Morgunblaðið - 12.01.2006, Page 41

Morgunblaðið - 12.01.2006, Page 41
öðru ári fannst honum heldur fánýtt að halda þessu áfram. ,,Hér er kvöldfagurt“ sagði hann eitt sinn er hann kom í eldhúsið til mín skömmu eftir fráfall Áslaugar. Sumarsólin skein þá í allri sinni dýrð inn um vesturgluggana og lauf trjánna fyrir utan glettust við sólargeislana og brugðu hvikulum skuggum í kring- um okkur. Það er ósk mín að geislar kvöldsólarinnar umvefji nú Sophus tengdaföður minn í sinni hinstu för. Ég kveð þig með söknuði, góði vinur. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Þegar ég var lítill drengur fór ég í sveitina með afa Sophusi og ömmu Áslaugu. Ferðinni var heitið norður í Húnaþing að Auðunarstöðum í Víðidal. Þar bjuggu í tvíbýli systkini afa ásamt mökum sínum. Þessi ferð, sem farin var að undirlagi ömmu minnar, var upphafið að veru minni í mörg sumur hjá afabróður mínum Jóhannesi og konu hans Ingibjörgu þar sem ég fetaði í fótspor föður míns sem dvaldi hjá þeim hjónum í æsku. Þannig urðum við feðgar stoltir Húnvetningar eins og afi. Afi var ótrúlega duglegur að taka þátt í ýmsum leikjum barna- barnanna og sennilega hefur enginn afi drukkið jafnmikið þykjustukaffi og hann og alltaf gat hann kryddað leikina með margvíslegum skemmti- legum uppátækjum. Á eftir var gengið frá hlutunum á sinn stað. Hann var mikið snyrtimenni og fór vel með allt sem hann átti. Afi tók einnig mikinn þátt í heimilishaldinu og manni þótti ekkert skrítið að sjá hann með svuntu að elda eða baka og oft heyrði ég ömmu tala af stolti um að þegar faðir minn kom í heim- inn hafi afi farið heim og þvegið og straujað öll smábarnafötin. Á jóladag héldu afi og amma alltaf mikið boð fyrir alla fjölskylduna og þegar allir voru búnir að borða nægju sína gerðist alltaf það sama; það var spilað bridge. Alltaf þóttist afi vera óundirbúinn og koma af fjöllum en þegar þrýst var á um að hefja spilamennskuna þá kom í ljós að hann var fyrir löngu búinn að gera allt klárt fyrir sveitakeppni með forgefin spil. Þá spiluðu afi og amma saman og hann spilaði til sig- urs. Svo voru stigin talin og hann treysti engum öðrum en sjálfum sér fyrir því vandaverki. Afi starfaði lengi hjá Almenna bókafélaginu og á heimilinu var tals- vert af bókum sem gátu freistað manns. Þegar ég einu sinni sem oft- ar naut ástríkis afa og ömmu og átti að vera að lesa undir próf opnaði ég eina af mörgum ljóðabókum sem þar voru og rakst þar á eftirfarandi þýð- ingu á kínversku ljóði: Skjóttu’ ekki gæsirnar villtu, sem halda heim á heiðarnar sínar; ella gættu þess vel, að banir þú einni, þá banirðu heldur tveim sem báðum er skilnaður sárari raun en hel. (Sjenn Són.) Amma lést í júní 2004 eftir erfið veikindi. Hennar dauði var honum sárari en hel. Lífsþorstinn hans var slokknaður og þegar kallið kom þá var hann tilbúinn til að halda í sitt síðasta flug fram á heiði í frelsið. Stefán B. Friðriksson. Minn kæri afi Sophus hefur kvatt jarðvistina og mig langar að nota tækifærið og kveðja hann og ömmu Áslaugu sem kvaddi fyrir um einu og hálfu ári. Ég sé þau tvö fyrir mér núna, sitj- andi saman að syngja rjóð í vöngum „Á hörpunnar óma“ í glöðum hópi barna sinna og vina. Lífsgleði, réttlætiskennd, samúð, lær- dómsþorsti, kímni og félagslyndi sveif ávallt yfir vötnum þar sem afi og amma voru. Hinn styrki fjöl- skyldufaðmur þeirra var ávallt op- inn okkur barnabörnunum og var hann svo rúmur að hann faðmaði reyndar ótal önnur börn sem sum áttu ekki í neinn annan faðm að venda. Ósjaldan mátti ég njóta þess bæði hlæjandi eða grátandi að vera umföðmuð af þeim afa Sophusi og ömmu Áslaugu og þá naut ég kímn- innar og eiginleika þeirra að geta alltaf bent á jákvæðar hliðar lífsins. Afi og amma kenndu mér hversu mikilvæg ástin og kærleikurinn eru og það að gefast ekki upp þó móti blási heldur halda ótrauður áfram og læra af mótlætinu með bjartsýn- ina að vopni. Þau stóðu saman í gegnum þykkt og þunnt og unnu að því að gera heiminn að betri stað með því að miðla til ungra sem aldinna þeim kærleika, ást og von sem í hjarta þeirra og huga bjó. Elsku afi Sophus, nú ertu við hlið ömmu og faðmar hana að þér og kyssir frá mér, ég mun sakna sam- verustunda okkar en þið eruð alltaf hérna hjá mér í huga og hjarta mínu og það er falleg mynd sem aldrei hverfur! Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson.) Elsku pabbi, Gummi, Maja og Kristín, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð nú þegar foreldrar ykkar hafa kvatt þennan heim og mig langar að segja ykkur hversu djúpt samstaða ykkar við umönnun ömmu og afa í veikindum þeirra snerti mig og langar mig að þakka ykkur innilega fyrir frá mínum dýpstu hjartans rótum. Gabríela Friðriksdóttir. Afi Sophus var maður góðra gilda, ríkur réttlætiskenndar. Betri fyrir- mynd og vin er ekki hægt að óska sér. Það er okkur dýrmæt reynsla að hafa átt afa eins og hann. Gleði og glettni einkenndu afa, skemmti hann okkur með sögum og leik. Fyrirtaks kræsingar voru aldrei langt undan þegar afi var annars vegar. Hann var dyggur fjölskyldu- faðir á undan sinni samtíð og klettur í lífi okkar. Höfuð fjölskyldu sem einkennist af samheldni og kærleik. Sterk fjölskyldubönd eigum við honum að þakka. Af honum höfum við lært. Afi var sveitastrákur sem fylgdi hjarta sínu. Hann átti líf fullt ástar með konu sinni og fjölskyldu. Við af- komendur hans, vinir og aðdáendur munum alltaf hugsa til hans með söknuði, hlýju og þakklæti. Við munum taka hann til fyrir- myndar eftir bestu getu. Hvíl þú í friði elsku afi, nú eru þið amma aftur saman. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson.) Sophus Auðun, Sigurveig og Kristín María. Sophus Auðun Guðmundsson hef- ur kvatt jarðlífið og komið er að kveðjustund. Það er ekki sjálfgefið að njóta vináttu fólks til hinstu stundar en þar sem Sophus og Ás- laug áttu í hlut gat það ekki verið öðruvísi. Það var lærdómsríkt að kynnast þeim og viðhorfum þeirra til lífsins. Ég kom inn í fjölskyldu Sophusar fyrir margt löngu með ungan son minn mér við hlið. Fljótt kom í ljós við viðkynningu mína af Sophusi og Áslaugu, hans traustu og góðu konu, að þar fór fólk með hjartalag sem lét sig í raun varða erfiðleika og þján- ingar annarra, hjón sem veigruðu sér aldrei við að taka krók á leið sinni ef það gæti orðið öðrum að liði. Sophus og Áslaug voru skemmti- leg, glaðvær og félagslynd hjón. Sophus orðvar, með þögla en hlýja nærveru og kímni í augunum sem bar hans húnvetnska uppruna skemmtilegt vitni, hún kröftug bar- áttukona og saman voru þau að mörgu leyti á undan sinni samtíð í jafnréttis-, uppeldis- og félagsmál- um. Þar fór Áslaug í fararbroddi, dyggilega stutt af Sophusi sem alla tíð átti stóran þátt í að hjarta hennar sló í takt við hugsjónir þeirra. Þær voru ófáar ferðirnar sem farnar voru til þess að hlúa að fjölskyldunni, vin- unum, nemendum og börnum eða hverjum þeim sem á hjálp þurftu að halda. Sophus og Áslaug voru alltaf að gefa, að gefa af tíma sínum, af kröftum sínum og hjarta og voru einstaklega samhent og örlát. Sophus var mikið snyrtimenni og lagði alúð í öll sín störf. Hann var einarður í stjórnmálaskoðunum og lét skoðanir sínar ekki eftir liggja. Hann fylgdi sannfæringu sinni fast eftir en hafði um leið víðsýni til að bera og alltaf var stutt í glensið og skopleg tilsvör. Afi og amma voru alltaf svo ung- leg, sagði ein dætra minna nú við fráfall Sophusar. Það eru orð að sönnu og leiði ég líkum að því að þeirra falslausa framganga allan sinn æviveg hafi átt drjúgan þátt í því hve vel þau varðveittu barnið í sjálfum sér og voru tilbúin að undr- ast án þess að dæma. Að leiðarlokum kveð ég kæran vin með virðingu og þökk fyrir ómet- anlegan stuðning, tryggð og vináttu. Fjölskyldu Sophusar og öllum niðj- um hans bið ég blessunar og votta þeim samúð mína. Helga Jóakimsdóttir. Öðlingurinn, Sophus Auðunn Guð- mundsson, hefur kvatt okkur. Fyrir nær 45 árum bar fundum okkar fyrst saman á heimili hans og hans ágætu eiginkonu, Áslaugar, sem þá stóð að Mávahlíð 13 í Reykjavík. Sophus var í eldhúsinu að strauja hvítar skyrtur og lék það verk í höndum hans. Fljótlega komst ég að raun um að hann var sem kalla má framúrstefnueigin- maður; annaðist matarinnkaup, eld- aði, þvoði þvotta og var verkstjóri fjölskyldunnar við laugardagsþrif eins og þau þá tíðkuðust. Við fyrstu kynni kom Sophus fyrir sem alvörugefinn og fátalaður mað- ur og hygg ég að þeir, sem ekki þekktu hann náið hafi verið á sama máli. Sophus var skoðanafastur og skapmaður, en fór vel með. Hann var heiðarlegur, hógvær og dagfars- prúður maður. Við nánari kynni kom í ljós, að maðurinn var bráð- skemmtilegur og húmoristi og átti jafnvel til stríðni. Sophus var fæddur og uppalinn á Auðunarstöðum í Víðidal og bar hann ætíð hlýhug til æskustöðvanna og var trúr uppruna sínum. Mér auðnaðist að kynnast mörgum ætt- ingjum hans, sér í lagi systkinum hans, mökum þeirra og börnum, sem til skamms tíma hafa búið á Auð- unarstöðum. Jóhannes, bróðir Soph- usar og Ingibjörg, kona hans, fóstr- uðu Stefán son minn sumarlangt um árabil á Auðunarstöðum frá því snemma vors og fram yfir göngur og réttir á haustin. Allt þetta fólk hefur haldið við okkur tryggð og sýnt okk- ur vináttu, sem seint verður þökkuð sem skyldi. Sophus var meðalmaður á hæð, myndarlegur, karlmannlegur og stakt snyrtimenni. Honum lá lágt rómur. Hann var á yngri árum með þykkt svart hár, sem varð silfur- grátt er aldur færðist yfir, en þynnt- ist þó ekki. Sophus hafði þykka hönd og velskapaða og handtakið var þétt og traust eins og maðurinn sjálfur. Já, Sophus var einstaklega traustur maður; honum var alltaf hægt að treysta, jafnvel þótt hann segði fátt. Orð voru óþörf,verkin töluðu. Sophus starfaði hjá fyrirtækinu Rafmagni á Vesturgötunni þegar leiðir okkar lágu saman, en skömmu síðar hóf hann störf hjá Almenna bókafélaginu, lengst af sem skrif- stofustjóri. Störfum sínum sinnti Sophus af kostgæfni og trúnaði og hygg ég að þar hafi ekki borið skugga á. Sophus var pólitískur og tryggur og trúr stuðningsmaður Sjálfstæð- isflokksins alla tíð. Hann tók þátt í starfi flokksins, en af félagsmálum hygg ég að Sophus hafi haft mesta ánægju af að spila bridge enda ágætur spilamaður, lengi félagi í spilaklúbb og oft var gripið í spil heima. Sophus var gæfunnar maður í einkalífi. Lífsförunautur hans og eiginkona, Áslaug, var einstök og mat hún mann sinn mikils enda var hann kletturinn og sá sem alltaf var til staðar fyrir hana – og líka fyrir okkur hin. Með þeim hjónum var jafnræði. Þau voru afar góð heim að sækja, veittu ávallt af rausn, en þó skipti félagsskapurinn við þau hjón mestu, gefandi og skemmtilegur. Það var mannbætandi að umgangast þau. Eftir að Áslaug lést á miðju ári 2004 dapraðist Sophusi lífslöngun og heilsa. Við brottför hans hvarflar hugurinn til liðinna stunda. Minn- ingarnar eru margar og þær eru góðar. Það hefur verið mikil gæfa að eiga samleið með þeim hjónum og fyrir það er þakkað. Fyrir hönd fjölskyldu minnar eru öllum ástvinum Sophusar fluttar einlægar samúðarkveðjur. Blessuð veri minning kærs vinar og velgjörðarmanns. Guðbjörg Kristinsdóttir. Þær eru að kveðja okkur kynslóð- irnar sem rifu Ísland upp úr því að vera fátækasta ríki Evrópu. Með löngum vinnudegi og elju var mótað það þjóðfélag sem við búum við í dag. Sophus föðurbróðir minn ólst upp með 6 systkinum sínum á Auð- unarstöðum, sem var í miðri sveit og lá um þjóðbraut þvera, mikill gesta- gangur. Afi sá um útiverkin og var virkur þátttakandi í stjórnsýslu hér- aðsins. Heimilinu stjórnaði amma af miklum myndarskap. Nútímamanni er fyrirmunað að skilja hvernig hús- freyjur þess tíma fóru að. Ekkert rafmagn og ekkert af þeim hjálp- tækjum sem við teljum grundvall- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 41 MINNINGAR Bróðir okkar og vinur, JÓN ÁRNI JÓNSSON frá Eyrarbakka, Brekastíg 36, Vestmannaeyjum, sem lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þriðju- daginn 3. janúar, verður jarðsunginn frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 14. janúar kl. 10.30. Systkini og aðrir aðstandendur. Við þökkum innilega auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við fráfall HULDU FINNBOGADÓTTUR. Gunnar Smárason, Christine Vinum, Elín Smáradóttir, Hjalti Nielsen, Hrafnhildur Huld Smáradóttir, Alexander Wiik, Sigrún Finnbogadóttir, Styrmir Gunnarsson, Auður Rútsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, SVANLAUG PÉTURSDÓTTIR frá Sauðárkróki, lést fimmtudaginn 5. janúar. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 14. janúar kl. 14.00. Sigurður Sigfússon, Ingibjörg Hafstað, Stefanía Sigfúsdóttir, Snorri Jóhannsson, Ingvi Þór Sigfússon, Arnrún Antonsdóttir, Anna Pálína Þórðardóttir, Þórhallur Filippusson og aðstandendur. Þökkum af alhug auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför PÉTURS ÞÓRARINS ÞORLEIFSSONAR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dalbæjar, Dalvík. Þorbjörg Þórarinsdóttir og fjölskylda. Okkar innilegasta þakklæti fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls okkar ástkæru KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR GJÖE. Guð blessi ykkur öll. Ragna, Sigurður Haukur og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.