Morgunblaðið - 15.01.2006, Síða 16

Morgunblaðið - 15.01.2006, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir 20 árum, í janúar 1986var í Reykjavík stofnað al-mannatengslafyrirtækiðKynning Og Markaður –KOM, sem er elsta starf- andi fyrirtækið á þessum vettvangi. „Ég stofnaði þetta fyrirtæki með Indriða G. Þorsteinssyni rithöfundi,“ segir Jón Hákon Magnússon sem enn rekur umrætt fyrirtæki. „Indriði hætti nokkrum mánuðum eftir stofnunina til að taka aftur við sem ritstjóri dagblaðsins Tímans, en þar höfðum kynnst, ég sem blaðamað- ur og hann sem ritstjóri. Indriði var minn lærifaðir í blaða- mennsku.“ Varstu mjög fákunnandi þegar þú komst undir handarjaðar Indriða? „Ég var svo kornungur þegar ég kom til starfa sumarmaður í blaða- mennsku og ljósmyndun á Tímanum að ég held að það met sé ekki slegið enn, ég var aðeins 16 ára gamall. Auð- vitað var ég því fákunnandi en ég fékk góða handleiðslu hjá Indriða eins og fjöldi annarra blaðamanna.“ Stofnaði KOM atvinnulaus eftir að Hafskip steytti á skeri Hvers vegna var fyrirtækið KOM stofnað? „Ég er menntaður í Ameríku í fjöl- miðla- og stjórnmálafræði og hafði kynnst þar vestra almannatengslum og sá að það kæmi að því að slík starf- semi yrði innleidd hér sem annars staðar. Hún kitlaði mig því, þessi hug- mynd. Svo gerðist ýmislegt eins og í lífinu yfirleitt, – ég tók U-beygju í starfi og gerðist framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Hafskip. Þegar það fyrirtæki steytti á skeri varð ég atvinnulaus og þá sá ég fram á það að enginn vildi ráða mig í vinnu, enginn vildi þá koma nálægt Haf- skipsmönnum, ég hlyti því að verða atvinnulaus. Ég tók því þá ákvörðun í janúar 1986 að stofna almanna- tengslafyrirtæki, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Indriði kom inn í þetta af því að við vorum góðir vinir og hann var þá hættur á Tímanum. Það var gott að hafa hann nálægt sér. Ég var um þetta leyti atvinnulaus og fátækur með konu og tvö lítil börn. Það vildi mér til happs að Höskuldur Ólafsson bankastjóri Verslunarbank- ans hafði tiltrú á mér og veitti mér lán svo ég gat byrjað starfsemina í hús- næði við Aðalstræti. Fyrsti viðskiptavinur minn var Brynjólfur Bjarnason í Granda, ég fór í gegnum samrunaferli með honum þegar BÚR og Ísbjörninn voru sam- einuð undir nafninu Grandi. Ég hef verið ráðgjafi Brynjólfs allar götur síðan í þessum málum.“ Það þótti veikleikamerki að leita til almannatengslafyrirtækis Var mikil þörf á svona fyrirtæki? „Já það var mikil þörf en lítill skiln- ingur stjórnenda fyrirtækja á að þeir þyrftu að stunda skipulögð almanna- tengsl fyrir hönd fyrirtækja sinna. Í þá daga voru forstjórar gjarnan í „fílabeinsturnum“, – það þótti veik- leikamerki að leita sér aðstoðar á þessu sviði.“ Hvenær breyttist þetta? „Þetta hefur verið að breytast hægt og rólega, meðal annars vegna tilkomu fyrirtækja eins og KOM, sem veita faglega þjónustu. Fólk áttar sig ekki á því að það er talsverður munur á almannatengslum og auglýsingum. Auglýsingabransinn eru miklu eldri hér en auglýsingar og almannatengsl eru greinar af sama meiði, aðferðafræðin er bara allt önn- ur. Leiðtogafundurinn haustið 1986 fyrsta stóra verkefnið Stærsta verkefni okkar, sem kom í október 1986, var leiðtogafundurinn þegar þeir hittust Reagan og Gorbac- hev í Reykjavík. Það var Matthías H. Mathiesen utanríkisráðherra sem bað mig um að annast alla framkvæmd og skipulag á fjölmiðlastarfinu í kringum fundinn. Þá fór starfsmannafjöldinn hjá KOM úr þremur í 62 á nokkrum dögum, flesta starfsmennina sóttum við upp í háskóla, tæmdum næstum Guðfræðideildina þar, þeir töluðu svo mörg tungumál guðfræðinemarnir. Eftir fundinn fór svo starfsmanna- fjöldinn aftur niður í þrjá menn, en þetta verkefni skaut styrkum stoðum undir starfsemi KOM. Núna starfa hjá fyrirtækinu níu manns. Þetta verkefni varð og til þess að forsætisráðherra Möltu kom að máli við mig og bað mig að hjálpa þeim að skipuleggja leiðtogafund Bush eldra og Gorbachev á Möltu 1989.“ Breyta almannatengsl miklu í kynningu á fyrirtækjum? „Já, það hefur breyst mikið á þess- um vettvangi á undanförnum 20 ár- um. Nú leita fyrirtæki, stofnanir og samtök í auknum mæli til almanna- tengslafyrirtækja – auk þess eru mörg þeirra komin með almanna- tengslafulltrúa innanhúss. Við erum samt talsvert á eftir hin- um Norðurlöndunum í þessum efn- um, þrátt fyrir að við séum yfirleitt fljót til að tileinka okkur allar nýjung- ar. Það eimir ennþá eftir af því að fyrirtæki kunni ekki að nota sér þá fagmennsku í samskiptatækni sem almannatengslafyrirtæki bjóða upp á, – menn telja sig vita betur. Við höfum í vaxandi mæli erlenda viðskiptavini og það er gífurlega mik- ill munur að vinna fyrir þá eða Íslend- ingana, þeir kunna miklu betur að nota sér fyrirtæki eins og KOM. Forstjórar fyrirtækja í Bandaríkj- unum og Bretlandi segja að það sé viðvarandi forgangsverkefni þeirra að standa vörð um ímynd fyrirtækj- anna og sjá um að fjölmiðlatengsl og samskiptatækni sé fyrsta flokks.“ Skiptir þetta miklu máli fyrir við- gang fyrirtækja og einstaklinga? „Við erum ekki með starfsemi fyrir einstaklinga en þetta skiptir miklu máli fyrir fyrirtæki, góð ímynd er ein- hvern verðmætasta eign hvers fyrir- tækis.“ Hverjir eru ykkar helstu erlendu viðskiptavinir? „Það eru m.a. Alcoa, VISA Europe, Economist og fleiri. Það er alveg ljóst að þessi grein á eftir að stóreflast hér eins og annars staðar. Það sýnir sig að almannatengslabransinn er að sækja fram og er að komast fram úr auglýsingamarkaðinum, bæði hér á landi og erlendis. Við erum búnir að vera í þessum bransa í 20 ár – en þeir njóta sjaldnast eldanna sem fyrstir kveikja þá.“ Góð ímynd verðmætasta eign fyrirtækis Um þessar mundir er almannatengslafyrirtækið KOM 20 ára. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Jón Hákon Magnússon eiganda KOM, sem stofnaði það ásamt Indriða G. Þorsteinssyni. KOM var fyrsta fyrirtækið sinnar tegundar á Íslandi. Morgunblaðið/Þorkell Jón Hákon Magnússon stofnaði Kynningu og markað 15. janúar árið 1985. Að baki honum er minjagripur um leiðtogafundinn í Reykjavík 1986. Morgunblaðið/Þorkell Sigurður Sverrisson, Ólafur G. Guðlaugsson, Sigrún Kristinsdóttir, Jón Hákon Magnússon, Þorsteinn G. Gunnarsson og Hulda Bjarnadóttir á skrifstofu Kynningar og markaðar. Nú starfa níu manns hjá fyrirtækinu. ’Bandaríkjamenn eiga skilið aðfá betri svör frá væntanlegum hæstaréttardómara.‘ Edward Kennedy , öldungadeild- arþingmaður, eftir að hafa hlýtt á mál- flutning Sameule Alito, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur útnefnt sem hæstaréttardómara. Bandaríksum demó- krötum þykir Alito skyndilega hafa tekið upp „skoðanaleysi“ í flestum stærstu álitamálum samfélagsins. ’Ég er furðu lostinn yfir því aðþessir menn, sem við höfum veitt búseturétt í Danmörku, þar sem þeir búa sjálfviljugir, skuli nú fara um arabalöndin og kynda undir óvild gegn Dan- mörku og Dönum.‘Anders Fogh Rasmussen , forsætisráð- herra Danmerkur, sem segir danska músl- ímaleiðtoga hafa haft í frammi „rang- færslur“ um Danmörku á ferð sinni um Mið-Austurlönd í desembermánuði. Til- efni deilunnar er tekningar af Múhameð spámanni sem danskt dagblað birti fyrir áramót. ’Ofbeldi getur leynst áólíklegustu stöðum og þar sem síst skyldi.‘Guðrún Jónsdóttir , talskona Stígamóta, um tildrög auglýsingaherferðar samtak- anna. Þegar skyggja tekur koma í ljós áverkar á konunum og barninu á auglýs- ingaskiltunum; Mónu Lísu og Madonnu með barnið. ’Fyrst eyðileggja þeir máliðog síðan reyna þeir að eyði- leggja okkur og fjölskyldur okk- ar með því að láta okkur ekki í friði þótt við viljum ekkert við þá tala.‘Annar piltanna sem lagði fram kæru á hendur manninum sem svipti sig lífi eftir umfjöllun DV, í viðtali í Kastljósinu. ’Ég skil það vel að aðrir fjöl-miðlar telji sig hafa fundið blóð- lyktina þegar þetta kemur upp á og það er ekki heiðarlegt.‘Jónas Kristjánsson , fyrrverandi ritstjóri DV, í Blaðinu 11. janúar. ’Þetta ætti ekki að eiga sér staðár eftir ár.‘Anwar Sadiqi , sem varð vitni að því er hundruð manna tróðust undir í mikilli mannþröng á hajj-trúarhátíð múslíma í Sádi-Arabíu á fimmtudag. ’Maður fann þarna að fólk errólegt og háttvíst en mjög ákveðið og sannfært um að þess- ar framkvæmdir séu til ills eins.‘Sigþrúður Jónsdóttir , talsmaður Áhuga- hóps um verndun Þjórsárvera, eftir fjöl- sóttan fund til stuðnings verndun ver- anna. ’Við munum beita fullri hörku íþessum málum til að hinn stóri meirihluti löghlýðins og heiðarlegs fólks þurfi ekki að líða fyrir framkomu fárra einstaklinga og fjölskyldna, sem halda, að ekk- ert tillit þurfi að taka til ann- arra.‘Tony Blair , forsætisráðherra Bretlands, er hann hratt af stað herferð gegn andfélagslegri hegðan í heimalandi sínu. ’Ætlast er til að starfsfólkiðhlaupi hraðar og hraðar. Spara, spara.‘Guðrún Kristjónsdóttir, sjúkraliði á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, sem gagnrýnir sparnað á sjúkrahúsinu og það sem hún kallar ópersónuleika og hroka í garð starfsfólksins. ’Fyrir þá sem leggja mest uppúr brúðkaupsferðinni getur það verið góður kostur að giftast hér á Arlanda.‘Talsmaður Arlanda-flugvallar í Svíþjóð en mjög færist í vöxt að fólk láti gefa sig sam- an í flugvallarbyggingunni. ’Þeir hefðu getað fengið kjúk-lingabringur hjá okkur ef þeir hefðu viljað það.‘Friðrik Mar Guðmundsson , fram- kvæmdastjóri Matfugls ehf. eftir að til- kynnt var að landbúnaðarráðuneytið hefði auglýst eftir umsóknum til innflutnings á 50 tonnum af kjúklingum með lágum toll- um. Friðrik segir fyrirtækið eiga nóg af kjúklingabringum um þessar mundir. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.