Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 39
þessum efnum, og hefur eftir því síst aukið aðstreymi almennings. Safnið er þó réttilega hið athyglisverðasta í borginni, og þaðan heldur gesturinn stórum fróðari um menningu Mið- og Suður-Ameríku. Meðal annars að hóp- ur fiskimanna í Norður-Chile lagði grunn að múmíutækninni fyrir sjö þúsund árum, 2000 árum á undan Egyptum! Þá var vefjarlist háþróuð og fjölþætt, munu til að mynda með há- tækni nútímans hafa greinst 76 lit- brigði í einu klæðinu sem gerði vís- indamenn forviða. Sótti nýjar upplýsingar um íbúa-töluna í tölvuna sem eru frá2002, hinar fyrri voru frá alda-mótaárinu, samkvæmt því var íbúatala þjóðarinnar aðeins 15,6 millj- ónir, í Sao Paulo einni er hún tæpri milljón fleiri. Þar af 5,6 milljónir í Santiago, 900.000 í Valparaiso og 330.000 í Viña del Mar. Í ljósi hins mikla aðstreymis úr dreifbýlinu til borganna má vera borðleggjandi að opinbera talan varðandi Santiago verði næst hátt í 7 milljónir, en um hina óopinberu tölu þori ég ekki að spá í. Á sunnudag fórum við á kláfferju upp á fjallið Jómfrú Maríu á hæð Sánkti Kristóbel 884 m. yfir sjávarmáli og sáum vítt yfir til allra átta og þá gerð- um við okkur fyrst ljósa grein fyrir hinu gríðarlega umfangi borgarinnar, sem skiptist í heilar 32 kommúnur sem dreifast yfir 1.400 kílómetra land- svæði. Dalverpið/ skálin þannig ekkert smásmíði af hendi náttúrunnar og auð- velt að skilja að á núinu hefur Pedro de Valdivia séð að svæðið var bláupplagt sem borgarstæði þá hann var á rann- sóknarleiðangri með liði sínu á þessum slóðum, og hér var hún formlega stofn- uð í febrúar 1541. Magellan hafði fundið sjó-leiðina til Kyrrahafsins1520 og hélt beint áframyfir Kyrrahafið, en sá er fyrstur uppgötvaði Chile um 15 árum seinna telst landkönnuðurinn Diego de Almagro. En þar sem hann gerði stans og hélt ekki lengra en til Rio Aconc- agua-dalsins fjórum eða sex árum áð- ur en Valdivia bar að, náði hann aldrei að sjá svæðið sem átti eftir að verða framtíðarbústaður landnemanna. En lítill hópur undir stjórn Juan de Saavedra lautinants sem var sendur til strandarinnar til að gá til skipsferða með vistir, kom hins vegar auga á læg- ið sem fæddi seinna af sér stærstu og mikilvægustu höfn Chile fram á dag- inn í dag, Valparaiso. Gerðist 1536 og sex árum seinna gerði Pietro de Valdavia „Bahia de Valparaiso“ að op- inberri höfn Santiagos. Viña del Mar er ferðamannahöf- uðborg Chile eins og það er nefnt í ferðapésum og hefur risið upp norðan Valparaiso á minna en öld, þanist út á síðustu áratugum. Hún er eðlilega mun nútímalegri en Valparaiso, eink- um fyrir hina stóru fjölþættu og vel hönnuðu skýjakljúfa sem risið hafa upp eftir endilangri strandlengjunni, einnig í skrifstofu, banka og versl- unarhverfunum í miðborginni. Borgin stingur nokkuð í stúf við aðra ferðamannastaði og sólar- strendur að því leyti að þar er spilahöll eða kasínó eins og slík nefnast, nokkur söfn og hallir í stíl frönsku nýklass- íkunnar og að auki er nýbyggt og vold- ugt útileikhús risið í Quinta Vergara garðinum, með sérstakri áherslu á góðum hljómburði og þar eru jafnt haldnir sinfóníu- sem rokktónleikar. Á stundum er hún nefnd garðaborgin fyrir hina mörgu garða, ásamt trjá- og blómarækt sem víða sér stað, að öllu samanlögðu hefur hún þannig umtals- verða yfirburði yfir flesta sólar- strandastaði Evrópu og svo er ein- ungis sirka 15 mínútna ferð með strætó til Valparaiso. Á leiðinni þang- að sér hins vegar í mikinn fjölda sviplítilla háhýsa eða svonefndra íbúðasílóa af eldri gerð. Það eru svo nýju háhýsin sem setja svip á borgina og eru sannarlega af öðrum toga en þau sem menn eiga að venjast á sólar- ströndum, mörg hinna nýrri einbýlis- húsa eru og gerð af hugkvæmni, þótt einföld séu, kemur hér til upplifuð til- finning fyrir húsagerðarlist. Valparaiso er óvenjuleg borg sem hefur á sér margar hliðar og mörg fal- in horn og ber ófrávíkjanlega að skoða á farartækjum postulanna, alls ekki í skoðanaferðum í bussum þar sem þá vill svo margt fara framhjá ferða- langnum. Rýmið í flatlendinu ekki meira en svo að borgin byggðist að stórum hluta í brattlendinu upp af henni, svo langt og bratt klifraði hún upp hlíðarnar að lengstum gengu 15 kláflyftur fram og til baka og eru nokkrar starfræktar enn í dag þótt nú sé hægt að komast flest í bílum, engin skyldi þó neita sér um þá kostulegu lif- un að fara eina ferð upp á gamla mát- ann. Svo má líka nota fæturna en með því mæli ég ekki að fenginni reynslu í 30 gráðu hita, götur margar örmjóar og langt langt upp ofan þeirra til beggja hliða smáhýsi sem gengið er til eftir ótal tröppum og krókaleiðum. Valparaiso er borg lista og menningar, þar og hátt uppi byggði Pablo Neruda þriðja og síðasta hús sitt, La Sebast- iana, sem er ævintýri heim að sækja með undurfögru útsýni yfir höfnina og borgina, og þangað valfarta ferðalang- arnir. Eftir vikudvöl höfum við ein-ungis haldið okkur við mið-svæði Santiago og erum svolánsamir að hafa fengið inni í íbúðahóteli á einu nýjasta skýjakljúfa- svæðinu. Klárt mál að það eru háhýsin og skýjakljúfarnir sem risið hafa upp samfara efnahagsuppganginum sem hafa hrifið mig mest. Kemur helst til hin mikla fjölbreytni og að ég kenni sambands við háþróaðar hefðir for- tíðar og landsins sjálfs, um leið og þau eru últra móderne. Þetta reyndi franski arkitektinn Jean Nouvel ein- mitt að kenna okkur Íslendingum með tillögu sinni að tónlistarhúsi í Reykja- vík. Víðáttum Santiago fýsir mig minna að kynnast, húsin lágreistari og ein- kennast meira af vanefnum fortíðar, fátækt og sóðaskap, sem einnig má greina sums staðar í útjaðri miðborg- arinnar. Eitt vil ég leggja áherslu á, að ekki greindi ég í návígi þá miklu meng- un sem hermt var að væri í borginni og hitann má þola til jafns við norðlægari borgir til að mynda Washington og New York, en mengunin jafngreinileg úr fjarska í öllum tilvikum. Chilebúar eru að 90% mesitzar, það, er að segja blöndun indíána og hvítra, einkum spænskra landvinningamanna og seinna innflytjenda frá Evrópu, í nokkrum borgum tala menn enn þýsku, indíánar eru nú einungis 5% þjóðarinnar. Ekki kenni ég einhver sérstök og úrskerandi svipmót, nema helst hjá þeim af indjánaættum. Evr- ópsku landnemarnir byggðu mörg og falleg hús, einkum hinir þýsku, sem prýddu til að mynda borgina Valdivíu í suðri og hún annáluð fyrir áður en jarðskjálftarnir miklu 1911 lögðu hana í rúst. Borgin að vísu endurreist en í nýrri og ekki eins geðþekkri né töfrandi mynd. Þessi stytta fyrir framan einn risabankann má vera einkennandi fyrir uppgang- inn í Chile á síðustu áratugum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.