Morgunblaðið - 15.01.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 15.01.2006, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Geir Þorsteinsson fædd-ist í Reykjavík árið1916 og hóf að loknugrunnskólaprófi nám íMenntaskólanum í Reykjavík, þar sem hann segir að jafnaðarmenn og kommúnistar hafi ráðið ríkjum á þeim árum og nán- ast kallað á að mótvægi myndaðist gegn þeim. Í skólanum gætti strax í byrjun fjórða áratugarins áhrifa frá hugmyndafræði þjóðernis- sósíalmismans sem náð hafði ítök- um í Þýskalandi. Snemma árs 1933 var Birgir Kjaran kosinn forseti Framtíðarinnar, málfundafélags MR, en Birgir var virkur félagi í nýlega stofnuðum Flokki þjóðern- issinna og var kjör hans pólitískum andstæðingum hans mikill þyrnir í augum. Þeim tókst að „steypa“ honum af stóli á vordögum, en ári síðar fékk hann uppreisn æru þeg- ar hann var kjörinn í embætti in- spector scholae og naut þar ómælds stuðnings skoðanabræðra sinna innan skólans. Áhrif þjóðernissinn- aðra námsmanna voru staðfest enn frekar í ársbyrjun 1935 þegar ann- ar fulltrúi þeirra var kosinn forseti Framtíðarinnar. Geir fór ekki var- hluta af átökum þessara andstæðu fylkinga og studdi þjóðernissinna heilshugar. „Kommúnistar voru við völd í skólanum, ef svo má segja, og ef menn voru ekki með þeim í flokki voru menn nánast lagðir í einelti. Síðan stofnaði Hitler eða ruddi veginn fyrir þjóðernissósíal- ismann og þannig myndaðist afl sem gat náð völdum í skólanum,“ segir Geir. Lærði þýsku af ræðum Hitlers Þegar Flokkur þjóðernissinna, sem aðhylltist kenningar nasista, var settur á laggirnar um svipað leyti, gekk Geir til liðs við hann. „Þetta var varla nokkur hreyfing, aðallega var um að ræða stráka sem voru í félaginu Framtíðin inn- an MR og kom tæpast pólitíkinni í landinu við í okkar huga, var nán- ast átómatískt. Það var kannski einn framsóknarmaður í skólanum en síðan var maður bara ann- aðhvort kommúnisti eða þjóðern- issósíalisti, aðstæðurnar voru ein- faldlega þannig. Menn voru með eða á móti. En það voru allt aðrar forsendur á þessum árum og erfitt fyrir fólk að skilja þær í dag. Það var líka miklu meira að gerast hjá hreyfingunni eftir að ég fór út til Noregs 1936, næstu tvö til þrjú ár- in voru aðal lætin. Ætli ég hafi ekki tekið þátt í einni göngu eða tveimur og tók ekki þátt í neinum slags- málum við kommúnista í tengslum við þær. Ég var aldrei neinn frammámaður í þessu starfi, frem- ur meðreiðarsveinn.“ Áhugi hans á Þýskalandi og stuðningur við ráðandi öfl þar fór þó vaxandi fremur en hitt á næstu misserum og í 6. bekk í mennta- skólanum hafði bekkjarbróðir hans frumkvæði að því að þeir færu, þrír skólafélagarnir, í einkatíma í þýsku hjá Bruno Kress. „Kress gaf okkur stundum blöð sem á voru skrifaðar ræður Hitlers við hin ýmsu tæki- færi. Mér er minnisstætt að þegar kom að vissum köflum í textanum var settur svigi til leiðsagnar fyrir lesendur/áheyrendur, þar sem stóð „húrrahróp“. Einhverjum línum seinna stóð síðan „meiri húrrahróp“ innan sviga og að síðustu að fagn- aðarlætin ættu að vera taumlaus. En við lærðum helv… mikið í mál- inu á tiltölulega stuttum tíma. Jón Ófeigsson, sem kenndi okkur þýsku, var alveg gapandi yfir þess- um skyndilegu og óvæntu fram- förum sem við höfðum tekið í tungumálinu. Eitt sinn átti ég að snúa einhverjum kafla af íslensku yfir á þýsku og gerði það svo að segja „spontant“, án þess að þurfa að hugsa mig um. Þetta skilaði sér í ágætum einkunnum.“ Árið 1936 hélt Geir til Noregs og hóf nám í verkfræði við Norges Tekniske Høgskole, Þrándheimi. Þjóðverjar réðust inn í Noreg og hertóku landið í apríl 1940. „Ég stundaði námið af kappi og var ekki mikið að velta fyrir mér stjórn- málum. En þegar Þjóðverjar lögðu undir sig Noreg lagðist skólahald í raun og veru niður. Sumir mót- mæltu hersetunni með því að halda til síns heima og aðrir voru kallaðir eða skráðu sig í norska herinn til að berjast. Við Íslendingarnir sát- um eftir og nokkrir Norðmenn sem höfðu samúð með málstað Þjóð- verja. Fyrir vikið kynntist ég þeim betur og ætli megi ekki segja að ég hafi verið í klíkunni. Ég hef hins vegar aldrei verið mikill hug- sjónarmaður og ekki sú manngerð sem berst í fylkingarbrjósti í slík- um efnum, en hvort sem menn vilja kenna um röð tilviljana eða for- lögum æxluðust málin með þessum hætti.“ „Virtist vera rétt leið“ Sama vor og hann lauk fyrri hluta prófi í verkfræði, í apríl 1941, gekk hann í norska nasistaflokkinn, Nasjonal Samling, og var veitt inn- ganga í hann réttum mánuði síðar. Í bók Ásgeirs Guðmundssonar, sagnfræðings, Berlínar-blús, segir: „Geir var tekinn í flokkinn 14. maí, og var félagsnúmer hans 37772. Leigusölum Geirs, hjónunum Borg- hild og Lorentz Lorck, var mikill ami að því að hafa hann í húsi sínu, því að hann fór ekki dult með stjórnmálaskoðanir sínar. Reyndu þau að losna við leigjandann, en það tókst ekki. Hjónin héldu því fram, að Geir hefði einnig verið í hinni einkennisbúnu hirð Quislings, og sömu sögu hafði norskur kunn- ingi hans að segja.“ Geir segir að við hernámið hefðu Þjóðverjar fyrirskipað lands- mönnum að láta útvarpstæki sín af hendi til að þeir gætu ekki hlustað á útvarpssendingar andstæðinga Þjóðverja. Ekki máttu aðrir eiga slík tæki en félagar í NS og var til viðbótar sett það skilyrði að þegar um fjölskyldu væri að ræða þyrfti meira en helmingur hennar að vera flokksbundinn og einnig að vera áskrifandi að málgagni NS, sem nefndist Fritt Folk. „Ég gekk fyrst og fremst í flokkinn til að geta fengið radíó, það var tekið af öðr- um en þeim sem voru félagar í hon- um. Það var ein ástæðan en auðvit- að studdi maður þennan málstað,“ segir Geir. „Þessi tími úti í Noregi er ákveðinn kafli og ég man hann ekki ýkja vel, það er orðið það langt síðan og útilokað fyrir mig í dag að segja hvað ég var að hugsa á þeim tíma. Á þessum tíma virtist þetta vera rétt leið en kannski leist manni miður á blikuna eftir því sem leið á stríðið.“ Í júlímánuði 1943, eftir að hafa m.a. starfað misserin þar á undan á flugvellinum í Værnes, í Hall- fjelledalen og á skrifstofu sem var á vegum þýska hernámsliðsins, lagði Geir land undir fót ásamt þremur norskum skólafélögum sín- um og hélt til Berlínar. Þar skráðu þeir sig í Die Technische Nothilfe, eða Tæknilegu neyðarhjálpina, oft- ast skammstafað TENO eða TN. Technische Nothilfe var stofnað ár- ið 1919 af yfirvöldum Weimar- lýðveldisins til að brjóta á bak aftur verkföll. Við valdatöku nasista árið 1933 varð hlutverk TENO að bregðast við neyðarástandi af ýmsu tagi er stofnaði almannaheill í voða. Árið 1937 var TENO innlimuð af Ordnungspolizei, undir yfirstjórn Heinrichs Himmlers, og gegndi svipuðu hlutverki og fyrr á stríðs- árunum, að því viðbættu að fást við framkvæmdir, enduruppbyggingu og ýmis önnur verkefni tæknileg eðlis í þágu heraflans. TENO þjón- aði þannig einkum verkfræðilegum tilgangi í gangverki SS-Polizei, en herinn yfirtók einnig hluta af TENO, sem urðu þá tæknideildir hersins, Technische Truppen. TENO var einkum skipuð verk- og tæknifræðingum, tæknimönnum og mönnum er höfðu menntun að fullu eða nokkru leyti í verklegum fram- kvæmdum, fjarskiptum, málma- vinnslu og skyldum sviðum. TENO var undir stjórn SS-Gruppenführer og Generalleutnant der Polizei, Hans Weinreich, frá júní 1937 til júní 1943, en frá þeim tíma og til stríðsloka undir stjórn SS- Gruppenführer og Generalleutnant der Polizei, Willy Schmelcher. Framan af stríðsrekstrinum voru margir meðlimir TENO yfir vana- legum herskyldualdri en að öðru leyti voru inntökuskilyrði þau sömu og hjá SS og lögreglu. Sveitirnar voru því vopnaðar og urðu ef þörf krafði að taka þátt í orrustum og öðrum hernaðaraðgerðum utan hefðbundins verksviðs þeirra. Eftir að styrjöldin braust út störfuðu sveitirnar að mestu í hernumdum löndum og að baki víglínunni hverju sinni, nánast óaðskiljanlegur hluti af Waffen-SS. Sveitirnar að- stoðuðu þannig við að koma aftur í gang iðjuverum sem orðið höfðu loftárásum bandamanna að bráð, flugvöllum o.s.frv., en komu einnig að framkvæmdum er voru í þágu almennra borgara eftir slíkar árás- ir. Þessar sveitir tóku þátt í að hreinsa skipgeng fljót, byggja bráðabirgðabrýr eða lagfæra þær sem orðið höfðu fyrir skemmdum, vegabótum, að halda lestarkerfinu ganghæfu, niðurbroti og eyðilegg- ingu hernaðarlegra mikilvægra mannvirkja á undanhaldinu o.s.frv. Hlutverk þeirra í stríðsrekstrinum var því mjög veigamikið. Árið 1943 var svo komið að 100 þúsund manns þjónuðu undir merkjum TENO. Heimtuðu að fara á austurvígstöðvarnar „Waffen-SS hefur líklegast þótt ástæðulaust að herinn réði yfir þessari deild og þótt hún betur sett í þeirra umsjá. TENO veitti hern- um auðvitað aðstoð en SS hefur þótt þörf á að grípa meir og meir inn í stjórnunina og trúlegast verið þeirrar skoðunar að það væri andsk… engin ástæða fyrir herinn að hafa þetta á sínum snærum,“ segir Geir. „Jafnframt þessu stóð „Vissum aldrei hvað biði okkar“ Með vissu er vitað um níu Íslendinga sem þjónuðu í SS- sveitum Þriðja ríkisins. Einn þeirra var Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Ræsis til ríflega þrjátíu ára. Hann lést í september síðastliðnum. Geir vildi aldrei segja frá lífs- reynslu sinni í seinni heimsstyrjöld en ræddi þó í ágúst 2003 við Sindra Freysson, með því skilyrði að viðtalið birtist að honum látnum. Geir Þorsteinsson þegar hann var um þrítugt. Liðsmenn úr TENO fá járnkrossinn af annarri gráðu fyrir stuðning þeirra við þýska flotann eftir að hann sætti árásum bandamanna við Frakklandsstrendur. Hnífsblað, sem í hafa verið greypt her- sveitarmerki. Þýskur örn með hakakross í klón- um og merki TENO. ’Ég gekk fyrst og fremst í flokkinn til að geta fengið radíó, það var tekið af öðrum en þeim sem voru félagar í honum. Það var ein ástæðan en auðvitað studdi maður þennan málstað.‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.