Morgunblaðið - 15.01.2006, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 53
MINNINGAR
✝ Inga KristínÁgústsdóttir
fæddist á Hellis-
sandi 14. apríl 1917.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Sól-
vangi í Hafnarfirði
4. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar Ingu
voru Ágúst Illugi
Pálsson járnsmiður,
f. í Ferjukoti í
Borgarhreppi 14.
júlí 1874, d. í Hafn-
arfirði 10. ágúst
1965 og Ingveldur
Jónína Lárusdóttir húsfreyja, f. í
Flateyjarbúð í Fróðárhreppi á
Snæfellsfellsnesi 4. maí 1880, d. í
Hafnarfirði 22. júní 1966. Inga
var níunda í röð tíu systkina en
eitt eftirlifandi er
Árni, f. 3 apríl
1922.
Inga fóstraði,
ásamt móður sinni
og tveimur eldri
systrum, Elínu og
Ragnhildi, Brynju
Kolbrúnu, f. 5. nóv-
ember 1942, dóttur
Lárusar bróður
síns, sem var vél-
stjóri og fórst með
skipinu Þormóði
1943, og síðar syni
hennar tvo, Róbert
Róbertsson, f. 14. mars 1968 og
Auðólf Þorsteinsson, f. 9. desem-
ber 1971.
Útför Ingu fór fram í kyrrþey
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
Ég get ekki sagt að ég hafi þekkt
hug og hjarta Ingu K. Ágústdóttur til
hlítar, þessarar ákveðnu, lágvöxnu en
dulu konu, og efast reyndar um að
nokkur hafi gert það. Leiðir okkar
lágu saman fyrir tólf árum þegar
fóstursonur hennar, Róbert, og ég,
fórum að rugla saman reytum okkar.
Þótti mér hún samstundis eftirtekt-
arverður persónuleiki. Ég varð ekki
fyrir vonbrigðum við frekari kynni.
Inga var þó ekki margmál um sín
hjartans mál frekar en margir af
hennar kynslóð en dugleg eins og
flestir þeir sem alast upp við kröpp
kjör og þurfa að hafa fyrir því að fá
sitt til að bíta og brenna. Sennilega
verða tilfinningar þá munaður sem
maður ber ekki á torg.
En hjartagóð var hún Inga, það fór
ekki framhjá neinum. Ekki að hún
hafi verið að flíka því frekar en til-
finningunum, en þegar minni máttar
áttu í hlut, dýr og börn, veikir eða
smælingjar, tók Inga niður grímuna
og upp hanskann og hlúði að – án
orða og oftast eins og ekkert væri
sjálfsagðara. Ekki fékk hún alltaf
greitt í sömu mynt en þannig er víst
lífið stundum og eitthvað sagði mér
að Inga hafi fljótt lært að það væri
tímasóun að syrgja það.
Æðruleysi er hugtak sem lýsir
gömlu konunni vel. Uppákomur lífs-
ins eða framkoma fólks var fyrir
nokkru síðan hætt að koma henni á
óvart en það þýðir ekki endilega að
hún hafi alltaf verið sátt – hún var
bara löngu hætt að æsa sig eða ergja
yfir svoleiðis hlutum. ,,Guð, gefðu
mér æðruleysi til að sætta mig við
það sem ég fæ ekki breytt, kjark til
að breyta því sem ég get breytt og vit
til að greina þar á milli.“ Á stundum
held ég að hún hljóti að hafa farið
ansi oft með æðruleysisbænina. Inga,
eins og hún var alltaf kölluð, var
næstyngst tíu systkinanna sem öll
komst á legg. Hún fæddist um vor ár-
ið 1917, þegar styrjaldarlok nálguð-
ust í því stríði sem síðar var nefnt
heimsstyrjöldinni fyrri. Níu árum
síðar fannst foreldrum Ingu, Ágústi
og Ingveldi, orðið heldur tíðindas-
nautt í verstöðinni vestur á Hellis-
sandi, fæðingarstað Ingu, og ákváðu
að freista gæfunnar og flytja suður. Í
Hafnarfirði skyldi framtíðarheimili
fjölskyldunnar rísa. Og þangað fluttu
þau, byrjuðu búskapinn í leiguhús-
næði, sem flest var bæði lítið og lé-
legt, enda krepputímar. Nokkrum ár-
um síðar hóf Ágúst með aðstoð elstu
sona sinna að byggja heimili fjöl-
skyldunnar, að Reykjavíkurvegi 32,
fallegt einbýlishús þar sem hann
hafði járnsmíðaverkstæði í kjallaran-
um. Það hljóta að hafa verið gleði-
tímar þegar þessi stóra fjölskylda gat
loks flust í eigið húsnæði, jafnvel þótt
það hafi annars verið erfiðir tímar og
atvinnuþref á landinu. Eins og flestra
annarra Íslendinga vænkaðist efna-
hagur fjölskyldunnar í heimsstyrjöld-
inni síðari. Kvenleggurinn sá um
þvotta af hermönnum og sennilega
hefur karleggurinn einnig haft ein-
hverjar tekjur af hernum. En sorgin
knúði líka grimmilega dyra. Þrír
bræðra Ingu; þeir Ágúst, Lárus og
Páll, létust í sjóslysum með stuttu
millibili á stríðsárunum. Þetta var
fjölskyldunni þungur harmur og mik-
ill missir.
En á Reykjavíkurveginum bjó
Inga alla sína tíð, ásamt foreldrum
sínum, systrum sínum, Elínu og
Ragnhildi, og yngsta bróður, Árna –
og saman héldu þau glæsilegt heimili
þar sem oft var gestkvæmt, enda
gestrisnin með eindæmum. Foreldr-
um sínum bjó Inga síðan fallegt ævi-
kvöld og ásamt eldri systrum sínum,
sem jafnframt voru góðar vinkonur
hennar, fóstraði hún Brynju Kol-
brúnu, dóttur Lárusar, og síðan tvo
syni hennar. Systrum sínum hjúkraði
hún svo og sinnti fram í andlátið og
yngri bróður þar til hann fór á Hrafn-
istu. Að lokum fór þó svo að Inga
þurfti að yfirgefa ættaróðalið vegna
heilsuleysis og fluttist á Sólvang vorið
2003.
Við Inga kynntumst ágætlega á
þessum tólf árum, rökræddum stund-
um en hlógum líka oft og áttum
margar gleðistundir með Róberti og
síðan Þorra Hrafni, syni okkar eftir
að hann kom í heiminn fyrir tæpum
sjö árum. Við höfðum að sjálfsögðu
ekki alltaf sama smekk fyrir mönnum
og málefnum, eins og gerist og geng-
ur. Hún hafði gaman af ensku knatt-
spyrnunni og hélt þar með Manchest-
er City, missti aldrei af
Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva, fannst rauðar peysur falleg-
astar og þótti molasykur ómissandi
með kaffi. Góðar bækur og sögur
kunnum við hins vegar báðar að meta
– og sápuóperur, þótt Inga hafi kosið
Nágranna fram yfir Leiðarljós.
Stundum fannst mér, þrátt fyrir
árin fimmtíu og fjögur sem skildu
okkur að, við hafa um margt, sameig-
inlegan skilning á lífinu og tilverunni
– þótt við værum ekkert alltaf að hafa
orð á þeim skilningi. Hann var bara
þarna, jafnvel þegar við vorum ekki
sammála um landsins gagn, nauð-
synjar og fjölskyldu. Inga lá yfirleitt
ekkert á skoðunum sínum, þannig –
eða þá að hún þagði þær beinlínis
fram. Hún var vel að sér og gat verið
eldsnögg í tilsvörum. Lífsreynslan
hafði slípað húmorinn svo hann gat
verið svellkaldur ef því var að skipta.
Hennar helstu trúnaðarvinir síð-
ustu árin held ég samt að hafi verið
kettirnir, líf hennar og yndi. Þá átti
hún marga í gegnum tíðina, en þeir
síðustu voru Sokkur og Bússí. Hún
naut þess að dekra við þá og gefa
þeim nýja, soðna ýsu eða eðalkatta-
mat í nánast öll mál, enda voru þeir
húsfreyjuhollir með afbrigðum.
Barnabarnið hennar, Þorri Hrafn,
var líka augasteinninn og sannkall-
aður gleðigjafi síðustu árin. Fyrir
hann var heldur ekkert of gott.
Farin er nú falleg kona, dugnaðar-
forkur, vel gefin og skemmtileg en í
þau skipti sem maður lét orð í líkingu
við þessi falla í eyru Ingu K. Ágústs-
dóttur þá glotti hún bara. Hún átti
erfitt með að taka hrósi eða hlýjum
orðum – og þó – undir lokin held ég
að það hafi vottað fyrir brosi. Góða
ferð, Inga mín, og vertu bless.
Unnur Hrefna Jóhannsdóttir.
INGA KRISTÍN
ÁGÚSTSDÓTTIR
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og systir,
ÞORBJÖRG BJARNADÓTTIR
frá Vigur,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn
7. janúar.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 16. janúar kl. 15.00.
Bjarni Brynjólfsson, Ingibjörg Anna Arnarsdóttir,
Margrét Edda Lian Bjarnadóttir,
Sigurður Bjarnason,
Þórunn Bjarnadóttir,
Sigurlaug Bjarnadóttir.
Ástkær faðir okkar, afi, bróðir, mágur og tengda-
sonur,
EINAR GUÐBJÖRN BOGASON,
Lyngby 17,
27493, Skurup,
Svíþjóð,
lést á sjúkrahúsi í Ystad miðvikudaginn 4. janúar.
Útförin fer fram frá Simstorp-kirkju, Svíþjóð,
föstudaginn 27. janúar kl. 13.00.
Alex Einarsson,
Bogi G.Í. Einarsson,
Ólavía Lára Einarsdóttir,
Valur Bogi Einarsson,
Linda Rut Einarsdóttir,
Sævar Hólm Einarsson,
barnabörn, systkini, mágkona
og tengdafólk.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR,
Tindaflöt 3,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn
17. janúar kl. 14.00.
Hilmar Njáll Þórarinsson,
Þórður H. Hilmarsson, Hjördís Kristinsdóttir,
Valgerður Hilmarsdóttir, Elvar Holm Ríkarðsson
og ömmubörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÞORGERÐUR ELÍSABET GRÍMSDÓTTIR,
Árskógum 8,
Reykjavík,
lést mánudaginn 9. janúar.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn
18. janúar kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
hennar, er bent á Styrktarfélag vangefinna.
Ólafur Hólm Einarsson,
Stella Hólm Mc Farlane, Gavin Mc Farlane,
Einar Hólm Ólafsson, Vilborg Árný Einarsdóttir,
Birgir Hólm Ólafsson, Ósk Jóhanna Sigurjónsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
MAGNÚS S. MAGNÚSSON,
áður Holtagerði 7,
sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn
8. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu
miðvikudaginn 18. janúar kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á
FAAS, Félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga (sími 533 1088).
Kristín Þóra Gunnsteinsdóttir,
Geir Magnússon, Kristín Björnsdóttir,
Helgi Magnússon, Guðlaug Guðjónsdóttir,
Sigrún Magnúsdóttir, Jóhannes Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTÍN (DANÍELSDÓTTIR) REID,
verður jarðsungin frá Garðakirkju mánudaginn
16. janúar kl. 15.00.
Ronald H. Reid og aðstandendur.
Elskulegur einkasonur minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
SÆVIN BJARNASON,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudag-
inn 16. janúar kl. 15.00.
Guðný Hallgrímsdóttir,
Guðný Sævinsdóttir, Símon Bahraoui,
Haraldur Sævinsson, Ásgerður Þ. Ásgeirsdóttir,
Sigrún Dóra Sævinsdóttir, Birgir Sævarsson,
Bjarney Sævinsdóttir, Bjarni Fannar Bjarnason
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns
míns, föður okkar og afa,
ÞORSTEINS INGA JÓNSSONAR,
Árkvörn 2b,
Reykjavík.
Alda Sófusdóttir,
Jónína Þorsteinsdóttir,
Ólöf Margrét Þorsteinsdóttir,
Jón Ingi Þorsteinsson,
Lárus Már Björnsson,
og barnabörn.