Morgunblaðið - 15.01.2006, Side 64

Morgunblaðið - 15.01.2006, Side 64
Fréttir í tölvupósti 64 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið SALKA VALKA Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! WOYZECK Í kvöld kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 29/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! KALLI Á ÞAKINU Í dag kl. 14 UPPSELT Lau 21/1 kl. 14 Su 22/1 kl. 14 SÍÐUSTU SÝNINGAR! CARMEN Fi 19/1 kl. 20 Gul kort Fö 20/1 kl. 20 Rauð kort Fö 27/1 kl. 20 Græn Kort Lau 28/1 kl. 20 Blá kort Fö 3/2 kl. 20 Fö 10/2 kl. 20 RONJA RÆNINGJADÓTTIR FRUMSÝNT Í FEBRÚAR. MIÐASALA HAFIN Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Í kvöld kl. 20 Su 22/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 16/2 kl. 20 Fö 17/2 kl. 20 BELGÍSKA KONGÓ Í kvöld kl. 20 UPPS. Fö 20/1 kl. 20 UPPS. Lau 21/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 UPPS Mi 1/2 kl 20 UPPS. Lau 4/2 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU Fi 19/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 Fö 27/1 kl. 20 Fi 2/2 kl. 20 Naglinn Fö 20/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 21 /1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 UPPSELT Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup - heldur áfram! Lau. 14. jan. kl. 19 UPPSELT Lau. 14. jan. kl. 22 AUKASÝNING - UPPSELT Fös. 20. jan. kl. 20 Örfá sæti laus Lau. 21. jan. kl. 19 Örfá sæti laus Fös. 27. jan. kl. 20 Nokkur sæti laus Lau. 28. jan. kl. 19 Örfá sæti laus Fös. 3. feb. kl. 20 Nokkur sæti laus Miðasala opin allan sólarhringinn á netinu. Allir norður! Miðasalan opin virka daga kl. 13-17 og frá kl. 15 á laugardögum. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. ÖSKUBUSKA - La Cenerentola eftir ROSSINI Frumsýning sun.5. feb. kl. 20 2. sýn. fös. 10. feb. kl. 20 – 3. sýn. sun. 12. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 19. feb. kl. 20 www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Námskeið umÖskubusku og Rossini Skráningarfrestur: 20. janúar Skráning í síma: 525 4444 - endurmenntun@hi.is FÖS. 20. JAN. kl. 20 LAU. 21. JAN. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAU. 28. JAN. kl. 20 FÖS. 3. FEB. kl. 20 LAU. 4. FEB. kl. 20 MIND CAMP eftir Jón Atla Jónasson HÁTÍÐAROPNUN SUN. 15. JAN UPPSELT. FIM. 19. JAN. SUN. 22. JAN. FÖS. 27. JAN. SUN. 29. JAN. Námsmenn og vörðufélagar frá miðann á 1000 kr. í boði Landsbankans TAKMARKAÐUR SÝNINGARFJÖLDI EF eftir Valgeir Skagfjörð/ Einar Má Guðmundsson MÁN. 16. JAN. KL. 9 OG 11 UPPSELT ÞRI. 17. JAN. KL. 9 OG 11 UPPSELT ÞRI. 24. JAN. KL. 9 OG 11 UPPSELT MIÐ. 25. JAN. KL. 9 OG 11 UPPSELT Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar. SÝNT Í IÐNÓ KL. 20 MIÐASALA: WWW.MIDI.IS OG Í IÐNÓ S. 562 9700 UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT örfá sæti laus laus sæti laugardagur föstudagur laugardagur sunnudagur laugardagur sunnudagur 14.01 20.01 21.01 22.01 28.01 29.01                         90 FULLAR SÝNINGAR! Vegna gífurlegrar aðsóknar hefjast sýningar aftur í febrúar 16 feb. - 17. feb. - 25. feb. 26. feb. ÉG OG sessunautur minn veltum fyrir okkur hvort við værum orðin of gömul fyrir fiðlukonsertinn eftir Sibelius, sem var fluttur á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands á fimmtudagskvöldið. En ég held ekki. Einleikari var hinn 28 ára gamli Boris Brovtsyn, og kannski var það bara hann sem var ekki nógu gamall. Í tónleikaskránni var hann sagður hafa „vakið gífurlega at- hygli fyrir ótrúlega hæfileika sína“ en þrátt fyrir það var konsertinn ekki sérlega áhugaverður; sumt í fyrsta þættinum var leiðinlega ýkt og auk þess ekki alveg hreint, en nokkur tónahlaup í síðasta kafl- anum fremur grautarleg. Stíg- andin undir lokin var ekki heldur nægilega markviss og endirinn virkaði snubbóttur. Viðurkennt skal þó að margt í túlkuninni var til fyrirmyndar; Brovtsyn hefur fallegan tón og leikur hans var oft þrunginn við- eigandi ástríðu og dulúð; auðheyrt var að hann hefur ríkulega hæfi- leika. En fyrrnefndir gallar á flutningnum köstuðu skugga á og var heildarútkoman ekki sérlega áhugaverð. Skemmtilegra var aukalagið, þáttur úr fimmtu sólósónötunni eftir Yasye. Leikur Brovtsyns var líflegur og féll greinilega í kramið hjá áheyrendum. Sem betur fer var hitt á efnis- skránni meira spennandi en fiðlu- konsertinn, þar á meðal önnur tónsmíð eftir Sibelius, Lemm- inkäinen og meyjarnar frá Sari. Fyrir þá sem ekki vita er Lemm- inkäinen persóna í kvæðabálknum Kalevala, en það er nokkurskonar Eddukvæði Finna. Lemminkäinen er hálfgerður James Bond, þ.e. kvensamur stríðsmaður og meyjarnar frá Sari eru Bondgellurnar, en því miður eru þær allar giftar! Meira að segja tónlistin er ekk- ert ósvipuð þeirri sem John Barry hefur samið fyrir Bondmyndirnar; hnausþykkir, allt að því síróps- kenndir strengjatónar eru áber- andi og rómantísk stemning með þjóðernislegu ívafi svífur yfir vötnunum. Verkið var glæsilega mótað af stjórnandanum Arvo Volmer, en hann er aðalhljómsveitarstjóri eistnesku Óperunnar og Sinfón- íuhljómsveitarinnar í Adelaide í Ástralíu. Leikurinn var öruggur og skýr, uppbyggingin í túlkuninni hnitmiðuð og var verulega gaman á að hlýða. Sömu sögu er að segja um tvö stykki eftir ungverska tónskáldið og tónlistarfræðinginn Zoltán Ko- dály, Sumarkvöld og Páfugl- stilbrigðin svonefndu. Síðarnefnda tónsmíðin er tilbrigði við lag sem fjallar um páfugl er frelsar fanga úr fangelsum og kom tignarlegt andrúmsloft tónlistarinnar vel fram í prýðilega ígrundaðri túlkun verksins. Margt aðdáunarvert sem bar fyrir eyru; málmblásararnir áttu sérlega góða spretti og styrk- leikajafnvægið á milli ólíkra radd- hópa var nákvæmt. Flutningurinn var spennuþrunginn og krafturinn á köflum geigvænlegur. Óneit- anlega var þetta safaríkara atriði en fiðlukonsertinn eftir Sibelius! Daufur fiðlukonsert TÓNLIST Háskólabíó Tónsmíðar eftir Kodály og Sibelius í flutn- ingi Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Arvo Volmer. Einleikari var Boris Brovtsyn. Fimmtudagur 12. janúar. Sinfóníutónleikar Jean Sibelius, en um verk hans segir í umsögninni; „Lemminkäinen er hálf- gerður James Bond, þ.e. kvensamur stríðsmaður [...]“ Jónas Sen AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.