Morgunblaðið - 15.01.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.01.2006, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ M iðaldra maður strýk- ur sér um höfuðið og talar lágt en ákveðið í hljóðnema. „Þessi maður myrti föður minn og kveikti í heimili mínu,“ segir hann og horfir niður í jörðina. Nokkrum metrum frá stendur karl- maður í bleikum fangabúningi. Þetta er hinn meinti morðingi. Þeir voru nágrannar og unnu saman. Fanginn muldrar eitthvað og neitar öll- um sakargiftum. Kliður fer um mannfjöldann, um 150 manns á öllum aldri. Fólkið raðar sér á bekki undir bárujárnsþaki, að hluta til undir berum himni. Níu dómarar sitja í röð við borð. Fólk réttir upp hönd til að biðja um hljóðnem- ann, segja frá því sem hinn ákærði gerði og spyrja spurninga. „Ég segi ykkur það í fullri alvöru, að þessi maður hefur margt á samviskunni,“ endurtek- ur maðurinn með hljóðnemann. Ég hvessi aug- un á þann ákærða, hnykla brýr og verð að við- urkenna að þetta er harla óvenjulegur laugardagsmorgunn. Sá fólk drepið frá felustað sínum Kona í rauðu pilsi og með sólgleraugu í hárinu, bendir á fangann. „Hann drap ná- granna mína,“ fullyrðir hún ákveðin. Fleira hefur hún ekki að segja og lætur hljóðnemann frá sér. Þetta er í annað skipti sem fanginn kemur fyrir réttinn. Laugardag fyrir viku stóð hann einnig frammi fyrir mannfjöldanum. Þá náðist ekki að klára vitnisburðina. Maðurinn hefur verið í fangelsi frá fjöldamorðunum 1994 án þess að réttað hafi verið yfir honum. Með hinni nýju leið ríkisstjórnarinnar til að ljúka málum standa nú þúsundir fanga eins og hann frammi fyrir almenningi í Rúanda, meðan gaumgæft er hvað þeir gerðu á sínum tíma. Fólk stígur fram og segir það sem það veit. Á bekk fyrir aftan fangann húka tveir aðrir sem bíða eftir að verða kallaðir upp. Almenn- ingi mun einnig gefast tækifæri til að segja það sem hann veit um gjörðir þeirra. Á þessum stað fara fram vitnisburðir á hverjum laugar- dagsmorgni klukkan hálf tíu og tilkynnt er fyr- ir hvert skipti hverjir verði kallaðir til leiks. Þetta er einn af mörgum dómstólum í höfuð- borginni Kigali – svokallaður gacaca-dómstóll sem byggist á gamalli hefð í Rúanda og var út- færður sérstaklega til að taka á fjöldamorð- unum. Karlmaður fyrir aftan mig kveður sér hljóðs. Hann strýkur yfirvaraskeggið reglulega og talar rólega en dálítið eins og hann sé í öðrum heimi. Þetta er nágranni fangans sem lýsir því í löngu máli hvernig maðurinn hafi átt byssu og notað hana ótt og títt. Flestir í fjöldamorð- unum voru annars drepnir með stórum, breið- um hnífum. Ungur maður segir að hann hafi séð hinn ákærða myrða tvær manneskjur. Sjálfur lá hann og faldi sig en sá allt saman út um lítið gægjugat. Sumir tala lengi, aðrir stutt. Margir eru 12 ár eru liðin frá þjóðarmorðun- um í Rúanda. Löngu eftir að þeim lauk hafði ekki enn verið réttað yf- ir meira en hundrað þúsund manns sem setið höfðu í fangelsi um árabil, sakaðir um að hafa tekið þátt í morðunum. Fjöldinn var slíkur að ljóst var að óratíma tæki að fara hefðbundna dómstólaleið með öll málin – allt upp í 150 ár. Sigríður Víðis Jónsdóttir var einn laugardagsmorgun viðstödd þegar reynd var ný sáttaleið til að útkljá það sem gerðist í Rúanda. Drengur í Rúanda. Forseti landsins hefur hvatt unga sem aldna til að líta fyrst og fremst á sig sem Rúandabúa en ekki hútúa eða tútsa. Leitast er við að ná sáttum eftir fjöldamorðin fyrir 12 árum. ’Kona í rauðu pilsi ogmeð sólgleraugu í hárinu bendir á fangann. „Hann drap nágranna mína,“ fullyrðir hún ákveðin.‘ „Þessi mað- ur myrti föður minn“ .E*E8F #$     :$G $$ %  & '      E,$8$G$F*?           * E $  8 $ &()(     Morgunblaðið/Sigríður Víðis Jónsdóttir Gacaca-dómstóll í Rúanda. Karlmaður ber vitni um glæpi sem maðurinn í bleika fangabúningnum drýgði í fjöldamorðunum árið 1994. Fólkið í hverfinu hlýðir á og leggur sitt til málanna. ’Fólkið á hverjum stað veit hvað gerðist. Það verður að hafa tækifæri til að koma fram og segja það sem það veit. Með þess hjálp reynum við að fá mynd af því sem gerðist.‘ GACACA er gömul leið í Rúanda til að leysa mál og ná sáttum. Sjálft orðið þýðir í raun gras og vísar í grasið sem fólk sat á í gegnum tíðina með- an það rökræddi og leysti deilur í samfélaginu. Samkvæmt hefðinni voru nokkrir útnefndir dóm- arar og hlustuðu á það sem fólk hafði um deilu- mál að segja. Í framhaldinu kváðu þeir upp úr- skurð. Þegar fangelsi Rúanda voru enn yfirfull af föngum, mörgum árum eftir fjöldamorðin 1994, ákvað ríkisstjórnin að útfæra hið hefðbundna gacaca til að takast á við vandamálið. Ljóst var að marga áratugi tæki að fara hefðbundna dóm- stólaleið með öll málin. Samþykkt var að koma á fót meira en 12.000 gacaca-dómstólum um land allt þar sem venju- legt fólk tæki málefni fanganna fyrir, yfirheyrði þá og hlýddi á vitnisburð almennra borgara um hvað gerðist á sínum tíma. Dómararnir í hinu nýja gacaca eru kosnir af fólki á hverjum stað fyrir sig. Þeir eru ólöglærðir en hafa undirgengist þjálfun á vegum ríkisins og dæma eftir þar til gerðum reglum. Þeir mega í mesta lagi dæma í fangelsi til 30 ára. Flestir hinna ákærðu hafa þegar afplánað 12 ár, eða frá því að morðunum lauk. Það kemur til frádráttar mögulegum dómi. Gacaca tekur einungis fyrir mál hins almenna borgara sem var þátttakandi í því sem átti sér stað. Þeir sem liggja undir grun fyrir að hafa skipulagt og hvatt til fjöldamorðanna þurfa að svara fyrir sakir sínar hjá þar til gerðum stríðs- glæpadómstól í Tansaníu. 12.000 dómstólar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.