Morgunblaðið - 15.01.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 29
til nafnabreyting á deildinni en það
komst nú ekki til framkvæmda í
minni tíð þarna. Ég man það ekki
fyrir víst, en rámar þó í að ein-
hverjar bollaleggingar hafi verið
uppi um að kenna deildina við org-
anizion Todt, en sá náungi var at-
vinnumálaráðherra hjá Hitler fyrir
stríð. Ég þori samt ekki að fullyrða
hvort það sé rétt munað hjá mér.“
Aðspurður um hvernig á því stóð
að þeir félagar kusu þennan tíma
styrjaldarinnar til fararinnar, þegar
sigurganga Þjóðverja var sýnilega
á enda runnin og þeir áttu í vök að
verjast í baráttunni við andstæð-
inga sína, umfram allt á aust-
urvígstöðvunum, segir Geir að
ástæðan hafi kannski einmitt falist í
þessu slæma gengi. Þeir töldu með
öðrum orðum sérstaklega brýnt að
leggja sitt af mörkum í baráttunni
við kommúnista þegar á brattann
var að sækja.
„Við fórum nokkrir saman frá
Noregi, þetta voru samantekin ráð
hjá okkur. Einn af strákunum fékk
sennilega þessa hugmynd og við
hinir létum slag standa. Við tókum
lest til Þýskalands, sem fór beint í
gegnum Svíþjóð og var lokuð að
mig minnir þótt hún hafi sennilega
stöðvað alla vega einu sinni þar í
landi, síðan með ferjunni frá Kristi-
ansandi yfir til Þýskalands. Við
gengum allir til liðs við TENO og
vorum sendir til að fá lágmarks-
herþjálfun í búðum í Tékkóslóv-
akíu, sennilega í Brno, en vorum
þar á eftir sendir hver í sína áttina
og hittumst aldrei á þeim tíma sem
á þjónustu okkar stóð. Við gerðum
okkur fulla grein fyrir því fyrir
fram að ólíklegt væri að við héldum
hópinn og gerðum okkur ekki neina
rellu út af því, þannig var stríðið
einfaldlega. En það var skilyrði frá
okkar hendi að vera sendir á aust-
urvígstöðvarnar en ekki vestur. Við
vildum berjast við kommúnista en
höfðum ekkert sérstakt á móti hin-
um, Bretunum og Bandaríkjamönn-
unum. Ég fór þó aldrei á sjálfar
austurvígstöðvarnar, ég komst
aldrei svo langt,“ segir hann.
Aðspurður hvers vegna þeir
völdu að ganga til liðs við TENO í
stað þess að innrita sig einfaldlega
til baráttu á vígstöðvunum, segir
hann erfitt að skýra það út í dag en
þó megi benda á að hann hafði ekki
fengið herþjálfun áður, sem fækk-
aði óneitanlega kostunum, en hins
vegar útiloki hann ekki að hann
hefði valið þá leið síðar ef styrjöldin
hefði dregist á langinn. „TENO var
heljarstórt apparat en skiptist síð-
an í ótal minni hluta og ef ég man
rétt voru á bilinu 20–30 manns í
þeirri deild sem ég tilheyrði. Flest-
ir voru þeir iðnaðarmenn, enda
birtist tilgangur deildarinnar í nafni
KUNNUGT er um níu menn af íslensku
bergi brotna sem þjónuðu í SS-
sveitum Hitlers. Þeir voru:
Björn Sv. Björnsson (Fæddur í
Reykjavík 1909. Hóf störf hjá umboðs-
skrifstofu Eimskips í Hamborg árið
1930 og rak frá miðjum 4. áratugnum
eigið fyrirtæki þar í borg, til ársins
1938, en vann um skeið eftir það í
Danmörku. Vorið 1941 hóf hann störf
hjá þýskri verksmiðju í Hamborg og
gerðist sjálfboðaliði í Waffen-SS síð-
sumars 1941. Sendur til starfa
hjá stríðsfréttaritaradeild
SS í ársbyrjun 1942 og til
austurvígstöðvanna í kjöl-
farið. Hækkaður í tign og
gerður að SS-Sturmmann
vorið 1942 og að nýju um
haustið, þegar hann varð
gerður að SS-Unterschar-
führer, og gekk í framhaldinu í
foringjaskóla hjá Waffen-SS í
Bad Tölz. Þegar hann stóðst
loks próf var hann enn hækk-
aður í tign og gerður að SS-
Oberscharführer. Hann var í
kjölfarið gerður að yfirmanni
útibús stríðsfréttarit-
aradeildar í Kaupmanna-
höfn. Sumarið 1944 var
hann hækkaður í tign upp í
stöðu SS-Untersturmführer.
Um haustið hertók hann hús
danska útvarpsins með valdi, að
fyrirmælum yfirboðara sinna, og
var útvarpsstjóri þar um hríð.
Einnig ritstýrði hann harðskeyttu
SS-áróðurstímariti er út kom á
dönsku og kom á stuttbylgjusend-
ingum til Íslands. Sat í fangelsi í
Danmörku í eitt ár að stríði loknu.
Komst til Íslands með fiskibáti í
júní 1946, með viðkomu í
Svíþjóð. Hann bjó síðan um langt skeið
í Argentínu og öðrum löndum en
fékkst síðan m.a. við kennslu hér-
lendis. Hann lést 1998.
Geir Þorsteinsson (sjá grein).
Gunnar Guðmundsson Fæddur 1917 í
Reykjavík. Kom til Danmerkur vorið
1941, eftir ævintýralegt ferðalag um
hálfan hnöttinn. Var í fyrstu í þjónustu
þýsku leyniþjónustunnar í Kaup-
mannahöfn við að afla nýrra liðs-
manna. Gerðist sjálfboðaliði í fréttarit-
aradeild SS í byrjun júlí 1944, en
leystur frá störfum í byrjun mars
1945, eftir nokkurra mánaða veikindi.
Flutti til Íslands sumarið 1946 en rak
síðan frímerkjasölu í Kaupmanna-
höfn, en frá 1960 sölumiðstöð
fyrir kínverskar vörur. Dánarár
óvíst.
Hólmsteinn Kristjánsson
Sonur Sigurðar Kristjáns-
sonar ritstjóra og danskr-
ar konu. Búsettur í Dan-
mörku en íslenskur
ríkisborgari að því er
virðist. Lést 1945, 18 ára
gamall.
Jón Óli Strömberg
Karlsson Fæddur 1910 á
Akureyri. Lærði raf-
virkjun í Þýskalandi og
starfaði sem slíkur hjá
Bauleitung der Polizei und
Waffen SS frá vorinu 1942.
Vann m.a. við byrgi er tengd-
ust varnarlínum Þjóðverja á
Atlantshafsströnd Frakklands,
en fór að því búnu til starfa í
útibúi Sachsenhausen-þrælabúðanna,
er kallaðist Bad Saarow. Sigldi með
Lagarfossi til Íslands í ársbyrjun 1946
og starfaði sem rafvirki á Akureyri þar
til hann lést úr raflosti í júní 1948.
Karl Christian Christensen Fæddur á
Húsavík 1919. Stundaði þýskunám í
Hamborg 1940–42 ásamt því að skrifa
fyrir þarlent blað og SS-tímarit það er
Björn Sv. Björnsson ritstýrði. Gerðist í
júlí 1944 sjálfboðaliði í fréttaritaradeild
SS sem Carl Kr. Christensen og var í
Þýskalandi til vorsins 1945. Starfaði
um tíma við stuttbylgjusendingar til
Íslands. Komst til Íslands með Esju í
júlí 1946. Íslenskaði nafn sitt í kjölfarið
og undir nafninu Karl K. Kristjánsson
rak hann samnefnt fyrirtæki um ára-
tugaskeið hérlendis. Hann lést í janúar
1996.
Magnús Hansson Bjó í Kaupmanna-
höfn. Fæddur 1924. Ekki staðfest hve-
nær hann gekk til liðs við SS. Dánarár
óvíst.
Odd Thordarson Odd Thordarson,
fæddur í Bergen, sonur íslensks
manns og norskrar konu. Innritaðist í
Waffen-SS árið 1941, lést í Eistlandi
1944.
Sölvi Friðriksson Innritaður í SS sem
Sölvig Fredrikson. Fæddur í Vest-
mannaeyjum 1917. Gekk í Waffen-SS í
árslok 1941 eða ársbyrjun 1941, þjónaði
í Kampsgruppe Nord-sveitinni, síðar
nefnd SS Gebirgs-Division Nord. Starf-
aði í hinum illræmdu Neuengamme-
fangabúðum skammt frá Hamborg frá
haustinu 1942 til vors 1943, fór þaðan
á austurvígstöðvarnar og þjónaði að
lokum í þrælkunarbúðunum Dora-
Mittelbau, þar sem V-2 flugskeytin
voru framleidd. Starfaði lengst af að
stríði loknu sem kafari á Íslandi. Lést í
Reykjavík árið 1993.
Íslendingar í SS
Maður í einkennisbúningi
tæknilegu hjálparsveitanna,
sem tilheyrðu SS.
Launasjóður fræðiritahöfunda
Auglýsing um starfslaun
Rannís
Rannsóknamiðstöð Íslands,
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
www.rannis.is
Launasjóður fræðiritahöfunda auglýsir eftir umsóknum um starfslaun
úr sjóðnum sem veitt verða frá 1. júní 2006.
Rétt til að sækja úr Launasjóði fræðiritahöfunda hafa höfundar alþýðlegra fræðirita,
handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Meginhlutverk
Launasjóðs fræðiritahöfunda er að auðvelda samningu bóka, og verka í stafrænu
formi, til eflingar íslenskri menningu. Starfslaun eru veitt til hálfs árs, eins árs, til tveggja
ára eða þriggja. Þeir sem hljóta starfslaun úr sjóðnum skulu ekki gegna föstu starfi
meðan á starfslaunatímanum stendur. Starfslaun miðast við núgildandi kjarasamning
félags háskólakennara.
Umsóknarfrestur er til 25. febrúar nk. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást
á Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) á Laugavegi 13, sími 515 5800, eða á heimasíðu
RANNÍS - www.rannis.is.
Umsóknir sendist til:
Launasjóður fræðiritahöfunda, RANNÍS, Laugavegi 13, 101 Reykjavík.