Morgunblaðið - 15.01.2006, Page 38

Morgunblaðið - 15.01.2006, Page 38
38 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ C hile, landræman firna- langa við Kyrrahaf, sem er ekki nema lít- ill hluti Suður- Ameríku virðist svo komið hafa slegið öll- um öðrum þjóðum álfunnar við í efnahagslegu tilliti. Áður hafði hún sannað tilverurétt sinn um langan aldur með frækilegum sigrum, jafnt á sjó og landi, en brösulegar gekk með jafnvægi í stjórnmálum eins og annars staðar á þessum blóðheita hluta heimsins. Þetta alþekkt fyr- irbæri í Mið- og Suður-Ameríku, hvað sem landgæðum líður líkt og áþreif- anlega hefur sannast í nágrannaland- inu Argentínu. Þarf trauðla útskýr- ingar við, pólitíska óróanum á þeim í slóðum hefur heimurinn fengið tæki- færi til að fylgjast náið með í áranna rás. En Chile hefur einhvern veginn verið fjarlægari í undirmeðvitund fólks í öllu falli fyrir daga Allende og Pinochet. Tilkoma þeirra markaði skil í sögunni, annars vegar var það mildin en hins vegar harkan og má víst hvor- ugt af öðru vera, sannaðist hér að ekk- ert er algott og ekkert alvont eins og menn orða það. Hvorki gengur til lengdar að stjórna með mildinni einni né hörkunni einni, margt annað þarf að koma til ef stjórn- viska skal vísa veginn og ganga upp. Tilkoma Allende var afar mikilvægt innleg í sögu þjóðarinnar og þótt margt ódæðið megi upp á herfor- ingjastjórnina herma eins og aðrar slíkar, vill gleymast að þá hófst á seinni tímum uppgangur Chile í efna- hagslegu tilliti. Pinochet sendi nokkra pilta til Chicago til að nema hagfræði undir handleiðslu Milton Friedmans og heim komnir brettu þeir upp erm- arnar albúnir til að stokka upp fjár- mála- og hagstjórn landsins. Að vísu með misjöfnum árangri í fyrstu að mér skilst, en er frá leið fóru hjólin að snú- ast og er Pinochet missti völdin í sögu- legum kosningum og reyndist nógu vitur til að draga sig í hlé, héldu eft- irkomendurnir stefnunni áfram. Menn nefndu ferlið „Chigago Boys“ eða Chigago-strákana og gera enn í dag. Chile er auðugt af landgæðum,í jörðu eru það málmar ogýmis verðmæt efnasamböndog svo eru það fiskimiðin úti fyrir strandlengjunni. Í fyrra fallinu á jafnvel að hafa fundist gullnáma fyrir fáeinum árum sem fullnýtt á að endast í 200 ár og þeir virðast hafa kunnað að hagnýta sér fiskimiðin, eru til að mynda stærsti útflytjandi í heiminum á eldislaxi að Noregi undanskildum. En óheft frelsi í efnahagsmálum með einkavæðingu í bland eru þó um- deilanlegt fyrirbæri með allri þeirri só- un og brenglun á verðmætamati sem því er samfara, neysluþjóðfélagið hef- ur löngu sprengt öll landamæri öfga í vesturálfu og virðist um margt einnig á góðri leið með að gera í Chile, sam- fara ójöfnuði og misskiptingu verald- legra gæða. Alltof margt mætir af- gangi í þeirri viðleitni að blinda múginn til hags glingurfíkn, stund- argamni og augnablikskikki, og þá ekki síst andleg verðmæti ásamt flestu því sem gefur lífinu lit og dýpri til- gang … Viña del Mar, Valparaiso ogSantiago hafa fengið sínastórmarkaði, Kringlur ogSmáralindir en menning- arverðmæti fortíðar yfirleitt í illa við- höldnum húsakynnum, en sem betur fer virðist einhver breyting hér á. Deildir þannig víða lokaðar og vonandi vegna endurnýjunar, þær sýnast þó ganga rólega fyrir sig, til viðbótar er lýsingu og uppsetningu víða ábótavant og menn jafnvel tekið upp vestræna ósiði í nafni samtímalistar líkt og mátti kenna í fordyri Þjóðlistasafnsins, Bella Arte, en slík smekkleysa vekur vægast sagt takmarkaða hrifningu safngesta. Lakast þó hve lítið liggur frammi um það sem til sýnis er, ef eitthvað þá nær alfarið á spænsku, eins og raunin er með flesta texta er fylgja listaverk- unum. Undantekning er þó Suðuram- eríska Þjóðminja- og þjóðháttasafnið í Santiago, sem býr yfir gnótt mikils- verðra heimilda um forsöguna, sem þó mætti vera betur haldið utan um og safnið veglegra, hins vegar sama fá- tæktin um bókakost á öðrum tungu- málum, kortaútgáfan einhæf og fátæk- leg, og samt er ljósmyndataka óheimil! Í mörgum veglegustu og skilvirkustu söfnum heims þar sem gnægð upplýs- inga liggur frammi geta menn valsað um með ljósmyndavélar svo fremi þeir noti ekki flassið, en sú þróun í þeim efnum hefur augljóslega ekki ratað ennþá til hinna óþroskaðri þjóða í Uppgangur og margt fleira SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Riddarastytta af Pedro de Valdivía á Armas-torgi, hann lagði landsvæðið undir spænsku krúnuna og formlega stofnaði Santiago í febrúar 1541.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.