Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 45 UMRÆÐAN AÐ UNDANFÖRNU hefur heimahjúkrun verið talsvert í um- ræðunni, aðallega í tengslum við aldr- aða. Það er hverju þjóðfélagi til sóma ef aldraðir einstaklingar fá þá þjón- ustu sem þeir þarfnast til að geta ver- ið í eigin umhverfi eins lengi og þeir kjósa og geta. Það á að vera sjálfsagt að einstaklingar með langvinna sjúk- dóma og þeir sem þarfnast líknandi meðferðar geti dvalið heima eins lengi og þeir og fjölskyldur þeirra vilja og geta. Skipulag og þróun heimahjúkr- unar á Suðurnesjum á árunum 2003– 2005 hefur tekið mið af þessum for- sendum. Skipulag og þróun Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) hefur verið starfrækt heima- hjúkrun um árabil s.s. lög um heil- brigðisþjónustu kveða á um. Á árinu 2003 urðu breytingar á starfsemi HSS, sem leiddu til þess að verklag var stokkað upp, verkefnaábyrgð endurskilgreind og áhersla lögð á að samþætta starfsemi heilsugæslu og sjúkrahúss. Lögð var áhersla á að upplýsa samfélagið um verksvið heimahjúkrunar sem úrræði til að seinka eða koma í veg fyrir vistun á stofnun. Þá var sett í forgang að efla þjónustuna þannig að hún gæti sinnt langveikum og dauðvona ein- staklingum á heimilum þeirra. Bætt var við nýjum stöðugildum og bak- vaktir hjúkrunarfræðinga auknar. Snemma á árinu 2004 tók heima- hjúkrun upp samstarf við krabba- meinslækni með langa reynslu af því að sinna skjólstæðingum í heima- húsum. Auk fastra funda og símaráð- gjafar sinnir hann vitjunum eftir þörf- um. Þetta fyrirkomulag hefur aukið aðgengi og samfellu í þjónustu og hækkað þjónustustig. Á sama tíma var gert samkomulag við Hjúkrunarþjónustuna Karítas um fræðslu og ráðgjöf, en þjónustan er starfrækt af hjúkrunarfræðingum með sérþekkingu á og langa reynslu af hjúkrun krabbameinsveikra í heimahúsum. Í febrúar 2004 var opnuð end- urhæfingardeild sem hefur verið nýtt að miklu leyti til endurhæfingar aldr- aðra svo þeir geti dvalið lengur heima með góðu móti. Starfsemi Ofangreindar ráðstafanir hafa skil- að sér í heildstæðri þjónustu sem sinnir stórum hópi skjólstæðinga á hverjum tíma. Aldursskipting 2005 er þannig að 83% skjólstæðinganna eru yfir 70 ára og 17% eru yngri en 70 ára. Aldursskipting skjólstæðinga heimahjúkrunar Heildarfjöldi einstaklinga sem fengið hafa heimahjúkrun það sem af er árinu 2005 er um 250 en að með- altali fá 110–120 einstaklingar þjón- ustu á hverjum tíma. Árið 2003 voru þeir 80–90 á hverjum tíma (30% aukn- ing). Vitjunum hefur fjölgað verulega frá 2003–2005. Árið 2003 voru vitjanir 5.940, 2004 fóru þær upp í 8.774 og jan.–nóv. 2005 eru vitjanir orðnar 8.600. Þær munu því fara vel yfir 9.000 á þessu ári. Að mati greinarhöf- unda er skynsamlegt og hagkvæmt að reka öfluga heimahjúkrun. Ef unnt er að veita 110–120 einstaklingum góða og heildstæða þjónustu í heima- húsum, allan sólarhringinn ef því er að skipta, með 7,7 stöðugildum og um 18% af rekstrarkostnaði 23 rúma sjúkradeildar gefur augaleið að hags- munum skjólstæðinga og peningum skattborgara er vel varið. En slíkri þjónustu er nauðsyn að hafa gott bak- land á sjúkrahúsi. Á HSS er auðvelt að leggja skjólstæð- inga inn á sjúkradeild þegar ástand þeirra og/eða aðstæður heimafyrir krefjast þess. Samvinna bráða- deildar, endurhæfing- ardeildar og heima- hjúkrunar HSS er lipur og skilvirk vegna þess að þar eru hags- munir skjólstæðinga ávallt í fyrirrúmi. Stofnanavistun Ekki er hægt að ljúka þessari umfjöllun án þess að fara nokkrum orðum um vistunarmat aldraðra. Á vistunarskrá er að finna einstaklinga sem hafa undirgengist vistunarmat, en það er mat á að- stæðum og heilsufari hins aldraða sem gert er að hans ósk eða annarra tilgreindra aðila. Öll félagsleg og heilsufarsleg úrræði til dvalar í heimahúsi eiga að hafa verið reynd áður en vistunarmat fer fram. Það er reynsla okkar að vistunarskrá end- urspegli ekki alltaf raunverulega þörf fyrir varanlega vistun heldur sé á henni að finna einstaklinga sem eru að tryggja sér aðgang, ef og þegar þeir þurfa hans með. Í mörgum til- fellum mætti skoða betur hvaða úr- ræði vantar svo hinn aldraði geti dval- ið heima. Sannarlega skapast oft heilsufarslegar og félagslegar að- stæður þar sem stofnanavistun er eina mögulega úrræðið. Hér er hins vegar á það bent að efling heima- hjúkrunar getur frestað eða komið í veg fyrir stofnanavistun. Það hlýtur að vera markmið að gefa þeim sem vilja tækifæri til að búa sem lengst í eigin umhverfi. Lokaorð Á árinu 2004 var skipulagi heima- hjúkrunar HSS breytt til að auka þjónustu við alla aldurshópa og til að gera öldruðum kleift að dvelja heima eins lengi og þeir geta og vilja. Næstu verkefni eru að byggja þjónustuna enn frekar upp, fjölga verkefnum, mennta starfsfólkið frek- ar í líknandi meðferð, stuðnings- meðferð krabbameinssjúklinga í með- ferð og umönnun sjúklinga með ýmis langvinn heilsufarsvandamál. Stefna heimahjúkrunar HSS er að veita Suð- urnesjamönnum, sem þess þarfnast, góða, framsækna og örugga þjónustu í heimahúsum. Heimahjúkrun á Suður- nesjum 2003–2005 Hildur Helgadóttir og Bryndís Guðbrandsdóttir fjalla um að- hlynningu veikra og aldraðra á Suðurnesjum Bryndís Guðbrandsdóttir Hildur er hjúkrunarforstjóri Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja. Bryndís er deild- arstjóri heimahjúkrunar sömu stofnunar. Hildur Helgadóttir ’Næstu verkefni eru aðbyggja þjónustuna enn frekar upp, fjölga verk- efnum, mennta starfs- fólkið frekar í líknandi meðferð, stuðnings- meðferð krabbameins- sjúklinga í meðferð og umönnun sjúklinga með ýmis langvinn heilsu- farsvandamál.‘ www.thinghol t . is OPIÐ HÚS Laufrimi 24 - 2. hæð til vinstri, endi sunnudaginn 15. jan. frá kl. 14 til 15 Góð 4ra herbergja 99 fm íbúð með sér- inngangi. Parket á gólfum. Út frá stofu er útgengi á flísalagðar svalir. Mikið útsýni. Verið velkomin. Sveinn Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali Borgartún 20, 105 Reykjavík • thingholt@thingholt.is Sími 590 9500 Afar glæsilegt, sérstætt og vandað 325 fm ein- býlishús, teiknað af Jes Einari Þorsteinssyni arkitekt. Eignin er 325 fm, hæð og kjallari, með 42,1 fm innbyggðum tvöföldum bílskúr. Húsið er fellt inn í halla landsins og torfveggir þess hlífa því fyrir veðri og vindum. Með faglega staðsettum skörðum í veggjum er birtu veitt inn um gluggafleti. Að innan er húsið eitt opið rými steypt úr sjónsteypu og ómálað með góðri lýsingu. Rýmið skiptist m.a. í setustofu að norð- anverðu, borðstofu í miðju hússins með aukinni lofthæð og áföstu fjölskylduherbergi með eldstó að sunnanverðu og eldhús sem opnast fram í fjölskylduherbergið. Fjöldi herbergja og baðher- bergi auk gestasnyrtingar. Mjög vel var vandað til byggingar hússins í upphafi, því haldið vel við og er það í góðu ásigkomulagi. Sérinngangur er í kjallara sem býður upp á ýmsa möguleika. Húsið stendur á um 1.248 fm ræktaðri lóð með um 76,0 fm nýlegum sólpalli með skjólveggjum og garð- hýsi. Eignin er afar vel staðsett fyrir enda rólegrar götu með opið svæði að norðan- og austan- FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Einilundur - Garðabæ Glæsilegt einbýlishús við opið svæði með víðáttumiklu útsýni Falleg 66,9 fm 2ja herbergja íbúð með geymslu á 2. hæð í nýlegu 3ja hæða fjölbýli á vest- ursvæðinu í Mosfellsbæ. Gott svefnherb. með stórum mahóní- fataskáp, baðherbergi m. sturtu, sérþvottahús, eldhús m. mahóní- innréttingu og stofa. Góðar suð- vestursvalir með fallegu útsýni. Þetta er hagstæð eign í nýju hverfi í Mosfellsbæ, leikskóli og grunnskóli sem og væntanleg sundlaug í augsýn. Vilhjálmur, s. 892 1610, tekur á móti gestum í dag á milli kl. 14:00 og 15:00. Allar nánari upplýsingar gefur Einar Páll Kjærnested, fasteignasali, í síma 899 5159. KLAPPARHLÍÐ 28 - ÍBÚÐ 0202 OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 15 Sími 586 8080 • Fax 586 8081 Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali. Kristján Ólafsson hrl. og löggildur fasteignasali www.klettur.is Opið hús í dag á milli kl. 14.00 og 15.00. Glæsi- leg ný 3ja herbergja 99 fm íbúð á 2. hæð (0206) í viðhaldslitlu lyftuhúsi, ásamt stæði í lok- aðri bílageymslu. Glæný og fullbúin íbúð á góðum stað í hinu nýja Hvarfahverfi á Vatns- enda. Nýtt parket á gólfum og flísar á baðher- bergi, forstofu og þvottaherbergi, lýsing í loftum frá LUMEX, gluggatjöld frá Nútíma, heimilistæki fylgja með frá Heimilistækjum (þvottavél, þurrkari, ísskápur og uppþvottavél). Sölumenn Kletts verða á staðnum, 821 5401, Svavar ÁLFKONUHVARF 35 - SÝNINGARÍBÚÐ Opið hús í dag á milli kl. 14.00 og 15.00. Falleg 3ja herb. 78,6 fm íbúð á 1. hæð. Forstofa með flísum á gólfi og fatahengi. Gangur með flísum á gólfi. Hjónaher- bergi með parketi á gólfi og rúmgóðum skápum, útgengt á suðursvalir. Barna- herbergi með parketi og fataskápum. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með baðkari, vaskinnréttingu og glugga. Eldhúsið er með flísum á gólfi, fallegri innrétt- ingu og borðkrók. Stofan og borðstofan eru með parketi á gólfi. Ásett verð 16,9 m. Eigandi (Ingólfur) tekur á móti gestum milli kl. 14.00 og 15.00, íbúð 0102 LAUGARNESVEGUR 110 - REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.