Morgunblaðið - 15.01.2006, Page 8
8 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Framlög til þróunar-mála aukast mikiðá þessu ári. Á árinu
2004 fékk Þróunarsam-
vinnustofnun 486 milljónir
til reksturs og 718 milljónir
á síðasta ári. Á þessu ári
fær stofnunin 947 milljón-
ir. Framlög á þessu ári
aukast í reynd mun meira
vegna þess að framlög til
þróunarmála eru reiknuð í
dollurum og vegna gengis-
breytinga verður Þróunar-
samvinnustofnun með um
50% meira fjármagn til
ráðstöfunar á þessu ári en
því síðasta.
Stjórnvöld hafa markað þá
stefnu að 2008–2009 nemi útgjöld
til þróunarmála 0,35% af vergri
landsframleiðslu. Sameinuðu þjóð-
irnar hafa beint þeim tilmælum til
þjóða heims að þau verji 0,7% af
landsframleiðslu til þróunarmála.
Mjög fáar þjóðir í heiminum ná
þessu markmiði í dag. Árið 2003
nam framlag Íslands 0,19% af
landsframleiðslu.
Um þriðjungur af framlögum Ís-
lands til þróunarmála fer til Þróun-
arsamvinnustofnunar. Aðrar fjár-
veitingar fara til alþjóðastofnana,
sjóða og verkefna á sviði þróunar-
samvinnu. Dæmi um slík verkefni
eru framlög til neyðaraðstoðar,
framlög til Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar, Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar og Menning-
armálastofnunar SÞ. Einnig má
nefna framlög til UNICEF, Rauða
krossins og framlög til að lækka
skuldir fátækustu ríkja heims.
Ekki hægt að auka
framlögin hraðar
Sighvatur Björgvinsson, fram-
kvæmdastjóri Þróunarsamvinnu-
stofnunar, segir að í raun geti
stofnunin ekki aukið framlög hrað-
ar en þetta nema með því að taka
upp breytta stefnu. Stofnunin hafi
markað þá stefnu að undirbúa öll
verkefni vel, gera samning við
heimamenn og vinna verkefnin í
samvinnu við þá. Reynslan hafi
kennt mönnum að það sé árang-
ursríkt að vinna svona og eins séu
þessi vinnubrögð forsenda fyrir því
að stofnunin geti sjálf fylgst með
verkefnunum og fullvissað sig um
að settum markmiðum hafi verið
náð. Það sé að sjálfsögðu einnig
hægt að vinna að þróunarmálum
með því einfaldlega að afhenda
tékka yfir borðið, en þá sé ekki
hægt að fylgjast með því hvernig
peningarnir séu notaðir.
Þróunarsamvinnustofnun tók til
starfa árið 1981. Sighvatur segir að
í upphafi hafi menn farið út í verk-
efni án þess að setja sér stífar áætl-
anir um markmið. Þegar reynt hafi
verið að meta árangur af starfinu
hafi því raunverulega ekki verið
við neitt að miða. Vinnubrögð hafi
því breyst eftir því sem menn öðl-
uðust meiri reynslu á þessu sviði.
Nú sé eingöngu ráðist í verkefni
eftir að beiðnir hafi komi frá
heimamönnum. Þeir forgangsraði
því verkefnum. Þróunarsamvinnu-
stofnun leggi mikla vinnu í að af-
marka verkefni, vinna kostnaðar-
áætlun og greiðsluáætlun og
lýsingu á verkefnum. Þessi undir-
búningur og skipulagning geti tek-
ið allt upp í eitt ár áður en hafist sé
handa.
Þróunarsamvinnustofnun lætur
óháða aðila vinna úttekt á verkefn-
um á 2–3 ára fresti. Sighvatur seg-
ir að verkefnin gangi misvel og
skýringar á því séu ýmsar. Stund-
um þurfi menn einfaldlega að gefa
sér lengri tíma til að ná settum
markmiðum en upphaflega var
áætlað.
Þrátt fyrir aukin framlög hefur
fastráðnum íslenskum starfs-
mönnum fækkað, en meira er um
skammtímaráðningar á sérfræð-
ingum. Einnig hefur erlendum
starfsmönnum verið fjölgað. Sig-
hvatur segir mikilvægt að nýta
sérfræðiþekkingu heimamanna. Í
þróunarlöndunum sé víða vel
menntað fólk, sem m.a. hafi aflað
sér menntunar á Vesturlöndum.
Mikilvægt sé að stuðla að því að
þetta fólk nýti þekkingu sína og
starfskrafta í heimalöndum sínum.
Stjórn Þróunarsamvinnustofn-
unar hefur ákveðið að fara út í
verkefni í tveimur löndum til við-
bótar. Þessi lönd eru Srí Lanka og
Níkaragva. Í Srí Lanka stendur til
að vinna verkefni á sviði sjávarút-
vegs en í Níkaragva verður unnið
að verkefnum á sviði jarðhitamála.
Verið er að undirbúa verkefnið í
Srí Lanka.
Sighvatur segir að mikill jarðhiti
sé í Níkaragva. Stjórnvöld hafi fyr-
ir nokkrum árum einkavætt allan
orkugeirann. Við það hafi öll þekk-
ing á orkumálum tapast úr stjórn-
kerfinu. Hugmyndin sé að Íslend-
ingar aðstoði heimamenn annars
vegar við grunnrannsóknir á jarð-
hita og hins vegar við að semja við
einkaaðila um nýtingu á orkunni.
Sighvatur segir að þó að verk-
efni Þróunarsamvinnustofnunar
séu fjölbreytt hafi þess verið gætt
að dreifa ekki kröftunum um of.
Stofnunin einbeiti sér að verkefn-
um á sviði sjávarútvegs, jarðhita,
menntunar, heilbrigðis- og félags-
mála. Stofnunin vinni hins vegar
ekki að verkefnum á sviði sam-
göngumála, fræðslu um HIV-smit
eða því sem kallað hefur verið góð
stjórnsýsla.
Fréttaskýring | Unnið er að fjölbreyttum
verkefnum í þróunarsamvinnu
Fjárframlög
aukast mikið
Um 0,35% af landsframleiðslu eiga að
fara til þróunarmála á árunum 2008–09
Hjálparstarf kirkjunnar hefur meðal annars
unnið að vatnsverkefni í Mósambík.
Ný verkefni sett af stað í
Srí Lanka og Níkaragva
Þróunarsamvinnustofnun hef-
ur unnið að verkefnum í sam-
vinnu við heimamenn í Malaví,
Mósambík, Namibíu og Úganda.
Nú hefur verið ákveðið að vinna
einnig að verkefnum í Srí Lanka
og Níkaragva. Samtals fara 3
milljarðar til þróunarsamvinnu
og alþjóðastofnana. Tæplega 947
milljónir fara til Þróunarsam-
vinnustofnunar, 659 milljónir
fara til þróunarmála og alþjóð-
legrar hjálparstarfsemi og 1,4
milljarðar til alþjóðastofnana.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
NÝLEGA afhenti Elín Pálmadóttir
blaðamaður Þjóðminjasafni Íslands
kyrtilbúning Elínar Ólafsdóttur frá
Gerðakoti á Miðnesi til varðveislu.
Elín var fædd árið 1861 og lést
1946. Hún var seinni kona Árna Ei-
ríkssonar útvegsbónda í Gerðakoti.
Dótturdætur þeirra afhentu safn-
inu kyrtilinn í minningu Elínar.
Kyrtillinn er saumaður sam-
kvæmt hugmyndum Sigurðar Guð-
mundssonar málara upp úr 1870.
Hann er úr brúnu ullarefni og eru
bekkir neðan á pilsi og á ermum
með grísku munstri sem er eftir
Sigurð málara. Fylgir honum upp-
runalegur höfuðbúnaður, fald-
blæja, faldur og faldhnútur og gyllt
silfurkoffur sem gæti verið eftir
Sigurð Vigfússon fornfræðing og
silfursmið. Þá fylgdi gjöfinni rósa-
málaður kistill sem kyrtillinn var
ávallt geymdur í hjá afkomendum
Elínar eftir hennar dag og þar til
nú að hann er gefinn á Þjóðminja-
safnið.
Margrét Hallgrímsdóttir þjóð-
minjavörður veitti gjöfinni viðtöku
og sagði mikinn feng að kyrtlinum,
sem hefur þá sérstöðu að vera
einkar vel varðveittur jafnframt því
sem hann er brúnn að lit en það var
fremur fágætt sé miðað við þá
kyrtla sem varðveist hafa frá 19.
öld. Margrét þakkaði einnig þann
hlýhug sem lá að baki gjöfinni.
Elín Pálmadóttir afhendir Margréti Hallgrímsdóttur gjafabréf um kyrtil Elínar Ólafsdóttur. Viðstaddar afhend-
inguna voru, frá vinstri: Hrefna Róbertsdóttir sviðsstjóri rannsókna- og varðveislusviðs Þjóðminjasafnsins, Elsa
Guðjónsson, fyrrverandi deildarstjóri textíl- og búningadeildar Þjóðminjasafnsins, Elín Pálmadóttir blaðamaður,
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Lilja Árnadóttir, fagstjóri munasafns Þjóðminjasafnsins.
Kyrtill Elínar Ólafsdóttur
afhentur Þjóðminjasafni Íslands