Morgunblaðið - 12.01.2006, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 12.01.2006, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Stuttar stelpulegar hlátursrokur, húmor, örlæti, hlýja, þraut- seigja, vakandi áhugi, samkennd, tryggð og umfram allt raungóð kona eru þau orð og hugsanir sem þjóta um hugann þegar hún Aðal- björg kveður. Ég vil þakka allar góðu stundirnar á Hlíðarveginum þar sem alltaf var slegið upp ekta sveitaprestkonukaffi með spari- stelli og meðlæti og umgjörðin var hlýleg, stofan með útsaumuðu rokokóstólunum, myndunum, púð- unum, bogaglugganum, hannyrða- lampanum með stækkunarglerinu, heillakarli og fleiri dýrgripum frá liðinni ævi þar sem Bjarni sat ró- legur og beið ... í málverkinu yfir sófanum og hlustaði umburðarlynd- ur á okkur segja sögur af fólkinu AÐALBJÖRG S. GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Aðalbjörg Sig-ríður Guð- mundsdóttir fædd- ist á Kirkjubóli í Norðfjarðarsveit 23. júlí 1921. Hún lést á Landspítalan- um 29. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Langholtskirkju 4. janúar. okkar og spjalla um allt mögulegt því það var svo gaman að spjalla við hana Aðal- björgu. Svo datt Ýr yfirleitt inn með blað eða eitt- hvað handa ömmu sinni sem sagði að hún passaði svo vel upp á sig. Aðalbjörg fylgdist með stolti og af vakandi áhuga með börnum sínum og barnabörnunum bæði í smáu og stóru og þau með henni. Ég sakna hennar Aðalbjargar og alls þess sem hún stóð fyrir. Þegar ég hugsa til stofunnar hennar og sveitaeldhússins í Kópavoginum þar sem alltaf er verið að sjóða eitt- hvað í stórum pottum hugsa ég til þessar höfðinglegu konu og veit að hún fer ekki tómhent á góðan stað. . . . Skip siglir út Sundin, strandferðaskip. Það stefnir beint á sólina. Það er á leið til Sólarinnar með vörur og póst. (Hannes Pét.) Guð styrki og leiði fjölskyldu og alla ástvini Aðalbjargar. Jónína Óskarsdóttir. Kæra Hjödda mín. Loksins ertu búin að fá hvíldina eftir erfið veikindi. Edda systir þín stóð eins og klettur við hlið þér uns yfir lauk. Ég var svo heppin að kynnast HJÖRDÍS INGVARSDÓTTIR ✝ Hjördís Ingv-arsdóttir fædd- ist 6. júní 1932. Hún lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 19. nóv- ember síðastliðinn og var jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins við Há- teigsveg 29. nóvem- ber. þér í gegnum hana. Ég vann hjá þér um tíma. Þú varst yndis- legur vinnuveitandi, alltaf kát, hress og skilningsrík. Edda mín þú hefur misst mikið. Ég sam- hryggist fjölskyldunni. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Hvíl þú í friði, Hjödda mín. Þín Guðný (Gullý). arnauðsyn í dag. Auk stórheimilis birtust oft fyrirvaralaust gestir. Ekkert raskaði ró ömmu. Hún tók fullan þátt í umræðum um þjóð- félagsleg efni og án þess að virðast hafa fyrir því var gestum boðið til borðs, ætíð var til matur. Amma mótaði umhverfi sitt og viðhorf barna sinna. Mikil réttlæt- iskennd og áhyggjur af því hvernig lagfæra mætti þjóðfélagið svo þeir sem minnst máttu sín gætu orðið bjargálna. Ekki verður hjá því litið að það voru þessar konur sem öðr- um frekar lögðu grunninn að þeirri þjóðfélagsgerð, sem byggð var upp á síðustu öld. Eiginmenn, synir og dætur fóru af heimilinu mótuð af viðhorfum þeirra. Körlum eru svo reistir minnisvarðar sakir þess að talið er að þeir hafi komið málum í höfn. En í viðtölum kemur ætíð glöggt fram hvað varð til þess að móta lífsstefnuna. Það heyrir maður vel hjá pabba og systkinum hans. Sophus fór að heiman til Reykja- víkur í byrjun seinni heimstyrjald- arinnar inn í þá ólgandi hringiðu sem þar ríkti. Hann var boðberi þeirra sjónarmiða sem hann ólst upp við og hafði strax mótunaráhrif á sínum vinnustöðum. Sophus hafði kynnst glæsilegri stúlku sem var í sveit á næsta bæ. Þau tóku saman og hófu að byggja sér heimili. Hús- næðisekla var gífurleg í Reykjavík á þessum tíma. Faðir minn kom suður nokkru síðar og var tíður gestur hjá bróður sínum. Þegar foreldrar mínir tóku saman voru þau á götunni í orðsins fyllstu merkingu. Áslaug og Sophus buðu þá foreldrum mínum eitt herbergi á heimili sínu á Kjart- ansgötunni. Þar var mitt fyrsta heimili þar til foreldrum mínum tókst að leysa úr sínum húsnæðis- málum. Foreldrar mínir hafa aldrei getað fullþakkað þennan mikla greiða. Sophus og Áslaug bjuggu við mik- ið barnalán, sem hafa verið ásamt foreldrum sínum virkir þátttakend- ur og mótendur í þjóðfélagsupp- byggingunni. Sophus hafði þann fá- gætu eiginleika að geta komið skoðunum sínum á framfæri í örfá- um setningum. Maður vissi ná- kvæmlega hvað hann meinti, þó hann segði ekki nema nokkur orð. Augun sögðu mikið, mannleg hlýjan geislaði, en stutt var í glettnina og jafnvel stríðnina. Gegnheill, traustur og góður drengur. Þar fór maður með góða þekkingu á öllum þáttum þjóðfélagsins, kominn úr grasrót- inni. Þýðingarmikill hluti þess hóps sem barðist til aukinna mannrétt- inda og skóp það þjóðfélag sem við búum í í dag. Sophus og Áslaug eiga samhentan hóp sem víst er að syrgir nú föður, en ekki síst góðan vin og félaga. Ég vil fyrir hönd minnar fjölskyldu þakka Sophusi fyrir góða samfylgd og við sendum fjölskyldum barna hans hugheilar samúðarkveðjur. Guðmundur Gunnarsson. Þeir falla frá vinirnir. Nú er líka hann Sophus horfinn á vit feðranna, traustur og heiðvirður samstarfs- maður í um hálfan annan áratug og ávallt sami góði, heilsteypti vinur- inn. Þótt ég skipti um starfsvett- vang og við hittumst æ sjaldnar, hélst sama tryggðin og sama hlýja vináttan. Hin síðari árin hefur fund- um okkar fækkað þar sem aldur og sjúkleiki hafa sett strik í reikning- inn. Ég hafði setið í stóli fram- kvæmdastjóra Almenna bókafélags- ins um tvö ár þegar við þurftum 1963 að ráða nýjan bókara eins og starfið var nefnt í þá daga. Allmarg- ar umsóknir bárust og nokkur vandi var að finna hver myndi hæfastur til starfsins. Ég kannaðist ekkert við þennan mann, sem starfað hafði hjá sama fyrirtækinu Rafmagni hf sem gjaldkeri og bókari um 20 ára skeið. En að lokinni nokkurri eftirgrennsl- an tók ég ákvörðun um að ráða hann til starfans. Allar umsagnir sem ég fékk um Sophus voru á einn veg og strax þegar hann kom í viðtalið til mín var ég ekki í minnsta vafa, hér var kominn rétti maðurinn fyrir Al- menna bókafélagið, mig sjálfan og allt samstarfsfólkið. Hann var því ráðinn á stundinni og var það mikið lán fyrir okkur öll og fyrirtækið. Það tók Sophus ekki langan tíma að kynna sér þau verkefni sem hon- um voru ætluð og brátt jukust þau og urðu æ umfangsmeiri og ekki leið á löngu áður en að þau voru í raun orðin álíka og störf fjármálastjóra eru í dag. En Sophus fékk starfs- heitið skrifstofustjóri enda var ekki búið að finna upp fjármálastjóra- heitið um þær mundir, að auki held ég að jafnhógvær og lítillátur maður og Sophus hefði ekki kunnað því vel að bera einhvern nýmóðins titil. Hann skipti það líka mestu að vinna verk sín eins vel og hann frekast gat og stuðla þannig að vexti og við- gangi Almenna bókafélagsins. Trú- mennskan og vandvirknin var hon- um í blóð borin og samviskusemin kom fram í öllum störfum hans. Allt átti sinn fasta stað á skrifstofunni hans, reikningamöppurnar, bók- haldsbækurnar, samlagningarvélin og margföldunarvélin, hverskonar pappírum og skjölum var raðað í rétta bunka eða skúffur og ritföngin og blekbyttan og pappírsklemmurn- ar áttu sinn stað á skrifborðinu, sem að öðru leyti var autt að loknum vinnudegi, sem oftsinnis gat verið býsna langur þegar verkefnin kröfð- ust þess.Við vorum ekki mörg, starfsfólkið hjá AB árið 1963, líklega 8–10 talsins, þegar Sophus bættist í hópinn, en þá var aðsetur okkar að Tjarnargötu 18, Seinna fluttumst við um set í nýbyggt húsnæði félaganna AB og Stuðla hf í Austurstræti 18 en þar var einnig Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar sem þá fyrir nokkru var komin í eigu AB. Rekstur bóka- útgáfunnar og verslunarinnar gekk yfirleitt mjög vel og samstarf og samheldni starfsfólksins var ein- staklega góð. Auðvitað áraði mis- jafnlega en þrátt fyrir of mikla fjár- festingu vegna húsbyggingarinnar í Austurstræti 18 aðallega árin 1960– 1967 tókst með ómetanlegri hjálp starfsmanna eins og Sophusar að sigla í gegnum allar þær þrengingar klakklaust. Bókaútgáfa félagsins var frá upp- hafi í sleitulausum vexti ár frá ári og kringum 1970 voru árlega gefnar út um 150 bækur á vegum félagsins. En þegar líða tók á 9. áratuginn og þó einkum um 1986 fór að halla verulega undan fæti fyrir AB og var rekstur þess mjög erfiður. Ég og aðrir, sem þekktu Sophus vel, fundum að hann hafði þessi árin oft miklar áhyggjur af starfsemi fé- laganna og rekstrarstöðu þeirra og greindi ýmsum stjórnendum og vel- unnurum félagsins frá þeim, en flík- aði þeim ekki við hvern sem var. Ég held að menn hafi ekki hlustað nógu grannt á aðvaranir hans þegar t.d. farið var í alla bókabúðaútþensluna 1986–1988 þegar félagið opnaði hverja bókaverslunina af annarri: í Mjóddinni, Kringlunni og Eiðistorgi og tók þar að auki á sama tíma í gagnið nýtt, rándýrt tölvukerfi. Almenna bókafélagið og Stuðlar hf voru sameinuð í eitt hlutafélag í desember 1989 til að lagfæra eig- infjárstöðuna og reyna að ná betri arði af rekstrinum, en allt kom fyrir ekki. Gengið var til nauðasamninga og nýir athafnamenn tóku við stjórnartaumunum 1992 og loks var hið nýja Almenna bókafélag hf úr- skurðað gjaldþrota 1996. Nú er gamla, góða félagið horfið af sjón- arsviðinu. Félagið sem við Sophus og allir starfsmenn AB unnum fyrir af heilum hug og brennandi áhuga, er týnt og tröllum gefið, en það sem öllum í AB-hópnum svíður hvað sár- ast verður alltaf sú ótrúlega stað- reynd að allt bréfa- og skjalasafn fé- laganna þar á meðal útgáfu- samningar og fundargerðabækur og allt bókhald þeirra hefur farið sama veg, trúlega einhverntíma á síðustu dögum félagsins. Nú seinustu árin hefir Sophus átt við sjúkleika að stríða og ekki er langt um liðið frá því að elskuleg eiginkona hans, Áslaug Friðriks- dóttir skólastjóri, andaðist eftir langvarandi veikindi. Þetta hafa ver- ið erfiðir tímar fyrir ástvini þeirra hjóna. Við Dóra og allt starfsfólk gamla Almenna bókafélagsins syrgj- um látinn samstarfsmann og konu hans og þökkum þeim af alhug vin- áttu þeirra og tryggð og vottum innilega samúð öllum börnum þeirra, fjölskyldum þeirra, ættingj- um og vinum. Baldvin Tryggvason. Enn einn mætur gildisskátinn er nú „farinn heim“; skammt er orðið stórra högga í milli hjá okkur fé- lögum þínum í St. Georgsgildinu í Reykjavík. Söknuður ríkir í hjörtum okkar vina þinna þar. Þótt heilsufar þitt hafi ekki leyft að þú mættir mik- ið á fundi okkar upp á síðkastið, varst þú aldrei fjarri hugum okkar. Hógvær og hlý nærvera þín var okk- ur mikilvæg. Þú varst skáti af innstu sannfæringu, trúðir einlæglega á gildi og hugsjónir skátans, og hag- aðir lífi þínu í fullu samræmi við það. Ljúfar eru okkur hjónum minn- ingarnar um þau fjölmörgu skipti er þið, Áslaug heitin og þú, buðuð okk- ur heim eða í sumarbústaðinn aust- ur í Skyggnisskógi. Fallegt og smekklegt heimilið, góður matur, góður félagsskapur og hjartahlýja léðu einstaka umgjörð um fjálgar og eftirminnilegar umræður. Víða var þar komið við; þú varst einlægur og mjög ákveðinn sjálfstæðismaður og lást ekki á þeim skoðunum þínum: Hógvær varstu í öllum málflutningi; skopskyn þitt beitt og athugasemdir þínar oft eilítið kaldhæðnar, en aldr- ei voru þær særandi. Einnig minnist ég með ánægju og söknuði tímans, er við áttum saman sem bridge „makkerar“ í Krumma- klúbbnum. Það var einstaklega ljúft að spila með þér, aldrei heyrðist af þínum vörum hnjóðsyrði, þótt „makkerinn“ væri oft klaufskur í spilamennskunni. Af þér lærði ég margt – hafðu þakkir fyrir. Ég færi fjölskyldu Sophusar inni- legar samúðarkveðjur frá gildisskát- um Íslands og alveg sérstaklega frá Reykjavíkurgildinu. Okkur er þakk- læti efst í huga, kæri Sophus. Við þökkum þér félagsskap þinn og vin- áttu, þökkum framlag þitt til skáta- hreyfingarinnar og minningarnar góðu sem þú skilur eftir hjá okkur öllum. Kæru aðstandendur, minnist þess að af kaleik sorgarinnar verða einhvern tíma að bergja allir þeir sem lífinu lifa. Án dauða er ekki líf. Hafið einnig í huga að Guð er með okkur öllum í gleði og í sorg. Reynið að muna þennan sannleik, er sorgin nístir harðast. Guð sé með ykkur öllum. Einar Tjörvi Elíasson, gildismeistari. SOPHUS A. GUÐMUNDSSON Mig langar að minn- ast Páls Ólafssonar sem var minn fyrsti vinnuveitandi. Páll reyndist mér alltaf vel og var sann- gjarn og hinn besti yfirmaður. Enda var hann af gamla skólanum og lík- aði mér það afar vel. PÁLL ÞÓRIR ÓLAFSSON ✝ Páll Þórir Ólafs-son fæddist í Reykjavík 6. nóvem- ber 1920. Hann and- aðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 5. des- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 13. desember. Á smurstöðinni Klöpp, þar sem ég fet- aði mín fyrstu spor á vinnumarkaðinum, var góður félagsskapur og starfsandi. Margar stundir fyrir utan vinnu á heimili hans koma upp í hugann. Hann var tengdafaðir Snæju systur minnar og þang- að var alltaf gott að koma. Ég þakka þær stundir sem ég átti með Páli og kveð hann héð- an úr Barentshafinu með virðingu. Sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjur til aðstandenda. Sigurður Heiðar Agnarsson. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblað- ið í fliparöndinni – þá birtist valkost- urinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfund- ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamót- töku: pix@mbl.is og láta umsjónar- menn minningargreina vita. votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.