Morgunblaðið - 15.01.2006, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 55
MINNINGAR
✝ Níels FrímannSveinsson fædd-
ist á Siglufirði 9.
nóvember 1929.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 15. des-
ember síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Sveins
Fímannssonar skip-
stjóra, f. 17.6. 1898,
og Jónínu Níelsdótt-
ur, f. 17.1. 1896, frá
Æsustöðum í Eyjar-
firði. Alsystir Níels-
ar er Svava Sveinsdóttir, f. 11.5.
1928. Hálfsystir samfeðra er
Hrönn Sveinsdóttir, f. 31.5. 1936.
Fóstra Níelsar og Svövu var
Jenný Jónasdóttir, f. 19. ágúst
1904.
19. ágúst 1958 kvæntist Níels
Hjördísi Ingibjörgu Konráðsdótt-
ir, f. 19. mars 1928. Foreldrar
hennar eru Konráð Jóhannsson
gullsmiður og Svava Jósteinsdótt-
ir frá Akureyri.
Níels og Hjördís
eiga tvær dætur,
þær eru: 1) Svava
Jónína, f. 29.12.
1952, gift Árna Auð-
uni Árnasyni, f.
30.3. 1951. Börn
þeirra eru: a) Hjör-
dís, f. 28.11. 1970,
gift Þorsteini Viðar-
syni, f. 23.10. 1974,
sonur þeirra er
Sindri Snær, f. 27.1.
2004, d. 30.1. 2005.
b) Hjalti Freyr f.
30.4. 1976. c) Níels Árni, f. 1.10.
1979. 2) Jenný Sigurlína, f. 16.1.
1958, gift Guðna Páli Birgissyni, f.
20.5. 1958. Dóttir þeirra er Birg-
itta Svava, f. 11.2. 1996.
Níels starfaði aðallega við bíla-
réttingar, en einnig var hann tón-
listamaður og starfaði við það á
árum áður.
Útför Níelsar fór fram í kyrrð-
þey að ósk hins látna.
Elsku pabbi minn.
Ósköp er erfitt að setjast niður og
þurfa að kveðja þig. Þó að þú hafir
þurft að ganga í gegnum erfiðan
uppskurð, um það bil er aðventan
gekk í garð, þá hafðir þú alltaf verið
svo hraustur að við héldum öll sem
elskum þig að þú kæmir aftur heim.
Sú ósk var ekki uppfyllt og þú lok-
aðir augunum fyrir fullt og allt 15.
desember sl. í faðmi okkar systra og
mömmu.
Þegar sorgin og söknuðurinn
nístir hjartað er gott að eiga góðar
minningar og þær á ég nógar um
þig pabbi minn. Öll sú hlýja og um-
hyggja sem þú gafst mér, Árna mín-
um og börnum okkar, Hjördísi,
Hjalta og Níelsi, er ómetanleg.
Ég brosi gegnum tárin þegar ég
hugsa til bernskuáranna, þú varst
þar alltaf bæði vakinn og sofinn yfir
velferð minni. Þú sýndir áhuga á
öllu sem ég tók mér fyrir hendur og
varðst svo stoltur þegar vel gekk
hjá mér. Það breytist ekkert þó að
ég yrði fullorðin og eignaðist mann
og börn. Þú vildir alltaf fá að vita
hvernig gengi hjá öllum og varst
tilbúinn að rétta hjálparhönd ef á
þurfti að halda. Þær voru ekki svo
fáar stundirnar hjá þér sem fóru í
að leika við barnabörnin og skreppa
með þau í bíltúr, enda var alltaf
yndislegt að koma til afa og ömmu.
Lífshlaupið þitt var auðvitað ekki
alltaf dans á rósum og stundum
voru erfiðir tímar, en alltaf fann
maður hvað þú elskaðir hana
mömmu, okkur systurnar, tengda-
syni og barnabörn af öllu hjarta.
Síðastliðið ár var okkur óskaplega
erfitt. Við misstum svo mikið þegar
litli langafastrákurinn þinn, hann
Sindri Snær, kvaddi þennan heim.
Ég trúi því að þú pabbi minn sért nú
búinn að taka litla kútinn í faðm
þinn og að þið tveir eigið aldeilis
skemmtilegar stundir saman hjá
guði. Ég trúi því líka að þú vakir
áfram yfir velferð okkar og að við
sjáumst aftur einhvern tímann í ei-
lífðinni. Takk fyrir allt.
Þín dóttir,
Svava.
Elsku pabbi.
Þín er sárt saknað. Mér er efst í
huga þakklæti til þín fyrir allt það
sem þú hefur kennt mér og alla þína
væntumþykju sem við öll í fjölskyld-
unni fundum svo vel fyrir. Þú varst
duglegur að leiðbeina okkur systr-
unum í gegn um lífið og gafst okkur
mörg heilræðin. Þú varst ákveðinn
en alltaf svo hlýr og góður. Alltaf
var hægt að leita til þín með sín
vandamál stór sem smá og þú tókst
öllu með jafnaðargeði. Þú varst sér-
staklega iðinn og vandvirkur við allt
það sem þú tókst þér fyrir hendur
hvort heldur sem þú varst að gera
við bíla eða að spila á hljóðfæri.
Stundum fannst okkur í fjölskyld-
unni nóg um alla þína nákvæmni og
þann metnað sem þú lagðir í öll þín
verk.
Elsku pabbi, ég er þér líka svo
þakklát fyrir hvað þú varst mikill
afi. Þú kenndir afabörnunum þínum
Hjördísi, Hjalta, Níelsi og litlu afa-
stelpunni þinni Birgittu Svövu svo
margt sem verður þeim gott vega-
nesti í lífinu. Þú áttir líka góðar
stundir með litla langafastráknum
þínum honum Sindra Snæ sem við
öll fengum að njóta allt of stutt.
Dóttir mín Birgitta Svava á ljúfar
minningar um afa sinn.Tímum sam-
an sátu þau við krossgátur, tefldu
eða spiluðu á spil og svo var kallað á
ömmu þegar þið voruð svöng og
kom hún þá færandi hendi og þótti
ykkur þessi þjónusta ómissandi. Við
eigum svo margar dýrmætar minn-
ingar um þig sem hjálpar okkur á
þessum erfiðu stundum. Þú sýndir
mikinn styrk og yfirvegun í veik-
indum þínum en mestar voru
áhyggjur þínar af mömmu og það
lýsir þér best. En nú vitum við að
þér líður vel, hjartans þakkir fyrir
allt, elsku pabbi minn.
Þín dóttir,
Jenný.
NÍELS FRÍMANN
SVEINSSON
Kveðjustundir eru
alltaf erfiðar og það er
sárt að sjá á eftir afa mínum Soph-
usi. Hinsvegar læddist sú hugsun
fljótt að mér að þessi kveðjustund
bæri jákvæðar breytingar í skauti
sér því nú yrðu þau aftur sameinuð
þau afi Sophus og amma Áslaug sem
kvaddi okkur fyrir rúmu ári. Þau
voru einstaklega samrýnd hjón og
nærðust svo á ást og samveru hvort
annars að aðskilnaðurinn reyndist
afa Sophusi afar erfiður. Þótt það sé
erfitt að horfast í augu við að eiga
ekki lengur afa og ömmu og þau
skilji eftir sig stórt tóm þá veldur
mér ómældri gleði að þau geti sam-
einast á ný. Ég veit að afi Sophus
var tilbúinn til þess að kveðja jarð-
lífið til að geta verið við hlið sinnar
heittelskuðu og ég sé ömmu Áslaugu
fyrir mér brosa sínu einstaka og fal-
lega brosi þegar hún tekur á móti
honum.
Það var alltaf sama hlýjan sem tók
á móti manni á heimili þeirra, bæði í
Brúnalandinu og seinna á Sléttu-
vegi. Á heimili afa Sophusar og
ömmu Áslaugar var umhyggja og
hjálpsemi í hávegum höfð og ástin
var áþreifanleg, svo sterk var hún.
Sem barni þótti manni alltaf jafn-
SOPHUS A.
GUÐMUNDSSON
✝ Sophus AuðunGuðmundsson
fæddist á Auðunar-
stöðum í Víðidal í
Vestur-Húnavatns-
sýslu 6. apríl 1918.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 4. janúar síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá
Grensáskirkju 12.
janúar.
gaman að heimsækja
þau, hvort sem það
var til þess að sækja
kennslustund hjá
ömmu eða bara til að
njóta félagsskapar
ömmu og afa og ann-
arra fjölskyldumeð-
lima. Manni var alltaf
látið líða eins og mað-
ur væri einstakur og
komið var fram við
mann af fullkominni
virðingu. Á fáum
heimilum gat manni
liðið eins vel og hjá afa
Sophusi og ömmu Áslaugu. Enda á
maður ótal minningar til að ylja sér
við, sólböð í garðinum í Brúnalandi á
sumrin og jóladags- og gamlársboð-
in á veturna voru hápunktar og allar
heimsóknirnar þar á milli skilja eftir
samansafn af yndislegum stundum.
Afi Sophus var gæddur öllum
þeim kostum sem góðum afa ber.
Hann hafði alltaf gaman af samveru
við okkur barnabörnin og maður
fann sterkt fyrir þeirri væntum-
þykju. Hann var kannski fámáll og
talaði jafnan svo lágt að varla heyrð-
ist hvað hann sagði en alltaf sperrti
maður eyrun þegar hann tók til máls
og ósjaldan fengu orð hans mann til
að skellihlæja. Það var alltaf stutt í
grínið hjá afa Sophusi og hann náði á
sinn einstaka hátt að snúa flestu upp
í gaman. Ein helsta minning mín úr
Brúnalandinu er þegar afi setti litlu
fæturna mína upp á sína, tók utan
um mig og dansaði og söng „Óla
skans“. Alltaf var þetta jafn-
skemmtilegt og fyndið og þannig var
það með allt sem viðkom afa, hann
fékk mann alltaf til að brosa. Þótt afi
hafi kannski misst máttinn að miklu
leyti þegar amma dó missti hann
aldrei kímnigáfuna og hélt áfram að
láta mann hlæja. Stundirnar með
honum á seinni árum á Sléttuveg-
inum eru ekki síður dýrmætar og
það gaf mér alltaf mikið að njóta
nærveru afa Sophusar. Hann var
áhugasamur og fróður, yfirvegaður
og rólegur og alltaf með sama
strákslega glampann í augunum.
Ég get vel skilið að afi hafi verið
orðinn óþreyjufullur að komast til
ömmu minnar Áslaugar. Ekki er til
manneskja með jafnstórt hjarta og
eins mikið að gefa og hún. Fyrir mér
var hún engill í mannsmynd. Hún
var góðmennskan uppmáluð, hjálp-
aði og studdi alla sem hún gat. Var
alltaf manna stoltust af öllu sem
maður tók sér fyrir hendur, sparaði
manni aldrei hrósið og vildi allt fyrir
mann gera. Að sjá ömmu veikjast
var hrikalega erfitt og þá sérstak-
lega fyrir afa. En eins og maður vissi
var amma sterk og barðist hetjulega
og það var dýrmætt að sjá hversu
vel afi studdi við bakið á henni og tók
hvert skref með henni.
Það hefur gefið manni einstaklega
mikið að vera hluti af lífi þessa ein-
staka fólks sem Sophus Auðun og
Áslaug María voru og eru. Í rúmlega
sextíu ára hjónabandi lifðu þau sam-
an í sátt og samlyndi, samskipti
þeirra einkenndust af gagnkvæmri
virðingu og einlægri ást. Margt er
hægt að læra af þeim og taka þau til
fyrirmyndar. Ástin og væntumþykj-
an sem þau deildu og dreifðu hefur
gefið svo margt gott af sér.
Elsku afi minn Sophus Auðun, ég
vona að þú hvílir í friði að eilífu. Ég
bið að heilsa ömmu og hlakka til að
hitta ykkur þegar minn tími kemur.
Elsku amma mín Áslaug María,
ég sakna þín og geymi þig á góðum
stað í hjartanu.
Afi minn og amma, ég elska ykkur
af öllu hjarta og þakka ykkur fyrir
allt sem þið hafið gefið mér sem er
svo ótal margt og dýrmætt.
Ykkar
Helga Guðrún Friðriksdóttir.
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Sverrir
Einarsson
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát
og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
KATRÍNAR MARÍU ÞÓRÐARDÓTTUR,
Holtsbúð 103,
Garðabæ,
áður Stangarholti 24.
Sérstakar þakkir til Þórarins Sveinssonar læknis
og starfsfólks deildar 11E á Landspítalanum við
Hringbraut, fyrir sérstaka alúð og ummönnun.
Björg Haraldsdóttir, Jóhann Petersen,
Halldór Þ. Haraldsson, Ingibjörg Barðadóttir,
Ástbjörg G. Haraldsdóttir, Hreiðar Einarsson,
Friðrk Haraldsson, Kristrún Zakaríasdóttir,
barnabörn og fjölskyldur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir og afi,
PÉTUR GAUTI HERMANNSSON,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 12. janúar.
Guðríður Sveinsdóttir,
Hildur Sólveig Pétursdóttir,
Erla Þuríður Pétursdóttir,
Pétur Geir Magnússon,
Ástrós Magnúsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð, vináttu og hlý-
hug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ÁSU GUÐLAUGAR GÍSLADÓTTUR,
Fannafold 125a,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks L5 Landakoti.
Gunnar Sighvatsson,
Sigrún Sighvatsdóttir, Jón Gústafsson,
Ólöf Sighvatsdóttir, Þorvaldur Bragason,
Gísli Á. Sighvatsson, Kristjana G. Jónsdóttir,
Ástrós Sighvatsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
SIGRÍÐAR ÁSMUNDSDÓTTUR,
Bólstaðarhlíð 41.
Ásmundur Jakobsson,
Aðalbjörg Jakobsdóttir, Hallgrímur B. Geirsson,
Steinunn Sigríður Jakobsdóttir, Sverrir Hilmarsson,
Jakob Jakobsson, Moira Helen Jakobsson,
Johanne Agnes Jakobsson
og aðrir aðstandendur.