Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AUSTURLAND LANDIÐ Blönduós | „Þetta skapar okkur ný sóknarfæri sem við ætlum að nýta,“ segir Sigurður Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Sölufélags Austur- Húnvetninga (SAH). Nú hefur Kjarnafæði hf. gengið til samstarfs við Sölufélagið. Félögin hafa stofnað nýtt félag, SAH afurðir ehf., um rekstur sláturhúss og kjötvinnslu félagsins á Blönduósi. Fulltrúafundur Sölufélagsins hef- ur samþykkt tillögur stjórnar fé- lagsins um stofnun hins nýja félags. SAH mun eiga 51% félagsins og Kjarnafæði 36%. Þá hafa bændur og starfsmenn félagsins forkaups- rétt að þeim 13% sem eftir eru. Hlutafé verður um 190 milljónir kr. Rekstur SAH verður færður yfir í hið nýja félag ásamt því að SAH afurðir ehf. taka við öllum skuld- bindingum Sölufélags Austur- Húnvetninga, gagnvart starfs- mönnum og viðskiptamönnum. Starfsmenn SAH eru um fjörutíu talsins. Sölufélag Austur-Húnvetninga á áfram fasteignir og lóðir en leigir þær til hins nýstofnaða félags. Framvegis verður meginhlutverk þess að reka fasteignir og fara með eignarhlut í SAH afurðum ehf. en þar skipar félagið þrjá stjórn- armenn af fimm. Hafa gott orð á sér Í fréttatilkynningu frá Sölufélag- inu kemur fram að umsvif í mat- vælavinnslu á Blönduósi aukast verulega í kjölfar þessara breytinga en bæði er stefnt að aukinni slátrun og kjötvinnslu á Blönduósi. Sig- urður framkvæmdastjóri segir að félagið hafi aukið mjög slátrun á undanförnum árum. Vonast hann til að með samstarfinu við Kjarnafæði skapist tækifæri til nýrrar sóknar. „Kjarnafæði hefur gott orð á sér Kjarnafæði hf. kaupir hlut í SAH afurðum ehf. á Blönduósi Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Slátrun Framkvæmdastjóri SAH, Sigurður Jóhannesson, og sláturhús- stjórinn Gísli Garðarsson í sláturhúsi félagsins. Skapar okkur ný sóknarfæri Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Fáskrúðsfjörður | Dvalarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði barst nýverið myndarleg og óvænt bóka- og málverkgjöf. Gjöfin er frá Ellu T. Guðmundsdóttur, en hún og móð- ir hennar, sem nú er látin, eignuðust málverkin er þær unnu hjá listamanninum Magnúsi Þórarinssyni frá Hjaltabakka í A-Húnavatns- sýslu,en hann rak lengi Nýju fasteignasöluna og málaði þegar tími vannst til. Hann er nú yf- ir nírætt. Málverkin eru gefin til minningar um hjónin Guðbjörgu Sigurðardóttir og Stefán Stef- ánsson og veitti Pálína Ósk Bragadóttir, for- stöðumaður Uppsala á Fáskrúðsfirði, gjöfinni viðtöku. Morgunblaðið/Albert Kemp Tók við málverkum og bókum Pálína Ósk Bragadóttir, for- stöðumaður Uppsala, dvalarheimilis aldraðra á Fáskrúðsfirði. Bækur og mál- verk til Uppsala Reyðarfjörður | Fyrstu 65 raf- magnsleiðarar af 336 fyrir kerskála álvers Alcoa á Reyðarfirði komu til hafnar með skipinu Marlene Green á mánudag.Leiðararnir munu um- lykja hvert og eitt ker í kerskál- anum, en samtals verða 336 ker í kerskálum Fjarðaáls. Þetta eru með- al stærstu hluta í tæknibúnaði ál- versins. Hver leiðari vegur 30 tonn og er 16 metra langur og 6 metra hár. Leiðararnir eru sendir frá Kan- ada og mun önnur sending koma í mars en samtals koma 5 sendingar. Nú hafa flestir starfsmenn Fjarða- álsverkefnisins snúið aftur til vinnu eftir jólafrí. Um 400 manns komu til Reyðarfjarðar 5. janúar og um 200 6. janúar. Starfsmenn verkefnisins voru hvattir til að snúa heim til fjöl- skyldu og vina yfir hátíðarnar, hvíl- ast vel og koma endurnærðir til vinnu á nýju ári. Það hægðist því mikið á starfsemi á framkvæmda- svæðinu þrátt fyrir að þó nokkrir starfsmenn hefðu kosið að vinna yfir hátíðarnar. Fjöldi starfsmanna mun svo aukast jafnt og þétt þar til í sum- ar en um 50 nýir starfsmenn hefja störf í hverri viku næstu mánuði. Fyrstu rafmagnsleið- ararnir í nýtt álver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.