðs hækkuðu um 55 milljarða á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs miðað við sama tíma ár- ið á undan og að frátöldum sölu- hagnaði. Gjöld jukust á sama tíma um 22,9 milljarða milli ára. Þetta kemur fram í greiðsluuppgjöri fyr- ir fyrstu ellefu mánuði nýliðins árs. Breyting á handbæru fé frá rekstri var jákvæð um 21,5 millj- arða króna á tímabilinu, sem er 42,6 milljörðum betri útkoma en áætlað var. Útkoman er jafnframt 29,6 milljörðum betri en á sama tíma 2004. Hreinn lánsfjárjöfnuður var jákvæður um 70,4 milljarða króna miðað við 9,6 milljarða á sama tíma 2004 og fjármunahreyf- ingar voru jákvæðar um 49 millj- arða. Þar munar mestu um 66 millj- arða sölu Landssímans. 55 milljörðum hærri tekjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.