Morgunblaðið - 15.01.2006, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 2006 65
MENNING
Tækniþróunarsjóður
kynningarfundur í Húsi atvinnulífsins 19. janúar
Rannís
Rannsóknamiðstöð Íslands,
Laugavegi 13, 101 Reykjavík,
www.rannis.is
Tækniþróunarsjóður boðar til opins kynningarfundar í Húsi
atvinnulífsins fimmtudaginn 19. janúar kl. 8.30–10.00.
Fundurinn er ætlaður væntanlegum umsækjendum en
umsóknarfrestur í sjóðinn er til 15. febrúar nk.
Dagskrá
• Sveinn Þorgrímsson, formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs, gerir grein fyrir hlutverki
sjóðsins.
• Snæbjörn Kristjánsson og Oddur Már Gunnarsson, starfsmenn Rannís, fjalla um
umsóknar- og matsferli sjóðsins.
• Kristinn Andersen, rannsóknastjóri Marel hf., kynnir verkefni um notkun róbóta í
matvælaiðnaði sem Tækniþróunarsjóður styður.
• Davíð Lúðvíksson forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins er fundarstjóri.
Boðið verður upp á morgunverð á fundinum
Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum
nr. 4/2003 um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu at-
vinnulífsins. Sjóðurinn fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við megin-
stefnu Vísinda- og tækniráðs. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar,
rannsóknastofnanir og háskólar.
Í tilefni þess að Knut Ödegårdvarð sextugur 6. nóvember ífyrra kom út viðamikið úr-
valsrit ljóða hans: Kringsjå, Dikt i
utval, útg. Cappelen 2005.
Bókinnni ritstýrir Thorvald
Steen og velur hann líka ljóðin og
skrifar inngang.
Thorvald Steen skrifar afar
skemmtilega um Knut Ödegård.
Hann kallar hann stórskáld en
leggur áherslu á að hann sé fyrir
margar sakir framandi fugl í bók-
menntum Noregs. Ég vil bæta við
að hann sé meðal helstu ljóðskálda
Noregs. Það fer ekki á milli mála.
Thorvald Steen velur úr Bies-
urr, laksesprang (1983), en það eru
einkum síðustu bækurnar sem
hann kynnir: Kinomaskinist
(1991), Buktale (1994), Steph-
ensen-huset (2003) og Missa (1998).
Með þessum bókum hefur Öde-gård gerst brautryðjandi.
Það er leitun á jafn opinskáum
skáldskap og í þeim. Hann fjallar
um einkalíf sitt á hispurslausan
hátt og hlífir sér ekki.
Þessar bækur krefjast mikils
hugrekkis og mikillar skáldgáfu.
Allar eru bækurnar markverð-
ar.
Það sem vekur athygli er að
mörg ljóðanna virðast ort á Íslandi
enda hefur Ödegård búið jöfnum
höndum í Reykjavík og Molde.
Hann er fyrst og fremst norskt
skáld en við Íslendingar eigum
töluvert í honum.
Ljóst er að hann hefur orðið fyr-
ir áhrifum frá opinni og frásagn-
arkenndri ljóðlist íslenskra skálda.
Þekking Ödegårds á íslenskum
bókmenntum og menningu er yf-
irgripsmikil og hefur hann m.a.
skrifað tvær bækur um Ísland auk
þess sem hann var forstjóri Nor-
ræna hússins um árabil.
Hann hefur þýtt ljóð nútíma-
skálda og eldri skálda (Lilju og
Geisla) og gert það flestum betur
og staðið vörð um hagsmuni Ís-
lands þegar á móti blés. Fyrir það
eigum við að vera honum þakk-
látir.
Tvær bækur með ljóðum Öde-
gårds hafa komið út á íslensku og
ein unglingabók ef ég man rétt.
Ljóð Ödegårds eru stundum dá-lítið mælsk, til dæmis í Steph-
ensen-húsinu en sá stílsmáti fer
honum vel. Langar línurnar sem
oft er mikill hiti í og skap. Það er
engin ládeyða hjá honum.
Hann er kristið skáld án þess að
vera einstrengingslegur. Efinn er
jafnan með í för.
Persónan vekur athygli eins og
Steen fjölyrðir um. Hann var með-
al þeirra sem stóðu að Bók-
menntahátíð hér heima og í Molde
vakti Bókmenntahátíð sem hann
stjórnaði heimsathygli.
Hagur bókmenntanna skiptir
hann máli og jafnframt er honum
umhugað um að stuðla að húm-
anísku viðhorfi í anda Björnson.
Honum hefur orðið ágengt á því
sviði eins og öðrum.
Thorvald Steen talar um að fullt
sé af konum í ljóðum Ödegård. Það
er rétt. En þó er ein kona sem auk
móður hans er áberandi og um
hana hefur hann ort minnisstætt
ljóð. Það er Þorgerður Ingólfs-
dóttir, kona hans. Ljóðið nefnist
Alt dette. Það er dæmigert
Reykjavíkurljóð og er til í íslenskri
þýðingu.
Föðurljóð Ödegård eru sér-
stakur kafli í ljóðlist hans, við-
kvæm og afhjúpandi fyrir norska
samtímasögu.
Þess má að lokum geta að fá eða
engin norsk ljóðskáld hafa verið
þýdd á jafn mörg mál og Ödegård.
Það segir sína sögu um stöðu hans.
Meðal helstu
skálda Noregs
’Það sem í fyrstu gætivirst einfalt og í anda
frásagnar er gætt skáld-
skap sem lifir og vitnar
um sérstöðu skáldsins.‘
AF LISTUM
Jóhann Hjálmarsson
Knut Ödegård. „Ljóst er að hann
hefur orðið fyrir áhrifum frá opinni
og frásagnarkenndri ljóðlist ís-
lenskra skálda.“
johj@mbl.is
HIÐ nýstárlega bandaríska djasstríó
The Bad Plus er væntanlegt hingað
til lands eftir tæplega tvo mánuði en
sveitin mun halda tónleika á
skemmtistaðnum NASA í dag,
sunnudaginn 12. mars. The Bad Plus
hefur undanfarin ár notið síaukinna
vinsælda um allan heim en hljóm-
sveitin, sem skipuð er þeim Reid
Anderson á bassa, David King á
trommur og píanóleikaranum Ethan
Iverson, þykir fara mjög frumlegum
höndum um djasstónlistina þar sem
ólíkum stefnum á borð við raftónlist,
gruggrokki, poppi og svo náttúrlega
djassi er blandað saman á frumlegan
en um leið áheyrilegan hátt.
Glimrandi dómar
Upphaf The Bad Plus má rekja
aftur til ársins 1990 þegar þríeykið,
sem kemur frá miðríkjum Bandaríkj-
anna, hóf að gera tilraunir með ýms-
ar stefnur djasstónlistarinnar. Það
var hins vegar ekki fyrr en 2001 sem
fyrsta plata sveitarinnar kom út hjá
plötufyrirtækinu Fresh Sound.
Frumburðurinn kom þeim á kortið
innan djassgeirans í Bandaríkjunum
og vakti sveitin mikla athygli fyrir
óhefðbundin tök sín á tónlistarstefn-
unni. Platan hlaut glimrandi dóma,
þar á meðal í New York Times og
Chicago Reader en það voru tón-
leikar sem The Bad Plus hélt í Vill-
age Vanguard í New York sem urðu
til þess að orðspor tríósins jókst til
muna. Það varð svo til þess að stór-
fyrirtækið Columbia Records gerði
samning við sveitina. Árið 2003 kom
út breiðskífan These Are the Vistas
en upptökustjóri þeirrar plötu var
hinn magnaði Tchad Blake sem hef-
ur áður unnið með kanónum á borð
við Peter Gabriel, Pearl Jam, Suz-
anne Vega, Tom Waits og Elvis
Costello.
Á þeirri plötu framreiddu þre-
menningarnir frumlegar tónsmíðar
auk þess sem þeir gerðu að sínum
þekkt lög úr öðrum tónlistargeirum.
Má þar nefna lögin „Smells Like
Teen Spirit“ með Nirvana (sem Iver-
son hélt fram að hann hefði ekki
heyrt áður), „Heart of Glass“ með
Blondie og „Flim“ með Aphex Twin.
Bjargvættir djassins
The Bad Plus hefur ávallt verið ið-
ið við spilamennsku en þrátt fyrir
mikil ferðalög og þétta dagskrá hefur
tríóinu tekist að gefa út tvær aðrar
plötur, Give (2004) og Suspicious
Activity? (2005), en sú síðastnefnda
hlaut víðast hvar lofsamlega dóma og
þremenningunum í The Bad Plus var
þar að auki eignaður sá heiður að
hafa komið djasstónlistinni til bjarg-
ar þegar hún var við það að gefa upp
öndina.
Það er Event sem stendur að
komu The Bad Plus hingað til lands.
Tónlist | Djasstríóið The Bad Plus á leið til landsins
Við endimörk djassins
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
The Bad Plus leikur á NASA
sunnud. 12. mars. Frekari upplýs-
ingar er að finna á www.event.is
og www.thebadplus.com.
The Bad Plus er mikill hvalreki fyrir alla íslenska djassáhugamenn, hafa enda blásið nýju lífi í djassinn.
SÍÐASTLIÐINN föstudag birtist í
Dagbók Morgunblaðsins röng mynd
með frétt um að æfingar væru hafn-
ar á Viðtalinu í Hafnarfjarðarleik-
húsinu í samstarfi þess við Drauma-
smiðjuna.
Myndin sem birtist með fréttinni
var af leikurum í verkinu Mind
Kamp, eftir Jón Atla Jónasson, en í
kvöld verður hátíðaropnun á þeirri
sýningu.
LEIÐRÉTT
Röng mynd
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Dalvegi 28 – Kópavogi
Sími 515 8700
BLIKKÁS –
Útsala
Opið virka daga kl. 10-18
laugardaga kl. 10-16
Nýbýlavegi 12,
Kópavogi
sími 554 4433