Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Tilraunir til að ná sam-komulagi um alþjóðleg-an samning um aukiðfrelsi í viðskiptum meðlandbúnaðarvörur á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnun- arinnar (WTO) og skýrsla um mat- vöruverð á Norðurlöndunum hafa ýtt undir kröfur um að gerðar verði breytingar á þeirri landbúnaðar- stefnu sem hér hefur verið rekin. Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag og næsta sunnudag verður fjallað um stefnu stjórnvalda í land- búnaðarmálum, útgjöld til landbún- aðar, matarverð og þá möguleika sem eru til hagræðingar í landbún- aði. Saga íslensks landbúnaðar á síð- asta aldarfjórðungi 20. aldar er saga ríkisafskipta og tilrauna til að hafa stjórn á breytingum sem að nokkru leyti voru óhjákvæmilegar. Þegar stjórnvöld áttuðu sig á að framleiðsla á búvörum var miklu meiri en mark- aður var fyrir innanlands brugðust menn í fyrstu við með því að flytja út búvörur með stuðningi ríkisins, að- allega lambakjöt. Þegar kostnaður við þennan útflutning var orðinn óheyrilegur var ákveðið að afnema allar útflutningsbætur og gera bændur sjálfa ábyrga fyrir þeim kostnaði sem fylgdi útflutningi. Til að tryggja að framleiðsla á mjólk og lambakjöti væri í einhverju samræmi við neyslu á innanlands- markaði var á níunda áratugnum byggt upp viðamikið framleiðslustýr- ingarkerfi. Í upphafi tíunda áratug- arins má segja að búið hafi verið að hnýta mjólkurframleiðsluna og sauð- fjárframleiðsluna í kerfi sem var mjög miðstýrt hvort sem horft er á framleiðslu, verðlagningu eða annað. Stjórnvöld ákváðu hvað hver og einn bóndi mátti framleiða og stjórnvöld, bændur og aðilar vinnumarkaðarsins ákváðu heildsöluverð á markaði og verð til bænda. Margir standa sjálf- sagt í þeirri trú að þannig sé kerfið enn þann dag í dag, en það er ekki rétt. Miklar breytingar hafa orðið í landbúnaði á síðustu 10–12 árum. Ekki hægt að viðhalda óbreyttu kerfi Mestar breytingar hafa orðið í rekstrarumhverfi sauðfjárræktar- innar. Þessar breytingar urðu ekki nema að litlu leyti vegna þrýstings frá bændum eða neytendum. Kerfinu var breytt vegna þess að það var komið í þrot og bæði bændur og stjórnvöld urðu sammála um að það væri ekki hægt að viðhalda því. Það gekk einfaldlega ekki upp að vera með opinbera verðlagningu á lamba- kjöti á meðan verðlagning á svína- kjöti og kjúklingum var frjáls. Af- urðastöðvum var gert að tryggja sauðfjárbændum ákveðið verð í upp- hafi sláturtíðar en sveigjanleg verð- lagning gerði framleiðendum svína- kjöts og kjúklinga kleift að ná sér í sífellt stærri markaðshlutdeild. Menn voru einfaldlega að verðleggja lambakjötið út af markaðinum. Þar að auki leiddi kvótakerfið samhliða minni markaðshlutdeild lambakjöts til þess að búin minnkuðu og urðu óhagkvæmari í rekstri. Árið 1996 gerði ríkið samning við sauðfjárbændur sem fól í sér frjálsa verðlagningu á lambakjöti og jafn- framt var þeim gert kleift að fram- leiða eins og þeir vildu. Einu afskipti sem stjórnvöld hafa af sauðfjárfram- leiðslunni í dag er að gera árlegt samkomulag við bændur um að visst hlutfall af framleiðslunni fari á er- lenda markaði. Það er eftir sem áður bændanna og afurðasölufyrirtækj- anna að verðleggja kjötið, hvort sem það er selt innanlands eða erlendis og þar þurfa þeir að taka tillit til markaðsaðstæðna eins og aðrir framleiðendur. Sauðfjárbændur fá eftir sem áður beingreiðslur frá ríkinu, en sam- kvæmt fjárlögum þessa árs verða þær 2.983 milljónir króna. Margir stunda sauðfjárbúskap sem hlutastarf Afkoma bænda í sauðfjárrækt hef- ur lengi verið léleg. Hún hefur þó að- eins batnað síðustu tvö árin, en árs- tekjur sauðfjárbónda með meðalbú voru tæplega ein milljón króna árið 2004 samkvæmt tölum Hagþjónustu landbúnaðarins. Segja má að sauð- fjárrækt í dag sé í mörgum héruðum aðeins hlutastarf. Stór hluti sauðfjár- bænda aflar annarra tekna samhliða bústörfum annaðhvort hluta úr ári eða allt árið. Margir bændur eru hins vegar þannig í sveit settir að þeir eiga erfitt með að sækja vinnu utan búsins. Vegna lélegrar afkomu ein- kennist atvinnugreinin af stöðnun. Það er lítið um fjárfestingar. Sauð- fjárframleiðendum hefur fækkað talsvert á seinni árum og búin hafa farið stækkandi en sú þróun hefur þó verið miklu hægari en í mjólkurfram- leiðslunni. Búin eru því enn tiltölu- lega lítil. Þó að staða sauðfjárræktarinnar sé betri í dag en fyrir þremur árum má segja að hún sé eftir sem áður mjög veik. Ef verð á lambakjöti myndi lækka umtalsvert eru veru- legar líkur á að sauðfjárræktin myndi hrynja á vissum landsvæðum og þá einkum þar sem bændur hafa átt erfitt með að afla sér tekna með vinnu utan búsins. Það ber að hafa í huga að meðalaldur sauðfjárbænda er hár og nýliðun í greininni er lítil. Það eru ekki allir sammála um að staða greinarinnar sé þetta veik og hefur m.a. verið bent á möguleika sem liggja í útflutningi, en búið er að leggja mikla vinnu og talsvert mikla fjármuni í markaðsstarf fyrir lamba- kjöt erlendis. Verðið sem fæst fyrir þennan útflutning er hins vegar enn mun lægra en á innanlandsmarkaði og hátt gengi krónunnar hefur valdið útflytjendum erfiðleikum. Bændur fengu í haust um 200 krónur fyrir kíló fyrir útflutt lambakjöt, en um 340 kr/kg fengust á innanlandsmark- aði fyrir utan beingreiðslur. Bændur geta keypt sig frá útflutn- ingsskyldu samkvæmt kerfi sem er of flókið mál til að útskýra og hafa talsvert margir bændur nýtt sér það. Það segir kannski eitthvað um trú bænda á þennan útflutning að þeir skuli vera tilbúnir að leggja á sig kostnað til að komast hjá útflutningi. Miklar fjárfestingar í mjólkurframleiðslu Þróunin í mjólkurframleiðslu hef- ur verið allt önnur en í sauðfjárrækt. Markaðsaðstæður í greininni hafa verið aðrar en í sauðfjárræktinni og kannski einmitt þess vegna hafa ekki verið gerðar eins miklar breytingar varðandi framleiðslukerfið og verð- lagninguna. Markaðsaðstæður hafa ekki knúið menn til breytinga. Það hefur því ekki verið gerð breyting Fréttaskýring | Um 8.180 milljónir fara í framleiðslustyrki í landbúnaði á þessu ári samkvæmt fjárlögum Stuðningskerfi í sauð- fjárrækt var komið í þrot Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stuðningskerfi við sauð- fjárrækt var komið í þrot um miðjan síðasta áratug og því neyddust stjórnvöld til að breyta því. Breytingar hafa einnig orðið í mjólkurfram- leiðslu, en styrkjakerfið sjálft hefur ekki breyst eins mikið. Egill Ólafsson skoðar land- búnaðarkerfið og þær breyt- ingar sem kunna að vera framundan. ÞAÐ má segja að mjög ólíkar kröfur séu gerðar til landbúnaðarins. Sumir líta svo á að fjárframlög ríkisins til landbúnaðarins séu hluti af aðgerð- um til að viðhalda byggð í landinu. Aðrir líta svo á að það verði að gera þær kröfur til landbúnaðarins að hann lúti samkeppnisreglum eins og annar atvinnurekstur í landinu. Það má deila um hvort stjórnvöld hafi með skýrum hætti kveðið upp úr með að framlög til landbúnaðarins séu hluti af byggðaaðgerð. Það er nauðsynlegt að hafa í huga að bein- greiðslur til bænda voru upphaflega niðurgreiðslur og yfirlýstur tilgangur þeirra var að lækka verð til neytenda. Stjórnvöld hafa á vettvangi WTO skilgreint beingreiðslur til sauð- fjárbænda sem byggðastyrki. Þessi skilgreining er talin uppfylla reglur WTO þó að athugasemdir hafi raunar verið gerðar við þetta. Beingreiðslur til kúabænda eru hins vegar ekki skil- greindar sem byggðastyrkir heldur sem framleiðslustyrkir. Búvörulög, sem sett voru 1993, setja landbúnaðinn í talsvert annað umhverfi en aðrar atvinnugreinar búa við. Litið hefur verið svo á að sam- keppnislög gildi ekki um landbún- aðinn vegna ýmissa ákvæða í bú- vörulögum. Á að skera á tengsl landbún- aðarstefnu og byggðastefnu? Svo er að sjá sem það sé ágrein- ingurinn um hvort landbúnaðurinn eigi að vera hluti af byggðastefnu eða ekki, bæði meðal þeirra sem hart gagnrýna landbúnaðarkerfið og einn- ig meðal bænda. Dr. Jón Þór Sturluson, for- stöðumaður Rannsóknarseturs versl- unarinnar, sagði nýverið á fundi um matarverð og landbúnaðarstefnuna, að líta ætti á landbúnaðinn sömu augum og menningarmálin, þ.e. að landbúnaðurinn hefði gildi fyrir Ísland með sama hætti og menningin hefði gildi fyrir þjóðina. Með öðrum orðum, að ekki ætti að gera sömu kröfu til landbúnaðarins um arðsemi og gerð er til annarra atvinnugreina. Jón Þór er í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa landbúnaðarkerfið og talið nauðsyn- legt að gera á því breytingar, m.a. að lækka tolla og auka frjálsræði í við- skiptum. Margir í þessum hópi eru þeirrar skoðunar að reka eigi land- búnaðinn eins og hverja aðrar at- vinnugrein óháð allri byggðastefnu. Bændur eru heldur ekki sammála um hvort tengja á landbúnaðinn við byggðastefnu eða ekki. Margir kúa- bændur vilja alls ekki líta á landbún- aðinn og þá ekki hvað síst mjólk- urframleiðsluna sem einhvern hluta af byggðastefnu. Meðal þeirra er Guðmundur Lárusson, bóndi á Stekk- um í Árnessýslu og fyrrverandi for- maður Landssambands kúabænda. „Það er ekki hægt að fylgja fram þessum tveimur markmiðum, annars vegar að krefja landbúnaðinn um lág- marksverð og hins vegar að ætla honum að viðhalda einhverri óskil- greindri byggðastefnu. Ef farið er að líta á beingreiðslur til bænda, sem ég lít á sem niðurgreiðslur á vöruverði, sem stuðning við byggð þá eru menn komnir inn á mjög hættulega braut,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að aðstæður til að framleiða mjólk á Íslandi séu að mörgu leyti góðar. Búin þurfi hins vegar að stækka enn meira og skipta þurfi um kúakyn. Þetta tvennt séu forsendur fyrir því að hægt sé að reka mjólkurframleiðslu á Íslandi sem geti staðist samkeppni. Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíð- bakka II, Landeyjum, er sammála Guðmundi. Hann segist ekki kæra sig um að stunda kúabúskap á þeirri for- sendu að hann sé að viðhalda byggð í landinu. Hann segist ekki vera hrif- inn af þeirri hugmynd að skilgreina landbúnaðinn sem einhvers konar menningarstarfsemi. Hann segist vilja fá frelsi til að reka sinn búskap á sem hagstæðastan máta. Það séu miklir ónýttir möguleikar til hagræðingar í mjólkurframleiðslunni með stækkun búa og með því að flytja inn nýtt kúakyn. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, horfir á þessi mál frá dálítið öðru sjónarhorni. Hann segir að það verði ekki litið framhjá því að landbúnaðurinn eigi stóran þátt í því að viðhalda byggð í sveitum landsins og menn eigi að horfa á þær greiðslur sem renna frá ríkinu til landbúnaðarins í því ljósi. Hann bend- ir einnig á að í mörgum héruðum hafi greinar sem tengjast landbúnaðinum stuðning af sauðfjárrækt og mjólk- urframleiðslu. Hann bendir á ferða- þjónustu, smáiðnað og ýmsa aðra starfsemi í sveitum. Ef hrun verði í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu komi það niður á öðrum greinum sem hafa verið að eflast á síðustu árum. Eru styrkir til landbúnaðar hluti af byggðastefnu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.