Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.01.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 23 MINNSTAÐUR sem traustur viðskiptaaðili og við höfum það líka. Við trúum því að þetta samstarf muni skapa traust hjá bændum og að unnt verði að þróa fyrirtækið áfram og sækja fram,“ segir Sigurður. Hann segir að í þeirri samþjöppun sem sé að verða í þessum rekstri skipti miklu máli fyrir bændur að fá hraðar greiðslur og trygga afsetningu af- urðanna. Komið sé til móts við þessi sjónarmið með því að tengjast traustum aðila eignarböndum. Kjarnafæði hefur á undanförnum árum keypt um það bil þriðjung af- urða SAH. Sigurður segir aðspurður að rekstur Sölufélagsins hafi gengið vel undanfarin ár, þrátt fyrir erf- iðleika á kjötmarkaði, og fjárhags- staða fyrirtækisins sé traust. Fjár- hagsstaða félagsins sé því ekki ástæða þess að gengið er til sam- starfs við Kjarnafæði. ÞRJÚ verkefni eru tilnefnd til Eyrarrósarinnar, sérstakrar viðurkenningar fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, sem verður afhent á Bessastöðum í dag í annað sinn. Verk- efnin eru Jöklasýning á Höfn í Hornafirði, Kóra- stefna við Mývatn og LungA – listahátíð ungs fólks á Austurlandi. Fram kemur í tilkynningu um tilnefningarnar að Jöklasýningin er fjölbreytt og metnaðarfullt verkefni, þar sem stefnt er saman fjölmörgum að- ilum og stofnunum á sviði vísinda, menningar og ferðaþjónustu. Sýningin byggist á sérstöðu land- svæðisins og sögu þess, auk þess sem fremstu vís- inda- og háskólastofnanir landsins á þessu sviði koma að uppbyggingu hennar og framkvæmd. Kórastefna við Mývatn er sögð afar vandað tón- listarverkefni með mikilli þátttöku innlendra og erlendra kóra, auk þess sem tónlistarmenn úr ná- grannasveitum taka þátt í því. Byggt á langri hefð í byggðarlaginu og framkvæmdin einkennist af miklum metnaði og þrautseigju. Gott samstarf við fjölda aðila á svæðinu og sívaxandi þátttaka langt út fyrir það sýnir að verkefnið á mikla framtíð fyr- ir sér. LungA – listahátíð ungs fólks, Austurlandi, er sögð einkar litrík menningarhátíð ungs fólks í tengslum við listahátíðina Á seyði. Listrænn metnaður og afar fjölbreytt dagskrá með þátttöku innlendra sem erlendra listamanna dregur athygli að staðnum. Myndlist, tónlist, sirkus og úti- viðburðir tvinna saman skemmtilega dagskrá, sem höfðar til fjölmenns hóps heimamanna og gesta. Eitt þessara verkefna hlýtur Eyrarrósina, fjár- styrk að upphæð 1,5 milljón kr. og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar og hin tvö hljóta 200 þúsund króna framlag. Öll verk- efnin hljóta að auki tíu flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Fyrir réttu ári hlotnuðust Þjóðlagahátíð- inni á Siglufirði verðlaunin. Aukið menningarlíf á landsbyggðinni Verðlaunin veitir Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem jafnframt er verndari Eyrarrósarinnar. Eyrarrósin á rætur sínar í því að fyrir um tveimur árum gerðu Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands með sér samkomulag um eflingu menningarlífs á lands- byggðinni. Markmiðið með Eyrarrósinni er að stuðla að auknu menningarlífi á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menning- artengdrar ferðaþjónustu. Menningarverðlaunin Eyrarrósin verða afhent á Bessastöðum í dag Jöklasýning, Kórastefna og LungA tilnefnd Neskaupstaður | Kaupmannasamtök Austurlands afhentu Hollvina- samtökum Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað peningagjöf að upphæð tæplega 1,8 milljónir sl. laugardag. Það var Gunnar Hjaltason f.h. Kaup- mannasamtakanna sem afhenti gjöfina Stefáni Þorleifssyni fyrrverandi rekstrarstjóra og núverandi stjórn- armeðlimi í Hollvinasamtökum Fjórð- ungssjúkrahússins í Neskaupstað. Gunnar Hjaltason sagði við það tæki- færi að kaupmenn í Kaupmanna- samtökum Austurlands hefðu lengi vel velt því fyrir sér hvernig þeir gætu veitt peningi, sem samtökin áttu, í góð- an farveg sem kæmi öllum Austfirð- ingum til góða. Með þessari ákvörðun vonuðu þeir að fjárhæðin nýttist til að greiða fyrir hluta af sneiðmyndatæki sem Hollvinasamtökin réðust í að kaupa á þessu ári. Kaupmannasamtök- unum hefur nú verið slitið, en aup- mönnum í félaginu hefur fækkað mjög hin síðari ár og var það ástæða þess að því var slitið. Stefán Þorleifsson sagði að sú ákvörðun Hollvinasamtakanna að kaupa sneiðmyndatækið hefði verið tekin á gamlársdag 2004. Tækið kost- aði um 20 milljónir króna og nú, ári síð- ar, eygja samtökin von um að greiða skuld sína vegna allra þeirra góðu gjafa sem þeim hafa borist á liðnu ári. Kaupmenn hætta Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Peningar í góðan stað Gunnar Hjaltason, f.h. hinna sálugu Kaupmannasamtaka Austurlands, afhenti Stef- áni Þorleifssyni hjá Hollvinasamtökum FSN peningagjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.