Morgunblaðið - 12.01.2006, Side 16

Morgunblaðið - 12.01.2006, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Laugarásvegur - Glæsilegt útsýni Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Vorum að fá í sölu glæsilega 6 herb. íbúð (efri hæð og ris) í þessu glæsilega húsi ásamt 25 fm bílskúr. Suðursvalir. Nýtt glæsilegt eldhús, parket og fleira. 4 svefnherb og 2 stofur. Baðherb. með hornbaðkari. Sólskáli. Glæsilegt útsýni. Eign á einstökum stað. Verð 34,5 millj. Moskva. AFP. | Meira en 1.000 Rússar týndu lífi í eldsvoðum, sem tengdust hátíðarhöldum vegna áramóta. Rússneskur embættismaður greindi frá þessu í gær og sagði hann að í um það bil 75% tilvika hefðu eldarnir kviknað af or- sökum, sem rekja mætti til mikillar áfengisneyslu. Frá nýársdegi og til 10. þessa mánaðar týndu alls 1.008 Rússar lífi í eldsvoðum. Á sjálfa nýarsnótt fórust 135 manns í landinu og voru þá meira en eitt þúsund eldsvoðar skráðir. Næsta sólarhringinn gengu 184 Rússar á fund feðra sinna af sömu sökum. Á degi hverjum farast að meðaltali um 50 manns í Rúss- landi í eldsvoðum eða um 18.000 manns á ári. Mannskæð áramót mennum orðavaðli. „Við erum ekki að biðja hann að hafa einhverja ákveðna skoðun. Við erum að spyrja hvort hann hafi yfirleitt ein- hverja skoðun. Svo virðist þó ekki vera,“ sagði Schumer. Þegar Alito var spurður í fyrra- dag hvort Bush forseti hefði farið að lögum er hann heimilaði hler- anir án dómsúrskurðar, sagði hann, að mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar ættu við jafnt á stríðs- og friðartímum. Bætti síðan við, að samt sem áður yrði að meta hvert mál með tilliti til ástandsins hverju sinni. Ætlar að skoða málin með „opnum huga“ Í yfirheyrslunum hefur Alito verið spurður um afstöðu sína til fóstureyðinga og hafa sumir minnt á minnisblað, sem hann skrifaði 1985 er hann starfaði fyrir rík- isstjórn Ronalds Reagans. Í því segist hann vera „sérstaklega hreykinn“ af framlagi sínu í málum þar sem Reaganstjórnin hélt því fram, að stjórnarskráin virði ekki rétt kvenna til fóstureyðingar. DÓMSMÁLANEFND bandarísku öldungadeildarinnar hefur á síð- ustu dögum spurt Samuel Alito, sem George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt sem hæstaréttardómara, spjörunum úr en við mismikla hrifningu nefnd- armanna. Repúblikanar, flokks- bræður hans, láta sér vel líka held- ur almenn svör hans við flestum spurningum en demókratar, sem reyna hvað þeir geta til að finna höggstað á honum, kvarta yfir því, að hann hafi ekki ákveðna skoðun á neinu máli, jafnvel þótt ferill hans gefi annað til kynna. Enginn dregur hæfni Alitos sem lögspekings í efa og það er líka ljóst, að hann kann þá list margra stjórnmálamanna að segja sem minnst og alls ekkert mjög umdeil- anlegt. Þá fer það heldur ekki á milli mála, að í yfirheyrslunum í dómsmálanefndinni hefur hann reynt að milda nokkuð þá mynd, sem margir hafa af honum sem gallhörðum íhaldsmanni. Demókrötum er samt ekki rótt. Þeir óttast, að með Alito, sem tek- ur við af hinum hófsama dómara, Söndru Day O’Connor, muni hæsti- réttur, sem er skipaður níu mönn- um, færast enn til hægri. Það gæti aftur bitnað á rétti kvenna til fóstureyðinga og orðið til að stórauka valdsvið fram- kvæmdavaldsins. Margir saka ein- mitt Bush forseta um að hafa tekið sér meira vald en stjórnarskráin heimilar. Alito hefur í svörum sínum reynt að slá á þennan ótta og þegar Pat- rick Leahy, oddviti demókrata í dómsmálanefndinni, spurði hvort forsetinn mætti sniðganga lögin og heimila ólögmætt framferði, þá svaraði Alito þessu til: „Ekkert er mikilvægara en lögin og enginn í þessu landi, sama hvaða stöðu hann gegnir, er yfir lögin hafinn. Lögin ná til allra.“ Þetta svar þykir dæmigert fyrir önnur svör hans í yfirheyrslunum og þau hafa vakið gremju demó- krata. Segir þjóðina eiga skilið betri svör „Bandaríkjamenn eiga skilið að fá betri svör frá væntanlegum hæstaréttardómara,“ sagði Edward Kennedy og Leahy sagði, að svör Alitos væru „óskýr og loðin og stundum í beinni mótsögn við hans fyrri feril“. Charles Schumer, öld- ungadeildarþingmaður demókrata í New York, sagði, að Alito viki sér undan öllum spurningum með al- Svör Alitos við þessum spurn- ingum voru á þá leið, að hann myndi í fyrsta lagi skoða fyrri úr- skurði hæstaréttar í þessum mál- um. Síðan sagði hann, að Roe v. Wade-úrskurðurinn frá 1973, sem tryggði rétt kvenna til fóstureyð- ingar, væri ekki bindandi fyrir hæstarétt. „Ég mun skoða þessi mál með opnum huga og hlusta á allar rök- semdir,“ sagði Alito. „Með opnum huga? Nema hvað? Eigum við kannski eftir að heyra það frá væntanlegum hæstaréttar- dómara, að hann ætli að líta á mál- in lokuðum huga?“ voru viðbrögð Schumers við svari Alitos. Þrátt fyrir ónægju demókrata er ekki búist við, að þeir muni beita málþófi til að reyna að koma í veg fyrir, að öldungadeildin samþykki útnefningu hans. Repúblikanar hafa þar öruggan meirihluta, 55 þingmenn á móti 45, en samt er búist við, að það verði mjórra á munum en þegar útnefning John Roberts var samþykkt með 78 at- kvæðum gegn 22 í september síð- astliðnum. Saka Alito um skyndi- legt skoðanaleysi AP Nokkur hópur stuðningsmanna Alitos fagnaði honum er hann gekk á fund dómsmálanefndarinnar í fyrradag. Samuel Alito, sem George W. Bush Banda- ríkjaforseti hefur út- nefnt sem hæstarétt- ardómara, hefur verið háll sem áll í yfir- heyrslum dómsmála- nefndarinnar og virðist allt í einu ekki hafa neina ákveðna skoðun í umdeildum málum. Ekki er þó búist við, að demókratar beiti mál- þófi til að koma í veg fyrir skipan hans Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Los Angeles. AFP. | Arnold Schwarz- enegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, var réttindalaus á vélhjól er hann lenti í árekstri á Harley Davidson- hjólinu sínu um síðustu helgi. Var það haft eftir lögreglunni í gær. Sauma þurfti saman efri vör- ina á Schwarzen- egger eftir árekstur við bíl en Patrick, 12 ára gamall sonur hans, sem var með pabba sínum á hjólinu, slapp ómeiddur. Sara Faden hjá lögreglunni í Los Angeles sagði, að ökuleyfi rík- isstjórans gilti ekki um vélhjól og því hefði hann verið réttindalaus á hjólinu. Önnur ríkisstofnun, Bif- reiðastofnunin, sagði hins vegar, að Schwarzenegger hefði verið í rétti vegna þess, að ekki þyrfti sérstakt leyfi auk venjulegs ökuleyfis til að aka þriggja hjóla vélhjólum. Sat sonur hans í hliðarvagni en ekki eru allir á því, að það jafngildi þriggja hjóla vélhjóli. Verður rík- islögmaður látinn skera úr um það. Schwarzenegger kennir öku- manni bílsins um en gantaðist þó með það, að hann hefði ekki þorað að beygja til vinstri því að þá hefðu repúblikanar, flokksbræður hans, orðið vitlausir. Hann hefði heldur ekki þorað að beygja til hægri því að þá hefði konan hans, sem er demókrati, orðið brjáluð. Þess vegna hefði hann keyrt beint áfram og á bílinn. Samansaumaður Schwarzenegger. Réttindalaus ríkisstjóri? VAXANDI útbreiðsla farsíma get- ur haft slæm áhrif á fjölskyldulíf karla og enn verri áhrif á fjöl- skyldulíf kvenna séu þær á vinnu- markaði, segir á vefsíðu CNN- sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku nýverið. Eru þetta niðurstöður vísindamanna í Bandaríkjunum sem fylgst hafa með um 1.300 manns í tvö ár. Sagt er frá könnuninni í ritinu Journal of Marriage and Family. Ástandinu er lýst sem svo að far- síminn virki eins og strokleður sem þurrki út mörkin milli vinn- unnar og fjölskyldulífsins. Fólk verði streittara vegna meira álags, farsíminn hringi ekki bara enda- laust í vinnunni heldur líka heima. Einkum eru það karlar í Banda- ríkjunum sem líta svo á að þeim beri skylda til að svara heima þótt ljóst sé að upphring- ingin sé vegna starfs- ins. En konur sem vinna úti berjast líka við þann vanda og þar að auki þann að stöðugt er verið að hringja í þær í vinnunni vegna við- fangsefna sem tengj- ast fjölskyldu og heimili. „Barn hringir til dæmis í móður sína í vinnunni og segir að örbylgjuofn- inn hafi sprungið,“ segir Noelle Chesley, prófessor í félagsfræði við Wisconsin-háskóla í Milwauk- ee, en hún stýrði rannsókninni. Að sögn Chesley virðist farsíminn ýta fremur undir tjáskipti sem valdi streitu en jákvæðari tegundina, til dæm- is að barni hafi gengið vel í prófum. Hún segir að at- vinnurekendur ættu að reyna að draga markvisst úr óþarfa hringingum í starfs- menn eftir að vinnudegi lýkur. Einnig geti foreldrar á vinnu- markaði skipst á, tekið að sér að svara erfiðum símtölum barnanna til skiptis, t.d. annan hvern dag. Gemsinn slæmur fyrir fjölskyldulífið?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.