Morgunblaðið - 12.01.2006, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 39
MINNINGAR
Þegar það var
hringt í okkur hinn 12.
desember og okkur til-
kynnt að hann Ómar
mágur minn hefði fallið frá kvöldið
áður, þá fylltumst við einkenni-
legri lömunartilfinningu. Og núna
á annan dag jóla, þar sem ég sit
við tölvuna að skrifa þessi fátæk-
legu orð, trúi ég því vart að þessi
höfðingi sé ekki lengur á meðal
okkar.
Hann Ómar var einstök mann-
gerð, alltaf ljúfur, þægilegur og
skemmtilegur í viðmóti. Og þó
Ómar hefði alltaf nóg af verkefn-
um hafði hann alltaf nægan tíma
fyrir mannlegu hliðina, og því
fengum við fjölskyldan að kynnast,
því hjálpin hans Ómars var ekkert
hálfkák.
ÓMAR HLÍÐKVIST
JÓHANNSSON
✝ Ómar HlíðkvistJóhannsson fædd-
ist í Búðardal 10. jan-
úar 1946. Hann lést á
heimili sínu, Ásbúð 31
í Garðabæ, 11. desem-
ber síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Vídalínskirkju í
Garðabæ 21. desem-
ber.
Stórt skarð hefur
verið höggvið í fjöl-
skyldu okkar, þar
sem hann Ómar var
tekinn svona fljótt
frá okkur. En eitt
getum við huggað
okkur við og það er
trúin að við eigum
eftir að hittast
seinna.
Elsku Setta mín,
Haukur, Helga,
Hrafn, Hekla,
Freyja og Salka, við
vottum ykkur okkar
dýpstu samúð. Guð styrki ykkur
öll.
Með kveðju.
Sigurður, Vigdís Helga, Jón
Hafdal, Hrefna og Björgvin.
Elsku Ómar minn, þín verður
sárt saknað. Svo sjaldfundið blóm
mun nú lifa hátt í minningum allra
og skilja eftir mikið tóm en jafn-
framt gleði og hlátur. Ég hef svo
mikið fallegt um þig að segja,
elsku Ómar minn. Þú gast alltaf
komið mér til að hlæja, t.d. þegar
þú lýstir dóttur minni sem var
tveggja ára þá, þegar hún var að
skipa honum Bangsa þínum að
sitja og hlusta á meðan hún var að
lesa fyrir hann. Þú hafðir svo
skemmtilega rödd og talaðir af
mikilli sannfæringu. Ég man líka
þegar þú sagðir mér að Freyja
dóttir þín ætti von á barni og stolt-
ið leyndi sér ekki. Síðan töluðum
við mikið um nafnið Hlíðkvist og
ég sá hvað þú varðst rogginn þeg-
ar þú minntist á afastrákinn þinn
hann Hrafn Hlíðkvist.
Ég vil trúa því að æðri máttur
hafi virkilega þurft á þér að halda
þarna uppi enda eru örugglega
flókin verkefni þar sem þarf að
leysa.
Annað er ég viss um að svo
sterk manneskja eins og þú varst
Ómar minn munt alltaf lifa í minn-
ingum allra sem þig þekktu. Þú
tókst mér alltaf opnum örmum og
allri fjölskyldunni minni og fyrir
það er ég ævinlega þakklát. Ég bið
guð um að vaka yfir fjölskyldu
þinni og hjálpa henni í gegnum
erfiða tíma. Með söknuð í hjarta,
Ómar minn, ætla ég að kveðja þig
og færa þér þessa rós að skilnaði:
Virðing, von, hreinskilni og hlátur
fylgir þér hvar sem þú ert.
Góður, göfugur, sterkur strákur
verður þú alltaf hvar sem þú ert.
Með kveðju.
Guðný Sigríður Sigurðardóttir
og fjölskylda.
Arnkell eða Addi eins og hann
var kallaður í hópi okkar kollega
hans, var bókbindari að mennt og
sonur Guðmundar Gamalíelssonar,
bókbindara og bóksala, og Sólveig-
ar S. Bergmann. Arnkell hóf bók-
bandsnám í Ísafoldarprentsmiðju 1.
janúar 1942 og lauk þar námi 1946.
Eftir námið fór hann til Danmerkur
til að afla sér frekari menntunar í
sínu fagi og vann þá hjá bókbands-
verkstæðinu Pedersen & Pedersen
í Kaupmannahöfn fram á árið 1947.
ARNKELL
BERGMANN
GUÐMUNDSSON
✝ Arnkell Berg-mann Guð-
mundsson, bók-
bandsmeistari,
fæddist í Reykjavík
7. desember 1924.
Hann lést á Land-
spítalanum fimmtu-
daginn 15. desem-
ber síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Áskirkju í
Reykjavík 22. des-
ember.
Ég kynntist Arn-
keli fyrst haustið 1947
þegar ég hóf nám í
bókbandi hjá bók-
bandsvinnustofunni
Bókfelli, en hann var
þá nýlega byrjaður að
vinna þar. Þetta var í
miðri jólavertíðinni
og unnið var oft frá
kl. 8 á morgnana til 11
á kvöldin. Það var al-
gengt þá, en þætti
nokkuð langur vinnu-
tími í dag. Við Addi
fengum það verkefni í
hendur að raða saman örkum í
bækur, eða taka upp sem kallað er
á fagmáli. Gengum hvor á eftir öðr-
um meðfram arkastöflunum allan
daginn, Þetta þótti leiðinleg vinna,
en það sem helst þurfti að hafa til
að bera við þetta starf var þolin-
mæði og létt lund. Þá eiginleika
hafði Addi í ríkum mæli. Nú eru
það upptökuvélar sem sjá um þessa
vinnu. Allt sjálfvirkt, næstum því.
Arnkell stóð þó ekki lengi við í
Bókfelli, hann vann á næstu árum í
flestöllum stærstu vinnustofum
bæjarins, Félagsbókbandinu, Hól-
um, aftur í Ísafold og síðast í Gut-
enberg.
Arnkell var ávallt mjög stéttvís
maður, mætti vel á fundum félags
síns, Bókbindarafélags Íslands, og
tók þar oft til máls um menn og
málefni. Það fór ekki hjá því að þar
nutu sín vel þeir eiginleikar hans,
góð rósemi í málflutningi og glað-
lyndi. Maður komst alltaf í gott
skap þegar Addi tók til máls. Hann
tók virkan þátt í störfum fyrir fé-
lagið. Hann var í varastjórn 1965 og
í trúnaðarráði í mörg ár, en 1977
var hann kjörinn formaður félags-
ins. Í hans stjórnartíð gekk Bók-
bindarafélagið í Alþjóðasamband
bókagerðarmanna (IGF) og Nord-
isk Grafisk Union (NGU). Þá fékk
Arnkell það vandasama hlutverk í
hendur að vinna að sameiningu
bókagerðarfélaganna, en þau sam-
einuðust 1980 í einu stóru félagi,
Félagi bókagerðarmanna. Honum
fórst það vel úr hendi og komu
mannkostir hans vel fram í því
starfi.
Um leið og ég vil votta eftirlif-
andi konu hans, Huldu Guðmunds-
dóttur, börnum hans og öðru
vandafólki samúð, vil ég senda
þessum gamla starfsfélaga mínum
og stéttarbróður þakkarkveðju yfir
móðuna miklu og árna honum allra
heilla á nýjum tilverusviðum.
Svanur Jóhannesson.
HAFRÚN
HAFSTEINSDÓTTIR
✝ Hafrún Haf-steinsdóttir
fæddist í Keflavík 7.
janúar 1971. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
16. desember síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Fella- og Hólakirkju
22. desember.
þína og ég hélt að
þetta yrði nú ekki
mikið mál og æfði mig
í tvo daga. Eftir að
hafa keyrt á alla girð-
ingarstaura í götunni
sá ég að þessi trylli-
tæki væru best geymd
hjá þér enda þeyttistu
um á þessu eins og
ekkert væri.
Best fannst mér að
koma til þín á aðvent-
unni, þú varst svo
mikið jólabarn. Hjá
þér var allt skreytt og
fallegt, ég hafði sjálf oft svo lítinn
tíma fyrir jól en komst í jólaskap
heima hjá þér.
Svo liðu árin og samband mismik-
ið eins og gengur en alltaf við og við
voru leikhúsferðir, húsdýragarður-
inn, jeppaferðir, nú eða bara að tala
saman. Minningarnar eru margar
og gott að eiga þær. Ég kveð þig
Kæra vinkona. Það
er undarlegt til þess
að hugsa að þú sért
ekki lengur hér. Þegar
þú bættist í vinkvennahópinn var ég
nýflutt í mína fyrstu íbúð. Ég bjó
þarna ásamt syni mínum og þú áttir
son á svipuðum aldri. Við brölluðum
margt með strákunum og oft var
glatt á hjalla. Þú áttir það til að elda
eitthvað gómsætt eða ég gerði vöffl-
ur og þú komst með rjómann. Einu
sinni lánaðirðu mér línuskautana
elsku Hafrún, guð geymi þig og
passi börnin þín.
Guðbjörg Svava.
Mig langar til að skrifa örfá orð,
þetta er allt eitthvað svo skrítið.
Hafrún og ég kynntumst á Norðfirði
um sjö ára aldur, í Ásgarði. Við vor-
um góðar vinkonur, brölluðum
margt og alltaf var Hafrún svo lífs-
glöð. Leiðir okkar lágu hvorrar í
sína áttina og minnkaði sambandið á
milli okkar. En hún hefur alltaf átt
hlut af hjarta mínu, hún var bara
svo elskuleg. Stundum átti hún það
til að hringja og bara til að athuga
með mig. „Hvernig gengur?“ var þá
spurt. Dreymdi hana eða var að
hugsa um hana og þá hringdi hún.
Alltaf söm við sig.
Það er svo margt sem ég gæti
sagt fallegt um þig, kæra vinkona,
en ég vil bara þakka fyrir að hafa
þekkt þá manneskju sem þú hafðir
að geyma. Takk fyrir okkar stundir
þó að þær hefðu mátt verða fleiri.
Guð blessi fallegu börnin þín og
styrki foreldrana þína. Takk fyrir
allt.
Jónína (Nonna).
Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og mágur,
GUNNAR HARALDSSON,
Ægisgrund 19,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn
5. janúar.
Útför hans fer fram frá Garðakirkju föstudaginn
13. janúar kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
Gunnars er bent á Styrktarfélag vangefinna.
Haraldur Örn Sigurðsson,
Haukur Már Haraldsson, Erla Sigurbergsdóttir,
Þóra Haraldsdóttir,
Sigurður Haraldsson, Ewa Kurkowska,
Haraldur Örn Haraldsson.
Útför okkar ástkæru
BRYNJU SIGURÐARDÓTTUR,
Reynimel 72,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 5. janúar, verður gerð frá Grafar-
vogskirkju föstudaginn 13. janúar kl. 13.00.
Erla Ingadóttir, Húnbogi Þorsteinsson,
Erla Inga Hilmarsdóttir, Dagbjartur Eiður Ólafsson,
Brynja Rán Eiðsdóttir,
Þorfinnur Hilmarsson,
Sigurður Sigurðsson,
Guðný Björk Hauksdóttir,
Þorsteinn Húnbogason, Siv Friðleifsdóttir,
Védís Húnbogadóttir, Snorri Bergmann.
Ástkær systir og frænka,
INGA KRISTÍN ÁGÚSTSDÓTTIR,
Sólvangi, Hafnarfirði,
áður Reykjavíkurvegi 32,
lést á Sólvangi miðvikudaginn 4. janúar sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs
fyrir alúð og umhyggju síðustu árin.
Árni Ágústsson,
Brynja Kolbrún Lárusdóttir,
Auðólfur Þorsteinsson,
Róbert Róbertsson, Unnur Hrefna Jóhannsdóttir,
Þorri Hrafn Róbertsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR,
Fossheiði 60,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi,
þriðudaginn 10. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Unnur S. Bjarnþórsdóttir, Þorlákur Marteinsson,
Guðrún Bjarnþórsdóttir, Hilmar Þ. Sturluson,
Birna Bjarnþórsdóttir, Frans Páll Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir,
bróðir, mágur og afi,
PÉTUR G. PÉTURSSON
heildsali,
Grenibyggð 14,
Mosfellsbæ,
lést á heimili sínu mánudaginn 9. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
17. janúar kl. 13.00.
Guðrún Hulda Pétursdóttir,
Sigríður Garðarsdóttir, Þormóður Jónsson,
Magnús Garðarsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Ólafur H. Garðarsson, Sigrún Óladóttir,
Garðar Garðarsson,
Einar Pétursson,
Steindór Pétursson, Guðrún S. Grétarsdóttir
og barnabörn.