Morgunblaðið - 12.01.2006, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AUSTURLAND
LANDIÐ
Blönduós | „Þetta skapar okkur ný
sóknarfæri sem við ætlum að nýta,“
segir Sigurður Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Sölufélags Austur-
Húnvetninga (SAH). Nú hefur
Kjarnafæði hf. gengið til samstarfs
við Sölufélagið. Félögin hafa stofnað
nýtt félag, SAH afurðir ehf., um
rekstur sláturhúss og kjötvinnslu
félagsins á Blönduósi.
Fulltrúafundur Sölufélagsins hef-
ur samþykkt tillögur stjórnar fé-
lagsins um stofnun hins nýja félags.
SAH mun eiga 51% félagsins og
Kjarnafæði 36%. Þá hafa bændur
og starfsmenn félagsins forkaups-
rétt að þeim 13% sem eftir eru.
Hlutafé verður um 190 milljónir kr.
Rekstur SAH verður færður yfir
í hið nýja félag ásamt því að SAH
afurðir ehf. taka við öllum skuld-
bindingum Sölufélags Austur-
Húnvetninga, gagnvart starfs-
mönnum og viðskiptamönnum.
Starfsmenn SAH eru um fjörutíu
talsins.
Sölufélag Austur-Húnvetninga á
áfram fasteignir og lóðir en leigir
þær til hins nýstofnaða félags.
Framvegis verður meginhlutverk
þess að reka fasteignir og fara með
eignarhlut í SAH afurðum ehf. en
þar skipar félagið þrjá stjórn-
armenn af fimm.
Hafa gott orð á sér
Í fréttatilkynningu frá Sölufélag-
inu kemur fram að umsvif í mat-
vælavinnslu á Blönduósi aukast
verulega í kjölfar þessara breytinga
en bæði er stefnt að aukinni slátrun
og kjötvinnslu á Blönduósi. Sig-
urður framkvæmdastjóri segir að
félagið hafi aukið mjög slátrun á
undanförnum árum. Vonast hann til
að með samstarfinu við Kjarnafæði
skapist tækifæri til nýrrar sóknar.
„Kjarnafæði hefur gott orð á sér
Kjarnafæði hf. kaupir hlut í SAH afurðum ehf. á Blönduósi
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Slátrun Framkvæmdastjóri SAH, Sigurður Jóhannesson, og sláturhús-
stjórinn Gísli Garðarsson í sláturhúsi félagsins.
Skapar okkur ný sóknarfæri
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Fáskrúðsfjörður | Dvalarheimilinu Uppsölum
á Fáskrúðsfirði barst nýverið myndarleg og
óvænt bóka- og málverkgjöf. Gjöfin er
frá Ellu T. Guðmundsdóttur, en hún og móð-
ir hennar, sem nú er látin, eignuðust málverkin
er þær unnu hjá listamanninum Magnúsi
Þórarinssyni frá Hjaltabakka í A-Húnavatns-
sýslu,en hann rak lengi Nýju fasteignasöluna
og málaði þegar tími vannst til. Hann er nú yf-
ir nírætt.
Málverkin eru gefin til minningar um hjónin
Guðbjörgu Sigurðardóttir og Stefán Stef-
ánsson og veitti Pálína Ósk Bragadóttir, for-
stöðumaður Uppsala á Fáskrúðsfirði, gjöfinni
viðtöku.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Tók við málverkum og bókum Pálína Ósk Bragadóttir, for-
stöðumaður Uppsala, dvalarheimilis aldraðra á Fáskrúðsfirði.
Bækur og mál-
verk til Uppsala
Reyðarfjörður | Fyrstu 65 raf-
magnsleiðarar af 336 fyrir kerskála
álvers Alcoa á Reyðarfirði komu til
hafnar með skipinu Marlene Green á
mánudag.Leiðararnir munu um-
lykja hvert og eitt ker í kerskál-
anum, en samtals verða 336 ker í
kerskálum Fjarðaáls. Þetta eru með-
al stærstu hluta í tæknibúnaði ál-
versins. Hver leiðari vegur 30 tonn
og er 16 metra langur og 6 metra
hár. Leiðararnir eru sendir frá Kan-
ada og mun önnur sending koma í
mars en samtals koma 5 sendingar.
Nú hafa flestir starfsmenn Fjarða-
álsverkefnisins snúið aftur til vinnu
eftir jólafrí. Um 400 manns komu til
Reyðarfjarðar 5. janúar og um 200
6. janúar. Starfsmenn verkefnisins
voru hvattir til að snúa heim til fjöl-
skyldu og vina yfir hátíðarnar, hvíl-
ast vel og koma endurnærðir til
vinnu á nýju ári. Það hægðist því
mikið á starfsemi á framkvæmda-
svæðinu þrátt fyrir að þó nokkrir
starfsmenn hefðu kosið að vinna yfir
hátíðarnar. Fjöldi starfsmanna mun
svo aukast jafnt og þétt þar til í sum-
ar en um 50 nýir starfsmenn hefja
störf í hverri viku næstu mánuði.
Fyrstu rafmagnsleið-
ararnir í nýtt álver