Morgunblaðið - 12.01.2006, Síða 49

Morgunblaðið - 12.01.2006, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 2006 49 DAGBÓK 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Rge2 He8 6. a3 Bf8 7. g3 d5 8. cxd5 exd5 9. Bg2 a5 10. O-O Ra6 11. Bd2 c6 12. Hc1 Rc7 13. Ra4 Re6 14. b4 Re4 15. Be1 axb4 16. axb4 Rd6 17. Rc5 Rc7 18. Rb3 h5 19. Ra5 h4 20. Rf4 hxg3 21. hxg3 Re6 22. Rd3 Rg5 23. g4 f5 24. Re5 fxg4 25. Rxg4 Rgf7 26. f4 Bxg4 27. Dxg4 Hxe3 28. f5 Re4 29. Rxb7 Df6 30. Hd1 Ha2 31. Rc5 Bxc5 32. bxc5 Hee2 33. Bf3 Hh2 34. Bxe4 dxe4 35. Bf2 Dh6 36. Dxe4 Staðan kom upp á rússneska meistaramótinu sem er nýlokið í Moskvu. Alexander Morozevich (2707) hafði svart gegn Sergey Volkov (2614). 36... He2! 37. Dg4 svartur hefði mátað eftir 37. Dxe2 Hh1+ 38. Kg2 Dh3#. Í framhald- inu er sókn svarts einnig óstöðv- andi. 37...Rg5 38. Dg3 Rh3+ 39. Kxh2 Rxf2+ 40. Kg1 Dh1#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 100 ÁRA afmæli. Í dag, 12. jan-úar, er 100 ára Ingibjörg Ög- mundsdóttir frá Sauðárkróki, til heimilis að Hrafnistu Reykjavík. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum í Helgafelli, Hrafnistu Reykjavík, milli kl. 16 og 18 í dag. 80 ÁRA afmæli. Í dag, 12. janúar,er áttræður Ívar L. Hjart- arson, Búðargerði 3, Reykjavík. Hann er að heiman í dag. Innflytjendaráð FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað innflytjendaráð til fjög- urra ára. Meginverkefni ráðsins verður að fjalla um helstu atriði er snerta aðlögun innflytjenda að ís- lensku samfélagi. Meðal annars skal ráðið vera stjórnvöldum til ráðgjafar við stefnumótun í málaflokkum. Sannarlega tímabært! En athygli hefur hins vegar vakið að í ráðinu er bara ein kona af erlendum uppruna og hún verður fulltrúi innflytjenda á Íslandi. Ha? Hvernig í ósköpunum getur bara ein manneskja verið fulltrúi fólks með mismunandi upp- runa, hugsanir, væntingar og skoð- anir? Ég bara spyr. Þetta er alls ekki það sama og til dæmis að kjósa fólk til Alþingis sem fulltrúa flokk- anna. Af hverju eru ekki fleiri í ráðinu af erlendum uppruna? Hefði það ekki verið mun gagnlegra? Hve- nær ætlar ríkisstjórnin að læra af öðrum mistökum? Það margborgar sig að láta fólk með reynslu sem inn- flytjendur sjá um aðlögun innflytj- enda og hafa meiri atkvæðisrétt í málum sem að þeim snúa. Sama má segja um nefnd um flóttafólk sem einnig hefur verið skipuð en þar er engan að finna af erlendum upp- runa. Þetta er sorglegt. Í dag eru margir innflytjendur á Íslandi sem eru mjög hæfir til að takast á við slík verkefni. En það virðist sem félags- málaráðherra geri sér ekki grein fyrir þessu. Svo er annað. Vita inn- flytjendurnir sjálfir um þetta ráð? Ég efast um það. Samúel Richards, Granaskjóli 40, Rvík. Góður þáttur hjá Jónasi ÉG vil koma á framfæri þakklæti fyrir mjög svo góðan þátt hjá Jónasi Jónassyni en í þættinum var við- mælandi hans Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Eins væri gaman ef Jónas gæti fengið Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóra, einnig í þáttinn. Kærar þakkir. Matthildur Ólafsdóttir. Lyklakippa tapaðist LYKLAKIPPA, með þremur lykl- um, tveimur útidyralyklum og ein- um bíllykli, tapaðist á Laugaveg- inum aðfaranótt sunnudagsins 8. janúar. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 692- 7611. Kristján. Reiðhjól týndist í Vesturbænum KARLMANNSREIÐHJÓL tapaðis í Vesturbæ Reykjavíkur um miðjan desember síðastliðinn. Hjólið er af Daewoo-gerð. Stellið er úr áli og stýrisstöngin er blá. Þeir sem hafa séð hjólið eru beðnir að láta vita í síma 899 7778. Fundarlaunum heit- ið. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Sókn eða vörn? Norður ♠K ♥9542 ♦K7 ♣KDG865 Vestur Austur ♠86 ♠74 ♥KG1063 ♥ÁD8 ♦ÁG965 ♦D43 ♣7 ♣Á9432 Suður ♠ÁDG109532 ♥7 ♦1082 ♣10 Suður spilar fjóra spaða. Út kemur laufsjöa og austur tekur fyrsta slaginn með ás. Og nú er spurningin þessi: Hvor hefur betur, sagnhafi eða vörnin? Vörnin á þrjá toppslagi og baráttan kemur til með að snúast um þriðja tígul suðurs. Það gengur augljóslega ekki að spila laufi í öðrum slag, né heldur dugir það vörninni ef austur tekur á hjartaás og spilar svo laufi. Suður stingur þá hátt, tekur trompin og getur svo síðar hent tígli niður í lauf. En prófum þetta: Austur tekur á hjartaás í öðrum slag, skiptir yfir í tígul og vestur dúkkar. Ef sagnhafi spilar tígli um hæl, spilar vörnin trompi og tryggir sér fjórða slaginn, annaðhvort á tígul eða tromphund. Svo vörnin á að hafa betur. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 75 og 50 ÁRA afmæli. Í dag, 12. janúar, eiga afmæli mæðgurnar GuðlaugEggrún Konráðsdóttir, sem verður sjötíu og fimm ára og Sigrún Viktoría Agnarsdóttir, sem verður fimmtíu ára. Þær njóta lífsins saman á afmælisdeginum á Siglufirði. Lokaritgerð Júlíu Bjarneyjar Björns-dóttur til BA-gráðu í stjórnmálafræðisíðastliðið vor bar heitið „Menningborgar sig“. Velti hún þar upp hug- myndum um hvernig menning gæti haft áhrif á sveitarfélög með jákvæðum hætti. Hvernig er ritgerðin byggð upp? „Hún hefst á fræðilegum hluta þar sem fjórar kenningar eru teknar fyrir, en síðan tek ég dæmi um sveitarfélagið Holstebro í Danmörku og hvernig markviss menningarstefna hafði já- kvæð áhrif á byggðarlagið. Í lokin fer ég aðeins yfir menningarstefnu á Íslandi, og tek þá að- allega fyrir menningarsamning sem mennta- málaráðuneytið gerði við sextán sveitarfélög á Austurlandi, sem var undirritaður árið 2000 og endurnýjaður árið 2005.“ Og að hvaða niðurstöðum kemst þú; borgar menning sig? „Já, hún nefnilega borgar sig. Það sýndi sig í Holstebro. Bæjarstjórinn tók meðvitaða ákvörðun um að fjárfesta í menningu til að bæta ímynd bæjarins og auka þar með fólks- flutninga til bæjarins og fjölbreytni í atvinnulíf- inu. Þeir vilja meina að það sé allt þessari markvissu menningarstefnu að þakka. Á tíma- bili var 15% fjölgun í sveitarfélaginu, í kring um árið 1970 þegar fjárfestingarnar voru farnar að vekja mikla athygli.“ Heldur þú að þær hugmyndir gætu nýst á Ís- landi? „Ég held það. Mikilvægasta verkefni þeirra sem vinna að menningarmálum er að auka skilning fólks á mikilvægi menningarstarfs, bæði sem samfélagslegs og efnahagslegs ávinn- ings fyrir sveitarfélögin. Það er ýmislegt í gangi, eins og þessir menningarsamningar á Austurlandi. Á Íslandi þar sem sveitarfélögin eru lítil er samstarf sveitarfélaga um mótun menningarstefnu mjög vænlegt til árangurs. Á Vesturlandi var nýverið skrifað undir svipaðan samning og fleiri sveitarfélög hafa komið sér saman um að móta stefnu og eru í samninga- viðræðum við menntamálaráðuneytið.“ En hvernig vaknaði hugmyndin að þessu rit- gerðarefni? „Ég las mér til um þessi mál í Kaup- mannahafnarháskóla, þar sem ég tók þriðja ár- ið mitt í stjórnmálafræði. Þar heyrði ég af þessu módeli sem kallað er Holstebro-módelið og ákvað að skoða hvort ekki mætti nota það á Íslandi líka.“ Og er niðurstaða þín jákvæð? „Já, að með vaxandi skilningi stjórnvalda og almennings á mikilvægi menningar er að mót- ast heildstæð stefna í þessum málum.“ Ritgerðir | Lokaritgerð úr stjórnmálafræði fjallar um jákvæð áhrif menningar Menningarstefnan borgar sig  Júlía Bjarney Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 29. mars 1979. Ólst upp á Flat- eyri, en fluttist til Reykjavíkur 1985. Júlía lauk stúdents- prófi frá Flensborg- arskólanum í Hafn- arfirði vorið 1999. Stundaði nám við tann- læknadeild 1999–2001 og lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2005, með skiptinámi við Kaup- mannahafnarháskóla á árunum 2003–2004. Júlía hefur verið búsett í Kaupmannahöfn síð- an árið 2003 og starfar á íbúðamiðluninni Hay4you. Hún er einhleyp og barnlaus. eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Glæsilegt parhús á mjög vinsælum stað á Seltjarnarnesi. Húsið er nýlegt, byggt árið 1999 og er á tveimur hæðum. Húsið skiptist í eldhús, stofu, gestasnyrtingu, þvottahús og bílskúr á neðri hæð. Á efri hæðinni eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi og leikkrókur. Húsinu fylgir fallegur garður þar sem er heitur pottur og tré sem blómstra fallega. Hellulögð verönd auk timburverandar. V. 42,0 m 5541 Suðurmýri - Glæsileg eign Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni ÚTSALA H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Acidophilus FRÁ Fyrir meltingu og maga Sterkur acidophilus Afmælisþakkir Hjartans þakkir til allra ættingja minna og góðra vina sem glöddust með mér og heiðruðu mig með gjöfum og hlýjum kveðjum á 80 ára afmælinu þ. 27. des sl. Guð gefi ykkur gæfuríkt nýtt ár, með þökk fyrir liðna tíð. Sigríður Unnur Bjarnadóttir, Höfðagrund 26, Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.