Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 47 UMRÆÐAN Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Hlíðarvegur - Suðurhlíðar Kópavogs Mjög fallegt einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið skiptist þannig: tvær samliggjandi stofur, eldhús, baðherbergi, tvö herbergi, hol og forstofa. Kjallari: tvö herbergi, þvottahús og tvær geymslur. V. 35,0 m. 5553 Baugakór - Efri hæð + bílskúr Stórglæsileg, mjög vel skipulögð 154 fm efri sérhæð ásamt 21,6 fm bílskúr. Íbúðin er til afhendingar í febrúar fullbúin án gólf- efna á aðalfleti. Allar innréttingar eru frá HTH (hvítt sprautulakkað og hvíttuð eik) Eldhústæki eru AEG. Hurðir eru frá Agli Árna úr Hvíttaðri Eik. Flísar: Mustang á gólfi frá Agli Árna, aðrar flísar einnig frá Agli. V. 37,9 m. 5542 Funalind - Glæsileg Glæsileg og rúmgóð 2ja-3ja herbergja íbúð í eftirsóttu húsi í Lindarhverfi. Húsið er sér- hannað og allt klætt að utan með inn- brenndu lituðu áli. Þrefalt gler er í gluggum. Íbúðin skiptist í hol, stofu, tvö herbergi, eldhús og baðherbergi auk þvottahúss. Í kjallara er sérgeymsla og sameiginleg hjólageymsla, o.fl. Eignin er í einu glæsi- legasta húsinu í Lindunum. V. 22,0 m. 5551 Sumarbústaður í Kjós - Meðalfellsvatn Snotur sumarbústaður sem er staðsettur í Kjós rétt við Meðalfellsvatn. Bústaðurinn er í landi Hjalla sem er skammt innan við vatnið. Bústaðurinn er byggður árið 1980. Lóðin er 900 fm og rennur lækur í landinu. Húsið er á einni hæð og skiptist í stofu, tvö svefnherbergi, bað og eldhús. Góð verönd er við húsið. Glæsilegt útsýni er frá húsinu til fjalla og út á Meðalfellsvatnið. Góðir útivi- starmöguleikar. V. 6,5 m. 5543 Lambhagi - Álftanesi Einbýlishús á sjávarlóð á Áltanesi, en lóðin liggur að Skógtjörn á Álftanesi. Húsið skiptist í forstofu hol, fatahengi (snyrtingu), eldhús, þvottahús, stofur með arni, 3 svefnherbergi (4-5 skv. teikningu) og bað- herbergi. Glæsilegt útsýni. Húsið sjálft er 129,8 fm og bílskúrinn 57,0 fm. V. 38,5 m. 5539 Kleppsvegur - góð 2ja herb. mjög falleg íbúð á 2. hæð. Ný- standsett eldhús og baðherbergi. Parket. Ákv. sala. V. 13,7 millj. 5560 Þrastarhólar - Stór og björt íbúð Falleg fimm herbergja íbúð á annarri hæð í litlu fjölbýlishúsi auk bílskúrs. Eignin skiptist í forstofu, hol, þrjú herbergi, eldhús, geymslu/þvottahús, stofu og borðstofu (hægt að bæta við sem herbergi). Snyrtileg sameign. V. 27,9 m. 5500 Þórufell - útsýni Falleg 2ja herbergja íbúð á 3. hæð við Þórufell í Reykjavík. Eignin skiptist í hol, stofu, eldhús, baðherbergi og herbergi. Á jarðhæð er sameiginlegt þvottahús og sér geymsla. V. 10,9 m. 5552 Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Mánagata 18, 2. hæð Sérinngangur. Opið hús í dag frá kl. 15-16. Gullfalleg 50 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu steinhúsi. Eignin skiptist í anddyri/hol, svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og stofu. Nýleg og falleg innrétting úr kirsuberjaviði í eldhúsi og flísar á gólfi. Baðherbergi er nýlega endurnýjað með baðkari og innréttingu við vask. Í kjallara er mjög rúmgott sérþvottahús ásamt tveimur geymslum. Sér hiti og rafmagn. Verð 16,9 millj. Magney tekur á móti gestum í dag milli kl. 15 og 16. Allir velkomnir. Glæsileg og mjög mikið endur- nýjuð 3ja herbergja, 60,4 fm íbúð á annarri hæð í góðu fjölbýli ásamt sérbílastæði á baklóð. Gott útsýni. Verð 16,9 m. Kolbrún tekur á móti gestum í dag kl. 13.00-15.00. OPIÐ HÚS Í DAG BERGÞÓRUGATA 13 Opið hús - Leirubakki 12 3. hæð - Gott verð Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Vel skipulögð 3ja herb. íbúð ásamt aukaherbergi í kjallara, sam- tals 94 fm. Herb. er leigt á 15 þúsund á mán. Góð vel skipulögð íbúð, mikið í upprunarlegu ástandi, suðursvalir, þvottahús í íbúð. Húsið er klætt að utan. Íbúð er laus. V. 16,2 m. Gréta og Bjarni sýna í dag kl. 14-16 STJÓRNVÖLD Kópavogsbæjar gera sér grein fyrir mikilvægi leikskóla- starfsins og því uppbyggjandi starfi sem þar fer fram. Þrátt fyrir að leik- skólastigið sé ekki skyldunám er það mikilvægur þáttur í þroskaferli barna og góður undirbún- ingur fyrir áfram- haldandi nám í grunnskóla. Bæjar- yfirvöld hafa haft það að markmiði að börn frá átján mánaða aldri eigi að geta notið leikskóladvalar. Til að uppfylla þessi markmið og koma til móts við óskir foreldra hefur átt sér stað mikil uppbygging leikskóla í bænum. Fjölgun leikskólarýma krefst aukins starfsfólks. Leik- skólar Kópavogs hafa átt því láni að fagna að hafa á að skipa mjög hæfu starfsfólki bæði á leikskól- unum og eins á leikskólaskrifstofu bæjarins. Hækka lægstu launin Í október sl. var samþykktur samningur starfmannafélags Kópavogs við starfsmenn leikskóla bæjarins og var hann þá besti samningur sem gerður hafði verið við starfsmenn leikskóla á höf- uðborgarsvæðinu. Í desember, að- eins tæpum tveim mánuðum síðar, var samþykktur samningur Efl- ingar og Reykjavíkurborgar og þar á meðal voru starfsmenn leik- skóla borgarinnar. Eftir samþykkt samninganna í Reykjavík hefur gætt óánægju meðal starfsmanna leikskóla Kópavogs, enda er ljóst að samkvæmt samningnum í Reykjavík fá starfsmenn leikskóla Reykjavíkur hærri laun en starfs- menn leikskóla nágrannasveit- arfélaganna, sem er óviðunandi. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs 28. desember sl. voru kjaramál starfsmanna leikskóla Kópavogs rædd. Voru bæjarstjóri og bæj- arfulltrúar sammála um nauðsyn þess að hækka lægstu launin, bæði þeirra sem starfa í leikskólum og annarra bæjarstarfsmanna. Sam- þykkt var að leggja fram slíka til- lögu á launaráðstefnu sveitarfélag- anna sem haldinn verður 20. janúar nk. Viðurkennt skal að strax eftir þennan bæjarstjórnarfund hefði verið skynsamlegt að kalla stjórn starfsmannafélagsins, starfsmenn á leikskólum, fulltrúa foreldra og leikskólakennara á fund og skýra málið. Við, bæjarfulltrúar Sjálf- stæðiflokksins og Framsókn- arflokksins, boðuðum þó ekki til fundar með þeim fyrr en 5. janúar. Haldnir voru þrír fundir, sem voru mjög gagnlegir. Fulltrúar þessara hópa létu í ljós sínar skoðanir og bæjarfulltrúar skýrðu frá sínum hugmyndum til lausnar málsins. Starfsmönnum líði vel Miklar vonir og væntingar eru um niðurstöðu launa- ráðstefnu sveitarfé- lagann þann 20. janúar nk. ekki aðeins hjá starfsmönnum heldur ekki síður hjá sveit- arstjórnarmönnum. Ég tel það gífurlega mik- ilvægt að kennarar, leiðbeinendur og öðrum starfsmönnum skólanna líði vel í starfi sínu. Störf þeirra eru mjög veigamikil en þeir eru stöðugt að leiðbeina og kenna mjög ungum nemendum. Það er sérlega krefj- andi og því fylgir mikið áreiti. Það er ósk mín og von að viðunandi niðurstaða fáist í þessum kjara- málum á launaráðstefnunni. Því það er mjög mikilvægt að óánægjuöldur lægi sem fyrst svo friður komist á í starfi skólanna. Leikskólamál í Kópavogi Eftir Sigurrós Þorgrímsdóttur Sigurrós Þorgrímsdóttir ’Það er ósk mín og vonað viðunandi niðurstaða fáist í þessum kjara- málum á launaráðstefn- unni.‘ Höfundur er bæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Prófkjör Kópavogur ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.