Morgunblaðið - 15.01.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 15.01.2006, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 6. - 20. apríl 13. - 27. apríl 7. - 21. september Maraþon á Kínamúrnum 16. - 28. maí Silkileiðin í Kína 14. júní - 2. júlí aukaferð örfá sæti laus örfá sæti laus UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu, að for- sætisráðuneytið hafi ekki sýnt fram á að heimilt hafi verið á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins, að setja það sem al- mennt hæfisskilyrði fyrir því að um- sækjandi kæmi til greina í embætti umboðsmanns barna í nóvember 2004 að viðkomandi hefði lokið emb- ættisprófi í lögfræði eða öðru há- skólaprófi á sviði hugvísinda. Læknafélag Íslands kvartaði til umboðsmanns yfir tilkynningunni og taldi, að með þessu hefðu skilyrði til starfans verið þrengd meira en heimild stæði til og leitt til þess að hæfir læknar hefðu verið útilokaðir frá því að hljóta embættið. Í áliti umboðsmanns alþingis er eingöngu tekin afstaða til þess hvort auglýsing um embætti umboðs- manns barna 5. nóvember 2004, nán- ar tiltekið hvort þau menntunarskil- yrði sem þar voru tilgreind, hefðu verið í samræmi við lög. Vék hann að 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 70/ 1996, um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins, þar sem fram kemur að allir starfsmenn ríkisins þurfi að hafa almenna menntun og að auki þá sérmenntun sem lögum samkvæmt sé krafist eða eðli málsins sam- kvæmt verði að heimta til óaðfinn- anlegrar rækslu starfans. Þá rakti umboðsmaður ákvæði 2. mgr. 2. gr. laga nr. 83/1994, um umboðsmann barna, og lögskýringargögn að baki því. Samkvæmt ákvæðinu skal um- boðsmaður barna hafa lokið háskóla- prófi og hafi hann ekki lokið embætt- isprófi í lögfræði skal lögfræðingur starfa við embættið. Benti umboðs- maður á að með ákvæðinu hefði lög- gjafinn mælt fyrir um hver skyldu vera lágmarksskilyrði um menntun þess sem skipa skyldi í embætti um- boðsmanns barna. Ólíklegt að annmarkar leiði til ógildingar Umboðsmaður segir í niðurstöðu sinni, að þegar virt er hvernig lög- gjafinn hefur afmarkað þær mennt- unarkröfur sem hann taldi rétt að gera til þess sem gegnir embætti umboðsmanns barna og með hlið- sjón af lagareglum um starf hans, hafi forsætisráðuneytið ekki sýnt fram á að heimilt hafi verið á grund- velli niðurlagsákvæðis 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 70/1996 að setja það sem almennt hæfisskilyrði fyrir því að umsækjandi kæmi til greina í embætti umboðsmanns barna í nóv- ember 2004 að viðkomandi hefði lok- ið embættisprófi í lögfræði eða öðru háskólaprófi á sviði hugvísinda. Ljóst sé að skipað hafi verið í um- rætt embætti til næstu fimm ára á grundvelli ofangreindrar auglýsing- ar. Verði að telja ólíklegt að ann- markar við auglýsingu embættisins eigi að leiða til ógildingar á þeirri ákvörðun m.a. í ljósi hagsmuna þess sem hlaut starfið. Ekki sé ástæða til frekari umfjöllunar um þau réttar- áhrif sem þessir annmarkar kunna að hafa. Umboðsmaður beinir hins vegar þeim tilmælum til forsætis- ráðuneytisins að það hagi framvegis auglýsingum um laus störf þannig að samræmist sjónarmiðum sem rakin eru í álitinu. Álit umboðsmanns Alþingis á auglýsingu á embætti umboðsmanns barna Ekki var heimilt að afmarka menntunarkröfur við lögfræði BRAGI Björgvinsson hefur staðið í brúnni á Essóstöðinni á Breiðdalsvík í ríflegt dúsín ára, en er að hugsa um að hætta bráðum með stöðina. „Já, maður hefur nú lengi verið að hugsa um að hætta þessu, en ekki látið verða af því ennþá,“ segir Bragi og finnst umferðin orðin lítil frá því sem áður var, þegar tveir togarar gerðu út frá plássinu og drifkraftur var í allri útgerð. „Við verðum að fá samgöngurnar lagaðar, það er ekk- ert vit í þessu lengur“ segir Bragi og telur Breiðdalinn og þorpið hafa allt til að bera að fóstra auðugt mannlíf og athafnalíf, þrátt fyrir að nú um stundir sé það með hægasta móti. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Braga Björgvinssyni finnst umferðin helst til lítil á Breiðdalsvík. Er að hugsa um að hættaÁKÆRT var í 29 málum af 58 ervarða kynferðisbrot gegn börnum sem bárust ríkissaksóknara á árinu 2004, samkvæmt ársskýrslu emb- ættisins 2004. Málum í þessum flokki kynferðisbrota fjölgaði mjög á árunum 2003 og 2004. Voru þau 60 fyrra árið og 58 hið seinna eins og fyrr gat. Síðustu fjögur árin á undan voru mál í þessum brota- flokki á bilinu 24 til 49 árlega. Nærri lætur að ákært sé í helmingi þeirra mála sem borist hafa emb- ættinu að undanskildu árinu 2002 þegar ákæruhlutfallið var 38%. Langflest þeirra mála sem ákært hefur verið fyrir frá árinu 1999, hafa endað með sakfellingu fyrir héraðsdómi og var sakfellt í 72% málanna árið 2004. Hæst fór hlut- fall sakfellinga í 93% árið 1999 en lægst fór það niður í 60% árið 2001. Sakfelling 31–66% í nauðgunarmálum Borið saman við þann flokk kyn- ferðisbrota, sem varða nauðganir, er því sakfellt í hlutfallslega mun fleiri málum sem varða kynferð- isbrot gegn börnum. Í nauðgunar- málum hefur hlutfall sakfellinga verið á bilinu 31–66% fyrir héraðs- dómi. Áréttað skal að í frétt blaðsins á fimmtudag um kynferðisbrot sem byggð var á tölum úr ársskýrslu ríkissaksóknara, var fjallað um nauðgunarmál, þ.e. þann flokk kyn- ferðisbrota sem varða við 194.–198. gr. almennra hegningarlaga. Flest mál enda með sakfellingu Kynferðisbrot gegn börnum HARALDUR Sigurðsson, prófessor í eldfjallafræði og haffræði við Há- skólann í Rhode Island í Bandaríkj- unum, hefur ákveðið að færa Íslandi að gjöf safn sitt er snertir eldgos og eldvirkni. Sam- anstendur safnið m.a. af fræðibók- um, greinum og myndböndum auk fjölmargra listaverka og er hugmynd Har- aldar að mynda með því vísi að Eld- fjallasafni Íslands ef viðunandi að- stæður verða fyrir hendi til að veita safninu móttöku. Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær að kosta heimflutning á safngripunum og leggja fram eina milljón króna í því skyni. Haraldur sem hefur ákveðið að flytja búferlum til Íslands hefur jafn- framt sett fram þá hugmynd að safn- inu verði fundinn staður í Stykk- ishólmi sem er heimabær hans. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri mjög mikilvægt fyrsta skref hjá ríkisstjórninni sem hann væri þakklátur fyrir. Vegleg gjöf Haraldur sneri sér upphaflega til samgönguráðherra með hugmynd sína. Gerði hann viðeigandi ráðu- neytum viðvart og var skipuð sam- ráðsnefnd til að fara yfir málið. Fram kemur í minnisblaði sem lagt var fram á ríkisstjórnarfundi í gær að gögn bendi til að safnið sé einstakt og því um veglega gjöf að ræða. Hug- mynd um stofnun Eldfjallasafns sé þó skammt á veg komin og erfitt sé að leggja faglegt og rekstrarlegt mat á hana fyrr en safnkosturinn sé kom- inn til landsins. Þá segir að mennta- málaráðuneytinu verði falin frekari skoðun málsins, m.a. hugsanleg tengsl við Náttúruminjasafn Íslands, bæjaryfirvöld í Stykkishólmi og ef til vill fleiri. „Ísland er mikið eldfjallaland og eldvirknin er nátengd sögu okkar og menningu og við þurfum að sinna frekar varðveislu og fræðslu á þessu sviði,“ segir Haraldur og telur að ekkert safn af þessum toga sé til í heiminum. Hann kveðst hafa gegn- um árin safnað listaverkum sem tengjast eldvirkni, með það fyrir augum að þau yrðu hluti af slíku safni. Mikilvægt væri að eldfjallasafn snerist ekki eingöngu um vísindin sjálf heldur og menningu, listir og sögu. Þá sagði hann mikilvægt að uppsetning væri lífleg, blanda af listaverkunum og fróðleik, m.a. með því að nota margmiðlunartækni. Staðsetning könnuð Næsta skref segir Haraldur vera að nefnd á vegum menntamálaráð- neytisins undirbúi málið og kanni t.d. hvar slíkt safn ætti best heima. Ein hugmyndin væri að hafa það nálægt eldfjalli og hann hefði sjálfur stungið upp á Stykkishólmi. Sagði hann Snæ- fellsnesið allt fallegt eldfjallasvæði og þar væri að finna nánast allar teg- undir af grjóti. Þá sagði Haraldur einnig mikilvægt að safnið væri stað- sett þannig að innlendir sem erlendir ferðamenn ættu greiðan aðgang að því. Vill gefa Íslendingum gögn og myndir á sérstakt eldfjallasafn Haraldur Sigurðsson Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.