Morgunblaðið - 15.01.2006, Page 31

Morgunblaðið - 15.01.2006, Page 31
Þýskalands í gegnum eitthvert hlutlaust land, s.s. Sviss, Portúgal eða Svíþjóð. Í Berlín gekkst bréfið síðan undir þýska ritskoðun og var loks sent austur á bóginn eftir við- dvöl á póstflokkunarmiðstöð þar í borg. Að frátöldu einu leyfi sem Geir nýtti sér til að heimsækja Noreg, starfaði hann samfellt innan þessarar framkvæmdadeildar Waffen-SS í tæpt ár en þá rann út sá tími sem hann hafði skráð sig til að gegna þjónustu. „Undir lokin vorum við í Eistlandi og þegar við komum til Tallinn höfðu Rússar varpað sprengjum á og eyðilagt helv… mikið af húsum. Þetta voru mestu ummerki beinna átaka sem maður varð vitni að og greinilegt merki þess hvert stefndi í styrjöld- inni,“ segir hann. Í endaðan maí 1944 hélt Geir aft- ur til Noregs og rakst þar brátt á gömlu félagana sína sem hann hafði orðið samferða til Þýskalands. Þeir höfðu nú sömuleiðis lokið skyldum sínum við Þriðja ríkið og kosið að snúa heim. Abwehr vildi ráða njósnara Hann flutti inn í stúdentagarð í Þrándheimi og bjó við fremur þröngan kost. Skömmu eftir að hann sneri aftur til Noregs vitjaði hans útsendari leyniþjónustu þýska hersins, Abwehr, sem kynnti hann fyrir yfirmanni sínum í borginni. Þeir vildu fá hann til liðs við stofn- unina og buðu honum að sækja loftskeytanámskeið í Ósló, án efa í þeim tilgangi að virkja hann til njósna. Um var að ræða litla deild frá Abwehr, leyniþjónustu hersins, í Þrándheimi, er einbeitti sér eink- um að njósnum um fjarskipti Sov- étmanna. Deildin var undir stjórn Sonderführer Helmut Jaspersen, en hann lést í Þýskalandi fyrir nokkrum árum síðan. Heimildir eru fyrir því að þessi ráðagerð hafi ver- ið runnin undan rifjum starfsmanna Abwehr í Ósló. Geir neitar því þó að hafa fallist á þátttöku í upplýs- ingasöfnun af því tagi. „Þetta gekk aldrei svo langt að þeir bæðu mig um að njósna. Þeir spurðu mig eingöngu hvort ég vildi læra að morsa. Þetta var rétt fyrir stríðslok og ég var kominn í klípu hvað varðaði bæði peninga og hús- næði og þetta var mín leið til að bjarga málum með uppihaldið. Ég fékk að vísu ekkert fé að ég held, en ég fékk gistingu á hóteli á þeirra vegum og mat. Þeir vildu sem sagt kenna mér að morsa og ég fór í byggingu þarna í Þránd- heimi til að læra það, en var svo laglaus og ómúsíkalskur að þeir hristu bara hausinn og gáfust upp. Kannski héldu þeir að ég væri að blekkja þá og vildi ekki læra, en það var nú ekki málið. Þetta varði hins vegar ekki lengi því að ég var varla búinn að búa þarna á hótelinu í meira en hálfan mánuð þegar stríðinu lauk. Það kom manni raun- ar ekki sérstaklega á óvart, ég hafði útvarp í fórum mínum og gat fylgst með fréttum af því sem var að gerast í styrjöldinni,“ segir hann. Geir tók fljótlega til bragðs að yfirgefa Noreg, enda fyrrum sam- verkamenn Þjóðverja illa liðnir og þar að auki hafði hann gerst brot- legur við norsk lög sem kváðu á um að óheimilt væri að ganga í Nasjon- al Samling og starfa með Þjóð- verjum. Hann heimsótti kunningja sinn og fékk hjá honum landakort sem hann studdist við á leið sinni til Svíþjóðar.“ Með bandarískri herflugvél til Íslands „Ég fór gangandi suður eftir og mig minnir að ferðin hafi tekið einn dag og eina nótt. Ég náði mér síðan í sænska peninga, keypti mér far með lest til Gautaborgar og þaðan til Stokkhólms. Þar fór ég á fund þáverandi sendiherra, Vilhjálms Finsens. Hann var afskaplega lið- legur og skilningsríkur, spurði mig engra spurninga um liðin misseri og í raun og veru held ég að hann hafi vitað að mestu eða öllu leyti við hvað ég hafði fengist. Hann gekk í að útvega mér far til Íslands og hafði árangur sem erfiði að nokkrum tíma liðnum. Ég flaug með bandarískri herflugvél til Ís- lands og lenti á Keflavíkurflugvelli. Ég var sallarólegur þótt ég sæti þarna innan um fyrrum mótherja Þjóðverja; þeir höfðu enga hug- mynd um mínar athafnir og því ástæðulaust að hafa einhverjar óþarfa áhyggjur af hlutunum.“ Geir kveðst ekki vera ósáttur við veru sína í þjónustu Waffen-SS, enda hafi hann ekki barist fyrir Þýskaland heldur „smíðað“ fyrir það. „Mér leið aldrei illa á stríðs- árunum og er frekar þeirrar skoð- unar að erfiðasti tíminn hafi verið eftir að ég kom heim. Menn vissu hvar ég hafði verið og sumir hreyttu í mig ónotum eða sýndu það með framkomu sinni að þeim mislíkaði að ég hafði verið á bandi Þjóðverja í stríðinu. Ég tók þann pól í hæðina að láta þetta sem vind um eyru þjóta og halda mínu striki. Það þýðir ekki að taka þess háttar hluti inn á sig. Ég hafði líka nóg að starfa hjá embætti bæjarverkfræð- ings í Reykjavík á þessum árum og hafði lítinn tíma til að velta sér upp úr því sem menn sögðu eða gerðu. Ég vildi ekki lenda í neinu orða- skaki um þessi mál og með tím- anum fjaraði þetta út,“ segir hann. Geir kveðst hafa hent öllum pappírum, myndum og öðrum gögnum sem snerta veru hans ytra, hann hafi ekki séð ástæðu til að varðveita þessa hluti að stríði loknu. Hann leggur á það áherslu að hann vilji hafa sem fæst orð um persónulegar ástæður þess að hann aðhylltist á umræddum tíma til- tekna pólitíska hugmyndafræði um- fram aðra eða þær ákvarðanir sem hann tók í tengslum við þær. Ómögulegt sé fyrir hann, svo löngu síðar, að túlka skoðanir sínar eða líðan á þessu skeiði. „Slík útlistun hlyti alltaf að litast mjög af síðari tíma þróun mála, bæði í heims- málum og hjá mér sjálfum. Núver- andi sýn mín á liðna sögu verður aldrei réttur spegill á hugsanir mínar sem ungs manns. Ég hef aldrei skriftað fyrir neinum og finnst engin ástæða til að gera það allt í einu núna.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 31 Útsalan hefs t á morgun • Útsalan hefs t á morgun • Útsalan hefs t á morgun • Útsalan hefs t á morgun E N N E M M / S ÍA / N M 19 8 8 6 AUGLÝSING Svavar Sigurðsson - Heimasíður: sayno.is og vortex.is/sayno Frelsi Íslands er í hættu. Við þurfum vopn sem er tæknibúnaður til að berjast fyrir frelsinu. Fr an sk a by lti ng in á rið 1 83 0 Up ph af lý ðr æ ði s í E vr óp u Rannsóknarnámssjóður Umsóknarfrestur til 1. mars 2006 Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Stjórn Rannsóknarnámssjóðs auglýsir almenna styrki úr sjóðnum 2006 Umsóknarfrestur er til 1. mars 2006 Hlutverk Rannsóknarnámssjóðs er að styrkja rannsóknatengt framhaldsnám að loknu grunn- námi við háskóla. Veittir eru styrkir til framfærslu nemenda í rannsóknatengdu framhaldsnámi, sem stundað er við háskóla eða á ábyrgð hans í samvinnu við rannsóknastofnanir eða fyrirtæki. Styrkurinn til framfærslu miðast einungis við þann tíma sem nemendur vinna að meistara- eða doktorsverk- efni sínu. Rannsóknaverkefni skal nema að minnsta kosti 30 einingum af náminu (60 ECTS ein- ingum) og tengjast rannsóknasviði leiðbeinanda. Sé námið stundað við háskóla erlendis skal rannsóknaverkefnið lúta að íslensku viðfangsefni og vísindamaður með starfsaðstöðu á Íslandi taka virkan þátt í leiðbeiningu nemandans. Framlag leiðbeinanda hér á landi þarf að vera veru- legt og vel skilgreint. Tilhögun námsins fer eftir reglum einstakra deilda og eftir almennum reglum háskóla. Umsókn- ir þurfa að áritast af aðalleiðbeinanda og forstöðumanni deildar/stofnunar. Stjórn Rannsóknar- námssjóðs leitar faglegrar umsagnar um vísindalegt gildi verkefna, framkvæmda- og fjárhags- áætlun og vísindalega hæfni leiðbeinenda hjá óháðum aðilum með aðstoð vísindanefnda við- komandi háskóla eða samsvarandi aðila, áður er stjórnin úthlutar styrkjum. Umsækjendur, leið- beinendur jafnt sem nemendur, eru hvattir til að kynna sér vandlega reglur sjóðsins og þær kröfur sem gerðar eru til umsækjenda. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar fyrir umsækjendur fást á heimasíðu Rannís: www.rann- is.is eða á skrifstofu Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar veitir Ingi- björg Björnsdóttir, sími 515 5819, netfang ingibjorg@rannis.is. Umsóknir skal senda í þríriti til Rannís merktar „Rannsóknarnámssjóður“. Auk almennra styrkja veitir Rannsóknarnámssjóður FS-styrki í samvinnu við fyrirtæki og stofn- anir. Sjá nánari upplýsingar um FS-styrki á heimasíðu Rannís.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.