Morgunblaðið - 12.01.2006, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 43
MINNINGAR
✝ Ólafur ÁsgrímurÞórðarson fædd-
ist á Laugalandi í
Skjaldfannardal í
Norður-Ísafjarðar-
sýslu hinn 26. apríl
1924. Hann lést á
Landspítalanum
Hringbraut hinn 4.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar Ólafs voru
Halldór Þórður Hall-
dórsson, f. 22. nóv-
ember 1891, d. 27.
maí 1987, bóndi og
oddviti á Laugalandi
og síðar Laugarholti í Nauteyrar-
hreppi og kona hans Helga María
Jónsdóttir, f. 2. febrúar 1898, d. 8.
apríl 1999. Systkin Ólafs eru Hall-
dór, f. 19.9. 1920, d. 4.6. 1995, Ingi-
björg, f. 16.3. 1922, Jóhann, f. 25.1.
1927, d. 1.4. 2003, Kristín, f. 12.10.
1928, d. 12.4. 2005, Jón Fanndal, f.
10.2. 1933 og Guðrún, f. 2.5. 1940.
Hinn 26. desember 1957 kvæntist
Ólafur eftirlifandi eiginkonu sinni
Elísabetu Jónu Ingólfsdóttur, frá
Hnífsdal, f. 1.8. 1937 en þau hófu
sambúð 1954. Foreldrar hennar
voru Ingólfur Jónsson, sjómaður í
Hnífsdal, f. 11.12. 1900, d. 17.1.
1969 og Guðbjörg Torfadóttir, f.
18. 5. 1900, d. 8.2. 1992. Börn Ólafs
og Jónu eru: 1) Halldór Ingi, f. 5.5.
1955, kvæntist Svanhildi Jónsdótt-
ur, f. 10.6. 1954 en þau skildu, börn
þeirra: a) Elísabet Linda, f. 1973,
börn hennar og Einars Inga eru
Inga Jóna, f. 1991 og Aron Ingi, f.
Henning Sørensen, barn þeirra
Nína, f. 2004, Elís, f. 1985 og Ragn-
heiður, f. 1994, 5) Atli Árdal, f. 20.5.
1962, kvæntur Sesselju Jónu Ólafs-
dóttur, f. 20.12 1968, börn þeirra
Elísabet Kristín, f. 1992, Ásgrímur,
f. 1999, d. 1999 og Lilja Ósk, f. 2002,
6) Auður Helga, f. 19.12. 1963, gift
Guðmundi Valdimarssyni, f. 2. 8.
1963, börn þeirra Thelma Björk, f.
1987, Hermann Freyr, f. 1995, og
Ásdís Halla, f. 2001, og 7) Ágúst
Heimir, f. 28.1. 1967, kvæntur Rósu
Sveinsdóttur, f. 14.11. 1967, börn
þeirra Daníel, f. 1996 og Þórður, f.
1998.
Ólafur var í Héraðsskólanum í
Reykjanesi og stundaði síðan nám í
Garðyrkjuskóla ríkisins í Hvera-
gerði í tvö ár 1944–1946. Árið 1954
hófu hann og eftirlifandi eiginkona
hans búskap á jörðinni Rauðamýri
og bjuggu þau þar til ársins 1995 en
þá brugðu þau búi og fluttu til
Reykjavíkur. Ólafur sat um tíma í
hreppsnefnd Nauteyrarhrepps
ásamt því að gegna um tíma ýmsum
trúnaðarstörfum öðrum fyrir sveit-
arfélagið. Búskapur þeirra hjóna
óx með árunum í að verða vel á
fjórða hundrað ær og 8–9 mjólk-
andi kýr. Með stækkandi búi þurfti
að ráðast í ræktunarstarf, þar sem
móar og mýrar urðu að sléttum
túnum sem enn eru nytjuð. Með
fram bústörfum kom Ólafur að
uppræktun Hvannadalsár og út-
leigu hennar. Á níunda áratugnum
stóðu Ólafur og eiginkona hans að
búháttabreytingu á Rauðamýri
með aðild að ferðaþjónustu bænda
bæði með útleigu á sumarhúsum og
rekstri bensínafgreiðslu.
Útför Ólafs verður gerð frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
1992, börn hennar og
sambýlismanns henn-
ar Eðvalds Árna eru
Bergur, f. 1996, Júl-
íana, f. 1997 og Árni
Grétar, f. 2003, b)
Ólafur Hallur, f. 1976,
dóttir hans er Halla
Björg, f. 1994, c) Jón-
geir Vignir, f. 1977,
börn hans eru Elín
Ósk, f. 1999 og Viktor
Ívan, f. 2003 og d)
Svanur Ingi, f. 1979, í
sambúð með Helgu
Björk Helgadóttur,
börn þeirra Birta Kristín, f. 2003 og
Róbert Ingi, f. 2004, sambýliskona
Halldórs Inga er Sigríður Helga
Einarsdóttir, f. 6. 12. 1967, börn
hennar eru Einar Þór, f. 1982,
Kristján, f. 1987, Jón Haukur, f.
1989 og Sigrún Ágústa, f. 1995, 2)
Guðbjörn Ingólfur, f. 29.4. 1956,
kvæntur Hafdísi Heiðarsdóttur, f.
10.10. 1956, börn þeirra Heiðrún
Jóna, f. 1974, í sambúð með Andrési
Róbert Vilhjálmssyni, börn þeirra
Ingólfur Örn, f. 2001, og Kristín
Erla, f. 2003, Kolbrún Halla, f.
1982, í sambúð með Elvari Þór
Grétarssyni, Guðrún Æsa, f. 1991,
3) Þórir Hvanndal, f. 21.6. 1957, í
sambúð með Margréti Kjartans-
dóttur, f. 27. 4. 1960, börn þeirra
Salvör, f. 1985 og Ólafur, f. 1993, 4)
Trausti Hvannberg, f. 27.9. 1959,
kvæntur Þuríði Hjartardóttur, f.
10.10. 1961, börn þeirra Nanna
Kristjana, f. 1981 í sambúð með
Ein í huga mér
lifir þín mynd
svo heil og sönn.
Sem aðeins lítil stund
væri mér liðin hjá
síðan þú varst
hér enn í faðmi mér.
Ein í hjarta mér
lifa þín orð,
þitt vinarþel.
Sem aldrei sveik þó ég
gæti ei skilið allt
sem þú gafst
mér þá af hjarta þér.
Þó ár og fjarlægð skilji okkur að
og enginn geti komið í þinn stað
mun samt minning þín lifa
á meðan lifi ég,
á meðan lifi ég.
Og ég þakka vil
þá dýru gjöf
að lífið leit til mín
og leiddi mig til þín.
En ár og eilífð skilja okkur að
og enginn getur komið í þinn stað,
þó skal minning þín lifa
á meðan lifi ég,
á meðan lifi ég.
Og ég þakka vil
þá dýru gjöf
að lífið leit til mín
og leiddi mig til þín.
(Friðrik Erlingsson.)
Í dag kveð ég ástkæran tengda-
föður minn. Eftir langa og erfiða
sjúkdómslegu hlaustu loks hvíld frá
þínum þrautum. Ég vil þakka þér
hve vel þið Jóna tókuð mér fyrir
tæpum átta árum, þegar ég kom inn
í fjölskylduna með elsta syni ykkar.
Auðvitað var ég eins og lítil feimin
stúlka við fyrstu kynni, en fljótt
fann ég að ekkert var að óttast. Það
er svo margt sem ég minnist frá
liðnum árum í samvistum með þér
að ég á erfitt með að koma að því
orðum en þú skilur mig svo vel.
Í sumarfríinu mínu þegar við Sig-
rún Ágústa komum vestur til ykkar,
áttum við yndislega daga saman.
Það var tilhlökkun að fara í heita
pottinn á kvöldin. Það var svo gott
að fá nudd og yl í kroppinn áður en
gengið var til hvílu. Ávallt var
skammt í glettnina og margt
spaugilegt látið fjúka. Þú gast alltaf
svarað okkur með skondnum og
skemmtilegum svörum.
Það var mér mikil gleði að geta
orðið að liði þegar þú fékkst að fara
heim núna fyrir jólin. Ég tók mér frí
frá störfum til að geta verið með þér
og aðstoðað svo þú gætir dvalið
heima nokkra daga. Þessir dagar og
gleðin sem skein úr andliti þínu,
munu aldrei líða mér úr minni.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín
Helga.
Tengdapabbi var góður maður,
skemmtilegur, ákveðinn, notaleg-
ur … Hvað er nú þetta, menn verða
svo heilagir þegar þeir fara yfir
móðuna miklu, heyrði ég Óla ein-
hvern tímann segja. Auðvitað er
enginn gallalaus en kostir Óla voru
margir, já miklu fleiri en nokkrir
þrjóskir gallar.
Haustið er tíminn – sá tími rifjast
nú upp þegar allur barnaskarinn
þeirra Óla og Jónu, sem á mínum
Rauðamýrarárum var vaxinn úr
grasi, kom með fjölskyldur sínar
heim í smalamennskur. Ágústi
Heimi fylgdu fimm eldri bræður og
ein systir, enda var alltaf líf og fjör
þegar þau komu saman í Djúpinu.
Borgarbarnið, ég, hafði aldrei upp-
lifað þennan anda sem þarna ríkti
þegar allir kepptust við að koma
með kindurnar heim á bæ. Í minn-
ingunni hafa öskrin í smölunum
breyst í hvatningaróp og skamm-
irnar í árangursríkar leiðbeiningar.
Niðri við ána sást til tengdapabba,
sem á árum áður arkaði dali og fjöll
til að smala saman kindum sínum,
stjórna úr traktornum, og síðustu
búskaparárin sín úr súbarúnum.
Tengdamamma allt í öllu, hvort sem
var innan dyra eða utan.
Minningarnar um smalamennsk-
una með fjölskyldunni á Rauðamýri
eru mér einstakar. Þessi mikilvægi
liður í búskap tengdaforeldra minna
var skemmtun í mínum huga.
Mér finnst ég heppin að hafa
kynnst tengdapabba. Hvort sem ég
lít til hlaupanna um fjöllin á eftir
Skrámu og Hosu og lömbunum
þeirra, bridskvöldanna á Rauða-
mýri, ferðalaganna um landið þvert
og endilangt, vísnanna eða bara
spjallsins yfir kaffibolla við eldhús-
borðið, á Rauðamýri og nú síðustu
árin í Breiðuvíkinni. Ég er glöð yfir
því að synir okkar Ágústs Heimis
náðu að kynnast afa Óla og eiga
með honum margar og góðar stund-
ir.
Tengdaforeldrar mínir voru afar
samrýndir og því verður söknuður
Jónu mikill en rétt er það sem Óli
sagði sjálfur: Eitt sinn verða allir
menn að deyja, og munum við minn-
ast hans með væntumþykju í hjarta.
Mína innilegustu samúðarkveðjur
til allra aðstandenda.
Rósa Sveinsdóttir.
Vængbreið þögn
hringi hnitar
í hverjum staf,
sem þú ritar.
Óðum gleymast
hin gömlu kynni.
Gatan er löng
heim að Vinaminni.
(Þorsteinn Valdimarsson.)
Víst er það rétt að margt gleym-
ist á langri leið en ekki allt og eitt
sem er sterkt í minni mér er gaml-
ársbrenna á Sandhólnum nyrst á
Langadalsströnd í Ísafjarðardjúpi.
Þar er víðsýnt til allra átta, sama
hvort horft er til hafs með Bolafjall
við Bolungarvík og Snæfjallaströnd
sem útverði sitt til hvorrar handar
eða inn til landsins með Reiphóls-
fjöll og Glámuhálendi í fangi sér. Sé
litið til hliðar rís Drangajökull yfir
Kaldalóni en við rætur Sandhólsins
liggur Ísafjarðardjúp, blátt eða
grátt, lygnt eða úfið eftir veðri í
hvert sinn.
Ekki veit ég hvenær áramóta-
brenna var tendruð fyrst þarna á
hólnum en hitt veit ég að um ára-
mótin sem eru rétt liðin voru fimm-
tíu ár frá því ég kom þar fyrst. Þau
eru ekki svo langur tími í lífi þjóðar
en hjá einstaklingum gerist margt á
skemmra skeiði. Vissulega hefur
líka sú bylting átt sér stað í þjóðlíf-
inu að engum þeim er horfðu inn í
logana á Sandhólnum um áramótin
1956–1957 gat órað fyrir. Þá var
brennunni svarað með mörgum
brennum víðsvegar í Djúpinu. Það
logaði bál á Mylluhólnum á Ármúla,
á Stöpunum í Bæjum, frá Æðey, á
Arnarneshamri og handan Djúps-
ins. Flugeldum man ég ekki eftir þá
en núna logaði og ljómaði loft yfir
Bolungarvík og frá sumarhúsum við
Þernuvík en frá Ármúla og Snæ-
fjallaströnd bárust engin svör. „Þar
ríkir nú auðnin ein.“ Þar hefur líka
fækkað því fólki er þarna stóð að
verki. Er líka eðlilegt, margir flutt-
ir, sumir fyrir fullt og allt, þannig er
gangur lífsins og tjáir ekki um að
tala. Samt hrekkur maður við og er
minntur á þetta lögmál þegar enn
einn úr hópnum kveður. Í þetta sinn
Ólafur Þórðarson frá Rauðamýri í
Nauteyrarhreppi, mágur minn.
Hann lést 4. janúar og var einn
þeirra er ég sá þarna við brennuna
1956. Komu þau Jóna út að Melg-
raseyri til að taka þátt í fjölskyldu-
gleðinni. Þetta var löng leið, 20 km
akstur eftir gegningar og fjósverk
með tvö lítil börn og það þriðja á
leiðinni. Litlu drengirnir Halldór og
Ingólfur dúðaðir og vafðir í teppi í
aftursæti jeppans, engin bílbelti eða
barnastólar og stikulausir vegir en
það urðu aldrei slys og menn kom-
ust með ólíkindum um torfærur all-
an ársins hring. Ég man að Helga á
Laugalandi horfði á son sinn þegar
drengirnir voru bornir sofandi út í
bílinn um nóttina og bað hann að
aka varlega, „þetta er nú dýrmætt
sem þú ert með“. Hann brosti við og
smellti kossi á vanga móður sinnar,
svo hurfu þau Jóna út í nýársnótt-
ina, á Sandhól glytti enn í rauðar
glæður. Laugalandsfólkið sem ég
kom með fór sína leið upp yfir háls-
inn, svo fékk ég fylgd yfir að Skjald-
fönn og bauð ekki í grun að ég ætti
eftir að eiga heima meðal þessa
fólks í tugi ára.
Halldór og Ingibjörg elstu systk-
inin á Laugalandi báru nöfn föð-
urafa og ömmu en Ólafur Ásgrímur
nöfn tveggja móðurbræðra efni-
legra drengja. Það reyndi snemma á
bræðurna Dóra og Óla að taka að
sér öll tilfallandi verk eins og þá var
siður og þurfti hvorugan að eggja.
Fjárgeymslan vetur, vor og haust
með óþrjótandi verkefni sem þurfti
mikla aðgæslu og harðfengi við og
sýna það stuttorðar en gagnyrtar
dagbókarfærslur bræðra frá ung-
lingsárum þeirra. Heyskap þurfti að
sækja út um allar trissur með orfi
og ljá og flytja heim á reiðingi.
Flutningur og aðdrættir til og frá á
„Djúpbátinn“ tvisvar í viku árið um
kring bættist við þegar þeim bræðr-
um óx fiskur um hrygg en þá var
Jóhann, þriðji bróðirinn, kominn til
verka og dró ekki úr.
Eftir barnaskóla og unglinga-
skóla í Reykjanesi lá leið Óla í Garð-
yrkjuskólann á Reykjum. Svo
stefndi hann á framhaldsnám í garð-
yrkju í Ameríku. Hinn stóri heimur
beið hans handan við hornið en hér
urðu þáttaskil. Lömunarveiki-
faraldur sem þá gekk yfir landið
breytti öllu. Óli veiktist og ferðin og
námið í annarri heimsálfu varð að-
eins draumsýn. Það er örugglega
erfitt fyrir ungan og hraustan mann
að standa allt í einu í þeim sporum
að líkamshreysti og þol sé stórlega
skert. Garðyrkjustörf voru senni-
lega of mikil bakraun og þó að störf
bóndans séu það líka, þá varð það
niðurstaðan. Þar voru menn einnig
sjálfs sín ráðandi. Óli hóf búskap á
Rauðamýri með Kristínu systur
sinni og Guðmundi Magnússyni
manni hennar. Seinna fluttu þau að
Melgraseyri en þá var ung stúlka,
Jóna Ingólfsdóttir frá Hnífsdal,
komin til hans og þau giftu sig 1955.
Á Rauðamýri hafði Halldór Jóns-
son föðurafi þeirra Laugalands-
systkina búið til 1941. Af þeim
byggingum er hann reisti af miklum
stórhug og atorku naut Óli góðs. En
hann stækkaði tún og jók ræktun að
miklum mun svo heyskapur var all-
ur á ræktuðu landi og þarna komu
þau hjónin upp stórum og gervi-
legum barnahóp, sjö talsins og má
það telja sárabót á þeim missi er
Halldór og Ingibjörg afi og amma
Óla máttu þola en þau misstu fimm
af átta börnum sínum á unga aldri.
Það var gott að koma að Rauða-
mýri, hjónin gestrisin og veitul. Óli
fróður og víðlesinn, hafði gaman af
kveðskap og kunni ógrynni lausa-
vísna. Hann var um tíma í hrepps-
nefnd og skólanefnd Nauteyrar-
hrepps enda glöggur og fljótur að
átta sig á málum.
Afleiðing lömunarveikinnar háðu
Óla alla tíð. Það var ekki hans stíll
að kvarta, heldur bíta á jaxlinn og
harka af sér en þetta réði að lokum
að búskap á Rauðamýri lauk og þau
Jóna fluttu til Reykjavíkur. Það get-
ur verið erfitt að flytja á mölina og
yfirgefa sveitina, sjá á bak fjárhópn-
um sínum. Óli var fjármaður af lífi
og sál, þekkti hverja kind, rakti ætt-
ir þeirra langt aftur og þekkti lömb-
in af mæðrum þeirra og vissi hvar
hver kind átti sína sumarhaga og
þetta hefur gengið í arf til sumra
barna hans.
Seinustu mánuðirnir voru erfiðir,
sjúkrahúsdvöl óumflýjanleg en
þungbær. Jóna og börnin stóðu
trygg og traust við hlið hans eftir
bestu getu. Hann komst heim fáeina
daga fyrir jólin móti allri von til
mikillar ánægju fyrir hann og fjöl-
skylduna. Eftir það sætti hann sig
við það sem orðið var og þurfti
einskis framar að bíða. Halldór afi
hans á Rauðamýri sagði að dauðinn
væri eins og að ganga inn í annað
herbergi og hafa fataskipti. For-
eldrar og systkinin þrjú sem á und-
an eru farin hafa örugglega beðið
hans og rétt honum hendur þegar
þangað var komið. Rætur eru sterk-
ar og tengsl og frændsemi einnig.
Hluti systkinanna á Rauðamýri hafa
komið hingað að Laugalandi og tek-
ið þátt í leitum. Það er glaður hópur
sem fer þar til fjalla á feðra slóðir
og mjög í anda Laugalandsbræðra,
Dóra, Óla og Jóa, að fylgjast með
afkomendum Laugalandssystkin-
anna úr Galtarenni og af Þverdals-
hæð.
Það er komið að leiðarlokum. Ég
og fjölskylda mín sendi Jónu og allri
fjölskyldunni hlýjar samúðarkveðj-
ur og þakkir fyrir góðu minning-
arnar frá liðnum árum.
Ása Ketilsdóttir.
Ólafur Þórðarson frá Laugalandi
við Ísafjarðardjúp hóf sem ungur
maður búskap á Rauðamýri í Naut-
eyrarhreppi. Hann var með fjárbú
að mestu, með fjárglöggustu mönn-
um og hafði afar vænt fé eins og
fleiri bændur sem höfðu afrétt inn á
Hvannadal og Lágadal ásamt heið-
um þar framar. Hann fékk til sín
unga kaupakonu frá Hnífsdal, Jónu
Ingólfsdóttur, þá 16 ára að aldri, en
hún varð síðan eiginkona hans. Þau
eignuðust 7 mannvænleg börn, 6
syni og 1 dóttur. Ólafur var ein-
staklega skemmtilegur og orðhepp-
inn maður og fluggreindur eins og
hann átti kyn til. Það var mjög gest-
kvæmt hjá þeim Jónu og Ólafi alla
tíð, enda bærinn í þjóðleið, laxveiðiá
við túnfótinn og mannmörg fjöl-
skylda.
Því miður var Ólafur Þórðarson
heilsuveill alla tíð, sem hefur heft
hans starfsorku því ekki vantaði
hann dugnaðinn og viljann. Ég
minnist þess er ég var 14 ára gamall
að fósturforeldrar mínir, Ólafía og
Engilbert á Hallsstöðum, sendu
mig, sennilega á reiðhjóli, inn að
Rauðamýri til að aðstoða Ólaf vegna
200 lítra olíutunnu, sem hann réði
engan veginn við, enda veill í baki.
Um það leyti sem búskapur þeirra
Ólafs og Jónu stóð í sem mestum
blóma voru 20 bæir í byggð og
rekstri í Nauteyrarhreppi. Frá
Kaldalóni að Ísafjarðará voru það
Ármúli, Skjaldfönn, Laugaland,
Laugarás, Laugarholt, Vonarland,
Melgraseyri, Hamar, Hallsstaðir,
Hafnardalur, Nauteyri, Rauðamýri,
Tunga, Neðri Bakki, Fremri Bakki,
Kirkjuból, Arngerðareyri, Lauga-
ból, Múli og Gerfidalur. Í dag eru 6
býli í byggð og rekstri, Skjaldfönn,
Laugaland, Laugarholt, Melgras-
eyri, Hafnardalur og Nauteyri 2
(fiskeldi). Ekki dugði Inndjúpsáætl-
un á sínum tíma til að viðhalda
byggð í þessu gjöfula og fagra um-
hverfi, þar sem er mestur fallþungi
dilka á öllu landinu.
Það var mjög gott og hlýtt sam-
band milli heimilanna að Rauðamýri
og Hallsstöðum alla tíð. Ég vil fyrir
mína hönd og fósturbræðra minna
Rafns Vigfússonar og Reynis S.
Magnússonar senda Jónu, börnum
hennar og fjölskyldum, svo og öðr-
um venslamönnum samúðarkveðjur
við fráfall Ólafs Þórðarsonar.
Gylfi Guðjónsson, Mosfellsbæ.
ÓLAFUR ÁSGRÍMUR
ÞÓRÐARSON
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Sofðu rótt elsku afi,
Daníel og Þórður.
HINSTA KVEÐJA