Morgunblaðið - 12.01.2006, Page 27

Morgunblaðið - 12.01.2006, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 27 DAGLEGT LÍF Í JANÚAR Við teljum að flestar okkarvörur séu gjaldgengar semhollustuvörur og henti vel fyrir krakka til að taka með sér til dæmis sem nesti í skólann,“ segir Einar Matthíasson, framkvæmda- stjóri markaðs- og þróunarsviðs hjá MS, þegar hann er spurður út í hvaða mjólkurvörur er best að gefa börnum. „Hollusta mjólkur og mjólkurafurða sem unnar eru úr henni er ótvíræð,“ heldur hann áfram. „Mjólk er næringarríkasta einstaka fæðutegund sem völ er á. Hún er ein mikilvægasta uppspretta próteina úr fæðunni og inniheldur fjölda vítamína og steinefna. Við fáum 15–100% af ráðlögðum dag- skammti 14–18 lífsnauðsynlegra vítamína og steinefna úr aðeins tveimur mjólkurglösum. Mjólk er mikilvægur kalkgjafi og góð upp- spretta sinks, fosfórs, joðs, A- vítamíns og fjölmargra B-vítamína.“ Talsvert hefur verið rætt um sykr- aðar mjólkurvörur að undanförnu og þegar talið berst að þeim segir Ein- ar: „Samkvæmt viðmiðum Manneld- isráðs er talið eðlilegt að allt að 10% heildarorkunnar sem fólk neytir daglega komi úr viðbættum sykri sem segir okkur að sykur sé ekki hættulegur sem slíkur.“ Björn S. Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur hjá MS, segir að sykur gefi orku en ekki næring- arefni. „Sykur er orkuríkur og flest- ar vörur sem innihalda sykur eru mjög næringarsnauðar, eins og gos- drykkir t.d.“ Björn segir næring- argildi í sykruðum mjólkurvörum ekki skerðast ýkja mikið við sykr- unina. „Og vegna þess hversu nær- ingarríkar mjólkurafurðir eru er ekki hægt að horfa þær sömu augum og sykraðar og næringarsnauðar vörur þó að umræðan eigi alveg rétt á sér.“ Björn og Einar eru sammála um að vörur eins og hrísmjólk séu ekki ætlaðar til að halda hollustu að fólki heldur sé frekar um eftirrétt að ræða. „Við erum með yfir 200 vöru- tegundir og hrísmjólkin gefur ekk- ert endilega rétta mynd af mjólk- urvörum,“ segir Einar. Jafnmikill sykur í jógúrtdós og epli? Hann nefnir sem dæmi að ein jóg- úrtdós innihaldi álíka mikinn sykur og eitt epli. „Við myndum nú seint segja að epli væri óhollt.“ Einar veltir upp þeirri spurningu af hverju sykur sé yfirhöfuð í mjólk- urvörum. „Þetta eru náttúrulega sýrðar vörur. Sykur er settur í vör- una til að vinna á móti súrnum svo að þær verði lystugri.“ Hann segir að það sé alltaf spurning um jafn- vægi að finna út hversu mikill sykur má vera í hverri vöru. „Það er ekki auðvelt að draga úr sykri í mjólk- urvörum af því að þetta jafnvægi milli súrleikans og sætunnar þarf að vera fyrir hendi.“ Einar segir líka að börn og unglingar finni meira fyrir súru bragði og þurfi þess vegna meira sætt á móti súru til að jafn- vægi fáist. „Samt sem áður hefur það verið okkar stefna að auka veru- lega framboð á vörum án viðbætts sykurs til að neytendur hafi valkost. Í nýjungum sem komu frá okkur á síðasta ári eru 2⁄3 ýmist sykurskertar eða án viðbætts sykurs og það er markmið MS að halda áfram að auka framboð á sykurminni afurðum.“ Einar segir að í öllum vöruflokkum MS séu valkostir án viðbætts syk- urs. Hverju mæla þeir með? Nýjasta neyslukönnun Manneld- isráðs sýnir að einungis 6% heild- arsykurneyslu komi úr mjólkur- vörum, að sögn Einars, og Björn minnir á manneldismarkmið í sam- bandi við mjólkurneyslu. „Fólk á að neyta a.m.k. 2 mjólkurskammta á dag. Þar á meðal mætti gjarnan vera venjuleg mjólk, léttmjólk eða jafnvel nýmjólk, þá kannski frekar hjá yngri börnum, undanrenna eða dreitill. Ostar tilheyra líka þessum flokki. Svo mætti alveg vera þarna líka ein- hver jógúrt, skyr eða AB-mjólk. Gerlarnir í sýrðu mjólkurvörunum eru nefnilega heilnæmir. AB- mjólkin og LGG eru því afurðir sem hægt er að mæla með í því sam- bandi.“ Einar bendir á að kalk sé talið mikilvægt í forvörnum gegn bein- þynningu. „Um 65–70% alls kalks sem við neytum fáum við úr mjólk- urvöruflokknum. Einnig hafa stórar rannsóknir sýnt fram á að magrar mjólkurvörur geti haft verndandi áhrif á háþrýsting,“ segir hann og nefnir sem dæmi DASH-rannsókn- ina bandarísku. Einar segir jafnframt að nýlegar rannsóknir hafi sýnt að þeir sem neyta mjólkur eigi oft auðveldara með að halda þyngdinni í skefjum. „Líklega hefur kalkið í mjólkinni þessi áhrif með því að binda fitu þannig að fituupptaka minnkar, rannsóknir hafa líka sýnt að mjólkin virðist hafa áhrif á fituefnaskipti lík- amans, þ.e. brennslu fitunnar. Það hefur líka verið sýnt fram á að þeir sem neyta mjólkurvara neyta minna af sykrum að jafnaði.“  NEYTENDUR | Mjólkurvörur eru nauðsynlegar og mjólk virðist hafa áhrif á fituefnaskipti líkamans Ekki auðvelt að minnka sykur í mjólkurvörum Morgunblaðið/Golli Björn S. Gunnarsson og Einar Matthíasson hjá MS segja að minnkandi mjólkurneysla sé mikið áhyggjuefni. Morgunblaðið/Ómar Hollusta mjólkurvara er ótvíræð og neysla réttu afurðanna öllum nauðsynleg. Eftir umræður um sykraðar mjólkurvörur þótti vel við hæfi að finna út hvaða mjólkurafurðir eru best- ar til neyslu. Sigrún Ásmundar fór og hitti Björn S. Gunnarsson og Einar Matthíasson hjá MS og þeir höfðu ýmislegt gott um þessar afurðir að segja. sia@mbl.is  GEYMSLA MATVÆLA | Grænmeti og ávextir NÝTT grænmeti og ávexti á ýmist að geyma í kæli eða við mismunandi hitastig, allt upp í stofu- hita. Mjög mismun- andi er eftir teg- undum hvaða aðstæður henta best og einnig getur fram- leiðslu- og pökkunar- ástand haft mikið að segja um geymsluþol þessara matvæla. „Mikil aukning hefur átt sér stað á und- anförnum árum í sölu á ýms- um tilbúnum salötum í plast- umbúðum,“ segir Franklín Georgsson. „Þetta er viðkvæm vara og ef hún er ekki geymd í kæli er hætt við að ör- verufjölgun verði mjög mikil á uppgefnu geymsluþolstímabili sem haft getur áhrif á gæði og ör- yggi vörunnar.“ Hann bendir á að ef hráefnið í salatið er ekki nægilega vel þrifið þá fylgi oft örverur úr jarðvegi og frá vélum og tækjum sem notuð eru við vinnsl- una. Ef ekki er staðið rétt að framleiðslu og dreifingu þessarar vöru verð- ur að telja öruggara fyrir neytendur að kaupa salatið óunnið og vinna og þrífa það sjálfir. Það er öruggara að kaupa óunnið salat

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.