Morgunblaðið - 15.01.2006, Page 42

Morgunblaðið - 15.01.2006, Page 42
42 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali. KELDULAND 19 - FOSSVOGI Sérlega falleg, björt og vel skipulögð 3ja-4ra herbergja 86 fm íbúð á 2. hæð í vel við- höldnu fjölbýli. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð, m.a. hefur verið skipt um eldhús- innréttingu, hurðir, gólfefni og gler í öllum gluggum. Fallegt útsýni yfir Fossvogsdalinn. Gott þvottahús og þurrkherbergi er í kjallara. Snyrtileg lóð með stórri grasflöt. Rólegt og barnvænt hverfi. Stutt í skóla, leikskóla, íþróttir og alla þjónustu. Í heild er hér um að ræða mjög góða eign í vinsælu hverfi. Upplýsingar veitir Jón Gretar Jónsson sölumaður í síma 840 4049 Fasteignir til sölu Upplýsingar hjá ERON í síma 515 7440, eron@eron.is, Vegmúla 2, Reykjavík Stefán Hrafn Stefánsson hdl., lögg. fasts. Vorum að fá í einkasölu glæsilega og fullbúna u.þ.b. 95 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin er ný og er parketlögð og með vönduðum eikarinnréttingum, stáltækjum í eldhúsi og stórum nuddsturtuklefa á baðherbergi. Stórar suðursvalir. Óvenju- stórt stæði í bílageymslu fylgir. Til afhendingar strax. Verð 22,9 millj. Álfkonuhvarf - Glæsileg 3ja fullbúin FULLTRÚI Félags grunnskóla- kennara (FG) í samstarfsnefnd Kennarasambands Íslands (KÍ) og Launanefndar sveitarfélaganna (LN) hafnaði í desember sl. til- raunasamningi milli kennara og stjórnenda Norðlingaskóla ann- arsvegar og Menntasviðs Reykja- víkurborgar hinsvegar. Í samn- ingnum sem gerður var til eins árs var skilgreiningu á vinnu- tíma grunnskólakenn- ara breytt en FG taldi sig ekki geta sam- þykkt samning sem innihéldi engin ákvæði um hámarks kennslu- skyldu. Með því hafn- aði FG að laun kenn- ara hækkuðu um 31–35% fyrir sama vinnutíma og í núgild- andi kjarasamningi. Kennarar Norðlinga- skóla hafa engu að síður unnið sam- kvæmt vinnutímaákvæðum til- raunasamningsins án þess að fá launahækkun. Helstu breytingar í tilrauna- samningnum frá núgildandi kjara- samningi eru eftirfarandi:  Daglegur vinnutími er frá kl. 8–17 og bundinn á vinnustað.  Hámarks- og lágmarks kennsluskylda er ekki til- greind.  Enginn kennsluafsláttur er fyrir 55 og 60 ára kennara.  Undirbúningstími, verkstjórn- artími og tími til frímínútna er ekki skilgreindur.  Skólastjóri ráðstafar allri vinnu kennara til faglegra starfa og verkefna sem skól- inn kallar á sem felur í sér heimild til að breyta vinnu- tilhögun í samráði við kenn- ara.  Yfirvinna greiðist ekki á dag- vinnutíma. Það sem er merkilegt við af- greiðslu málsins er að í bókun 5 með kjarasamningi KÍ og LN frá 17. nóvember 2004 er heimild fyrir gerð slíkra samninga í tilrauna- skyni með „hliðstæð vinnutíma- ákvæði og hjá öðrum háskóla- menntuðum starfsmönnum sveitarfélaga þ.e. á bilinu 8:00– 17:00 og innan þeirra tímamarka sé öll vinnuskylda kennara“. Kennarar Norðlingaskóla sem jafnframt eru félagsmenn í FG vilja gera þessa tilraun fyrir umtalsvert hærri laun en þeir fá nú. Það er hinsvegar þeirra eigið stéttarfélag sem neitar þeim um tækifæri til að gera til- raunina sem bæði vinnuveitandinn og launþeginn eru sammála um að gera. Um leið hafnar forysta FG því að laun þessara kennara hækki. Spyrja má hvort launþega- samtökum almennt sé heimilt að neita fé- lagsmönnum sínum um betri kjör fyrir sama vinnuframlag en kveðið er á um í gild- andi kjarasamningi? Fróðlegt væri að fá álit lögfróðra manna á því en vinnubrögð for- ystu FG í þessu máli eru illskiljanleg. Hverju er þá verið að sækjast eftir með breyttri vinnu- tíma-skilgreiningu grunnskólakenn- ara? Hér má nefna tvennt en það er aukinn sveigjanleiki í starfs- háttum kennara og farsælla starf- sviðhorf. Sveigjanlegt skólastarf krefst annarrar vinnutímaskilgrein- ingar en nú er í gildi. Í þeim skól- um sem vinna markvisst með ein- staklingsmiðaða kennsluhætti er hreint og beint nauðsynlegt að búa við sveigjanlegt kerfi ef þróa á starfshætti í því skyni að koma bet- ur til móts við þarfir nemenda. Varðandi viðhorf til starfsins þá mótar kjarasamningur það með ná- kvæmum skilgreiningum á öllum þáttum kennarastarfsins. Fyrir vik- ið getur umræðan innan veggja skólans snúist um hvort viðkomandi kennara beri að vinna ákveðið verk þar sem það er ekki skilgreint sem hans eða ekki búið að reikna út hvort vinna eigi verkið í dagvinnu eða yfirvinnu, hvort skólastjóra sé heimilt að óska eftir að ákveðið verk sé unnið á tilteknum tíma því það sé utan skilgreinds vinnu- ramma sem ætlaður er eingöngu til annarra þátta kennarastarfsins. Þetta er það starfsumhverfi sem kennurum er búið og má hverjum manni vera ljóst að þörf er á breyt- ingum. Það er sorglegt að heil stétt fagmanna sé bundin á slíka klafa og þegar hluti þess hóps vill gera tilraun með breytingar þá hafnar þeirra eigin forysta slíku. Skóla- stjórafélag Íslands lét þá skoðun í ljósi þegar síðustu kjaraviðræður stóðu yfir að fækka bæri skilgrein- ingum á vinnutíma kennara en hafði ekki erindi sem erfiði. Mörgu ber að fagna við um- ræðuna sem vakin er í tengslum við nýfelldan tilraunasamning þó eink- um og sér í lagi því sem lýtur að mismunandi vinnuframlagi að baki hverri kennslustund. Það er mörg- um ljóst að undirbúningur og úr- vinnsla kennslu er æði misjöfn og getur margt komið þar til. Fögin geta krafist mismikils tíma, nýjar kennslugreinar kalla á aukinn und- irbúning, umsjónarkennari þarf tíma til foreldrasamskipta og sumir tímar þarfnast hvorki undirbúnings né úrvinnslu svo fátt eitt sé nefnt. Samt sem áður er öll kennsla mæld á sama kvarða í kjarasamningi. Það er kominn tími til að forysta Félags grunnskólakennara sýni frumkvæði að skólaþróun og leggi fram til- lögur um hvernig gera megi tilraun með breytta skilgreiningu á vinnu- tíma kennara samkvæmt bókun 5. Sama forysta skuldar þeim fé- lagsmönnum sem hún neitaði um bætt kjör og annan vinnutíma raunhæfar tillögur til að þróa mál til þess horfs sem kennarar sjálfir vilja. Það er óskandi að Reykjavík- urborg greiði kennurum Norðlinga- skóla laun samkvæmt samningnum sem undirritaður var 16. ágúst 2005. Kennarar Norðlingaskóla hafa staðið við sinn hluta sam- komulagsins og koma til með að safna dýrmætri reynslu sem svarað getur, hverju tilraunin skilar. Tilraun um skólaþróun hafnað Karl Frímannsson fjallar um menntamál ’ Það er óskandi aðReykjavíkurborg greiði kennurum Norðlinga- skóla laun samkvæmt samningnum sem und- irritaður var 16. ágúst 2005.‘ Karl Frímannsson Höfundur er skólastjóri Hrafnagilsskóla. ANDSTÆÐINGAR einkavæð- ingar ríkisfyrirtækja uppnefndu einkavæðinguna „einkavinavæð- ingu“. Nú eru þeir kolvitlausir yfir því hve einkavæðingin tókst vel í aðalatriðum. Þá er um að gera að þyrla upp moldviðri. Gullið tæki- færi kom vegna starfslokasamninga við yfirmenn FL Group við eig- endaskipti á hluta- bréfum. Öfundarvæðing hefur allt of lengi tröllriðið húsum í ís- lensku samfélagi. Við lestur á þrem vönd- uðum bókum Guðjóns Friðrikssonar, um Einar Benediktsson skáld og mesta frum- kvöðul Íslands, má gera sér í hugarlund, hvernig grimmdarleg og skiðulögð öfund- arvæðing þess tíma lék frumkvöðlastarf Einars Ben. Hann hafði, nánast einn og óstuddur, náð samningum við landeigendur um virkjunarrétt, keypt verkfræðiþjónustu af aðilum sem ferðuðust á hestum og bjuggu í tjöldum, látið teikna virkjanir, safnað hlutafé og lánsfé í virkj- anir, áburðarverksmiðju o.fl. Jafn- framt var áformað að leggja ján- braut úr Skerjafirði um undirlendi Suðulands. Öfundarvæðing and- stæðinga Einars Ben. virðist hafa átt stóran þátt í að setja gerða samninga Einars Ben í uppnám og eyðileggja áform hans. Þá hlakk- aði í öfundargenginu. Hvað ætli efnahagslegt tjón Íslands hafi orð- ið stórt, í milljörðum dollara og lakari lífskjörum hérlendis frá 1925 þar til loksins var svo virkjað í Búrfelli? Og enn er djöflast með öfund- arvæðingu. Nú er ráðist á frum- kvöðla nútímans við hvert tæki- færi. Vegna „ofurlauna“ „starfslokasamninga“ og alls sem til fellur. Þetta minnir á árásir á Einar Ben, Thor Jensen, o.fl. frumkvöðla fortíðar. Nú er sam- félagið upplýstara og því erfiðara að láta sendisveina Gróu á Leiti og co. ná „árangri“. Fyrir barðinu verða helst í dag Kári Stefánsson og og frumkvöðlar útrásarinnar. Hafa talsmenn öfundarvæðing- arinnar hugleitt hvers konar skaða þeir geta valdið með þess- um djöflagangi? Hvert er mark- mið þeirra? Varla er þetta gert með hagsmuni þjóðarinnar að leið- arljósi. Ekki græðir þjóðin á þeim sem endalaust reyna að skaða, skemma eða eyðileggja? Er til- gangurinn að reyna að flæma okkar mestu frumkvöðla í dag úr landi með þessari öf- undarvæðingu? Væri líklegt til ár- angurs í íþróttum að púa sem hæst á okkar lið – þegar það er að vinna sína mestu sigra? Á að öfund- arvæða íþróttahreyf- inguna og „framleiða“ innbyrðis skítamóral til að ná „árangri“ – af því að Eiður Smári og okkar bestu menn hafa „ofurlaun“ er- lendis? Þarf ekki einhver að hugsa sinn gang, hvað verið er að gera? Auðvitað má alltaf þyrla upp moldviðri út af peningum, hvort svo sem það er vegna samninga um starfslok eða annars. Hvað með launaleynd á sömu forsendum og bankaleynd? Er ekki eign- arrétturinn friðhelgur (laun eru persónuleg eign) skv. stjórn- arskrá? Eru ekki líka ákvæði í stjórnarskrá um friðhelgi einka- lífs? Hvernig samrýmast þessi ákvæði stjórnarskrár umfjöllun fjölmiðla síðustu vikur um per- sónuleg málefni einstaklinga? Stórskáldið Alexander Solsénit- sýn sagði eitt sinn í viðtali við TIME að „móðir kommúnismans væri öfundin, en faðirinn ill- girnin.“ Eru leiðtogar öfund- arvæðingarinnar hérlendis stoltir af verkum sínum og því að hafa tileinkað sér slíka pólitíska „kjör- foreldra“? Öfundarvæðingin Kristinn Pétursson fjallar um öfund og einkavæðingu Kristinn Pétursson ’Nú er ráðist áfrumkvöðla nú- tímans við hvert tækifæri.‘ Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.