Morgunblaðið - 12.01.2006, Page 37

Morgunblaðið - 12.01.2006, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 37 UMRÆÐAN ÁRIÐ 2006 er hafið og hinn 1. september næstkom- andi verður settur tappi í Kára- hnjúkastíflurnar. Samstundis byrjar Hálslón að myndast. Fyrsta eilífðarblóm- inu verður drekkt þá um daginn og svo fylgja þau öll hin þús- und á eftir. Svörtum skugga mun bregða á íslenska sögu og nátt- úru. Þjóðin mun þurfa að takast á við djúpa sorg og langt sorgarferli. Við myndun lóns- ins horfum við á eftir ósnortnum víðernum sem við einu sinni sóttum okkur inn- blástur í af virðingu og stolti, víðernum sem sýna sérstöðu okkar og ríkidæmi. Tákni hreinleika hins ósnerta verður sökkt, tákni fegurðar og víðáttu sem á sér ekki hliðstæður um víða veröld. Nú er veruleikinn sá að ljós- myndabækur um Ísland og ímyndaauglýsingar sem laða að ferðamenn eða kaupendur ís- lenskra vara, ávarp fjallkonunnar eða flutningur ættjarðarljóða hef- ur allt litast af hræsni, innantómu og hjáróma blaðri sem vekur ein- göngu ógleðitilfinningu. Kára- hnjúkavirkjun verður að eilífu smánarblettur á íslenskri þjóð. Hin gömlu örnefni Fyrir nokkrum ár- um var hart barist gegn virkjun á Eyja- bökkum. Hætt var við þá framkvæmd en á það skal þó bent að Eyjabakkasvæðið raskast mikið af fram- kvæmdum við Kára- hnjúka. Ufsarstífla í Jökulsá á Fljótsdal er ein af fjölmörgum stíflum Kára- hnjúkavirkjunar og myndar uppistöðulón í nánd við Eyjabakka. Með tilkomu hennar þornar upp röð fimm- tán stórkostlegra vatnsfalla en jökuláin sameinast Jökulsá á Brú í röri. Þegar barist var gegn virkjun á Eyja- bökkum var bent á þá staðreynd að á teikni- borði Landsvirkjunar lægi fyrir hugmynd um að blanda Jökulsá á Brú, Jökulsá í Fljótsdal og Jökulsá á Fjöllum saman í röri um Fljótsdal og síðan áleiðis til sjávar um Lagarfljót. Þá var tekinn saman langur listi yfir örnefni staða sem myndu breytast og skerðast eða hverfa undir vatn. Þeir myndu breytast vegna jarð- efnaflutninga, línulagna, stöðv- arhúsa, vega og annarra mann- virkja. Að gefnu tilefni höfum við nú valið 44 örnefni af þeim fjöl- mörgu sem þetta á við vegna Kárahnjúkavirkjunar: Brúarjökull, Búrfellsflói, Desj- arárdalur, Efra-Jökulsárgil, Ekkjufellshólmar, Eyjabakkafoss, Faxi, Folavatn, Gjögurfossar, Gljúfrakvísl, Grjótá, Hafra- hvammagljúfur, Háls, Héraðsflói, Hjalladalur, Hníflafoss, Hölkná, Hólmaflúðir, Hrakstrandarfoss, Hreinatungur, Jökla, Jökuldalur, Jökulsá á Brú, Jökulsá á Dal, Jök- ulsá í Fljótsdal, Kárahnjúkar, Kirkjufoss, Klapparlækur, Kleif- arskógur, Kringilsárrani, Lag- arfljót, Lindur, Rauðaflúð, Sauðá, Sauðakofi, Sauðárdalur, Skakki- foss, Slæðufoss, Snikilsá, Sporður, Tröllagilslækur, Tungufoss, Töðu- hraukar, Töfrafoss. Með Kárahnjúkavirkjun verða umrædd áhrif orðin að veruleika fyrir alla þessa staði, þeir munu breytast, skerðast eða hverfa und- ir vatn og við munum syrgja örlög þeirra. Á stórum svæðum verður afgerandi breyting á sjóndeild- arhringnum. Hin nýju ör-nefni Nú skulum við geyma okkur hin gömlu örnefni sem við höfum glat- að en um leið horfast í augi við hin nýju ör-nefni sem hafa komið í staðinn. Réttast væri að rista þau í veggi stíflugarðanna svo þau megi opinberast öllum þeim sem áhuga hafa. Grafskriftin gæti litið svona út: Frumvarp til laga um virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal samþykkt á Alþingi, hinn 8. apríl árið 2002, með 44 at- kvæðum gegn níu atkvæðum. Tveir þingmenn sátu hjá en átta voru fjarstaddir. Þeir sem sögðu já voru eftirfarandi: Arnbjörg Sveinsdóttir, Árni M. Mathiesen, Ásta Möller, Bryndís Hlöðversdóttir, Drífa Hjart- ardóttir, Einar K. Guðfinnsson, Einar Oddur Kristjánsson, Einar Már Sigurðarson, Geir H. Haarde, Gísli S. Einarsson, Guðjón Guð- mundsson, Guðmundur Hall- varðsson, Guðni Ágústsson, Guð- rún Ögmundsdóttir, Halldór Ásgrímsson, Halldór Blöndal, Helga Guðrún Jónasdóttir, Hjálm- ar Árnason, Ísólfur Gylfi Pálma- son, Jóhann Ársælsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Kristjánsson, Jónína Bjartmarz, Karl V. Matth- íasson, Kjartan Ólafsson, Kristinn H. Gunnarsson, Kristján L. Möll- er, Kristján Pálsson, Lúðvík Berg- vinsson, Magnús Stefánsson, Mar- grét Frímannsdóttir, Páll Pétursson, Pétur H. Blöndal, Sig- ríður Ingvarsdóttir, Sigríður A. Þórðardóttir, Siv Friðleifsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Sturla Böðv- arsson, Svanfríður Jónasdóttir, Tómas Ingi Olrich, Valgerður Sverrisdóttir, Vilhjálmur Egilsson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson. Hin nýju ör-nefni vitna um hug- myndir og sýn margra íslenskra þingmanna sem um alla framtíð bera ábyrgð á þeirri eyðileggingu sem virkjanaleyfi við Kárahnjúka hefur í för með sér. Þau munu vitna um skammsýni þeirra og stjórnmálalegt bjargarleysi, um landeyðingu og hversu lítils virði ómetanleg náttúra er í þeirra augum. Þau munu vitna um oflæti þeirra og glópsku og vera táknmynd stöðnunar og hugmyndafátæktar. Hin nýju ör- nefni eiga sér engar rætur í jörð- inni, ná engri snertingu við hæðir eða hóla í landslagi, er hvergi að finna við uppsprettur eða ósa þessa lands, heldur eru þau eins og innantómt bergmál einnarskoð- unar umræðu í þingsal alþingis, eins og öskur vinnuvélar í kyrr- látu umhverfi stórbrotinnar nátt- úru. Að lokum Í okkar huga er það því mik- ilvægt að sem flestir geri sér grein fyrir því hverjir hinna þjóð- kjörnu einstaklinga bera end- anlega ábyrgð á Kárahnjúkavirkj- un. Hafi þeir sótt umboð sitt til almennings skal hver og einn kjósandi skoða hug sinn í því efni. Höfum það hugfast að þeir sem nota náttúruna á þennan hátt eru enn við völd í landinu og munu með fleiri jáum, nýjum nöfnum eða með fjarveru sinni úr þingsal skapa því ný ör og ný ör-nefni í ókominni framtíð. Örnefni eða ör-nefni – Hverjir bera ábyrgð á Kárahnjúkavirkjun? Alda Sigurðardóttir og Jón Özur Snorrason fjalla um örnefni og ábyrgð þingmanna ’Hin nýju ör-nefni erueins og innantómt bergmál einnarskoð- unar umræðu í þingsal Alþingis.‘ Jón Özur Snorrason Alda er hjúkrunarfræðingur og myndlistarmaður og Jón Özur er framhaldsskólakennari. Alda Sigurðardóttir HAFNARGÖTU 29 - KEFLAVÍK - SÍMI 421 5099 TOMMY HILFIGER DÖMU- OG HERRAFATNA‹UR Útsalan er hafin Útsalan er hafin ÞAÐ er einsdæmi í víðri veröld að löggjafinn hyggist skerða réttarstöðu barna á jafn víðtækan hátt og for- sætis- og félagsmálaráðherra ætla með frumvarpi sínu um réttarstöðu samkynhneigðra. Frumvarpið varðar að vísu réttarstöðu samkynhneigðra en hlutar þess skerða réttarstöðu barna, þótt sumum finnist það e.t.v. skipta minna máli. Þetta ætla ég að hafi verið kjarni les- endabréfs míns sem birtist í Morg- unblaðinu þann 11. desember síðastlið- inn. Reynir Þór Egg- ertsson gagnrýnir bréf mitt harkalega í grein sinni í Morg- unblaðinu þann 17. desember og sakar mig um fordóma gegn samkyn- hneigðum. Hafi það ekki verið ljóst að í bréfi mínu hafði ég í huga hagsmuni barna, en ekki gagnrýni á samkyn- hneigða, þá vil ég skýra mál mitt: Nái frumvarpið fram að ganga mun lesb- ískt par geta fengið tæknifrjóvgun með nafnlausu gjafasæði, og barnið fær því hvorki fósturföður, né á það möguleika á að afla sér upplýsinga um faðerni sitt síðar er það fær þroska til. Barnið á tvær mömmur en engan pabba. Hann er hvergi að finna! Verði frumvarpið að lögum hef- ur homma- eða lesbískt par einnig lagaleg réttindi til frumættleiðingar erlendra barna. Þarna er barnið í sömu stöðu. Tveir pabbar. Engin mamma. Hana er hvergi að finna! Ég óttast að litlu krílunum sem þannig eru sett í stöðu „tilraunadýra“ í bylt- ingarkenndri félagslegri tilraun þyki sárt að eiga ekki mömmu og pabba eins og hinir skólafélagarnir. Ráð- herrarnir sem að frumvarpinu standa mættu spyrja sig hvort þeir vildu að löggjafinn hefði meinað þeim sem börnum að eiga bæði föður og móður. Og gert þeim að alast upp með sam- kynja foreldrum. Man einhver eftir gullnu reglunni úr kristinfræðinni? Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður... Væri ekki ráð að koma sér niður á jörðina? Í skýrslu forsætisráðherra um réttarstöðu samkynhneigðra kemur fram að engar rannsóknir eru til um þetta efni: „Eðli málsins sam- kvæmt eru ekki enn fyrirliggjandi rannsóknir varðandi ætt- leidd börn samkyn- hneigðra foreldra. Rann- sóknir hafa sýnt að líkur eru á því að börn samkyn- hneigðra foreldra verði fyrir ákveðnu félagslegu álagi, einkum á fyrri hluta unglingsára. Vegna óvissu um sálræna líðan erlendra ættleiddra barna, sem skera sig m.a. frá umhverfi sínu vegna ólíks uppruna síns, auk…“ ( bls.7). Með þess- um rökum hafnaði helm- ingur nefndarinnar frumættleiðingu erlendra barna til samkynhneigðra para. Tæknifrjóvgun til lesbísks pars höfnuðu sömu aðilar einnig : „...að þeir hagsmunir barnsins vegi þyngra að það eigi rétt til að alast upp bæði með móður og föður frekar en að um ræði sjálfstæðan rétt einstaklings til að eignast barn.“ (Bls.7). Af hverju er við samningu frumvarpsins litið framhjá málefnalegum rökum helm- ings nefndarinnar? Liggur pólitískur metnaður þar að baki? Á að fórna börnum fyrir atkvæði? Barnageðlæknir sem sæti á í ætt- leiðingarnefnd er kallaður fyrir nefndina og segir aðskilnaðarsár ein- kennandi hjá ættleiddum börnum, nefnir tengslarof sem á sér stað við ættleiðingu á erlendu barni, og ótví- ræð sálræn áhrif komi fram hjá þeim öllum að einhverju leyti. Einnig nefn- ir hann þær aðstæður að barn alist upp hjá samkynhneigðum foreldrum sem mögulegan álagsþátt (Bls 78). Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, bendir á að kannanir á högum ættleiddra barna og kjörbarna vanti með öllu hér á landi. Hún vill ekki sjá lagabreytingar í þessu efni fyrr en rannsóknir hafi farið fram. Í skýrslunni er vitnað til Þórhildar: „Ættleiðing erlends barns af sam- kynhneigðu pari kynni að auka enn frekar á það álag sem leiddi af að- skilnaði við uppruna sinn,“ (bls. 78). Þrír sérfræðingar til viðbótar eru kallaðir fyrir vegna þessa málaflokks, Fulltrúi dómsmálaráðuneytis í ætt- leiðingarmálum og fulltrúar Íslenskr- ar ættleiðingar. Töldu þær ekki tíma- bært að breyta lögunum í þessum efnum. Af hverju ganga forsætis- og fé- lagsmálaráðherra við samningu frumvarpsins fram hjá áliti þessara sérfræðinga sem nefndin leitaði álits hjá? Pólitískir hagsmunir? Ljóst er að ekki eru það hagsmunir barnanna sem ráða för. Í biblíunni er saga af manni sem byggði hús á sandi. Í táknmáli biblíunnar og víðar táknar hús fjölskyldu. Grunneiningu samfélagsins. Þegar kemur steypi- regn er betra að byggja á traustum grunni. Kapp er best með forsjá. Kapp í þessu máli kallar á hræðileg siðferði- leg mistök löggjafans gagnvart börn- um. Tilvitnanir eru í skýrslu forsætis- ráðherra um réttarstöðu samkyn- hneigðra á pappírsformi, hana má einnig finna á rafrænu formi á vef for- sætisráðuneytis undir „eldra útgefið efni“. Tilraunir á börnum Guðjón Bragi Benediktsson svarar grein Reynis Þórs Egg- ertssonar um réttarstöðu sam- kynhneigðra varðandi ættleið- ingu á börnum ’Kapp er best meðforsjá. Kapp í þessu máli kallar á hræðileg siðferðileg mistök löggjafans gagnvart börnum.‘ Guðjón B. Benediktsson Höfundur er heimavinnandi, þriggja barna faðir. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.